Morgunblaðið - 30.05.1985, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1985
„Fólk biður jafnvel um
gulu eða grænu töflurnar"
- segja lyfjafræðingarnir Guðrún Edda Guð-
mundsdóttir og Finnbogi Rútur Hálfdánarson lyfja-
fræðingur, þýðendur Lyfjabókarinnar
„Lyf eru skilgreind sem efni eða
annað sem ætlað er fólki eða dýr-
um til að fyrirbyggja, greina, lina,
meðhöndla eða lækna sjúkdóma,
sjúkdómseinkenni og verki eða til
að hafa áhrif á líkamsstarfsemi.
Upphaflega var álitið að Guð
hefði af visku sinni skapað plöntur
til að Iækna alla sjúkdóma og að
út frá útliti þessara plantna væri
hægt að sjá hvaða líffæri eða lík-
amshluta þær gætu læknað. Al-
rúnurót hefur á sér nokkra
mannslögun og var notuð við öll-
um mannanna sjúkdómum. Rót-
arhnýði brönugrass líkist eistum
og var þess vegna notað sem ást-
arörvi og við getuleysi.
í Kína, Egyptalandi og Grikk-
landi til forna voru notaðir hlutir
úr dýraríkinu eins og t.d. slöngu-
kjöt, muldar múmíur og sporð-
drekar. Einnig voru notuð hægða-
lyf eins og sennabelgir, alóe og
frangúlabörkur. Óðjurt, æðiber og
broddepli eru plöntur sem hafa
áhrif á taugakerfið og sálræn
áhrif og seinna var hægt að vinna
atrópín og skópólamín úr þeim.“
Þannig hefst innngangur Lyfja-
bókarinnar sem Bókaútgáfan ísa-
fold hefur nýlega sent frá sér.
Höfundur hennar er Niels Björn-
dal læknir og lyfjafræðingur, og
þýðendur hennar lyfjafræðingarn-
ir Guðrún Edda Guðmundsdóttir
og Finnbogi Rútur Hálfdánarson.
í formála bókarinnar segir m.a.
„Frá upphafi hafa (slendingar
sótt mikið af þekkingu sinni á
lyfjum og lyfjafræði til Danmerk-
ur. Aður fyrr var stór hluti lyfja-
fræðinga og lyfsala danskir og
langflestir þeirra sem lokið hafa
lyfjafræðingsprófi hafa lokið því í
Danmörku . Einnig er mjög mikið
af þeim lyfjum sem eru á markaði
hér framleidd í Danmörku. Það er
því engin furða að öll uppbygging
lyfjamála hér á landi er mjög á
svipaðan veg og í Danmörku.
Við þýðingu þessarar bókar höf-
um við leitast við að staðfæra þau
atriði sem eru frábrugðin hér á
landi. Þetta á einkum við um.
hvaða lyf eru á markaði en þau
eru náttúrlega ekki alltaf þau
sömu hér og í Danmörku. Einnig
er sumum lyfjum og lyfjaflokkum
gert hærra undir höfði í Dan-
mörku en hér og öfugt."
Þau Finnbogi Rútur og Guðrún
Edda eru bæði starfandi í Garðs-
apóteki, og segjast hafa tekið eftir
vaxandi þörf fyrir upplýsinga og
fræðslurit um lyfin.
„Fólk veit oft ekki hvað lyfin
heita sem það tekur, biður jafnvel
um grænu eða gulu töflurnar."
Þau sögðu að það væri einnig of
algengt að lyf gengju manna á
milli, stundum gæti þetta haft af-
drifaríkar afleiðingar, sem dæmi
nefndu þau smyrsl sem notuð
væru til að bera á húð exem- og
psoriasissjúklinga sem stundum
eru borin á ungabörn jafnvel með
þeim afleiðingum að húð þeirra
eyðileggst. Aðspurð um misnotkun
lyfja sögðu þau að segja mætti að
öll sýklalyf væru misnotuð, of oft
gefin fólki með kvef eða hálsbólgu
en það eru sjúkdómar sem oftast
stafa af veirum og sýklalyf hafa
engin áhrif á. „Sýklalyf verður
einnig að taka inn í ákveðinn tíma,
því ef það er ekki gert lifa sterk-
ustu bakteríurnar meðferðina af
og verður gjarnan erfitt að vinna
á þeim síðar.“
Lyfjabókin var fyrst gefin út í
Danmörku 1977, og hefur síðan
verið gefin út á tveggja ára fresti.
f bókinni er almennur fróðleikur
um lyfin, sagt frá reglum um af-
greiðslu lyfja, geymsluþoli þeirra,
áhrifum lyfja á meðgöngu, börn og
eldra fólk og sagt frá hinum ýmsu
Hvaða tegundir á að velja?
lyfjaflokkum, til hvers lyfin eru
notuð og hugsanlegum aukaverk-
unum.
Bókin er ætluð almenningi en
gæti einnig að sögn þýðendanna
hentað til kennslu heilbrigðis-
stétta.
Sumar-
búðir í
Svefn-
eyjum
ÞAÐ ætti að verða líf og fjör í
Svefneyjum á Breiðafirði í sumar
því þar verða reknar sumarbúðir
fyrir börn á aldrinum 6—12 ára
frá byrjun júní og fram á haust.
Gert er ráð fyrir að 10—12 börn
verði í Svefneyjum hverju sinni og
að hvert barn verði þar í að
minnsta kosti hálfan mánuð.
