Morgunblaðið - 24.05.1985, Page 16

Morgunblaðið - 24.05.1985, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1985 Hnattsigling Akra- nessins á 120 dögum — Skipst á gjöfum við komu skipsins að Grundartanga Akranesi 20. maí Ms Akranes, stsrsta skip íslenska kaupskipaflotans, kom í höfn á Grund- artanga miðvikudaginn 15. maí eftir að hafa fyrst íslenskra skipa siglt kringum hnöttinn. f tilefni þessarar merku ferðar bauð útgerð skipsins Nesskips hf. nokkrum gestum um borð í skipið í Grundartangahöfn og þar til- kynnti forstjóri fyrirtækisins Guðmundur Ásgeirsson að í tilefni þessarar ferðar skipsins hefðu þeir ákveðið að færa Byggðarsafn- inu að Görðum á Akranesi að gjöf fána skipsins, sem blakti við hún alla ferðina og eins alheimssjókort skipsins. Guðmundur sagði fyrir- tæki sitt ekki geta minnst þessar- ar merku ferðar betur. Gunnlaug- ur Haraldsson forstöðumaður Byggðasafnsins veitti gjöfunum viðtöku. Ingimundur Sigurpálsson bæj- arstjóri á Akranesi færi skip- stjóra skipsins Jóni Magnússyni stóra mynd af Akraneskaupstað, sem komið verður fyrir í skipinu og skipstjórinn færði kaupstaðn- um að gjöf mynd af skipinu. Pétur Baldursson flutningastjóri hjá Is- Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Jén Magnússon, skipstjóri á Akranesi, afhendir Gunnlaugi Haraldssyni, forstöðumanni Byggðasafnsins í Görðum, fána þann sem blakti við hún alla ferðina. Akranesið við bryggju á Grundartanga. lenska Járnblendifélaginu afhenti skipstjóranum mynd af athafna- svæði Járnblendiverksmiðjunnar og kvað þá járnblendimenn vera hreykna af því að í þessari sögu- frægu ferð hefði skipið verið að flytja framleiðslu þeirra og hrá- efni til hinna fjarlægu landa. Ms Akranes fór frá Grundar- tanga 16. janúar sl. með 6300 tonn af kísiljárni áleiðis til Japan. Eig- endur farmsins voru Sumitom Corporation í Tókýó en þetta stór- fyrirtæki keypti sem kunnugt er 15% eignarhluta í íslenska Járn- blendifélaginu á síðasta ári og skuldbatt sig til að kaupa 20—25.000 tonn af kísiljámi á hverju ári. Skipið sigldi sem leið lá til Gíbr- altar, þar sem tekin var olía og vistir. 31. janúar var komið til Port Sait, rúmum sólarhring síðar var Suez-skurðurinn að baki og skipið sigldi í logni og blíðu suður Rauðahafið. í Singapore var tekin olía og vistir að nýju þann 17. febrúar og komið til Osaka í Japan 28. febrú- ar og hafði skipið þá verið 41 sól- arhring á leiðinni og siglt um 12.000 sjómílur. í Osaka var hluti farmsins losaður. Skipið kom ekki að bryggju í Osaka heldur var þvi latrt við staura oe kísiliárnið losað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.