Morgunblaðið - 30.05.1985, Síða 1

Morgunblaðið - 30.05.1985, Síða 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 119. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Fólkið átti enga útleið og kramdist til dauða ^ ^ .ii» 'T'iwnw immwfr mnmt. Skelfing og glundroði Skelfingin og glundroðinn leyndu sér ekki, er aðþrengdir áhorfendurnir reyndu að forða sér undan troðningnum á knattspyrnuvellinum í Brussel. Símamynd AP. Fjörtíu og einn missti lífið og hundruð manna slösuðust Brtttnel, Róm og London, 29. mal. AP. ÞÚSUNDIR Itala, nær yfirbugaðir af kvíða og óvissu, vöktu fram eftir allri nóttu til þess að fí upplýsingar um það frá Briissel, hvort vinir þeirra og ástvinir hefðu komizt lifandi og óskaddaöir frá atburðunum á knattspyrnu- vellinum þar. Bettino Craxi, forsætisráðherra Ítalíu, gagnrýndi þá ákvörðun að láta leikinn fara fram og Jóhannes Páll páfi hélt bænastund vegna fórnarlamba harmleiksins. í kvöld var vitað um 41 mann, sem farizt hafði. f þeirra hópi voru 25 ítalir, 7 Belgíumenn og 1 Frakki, en ekki var vitað um þjóðerni 8 manna. Þá slösuðust einnig mörg hundruð manns til viðbótar, þar af margir alvarlega. Francis Boilaeu, talsmaður almannavarna í Briissel, gaf þessa lýsingu á atburðunum: „Svo virðist sem stuðningsmenn enska liðsins hafi ráðizt á stuðn- ingsmenn ítalska liðsins, sem stóðu í næsta áhorfendabás. ítal- arnir hörfuðu undan að múr- veggnum fyrir neðan, en þá kom- ust þeir ekki lengra. Þar voru þeir bókstaflega kramdir til bana. Þeim var ekki undankomu auðið." John Welsh, 27 ára gamall að- dáandi Liverpool, sem lenti í miðri þvögunni, komst svo að orði: „Múrveggurinn gaf eftir undan þrýstingnum og þá urðu margir fastir undir grjóthruninu og líkum þeirra, sem þegar voru dánir. Þetta var hræðilegt.” Samtímis því sem ítalir horfðu á lið Juventus hlaupa í sigurvímu í hring á leikvellinum, tóku að birt- ast sérstök símanúmer á sjón- varpsskerminum, sem fólk gat hringt í til þess að fá upplýsingar um afdrif sinna nánustu í Brússel, en mikill fjöldi ítala hafði farið þangað til þess að horfa á leikinn. Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, kvaðst í kvöld vera harmi lostinn yfir atburðun- um í Brússel og sagði: „Þeir sem valdið hafa þessum harmleik, hafa kallað mikla svívirðu yfir sig og land sitt.“ Vesturþýzka sjónvarpið (ZDF) hætti beinni útsendingu sinni á leiknum í mótmælaskyni við þá ákvörðun að láta leikinn fara fram, þrátt fyrir það að ljóst væri, að fjöldi manns hefði beðið bana eða slasazt. „Slíkir skelfingarat- burðir hafa aldrei átt sér stað í tengslum við knattspyrnuleik," var haft eftir Ruprecht Eser, yfir- manni ZDF. Sjá fréttir og frásagnir á íþrótta- síðum. Skotið af fallbyssum á forsetahöllina í Beirút Beirút, 29. maí. AP. FORSETAHÖLLIN í Beirút varð hvað eftir annað fyrir fallbyssukúlum í gær og sagði útvarpið í Líbanon svo frá, að það gengi „kraftaverki næst“, I og skrifstofu forsetans, eftir að sá að Amin Gemayel forseti hefði sloppið hluti forsetahallarinnar hafði orðið ómeiddur. Kom eldur upp bæði í íbúð I fyrir tveimur fallbyssukúlum. Gerðist Róttækar tillögur Reagans forseta: Skattar einstaklinga lækkaðir um 7 % — en skattar fyrirtækja hækka um 9 % Washington, 29. maí, AP. OLÍUFYRIRTÆKIN og