Hvert hálfsmánaðartímabil kost-
ar níu þúsund krónur. Að undan-
förnu hefur verið unnið að endur-
bótum á húsakynnum í Svefneyj-
um, einkum á íbúðarskála, sem
reistur var 1976 fyrir starfsmenn
Þörungavinnslunnar á Reykhól-
um. Aldrei kom til að þangskurð-
armenn dveldu í eynni og því fær
hann nú nýtt hlutverk. ( Svefneyj-
um hefur ekki verið búið allt árið
síðan 1979 en húsum hefur verið
haldið við, svo sem íbúðarhúsi,
fjósi, fjárhúsi, verkstæði og minni
útihúsum.
Það eru hjónin Sigrún Elísabet
Gunnarsdóttir og Baldvin
Björnsson sem hafa staðið fyrir
endurbótunum í vor og munu reka
sumarbúðirnar ásamt öðru starfs-
fólki. Sigrún er uppalin í Svefn-
eyjum. Þau hjón hyggjast notfæra
sér og kynna fyrir börnunum allt
það, sem eyjarnar hafa upp á að
bjóða: fjölskrúðugt fugla- og dýra-
lif, forvitnilegar fjörur, hesta,
hænur, kiðlinga, gæsir og gæsa-
unga. Einnig má fara á fiskirí og i
bátsferðir milli eyja og til lands.
Tekið verður á móti börnunum í
Stykkishólmi. Þaðan er farið með
flóabátnum Baldri til Flateyjar
þar sem bátur frá Svefneyjum
flytur krakkana síðasta spölinn.
Hægt er að fá nánari upplýsingar
með símasambandi við Svefneyj-
ar.
Hjónin Sigrún E. Gunnarsdóttir og
Baldvin Björnsson í Svefneyjum, þar
sem þau hyggjast reka sumarbúðir
fvrir 6—12 ára börn í sumar.
Morgunbladiö/RAX
„Almenningur of illa upplýstur um lyfin,“ Guðrún Edda Guðmundsdóttir og
Finnbogi Rútur Hálfdánarson lyfjafræðingar ásamt börnum sínum.
Hvaft er jám? lárn er nauðsynlegt byggingarefni fyrir myndun rauða. járn-
auðuga eggjahvítuefnisins hemóglóbín, sem er f rauðu blóð-
kornunum. Aðalverkefni hemóglóbíns er að flytja súrefni úr
loftinu í lungunum út í vefina. Ef magn hemóglóbíns minnkar
er það kallað blóðleysi (anaemia). Slíkt blóðleysi verður þegar
færri rauð blóðkorn og þar með minna hemóglóbín myndast
en þau sem eyðileggjast.
Blóðleysi vegna járnskorts er algengasta tegund blóðleysis
hér á landi. Ástaeðan er oftast of lítii járnneysla eins og sést hjá
börnum á mjólkurfæði og gömlu fólki sem fær einhliða, járn-
rýrt fæði. Þetta getur einnig stafað af hindrun á frásogi jáms f
sambandi við ákveðna sjúkdóma í mellingarveginum eða járn-
tapi vegna blæðinga.
Við hverju eru lámlyf eru notuð við ýmsum tegundum blóðleysis vegna járn-
lyfin notuð? skorts þegar magn járns og hemóglóbíns í blóði er of lítið.
Einnig er það notað fyrirbyggjandi gegn jámskorti hjá ófrískum
konum og hjá þeim sem gefa blóð oft á ári.
Með því að taka inn aukaskammt af C-vítamíni (askorbín-
sýru) er jafnvel hægt að efla frásog járns f gegnum þarmavegg-
inn. Lyfin eru til sem töflur, mixtúra og stungulyf. Hægðalyfi er
bætt í sum lyfjanna þar sem flest járnsambönd valda hægða-
tregðu. Þó að járnlyfin frásogist hraðar séu þau tekin inn á fasl-
andi maga eru þau oftast tekin inn með máltíðum til að forðast
óþægindi frá meltingarvegi. Mikilvægt er að vita að jám litar
hægðirnar svartar svo að fólk haldi ekki að eitthvað sé að.
Járnmeðferðinni er haldið áfram í um það bil 3 mánuði eftir
að hemóglóbínmagn blóðsins er orðið eðlilegt til að fylla
„járnbirgðastöðvarnar". Ef járn er gefið f of stórum skömmtum
eða f mjög langan tfma getur járnið safnast sem litur í lifrinni,
briskirtlinum, nýrnahettunum, kynfærunum, hjartanu og víðar
og leitt til sjúkdómsins „haemochromatosis" eða „haemosider-
osis". Þessir sjúkdómar valda brónslitaðri húð og ef ekkert er
að gert geta þeir leitt til dauða innan fárra ára vegna lifrar- eða
hjartabilunar.
Hvaða aukaverk- Meðal aukaverkana geta komið fram þrýstingstilfinning í mag-
anir hafa þau? anum, ógleði, uppftöst, niðurgangur eða hægðatregða. Þar
sem tennurnar geta litast er nákvæm tannhirða mikilvæg.
Hægt er að gefa börnum húðaðar töflur til að forðast litun á
tönnum og málmbragð f munni.
Lífshættulegar eitranir koma fyrir hjá börnum þegar mikið
Sýnishorn úr Lyfjabókinni.
FALCON CREST
Frábærir framhaldsmyndaþættir
2 nýir þættir koma á hverjum
fimmtudegi
Fást á öllum helstu myndbandaleigum landsins
Dreifing: MYNDBÖND HF.
Skeifunni 8. Símar 686545 — 687310.