Morgunblaðið - 30.05.1985, Síða 6

Morgunblaðið - 30.05.1985, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MAÍ1985 ÚTVARP / SJÓNVARP Hrafna- an flibba, virðulegir borgarar að ræða vandamál samfélagsins. Það voru kannski ekki svo afskaplega alvarleg vandamál, er Hrafn Gunn- laugsson ræddi um í rabbþætti sín- um nú á þriöjudagskveldið, en samt hafði þátturinn afar virðulegt yfir- bragð, fjórir valinkunnir borgarar úr kvikmynda- og fjölmiðlaheimin- um mættir sparibúnir að ræða „Is- lensku kvikmyndina og framtíð- ina“. Þessir ágætu menn voru Markús Örn Antonsson, nýskipað- ur útvarpsstjóri, Þorsteinn Jóns- son, kvikmyndaleikstjóri (að vísu ekki með bindi og dálítið róttækur í útliti), Friðbert Pálsson, forstjóri Háskólabíós og ráðsmaður í Kvik- myndasjóði, og að lokum Björn Björnsson, kvikmyndagerðarmaður og auglysingahönnuður. Þá leitaði Hrafn með spurningar til ýmissa kunnra borgara úti í bæ, fólks er tengdist á einhvern hátt íslenskri kvikmyndagerð og fjölmiðlun. Má raunar segja að Hrafn hafi hér komið svo víða við á því sviði er heyrir innan míns verksviðs hér á blaðinu, að ekki dugi minna en tvær greinar um þátt hans. Freista ég þess að drepa á sem flest íhug- unarefni Hrafns og félaga og vona að sá verkháttur skerpi sýn lesenda á stöðu íslensku kvikmyndarinnar í dag. Myndböndin Það eru hreint ótrúlegir fjár- munir sem renna um afgreiðslu- kassa myndbandaleiganna. Frið- bert Pálsson upplýsti að lauslega áætlað eyddu íslendingar 1,4 millj- arði króna, ég endurtek 1,4 milljarði króna síöastliðið ár á myndbanda- leigunum. Hér er um að ræða 5% af fjárlögum íslenska ríkisins og til samanburðar benti Markús á þá staðreynd, að í ár veitir íslenska sjónvarpið innan við 70 milljónum króna til dagskrárgerðar, og er þar ekki bara um að ræða fé er rennur til kaupa á svipuðu efni og mynd- bandaleigurnar bjóða gjarnan upp á, heldur eru inni í myndinni frétt- ir, innlendir þættir ýmiss konar og íþróttir. í ljósi þessa er dálítið und- arlegt hve gífurlegar fjárhæðir renna úr vösum hins almenna borgara til kaupa á hinu fremur einlita efni myndbandaleiganna. Ríkissjónvarpið býður upp á marg- falt fjölbreyttara efni en mynd- bandaleigurnar, sem að mestu bjóða upp á erlendar kvikmyndir, en samt veigra menn sér við að greiða hið hófstillta afnotagjald sjónvarpsins. Hygg ég að hér sé sama lögmál að baki og þegar fólk sparar í matinn en fer svo út í sjoppu og kaupir athugasemda- laust einn súkkulaðimola á tuttugu og eina krónu, en þeir ágætu mol- ar ... renna út... að sögn eins sjoppueigandans. Hvað um það þá hefir sjónvarpið ekki staðið sig nægilega vel í samkeppni við sinn heista keppinaut, myndbandamark- aðinn, um kaup á nýjum vinsælum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. En Markús Örn benti á að hér væri við ramman reip að draga, sjón- varpið hefði einfaldlega ekki bol- magn til að keppa við myndbanda- innflytjendur um vinsælustu skemmtiþættina. Blessaður út- varpsstjórinn gleymdi alveg að minnast á þá staðreynd að mynd- bandaleigurnar hafa oftlega skotið sér undan lögum varðandi höfund- arrétt og einnig lítilsvirt kaup- leigusamninga kvikmyndahúsanna á nýjum kvikmyndum. Meðan slík lögleysa viðgengst er náttúrulega lítil von til þess að sjónvarpið okk- ar og kvikmyndahúsin geti haldið sínum hlut á þessu sviði. Meira krunk í næsta pistli. Ólafur M. Jóhannesson þing I Sannarlega flýgur tíminn hjá með sífellt örara vængjataki, ekki nema andartak frá því Lennon sönglaði Yesterday og svo birtast jafnaldrarnir á skjánum með hvít- Ríó tríóið „I gegnum tíðina“ Ríó tríóið í heimsókn ■■■■I Þáttur Ragn- | (t 00 heiðar Davíðs- A tl dóttur, „í gegn- um tíðina", er á dagskrá rásar 2 i dag klukkan 15.00. Ragnheiður sagði í samtali við Mbl. að í dag kæmi Ríó tríóið í heim- sókn á rás 2 og sætu í stúdíóinu með sér í klukkutíma og spjölluðu væntanlega um ferilinn, plöturnar, lífið, tilveruna og margt, margt fleira. „Eins