gasiðnaðurinn í Bandarfkjunum verða að taka á sig þyngri skattbyrði í framtíðinni. Kom þetta fram í skattalagabreytingum þeim, sem Ronald Reagan forseti kunngerði í gær. Forsetinn fordæmdi núverandi skattakerfi og sagði tillögur sínar hafa í för með sér „róttækar breyt- ingar" á tekjuskattslögum Banda- rikjanna. Með þeim væri stefnt að lægri skattbyrði einstaklinga, en jafnframt yrðu lagðir auknir skatt- ar á „þau fyrirtæki og einstaklinga, sem ekki greiða það sem þeim ber“. Tillögur forsetans hafa m.a. að geyma nýja skattstiga, en sam- kvæmt þeim á að greiða 15—35 % af tekjum í skatt, sem er mun lægra en áður, en þá gátu þessir skattar numið allt að 50%. Nú er áformað, að skatturinn verði 15% af fyrstu 29.000 dollurum, 25% af tekjum þar fyrir ofan allt að 70.000 dollurum og 35% af öllum tekjum þar fyrir ofan. Forsetinn sagði, að nær allir myndu hafa hag af þessum skatta- lagabreytingum. „Með því að lækka tekjuskattstigann fyrir hvern og einn, hversu háar tekjur, sem hánn kann að hafa, hljótum við öll að fá meiri hvatningu til þess að komast hærra en áður.“ Forsetinn gerði hins vegar ekki nákvæma grein fyrir því, hverjir ættu að greiða meiri skatta en áður til þess að standa undir tekjutapi ríkisins af þessum völdum, en sagði: „Það eru þeir einstaklingar og fyrirtæki, sem ekki greiða það, sem þeim ber. Slík misnotkun á skattakerfinu verður ekki þoluð í framtíðinni." Af tillögunum er þó ljóst, að skattar einstaklinga eiga að lækka um 7% en heildarskattahækkanir fyrir- tækja verða um 9%. Dan Rostenkowski, einn helzti AP/Slmamynd Reagan forseti kynnir skattatillögur sínar í sjónvarpi á þriðjudagskvöld. talsmaður demókrata í skattamál- um í fulltrúadeild Bandaríkja- þings, sagði í dag, að tillögur for- setans væru „upphafsskref" í þá átt að breyta skattakerfi Bandaríkj- anna, sem væri orðið úrelt. Tók hann tiilögunum vel, en sagði þó, að þær þyrftu frekari athugunar við. þetta samtímis því sem forsetinn sat að snæðingi í öðru herbergi þar nærri. Þá lentu fallbyssukúlur einnig á ráðstefnusal á næstu hæð fyrir ofan og ollu þar miklum skemmdum. Ekki var greint frá manntjóni, en um hálftíma eftir að þetta gerðist tilkynnti útvarpið í Beirút, að Gemayel hefði haldið á brott áleiðis til Damaskus, þar sem hann mun eiga tveggja daga viðræður við Haf- ez Assad, Sýrlandsforseta, um ástandið í Líbanon, sem fer nú stöð- ugt versnandi. Ekkert lát virðist vera á hinum ofsafengnu bardögum milli shíta og Iiðsmanna Frelsisfylkingar Palest- ínu (PLO), sem hófust 20. maí sl. við flóttamannabúðirnar í Bourj Bar- ajneh, en breiddust síðan út til tveggja annarra flóttamannabúða. Er Ijóst, að shítar hyggjast ganga milli bols og höfuðs á liðsmönnum PLO og koma í veg fyrir, að þeir búi um sig til frambúðar í Líbanon. Abdul Aziz Abu-Gosh, einn af helztu forystumönnum PLO og sendiherra samtakanna I Tanzaníu, sendi í dag neyðarorðsendingu til fjölda ríkisstjórna og alþjóðastofn- ana um allan heim, þar sem skoraði á þessa aðila að grípa tafarlaust til sinna ráða og „stöðva þetta þjóðar- morð á Palestínumönnum". Þar kom fram, að yfir 500 Palestínu- menn hefðu verið drepnir — sumir á hinn hroðalegasta hátt — síðan þessir bardagar byrjuðu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.