Morgunblaðið - 30.05.1985, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 30.05.1985, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1985 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö. Ráðgjöf fyrir ríkið O verrir Hermannsson, iðn- O aðarráðherra, gagnrýndi það harðlega í ræðu á Alþingi 28. febrúar síðastliðinn, hve tækniráðgjöfin við Sjóefna- vinnsluna á Reykjanesi hefði kostað mikið. Og hann komst meðal annars svo að orði: „Það fer að verða dálítið alvarlegt mál hvernig verkfræðingastóð- ið hagar sér í ýmsum málum sem það er fengið til að vinna að.“ Af því tilefni voru birtar tölur um kostnað ríkisins af því að nýta sér þjónustu verk- fræðinga til ráðgjafar og beindist athyglin ekki síst að saltverksmiðjunni en eins og kunnugt er telur iðnaðarráð- herra að þar hafi verið haldið illa á málum og fé verið veitt til framkvæmda sem aldrei komi til með að skila arði Á þriðjudaginn lagði Sverrir Hermannsson fram á Alþingi svar við fyrirspurn frá Geir Gunnarssyni, þingmanni Al- þýðubandalagsins, um kostnað vegna starfs samninganefndar um stóriðju og vegna stóriðju- nefndar. í þeirri greinargerð ráðherrans koma fram ýmsar athyglisverðar upplýsingar sem snerta sama viðfangsefni og var á döfinni vegna salt- verksmiðjunnar á sínum tíma. Menn standa frammi fyrir spurningunni um það, hvað sé eðlilegt að greiða fyrir ráðgjöf á vegum ríkisins. í umræðum á Alþingi 28. febrúar tók enginn þingmaður sér þar fyrir hend- ur að verja gjaldtöku verk- fræðinganna sem iðnaðarráð- herra nefndi. Litlar líkur eru á því, að nokkur treysti sér til að verja gjaldtökuna vegna samn- inganefndar um stóriðju. Það á að vera sífellt viðfangsefni þeirra sem kallaðir eru til póli- tískrar ábyrgðar á stjórnkerf- inu að hafa auga með því hvernig fjárstreymi er háttað til verkefna á þeirra starfs- sviði. Varðandi verkfræðilega ráðgjöf tók Sverrir Her- mannsson af skarið með eftir- minnilegum hætti. Seta í samninganefnd um stóriðju og stjóriðjunefnd eru mikilsverðar trúnaðarstöður. Það skiptir alla afkomu þjóð- arbúsins miklu að þar sé rétt haldið á málum. Reynslan af stöðnunarskeiðinu á meðan Hjörleifur Guttormsson var iðnaðarráðherra segir allt sem þarf í því efni. Á vegum fjár- málaráðuneytisins starfar svokölluð þóknananefnd sem ákveður laun þeirra manna sem taka sæti í nefndum á veg- um ríkisins. Enginn getur am- ast við þeim launum sem þeir er sitja í samninganefnd um stóriðju hafa þegið og eru skilgreind sem þóknun til nefndarmanna. Það sem at- hygli vekur og þarfnast nánari skýringa er sú staðreynd, að nefndarmenn eru einnig starfsmenn nefndarinnar og þiggja laun sem slíkir. Eru þessir starfshættir algengir hjá nefndum á vegum ríkisins og tíðkast þeir með samþykki ráðherra? I svari iðnaðarráð- herra kom fram, að kostnaður- inn hefði verið færður á sér- stakan lið í iðnaðarráðuneyt- inu og verið greiddur með sér- stakri greiðsluheimild sem fjármálaráðherra veitti hverju sinni og tekin hefði verið af álgjaldi óskiptu. I vangaveltum um einstaka kostnaðarliði í því 28 milljón króna dæmi sem hér um ræðir og spannar tímann frá 1. júní 1983 til ársloka 1984 er ástæðulaust að staðnæmast við samninganefndina eina. Einnig er rétt að huga að þeim fjármunum sem notaðir hafa verið til að greiða einstökum ráðunautum, en sú fjárhæð nemur samtals 16,6 milljónum króna. „Þetta er hreint ótrúlegt og bílafríðindi bankastjóranna hreinlega blikna í samanburði við áltekjur þessara manna," segir Geir Gunnarsson, fyrir- spyrjandi, í samtali við Þjóð- viljann í gær eftir að hafa skoðað svör