og flestum er kunnugt hafa þeir félagar slegið í gegn á Broadway að undanförnu og eiga þeir langan feril að baki. Líklega berst talið að Jón- asi Friðrik, en hann á ekki hvað síst þátt í velgengni Ríó tríósins, en hann hef- ur samið mörg af lögum þeirra," sagði Ragnheiður. í þættinum „I gegnum tíðina" hafa laga- og tex- tahöfundar verið teknir sérstaklega fyrir, t.d. Þor- steinn Eggertsson, Halli og Laddi, Valgeir Guð- jónsson, Rúnar Júlíusson og fleiri íslenskir höfund- ar. „Þátturinn verður í beinni útsendingu eins og venjulega og verða plötur með Ríó tríóinu spilaðar auk þess sem lög munu heyrast af sólóplötum þeirra óla og Helga og kannski heyrist eitthvað í „Nútímabörnum" en Ág- úst var í þeim hópi fyrir allmörgum árum,“ sagði Ragnheiður. „Einskonar þroska- ferilslýsing í einsöngslagagerð“ ■■■■ Ólafur Þ. 91 30 Jónsson óperu- £* A ” söngvari syng- ur fimmtán lög eftir dr. Hallgrím Helgason í út- varpsþætti í kvöld, sem hefst klukkan 21.30. Höf- undur leikur undir. Dr. Hallgrímur Helga- son sagði að í þættinum yrðu flutt 15 lög hans og væri um frumflutning að ræða í flestum tilvika. Höfundur Ijóðanna er Steingrímur Thorsteins- son, Jón Magnússon, Snorri Hjartarson, Pétur Jakobsson og ólafur Jó- hann Sigurðsson. Ólafur Þ. Jónsson „Flest eru þessi lög samin á síðustu þrem ár- um,“ sagði dr. Hallgrím- ur. „Þó er þarna lagið „Litla kvæðið um gymbil" við kvæði Jóns Magnús- sonar, en það er mitt fyrsta einsöngslag, samið 1937. Nokkur lög brúa svo bilið þarna á milli, svo að þetta verður einskonar þroskaferilslýsing í einsöngslagagerð minni. Upptakan tókst að mín- um dómi mjög vel. ólafur var fjarskalega ánægður með lagaval og naut þess að túlka söngvana." Ilallgrímur Helgason • -mzry Steingrímur Hermannsson „Þriðji maðurinn“ — Steingrímur Hermannsson ■IMM Þátturinn Ol 00 -Þriðji maður- — inn“ er á dag- skrá rásar 2 í kvöld klukk- an 21.00 og er hann klukk- utíma langur að vanda. Umsjónarmenn þáttarins eru þeir Árni Þórarinsson og Halldór Halldórsson. Að sögn Árna verður þriðji maður kvöldsins forsætisráðherrann sjálf- ur, Steingrímur Her- mannsson, og verður væntanlega rætt um ým- islegt annað en pólitíkina þó hún fái að fljóta með í leiðinni. Þátturinn í kvöld er sá síðasti af þessu tagi að sinni. UTVARP FIMMTUDAGUR 30. mal 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.20 Leiktimi. Tilkynningar. 7.55 Málræktarþáttur. Endurt. þáttur Baldurs Jónssonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurtregnir. Morgunorð: — Gunnar Ratn Jónsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Bðrn eru besta fólk“ eftir Stefán Jónsson. Þórunn Hjartardóttir les (7). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 10.45 Málefni aldraðra. Þáttur I umsjá Þóris S. Guð- bergssonar. 11.00 „Ég man þá tlð". Lög frá liðnum árum. Um- sjón: Hermann Ragnar Stef- ánsson. 11J0 Úr byggöum Vestfjarða. Finnbogi Hermannsson sér um þátt frá Súðavfk. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12^0 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 14.00 „Sælir eru syndugir" eftir W.D. Valgardson. Guö- rún Jörundsdóttir les þýð- ingu slna (18). 14.30 A frívaktinni. Sigrún Sigurðardóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Slðdegistónleikar. a. Fiölusónata nr. 32 I B-dúr K.545 eftir Wolfgang Ama- deus Mozart. Georges Oct- ors og Jenny Solheid leika. b. Strengjakvartett I B-dúr eftir Franz Schubert. Melos- kvartettinn I Stuttgart leikur. 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Slödegisútvarp. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.45 Til- kynningar. Daglegt mál. Sig- uröur G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Hvlskur. Umsjón: Höröur Sigurðar- son. 20.30 Kvöld I mal. Tónlist: Ingimar Eydal. Um- sjón: Jónas Jónasson. 21.30 Einsöngur I útvarpssal. Olafur Þ. Jónsson syngur lög eftir Hallgrlm Helgason við kvæði eftir Steingrlm Thor- steinsson, Jón Magnússon, Snorra Hjartarson, Ólaf Jó- hann Sigurðsson og Pétur Jakobsson. Höfundurinn leikur á pfanó. 