Morgunblaðið - 30.05.1985, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MAl 1985
17
síðu fái ég mér í glas. Það er alltaf
efi. En samt er útgáfa léttir.“
— Tekur þú mark á gagnrýni,
hefur hún áhrif á þig?
„Ég veit ekki. Eg þykist kunna
skil á eigin þráhyggju. En ég hef
aldrei fengið neina verulega gagn-
rýni nema lof. Skítkast er mér al-
veg sama um, það væri vafalaust
fínt að verða fyrir því. En gagn-
rýni, ég lít ekki á hana sem dóm.
Það sem meðal annars er óþægi-
legt við ljóðabransann hér eru
margir þessir einstrengingslegu
og húmorlausu bókmenntafræð-
ingar sem geta ekki látið ljóðið í
friði, kryfja það og flokka. Höf-
undurinn verður sjálfur mest
hissa af öllum þegar hann les
niðurstöður fræðinganna."
— Komu undirtektir á „Degi
ljóðsins" þér á óvart?
„Nei, ekki get ég sagt það. Það
er einfaldlega búið að afgreiða
fólk og reynt hefur verið að koma
því inn hjá fólki að það vilji ekki
og eigi ekki að skilja ljóð. Svona
samkomur sækir viss og kannski
þögull hópur, hann var þarna og
bókmenntagengið."
— Eiga ljóðskáld erfitt upp-
dráttar?
„Ætli það sé ekki svona upp og
ofan. Þau hafa vafalaust aldrei
verið meðal hinna vinsælustu í
bænum. Margir vilja eiga ljóðin
fyrir sjálfa sig. Þau eru oft þung á
sér og hjá mörgum góðum skáld-
um er myrkrið hugleikið yrkisefni.
Margir eru feimnir, skortir sjálfs-
traust, og líklega fyrirlíta flest
ljóðskáld að þurfa að hafa sig í
frammi, vera þátttakendur í
bramboltinu. Ég er alveg reiðubú-
inn til þess að beita öllum ráðum
ljóðsins vegna.
Allt byggir þetta á að spila með
ímyndir eða gefa ímynd. Imyndin
þarf ekki endilega alltaf að vera
þú sjálfur, hún má vera fals eins
og annað, en fólk þarf á henni að
halda. Ljóðskáld spila greinilega
ekki inn á þessa nýju guðakompl-
exa eins og best kemur fram í fjöl-
miðlafárinu, þar sem alltaf er ver-
ið að tala um og við sama fólkið.
Af yfirvöldunum hafa skáld alltaf
verið litin hornauga, nema einn og
einn, sem þau hafa orðið að hefja
upp til skýjanna til að hafa þá
góða.
Það er alltaf verið að venja fólk
á meiri og meiri lágkúru, hafa
„vit“ fyrir því og telja því trú um
flónsku þess. Fyrirfram ákveðið
almenningsálit er búið til fyrir
það og gerir ekki ráð fyrir neinni
hugsun. Það er ekki von að það sé
rými fyrir almennileg ljóð í þess-
ari vitleysu.“
— Ertu með eitthvað í smíðum?
„Auðvitað er maður alltaf með
eitthvað í smíðum, aðallega í
hausnum allan daginn og draum-
um á nóttunni. Ég skrifa margt
niður og það verður eflaust ein-
hverskonar bók þegar það hefur
öðlast samhengi."
fyrir sér ýmis teikn þess. En þar
sem enginn veit neitt um framtíð-
ina þá er vitnað í fortíðina, tíma
þegar kveðskapur gegndi hreint
ótrúlega víðu hlutverki í einangr-
uðu samfélagi sem var mjög fá-
breytt og einfalt. Nú er landið orð-
ið að úthverfi í vestrænni menn-
ingu með tilheyrandi breytingum.
Og það sem skiptir kannski mestu
máli er að félagslegur tilgangur
þess er horfinn. Pólitísk notkun
hefur líka runnið út í sandinn.