iðnaðarráðherra. Ekki er vafi á því að margir eru á sama máli og Geir í þessu efni. Því miður er það orðið alltof algengt að menn reki í rogastans þegar þeir eru upplýstir um þá starfshætti sem tíðkast í hinu opinbera kerfi varðandi laun og önnur kjör. Hneykslunin ein dugar þó skammt. Hitt skiptir mestu að þeir sem kjörnir hafa verið til að gæta hagsmuna almennings og sjá til þess að engum sé mismunað við hið opinbera nægtaborð haldi þannig á mál- um, að þeir geti kinnroðalaust skýrt þau út fyrir umbjóðend- um sínum. Nú er beðið eftir slíkum skýringum á tölunum sem iðnaðarráðherra lagði fram á þriðjudaginn. eftir Hermann Þorsteinsson í grein, er birtist hér í blaðinu 21. þ.m., sagði ég frá aðdraganda og upphafi svonefnds „Northern European Peace Forum 11“ í Sig- tuna í Svíþjóð dagana 25.-28. apríl sl'. — Hér kemur framhald þeirrar frásagnar. Fridarúrræöi Að lokinni friðsælli morgun- samveru um Guðs orð og bæn í björtum og rúmgóðum sal Sigtunastiftelsen hófst hin eigin- lega stefna „FRIðAR FORUM II — Hvað í stað fælingar?" Stutt inngangserindi var flutt og síðan settust menn í stóla, sem raðað hafði verið í hring. Allir sáu alla og menn voru í góðu talfæri. í ljós kom að meðal þátttakendanna fimmtíu voru ýmsir mjög hug- myndaríkir og aðrir reyndir kunn- áttumenn, sem lærdómsríkt var að sjá og heyra og eiga samræður og samfélag við. Finnsk ung kona, rösk og glaðleg, stýrði þessari fyrstu kynningarsamveru hópsins. A gólfinu inni í hringnum hafði verið komið fyrir stóru heims landakorti. Sú finnska bað menn rísa úr sætum og ganga hægt í kringum kortið og virða móður Jörð fyrir sér og hugleiða það sem vaknaði í vitundinni við nýja skoð- um á heimkynnum okkar manna. Hugsi settust menn aftur eftir skoðunarferðina. Suomi-stúlkan kom nú með bandhnykil mikinn og sagði að nú skyldum við tengjast nánari böndum. Hún festi band- endann í hendi sér og varpaði hnyklinum síðan þvert yfir salinn í fangið á þátttakanda, sem hún hafði fyrirfram valið og bað hann halda fast í þráðinn — en áður en hann varpaði hnyklinum áfram til þess er hann útveldi — að tjá í fáum orðum, hvert væri hans úrræði til varðveislu og efl- ingar friðarins. Hnykillinn flaug fram og til baka um salinn — margvísleg úr- ræði með — og myndaðist smám saman tengslavefur milli manna. Hún var nærgöngul þessi óvænta spurning um eigið úrræði til fremdar friði á jörðu. Og áður en ég vissi af fékk ég hnykilinn send- an frá konu, norskum lækni, sem gegnt mér sat, og ég heyrði mig segja: Úrræði mitt er; írelsi mitt — án áhættu til að hugsa, tala og fram- kvæma til viðhalds og eflingar hin- um raunverulega og sanna friði. Og hnykillinn flaug áfram. Er allir voru komnir með þráð í hendur hófust merkjasendingar (með því að kippa í þráðinn) milli þeirra sem bein sambönd höfðu og þann- ig mynduðust einir átta hópar, sem þjöppuðu sér saman við borð á ýmsum stöðum í hinum stóra sal til að ræða nánar saman um móð- ur Jörð og úrræðin okkur jarðar- börnum til heilla. Sjö vorum við saman í mínum hópi, fjórar konur og þrír karlmenn. Þetta litla, nýja samfélag var óráðið og hafði takmarkaðan tíma til tjáskipta. — Byrja þú, sagði festuleg kona frá norska útvarpinu, og beindi orðum sínum til mín. — Enn átti ég óvænt að segja hug minn mér óþekktu fólki, sem virti mig for- vitnislega fyrir sér. Gott og vel, en ég mun verða hreinskilinn við ykkur, var svar mitt. Ég fann til hryggðar, er ég virti fyrir mér heimsbyggðina og gerði mér grein fyrir, hve tiltölu- lega lítill skiki Jarðar það er, þar sem fólk nýtur þess frelsis og þeirra