22.00 „Dægurlagatextar". Hjalti Rögnvaldsson les Ijóðaflokk úr bókinni „Óljóð" eftir Jóhannes úr Kötlum. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. /á SJÓNVARP 19.15 A döfinni. Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 19.25 Barnamyndasyrpa. Myndir frá finnska, tékkn- eska og sænska sjónvarp- inu. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 10.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Klassapla. (Fantastico.) Skemmtiþáttur með ítölsku söngkonunni Raffaellu Carra I aöalhlut- verki. Hún flytur einkum bandarlsk lög. 21.35 Maöurinn bak viö myndavélina. Bresk heimildamynd um kvikmyndatökumanninn Di- eter Plage og Mary, konu hans, sem ferðast heims- horna á milli til aö taka dýra- llfsmyndir, oft við erfiö og jafnvel háskaleg skilyrði. Þýöandi: Jón O. Edwald. 22.30 Vogun vinnur, vogun tapar. (A Song for Europe.) Ný bresk-þýsk sjónvarpsmynd sem byggð er á sann- sðgulegum viðburðum. Leik- stjóri John Goldschmidt. Að- alhlutverk: David Suchet FÖSTUDAGUR 31. maí ásamt Maria Schneider, Reinhard Glemnits, George Claisse og Robert Freitag. Myndin er um háttsettan starfsmenn lyfsölufyrirtækis I Sviss sem kærir húsbændur slna fyrir brot á við- skiptareglum Evrópu- bandalagsins. Hann verður að gjalda þessarar uppljóstr- unar dýru verði þegar fyrir- tækið hefur gagnsókn. Þýö- andi Kristmann Eiðsson. 00.10 Fréttir I dagskrárlok. LAUGARDAGUR 1. júní 17.30 Iþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Fel- ixson. 19.25 Kalli og sælgætisgeröin. Sænsk teiknimyndasaga I tlu þáttum gerð eftir samnefndri barnabók eftir Roald Dahl. Teikningar: Bengt Arne Runneström. Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. Sögu- maður Karl Agúst Ulfsson. (Nordvision — Sænska sjón- varpiö.) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20JJ5 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Sambýlingar. (Full House.) Nýr flokkur — Fyrsti þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur I sex þáttum um ungt fólk sem kaupir sér húsnæði I samein- ingu. Leikendur: Christopher Strauli, Sabina Franklyn, Natalie Forbes og Brian Capron. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 21.05 Gestir hjá Bryndlsi. Kvöldstund með Bryndlsi Schram. Gestir hennar verða að þessu sinni allir sjómenn. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 22.00 Eg berst á fáki fráum. (International Velvet.) Bresk blómynd frá 1978. Leikstjóri Bryan Forbes. Aöalhlutverk: Tatum O’Neal, Christopher Plummer, Anthony Hopkins og Nanette Newman. Þegar Sara missir foreldra slna er hún send til frænku sinnar sem var annáluð fyrir hesta- mennsku á yngri árum. Brátt vaknar hjá telpunni áhugi á hestum og reiðmennsku. Takmark hennar verður að komast I keppnissveit Breta á Ólympluleikunum. Þýðandi Rannveig Tryggvadóttir. 00.10 Dagskrárlok. 22.35 Fimmtudagsumræðan. Umsjón: Gissur Sigurðsson. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Kristján Sigur- jónsson og Sigurður Sverr- isson. 14.00—15.00 Dægurflugur Nýjustu dægurlögin. Stjórnandi: Leópold Sveins- son. 15.00—16.00 i gegnum tlðina Stjórnandi: Ragnheiður Dav- lösdóttir. 16.00—17.00 Bylgjur Framsækin rokktónlist. Stjórnendur: Asmundur Jónsson og Arni Danlel Júll- usson. 17.00—18.00 Einu sinni áður var Vinsæl lög frá 1955 til 1962 — Rokktlmabilið. Stjórnandi: Betram Möller. Þriggja mlnútna fréttir sagð- ar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. Hlé. 20.00—21.00 Vinsældalisti hlustenda rásar 2 10 vinsælustu lögin leikin. Stjórnandi: Asgeir Tómas- son. 21.00—22.00 Þriöji maöurinn Stjórnendur: Arni Þórarins- son og Halldór Halldórsson. 22.00—23.00 Rökkurtónar Stjórnandi: Svavar Gests. 23.00—24.00 Gullhálsinn Sjötti og slðari þáttur þar sem rakinn er ferill Michael Jackson. Stjórnandi: Pétur Steinn Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.