Þetta er þróun sem enginn fær
stöðvað en það þýðir ekki að dauð-
inn sé í nánd. Það stoðar engan að
menn góli harm sinn eða nöldri,
bendi á einhverja nýja djöfla.
Þetta er bara tuttugasta öldin og
hún heldur áfram að koma rétt
eins og sjávarföllin. Ekkert við því
að gera nema að snúa því í gott lag
fyrir sig ef menn geta.“
— Eitthvað að lokum?
„Það var ágætt sem Þórarinn
Eldjárn sagði í blaði á laugardag-
inn „ekki bjart en -sýnn“. Ljóð er
á margan hátt hentugt form fram-
tíðinni, stutt, hnitmiðað og skynj-
að fremur en skilið Náttúrlega
verður það að þróast. Þetta stend-
ur allt og fellur með höfundunum,
ljóðið er nákvæmlega jafn dautt
eða lifandi og þeir.“
Dynjandi
eða
Fjallfoss
Uppi hafa verið
skiptar skoðanir
— segir Eyþór Einars-
son formaður Náttúru-
vemdarráðs
GIRÍKUR Bjarnason ritaði grein
í Morgunblaðið miðvikudaginn
22. maí sl. sem hann nefnir
„Vörn fyrir Dynjanda". Þar
gagnrýnir hann merkingu Nátt-
úruverndarráðs á fossinum, sem
nefnir hann Fjallfoss, og fer
fram á að henni verði breytt og
fossinn nefndur Dynjandi.
Eyþór Einarsson formaður
Náttúruverndarráðs var spurður
álits á grein Eiríks. „Þetta er ekk-
ert nýtt. Við vitum að það hafa
verið uppi skiptar skoðanir á því
hvað þessi ágæti foss heitir," sagði
Eyþór. „Þegar við tókum upp
þetta nafn var m.a. farið eftir bók-
inni „Landið þitt“ sem Þorsteinn
Jósepsson gaf út og þar nefndi
hann fossinn eingöngu Fjallfoss. í
síðari útgáfu notar hann hins veg-
ar bæði nöfninn, Dynjandi og
Fjallfoss. Það var alls ekki út í
bláinn að við notuðum nafnið
Fjallfoss, þegar fossinn var frið-
lýstur. Þeir menn sem við leituð-
um til töldu það nafn réttara.
Ef kemur í ljós að svo er ekki, er
ekkert sjálfsagðara en að leiðrétta
þetta. Við viljum hafa það sem
menn telja sannast og réttast.
Kannski er eina lausnin sú að
setja bæði nöfnin á skilti við foss-
inn og í tilkynningu um friðlýs-
ingu hans,“ sagði Eyþór Einars-
son.
VJterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Okkur er það sönn ánægja á
ári mskunnar að kynna
nýiwng í starfsemi MÍMIS:
enskuskóla fyrir
æskuna að sumarlagi. Ef
þið viljið bseta
árangurinn í skólanum eða
skilja texta Dwran Dwran
og Wham! er enska
lyxilorðið. Notið sumarfríið vel
og lærið ensku á nýjan og
skemmtiiegan hátt.
Kennarinn er enskur og það
verða í mesta lagi tólf
nemendur f bekk.
8-10 ára
10-12 áro
13 áro
8-10
MALASKOLINN
hftp flH 13-15
3-~14.[onílld. 17-19
it2f i-nh p-rf <
t ir ,5-’7
mi I kl. 17-19
©
Vörumarkaðurinn hf.
J Ármúla 1a — heimilistækjadeild — S: 686117.
Ótrúlegt tilboö! kr
1.500
Út
og restin
á 6 mánuöum
Viö bjóöum þér þessa glæsi-
legu Oster-hrærivél meö
20% afslætti og einnig meö
þessum frábæru greiöslu-
kjörum. Henni fylgja: 2 skál-
ar, hnoðari, þeytarar, hakka-
vél og blandari
Ath.:
Takmarkaöar birgöir
Osterj/i
L
CSAL