gæða, sem ég sjálfur hefi fengið að búa við og njóta svo lengi. Ég hugsaði til 40 áranna frá stríðslokum, þegar menn með svo heitri gleði fögnuðu frelsinu und- an ánauðarokinu og friðinum eftir hin löngu, myrku ófriðarár. Ég var á minn hátt þátttakandi í þeirri sigurhátíð, en líka áhorf- andi og þátttakandi í þeim köldu vonbrigðum, þegar frelsið og hinn raunverulegi friður, sem menn höfðu gert ráð fyrir að hlotnaðist m.a. öllum Evrópubúum, urðu ekki var að planta trjáplöntum — frið- artrjám — í tíma og ótíma með langtímamarkmið í huga, að móð- ir Jörð verði að lokum skrúð-græn, frjósöm og gjöful öllum sínum börnum. Hvað með ísland og Grænland? var spurt. Já, líka Island og Græn- land og Sahara með. Gott, sagði ég, og undir það tók dönsk kona í hópnum, sem búið hafði á íslandi í ein tvö ár með manni sínum, dönskum garðyrkju- og skógrækt- armanni, og hafði kynnst berangr- inum íslenska. Og trjáplöntu frið- arins plöntuðum við með þeirri dönsku á hátíðarstund kvöldið eft- ir þarna í garði Sigtunastiftelsen. Það var í samræmi við tal okkar um að láta ekki sitja við orðin ein, enda „er allt vænt, sem vel er grænt". Margt athyglisvert var rætt á þessari morgunstund í þessum hópi okkar — og hinum hópunum eflaust líka — sem ekki er rúm til að rekja hér. Þetta voru góð fyrstu kynni, en breytileg viðhorf áttu eftir að koma betur í ljós síðar. Fyrst gengu menn í kringum stórt heimslandakort sem lá á gólfinu og síðan vai hlutskipti nema þeirra sem bjuggu í álfunni vestanverðri, við og nærri sjávarsíðunni. Nýr fang- elsismúr var reistur, lengri og meiri en nokkur annar. Heilu og hálfu þjóðirnar voru innilokaðar og heftar. — Þetta er harmleikur — „tragedia“ — okkar Evrópubúa, sem íbúar austurhluta álfunnar líða sérstaklega undir og hefur óheillavænleg áhrif á líf okkar allra í þessum heimshluta. Og nú er spurt, hvað er til ráða, hver eru úrræði okkar? Þau hljóta að vera að ryðja braut raunverulegu frelsi öllum til handa, leitast við að efla markvisst traust og tiltrú manna á milli á grundvelli þeirra sátt- mála um mannréttindi, sem gerðir hafa verið. Það er forsenda þess að ótti eyðist, á þenslu slakni og frið- ur skapist milli manna og þjóða, þar sem vaxandi réttlæti ríkir og hugarfar Samverjans, sem ekki bara sér mannlega neyð og spyr hvað get ég gert? — heldur „gerir vilja föðurins" — er „ljós og salt“. Þetta var efnislegt innlegg mitt í umræðuna í 7-manna-hópnum á þessum morgni. Dönsk kona sagði frá friðarleið, sem hún og hennar hópur heima komið auga á, en það Hvað í stad fælingar? Þessi stóra spurning — Altern- atives to Deterrence — hvað í stað ógnarjafnvægis? var meginspurn- ing þessa umræðuvettvangs frið- arins, sem tekin var til rækilegrar meðferðar í ýmsum tilbrigðum í nokkrum sérfræðingaerindum og síðan rædd í hópnum í heild og í einum fjórum umræðuhópum — er menn völdu sér — sem fjölluðu um ýmis sérsvið þessarar miklu, brennandi spurningar. En þegar stórt er spurt kemur oftast í ljós að vandfundið er hið eina rétta og nothæfa svar. Að „fæla“ og „ógna“, eins og nú er gert til að viðhalda friði, er ekki góður né viðunandi kostur, en hann hefur dugað til þessa í vönt- un á öðru „minna lélegu“ úrræði. Er betri öryggiskostur en fælingin finnanlegur? Við hljótum að trúa því og halda áfram að leita frið- ar-lausnarinnar, rétt eins og læknisvísindin þrotlaust leita leiða til að lækna banvæn mein — og þar bætast stöðugt ný við (AIDS). — Leitin að svarinu við spurningunni um hina vand- fundnu leið til að tryggja varan-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.