Morgunblaðið - 30.05.1985, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1985
27
Félag húseigenda breytir um nafn
Starfssvið þess nú allt landið
Á aðalfundi Húseigendafélags
Reykjavíkur í aprfl sl. var sam-
þykkt að takmarka starfssvið þess
ekki lengur við Reykjavíkursvæðið.
I samræmi við það var nafni þess
breytt í Húseigendafélagið. Félagið
mun í framtíðinni beita sér fyrir
því að gæta hagsmuna húseigenda
á öllu landinu. Að sögn Sigurðar
Helga Guðjónssonar, fram-
kvæmdastjóra félagsins, virðist
mikil þörf fyrir þá þjónustu sem
það veitir. Auk þess að gæta hags-
muna félagsmanna veitir félagið
þeim lögfræðiþjónustu, sem 600
manns notfærðu sér á síðasta ári.
Ein helsta breytingin á lögum
félagsins er sú að nú geta starfað
innan þess deildir sem eru tengd-
ar ákveðnum hreppi, bæjarfélagi
eða hverfi. Húseigendafélagið
hefur starfað frá árinu 1923, þó
ekki alla tíð undir sama nafni.
Það hefur frá upphafi verið
grundvallarstefna félagsins að
allir búi í eigin húsnæði. Til þess
að leggja áherslu á stefnumál sín
hefur félagið m.a. sent Alþingi
DregiÖ í „Happaregni“
SVFÍ á mánudag
DREGIÐ VERÐUR í happdrætti Slysavarnafélags fslands, Happaregni,
næstkomandi mánudag, 3. júní. Verður þá dregið um 500 aukavinninga að
verðmæti 988.100 krónur. Mánudaginn 10. júní verður svo aftur dregið
um sama fjölda vinninga og loks
dregið um 11 Opel Kadett-bfla að ve
SVFÍ hefur sent Morgunblað-
inu fréttatilkynningu þar sem
segir m.a.:
„1 tilefni þess að nú gefst
mönnum kostur á að sjá hinn
rómaða Opel Kadett GSI í Aust-
urstræti mun Skólahljómsveit
Kópavogs skemmta með horna-
blæstri kl. 16.30 í dag (30. maí) á
Lækjartorgi. Opel Kadett-bíllinn
hefur unnð til fjölda verðlauna.
Hann var kjörinn bíll ársins 1985
af blaðamönnum 16 Evrópu-
landa. Hann hlaut gullna stýrið
sem er viðurkenning þýskra
blaðamanna og síðast en ekki
17. júní, þjóðhátíðardaginn, verður
ðmæti rúmar 5 milljónir króna.
síst var hann sæmdur frönskum
öryggisverðlaunum eftir stranga
styrkleikaprófun, en svo sérstak-
ir þóttu allir hans kostir og akst-
urseiginleikar.
Reykvíkingar — fjölmennið á
Lækjartorg. Njótið góðrar tón-
listar og kynnið ykkur bíl ársins.
í Happaregni, happdrætti Slysa-
varnafélags fslands, er vinn-
ingshlutfalið óvenju hátt. Fylgist
með frá byrjun og munið að miði,
sem greiddur er fyrir 3. júní,
gildir í öll þrjú skiptin sem dreg-
ið er. Styrkið slysavarna- og
björgunarstarfið.
Við þörfnumst þín, þú okkar."
umsagnir um þingsályktanir og
frumvörp sem snerta húseigend-
ur á einn eða annan hátt. Félagið
hefur þannig barist gegn frekari
hækkun eignaskatts, fyrir betri
lánamöguleikum húsbyggjenda
og eflingu opinberrar þjónustu,
svo eitthvað sé nefnt.
Húseigendafélagið hefur í
hyggju að veita iðnaðarmönnum
aðhald, en að mati stjórnar þess
er alltof mikið um lélega þjón-
ustu þeirra við eigendur fast-
eigna. Komið hefur fram sú
hugmynd að félagið gefi þeim
iðnaðarmönnum sem standa sig
vel viðurkenningu. Gætu við-
skiptavinir þeirra þannig gengið
að því vísu að iðnaðarmaðurinn
skilaði góðu verki. „Þetta yrði þó
mjög dýrt í framkvæmd," sagði
Pétur H. Blö.ndal formaður fé-
lagsins, á fundi með blaða-
mönnum. „Það þyrfti að mæla
upp verk með öllum þeim kostn-
aði sem því fylgir." Enn vantar
því fjárhagslegan grundvöll fyrir
þessa þjónustu. Auk þessa ætlar
félagið að gerast samningsaðili í
kjarasamningum iðnaðarmanna,
arkitekta og verkfræðinga. „Það
er óeðlilegt að þessir menn semji
að fjarstöddum þeim sem borgar,
eins og tíðkast hefur, þar sem t.d
iðnaðarmenn semja við meistara
sína — og báðir aðilar gæta
sömu hagsmuna," sagði Pétur.
í Húseigendafélaginu eru nú
um 2.500 manns, langflestir af
Stór-Reykjavíkursvæðinu. „ís-
lendingar eru eignarlega sjálf-
stæð þjóð. Hér búa tveir þriðju
hlutar þjóðarinnar í eigin hús-
næði, en víðast hvar í vestur-
heimi er þessu öfugt farið,“ sagði
formaður félagsins að lokum.
Námskeiö
Sjálfsþekking - Sjálf söryggi
Vitað er að andleg líðan og sjálfsöryggi er mikilvægt
fyrir einstaklinginn í starfi og einkalífi. Tilgangur
námskeiðsins er að leiðbeina einstaklingum að meta
stöðu sína og kenna árangursríkar aðferðir í
samskiptum.
Á námskeiöinu kynnast þátttakendur:
• Hvaöa persónulegan stfl þeir hafa f samskiptum
• Hvernig sérstæð reynsla einstaklingsins mótar
hann.
• Hverjir eru helstu áhrifaþættir f samskiptum
• Hvernig má greina og skilja fjölskyldutengsl
• Hvernig ráöa má við gagnrýni
• Hvernig finna má lausnir í árekstrum
• Hvernig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi
Leiðbeinendur
eru
sálfræðingarnir
Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal.
Innritun og nánari upplýsingar
I síma Sálfræöistöövarinnar:
687075 milli kl. 10 og 12.
SIÓMANNADAGSHÓF
I SULNASAL
sunnudag2. júní
Matseðill
Rjómalöguð kjúklingasúpa
Nautahryggur m. viliisveppasósu
Mokkaís með kalúha-sósu
* Magnús og Finnbogi spila létta tónlist meðan borðhald stendur yfir.
*k Hin frábæra Carol Nielsen syngur lög úr þekktum söngleikjum ma. CATS
Hinn óborganlegi Ómar Ragnarsson skemmtir af sinni alkunnu snilld.
-k Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar leikur fyrir dansi.
Borðapantanir og miðasala í anddyri Súlnasalar frá kl. 17-19 fimmtudag, föstudag og laugardag, eða í síma 20221.
(Tilvalið fyrir sjómenn á hafi úti að notfæra sér símaþjónustuna). Dansað til kl. 2.
Miðaverð með mat kr. 1200. Verð kr. 350 fyrir aðra en matargesti.