Morgunblaðið - 30.05.1985, Síða 33

Morgunblaðið - 30.05.1985, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1985 33 legan frið var meginviðfangsefni þessarar stefnu. „Fredsrörelsens största uppgift skapa en dialog" var fyrirsögn fréttar af þessari ráðstefnu í einu sænsku dagblaðanna. Þegar mál eru upplýst og rædd af viti og heil- um hug finnast lausnir — fyrr eða síðar. Og okkar vandi er stór og lausnar ber að leita og hana verð- ur að finna — áður en það verður of seint, bæta sumir við. Verðugt væri að koma á fram- færi fyrir ísl. lesendur sérfræð- ingaerindum þeim, sem áður eru nefnd, en mesta athygli þeirra vakti erindi hins kunna vestur- þýska stjórnmálamanns Erhard Eppler. Ég bað hann um þetta er- indi, eftir að hann hafði flutt það, en hann hafði það þá ekki. Hann sagði að erindinu fjölrituðu hefði átt að dreifa til allra, en eintökin hefðu reynst allt of fá. Ég vona að hinir lærðu félagar mínir hafi náð í eintök og komi þessu efni m.m. við tækifæri á framfæri í heilu lagi eða útdrætti í dagblöðum og/eða Kirkjuritinu og Víðförla. Jafnvægisleið til friðar - Geymir biblían svarið? í umræðuhópi mínum, sem hafði danskan umræðustjóra, fengum við í hendur þykkan bunka af fjölrituðum og ljósrituð- um greinum, m.a. „Alternative Defence Policies and the Peace Movement" eftir Ben Dankbaar, Transnational Institute, Amster- dam, og „Nuclear Disarmament: Non-Nuclear Defence" eftir And- ers Boserup. Á spássíu þess síðar- nefnda hafði fyrir ljóritunina ver- ið handskrifað: „What is balance? No common standard" — Meðan ég hlustaði á líflega (enska) um- ræðu í hópnum mínum dvaldi hug- ur minn við spurninguna: Hvað er jafnvægi? Og í hugann kom ein af frásögnum Ritningarinnar í Lúk. 11,21—23 og ég sannfærðist um að ég ætti að minna á þessa frásögn nú. — Þegar ég var að velja mér umræðuhóp hafði ég spjallað nokkuð við hinn unga, danska um- ræðustjóra þessa hóps og sagt honum að ég hefði nokkur orð að segja um varðveislu friðar með frelsi. Komdu þá og segðu það í mínum hópi, sagði hann. Ágætt, ég geri það, svaraði ég. Og nú var Hermann Þorsteinsson „Aö „fæla“ og „ógna“, eins og nú er gert til að viðhalda friði, er ekki góður né viðundandi kostur, en hann hefur dugað til þessa í vöntun af öðru „minna Iélegu“ úrræði. Er betri örygg- iskostur en fælingin finnanlegur?“ stundin komin. Sá danski hafði að vísu látið mig í friði til þessa, er hann hvatti menn til þátttöku í umræðunni. Hann brosti hálf- vandræðalega, er hann gaf mér orðið, og horfði yfir til konu í e.k. „steering committee" hópsins. Ég byrjaði á að spyrja hvort ekki væri öruggt að umræða okkar byggðist á kristnum grunni. Ég geri ráð fyrir því, sagði sá danski, þótt ég sé ekki hér á þeim forsend- um. — Ég vék þá að spurningunni á spássíunni og síðan að sögunni um Jesú og Beelsebúl í Lúk. 11,14—23, en þar segir í 17. v.: „En hann (Jesús) vissi hugrenningar þeirra... “ Getum við ekki gert ráð fyrir því að hann (sem lifir) þekki einnig hugrenningar okkar og þarfir í dag og að frásagan f 21.—22. versinu — með viðaukan- um í 23. v. — sé mikilvæg ábend- ing einmitt til okkar, hér og nú. Og ég las hægt og skýrt þennan texta í nýrri enskri þýðingu (TEV): 21. “When a strong man, with all his weapons ready, guards his own house, all his belongings are safe. 22. But when a stronger man att- acks him and defeats him, he car- ries away all the weapons the ow- ner was depending on and divides up what he stole." 23.“Anyone who is not for me, is really against me; anyone who do- es not help me gather, is really scattering. ” Ekki kvaðst ég ætla að leggja út af þessum texta, en spurði hvort ekki væri einhver vís á meðal okkar, sem treysti sér til að gera það til gagns fyrir okkur öll? Konan, sem umræðustjórinn hafði litið til við upphaf máls míns, brá hart við — skipti litum — og sagði með nokkrum þjósti, að það væri gjörsamlega ófrjótt að halda þessu jafnvægistali áfram, því nóg væri að gert. Gott og vel, svaraði ég rólega, látið mig ekki tefja frekar aðra mikilvæga umræðu. En ég sá í þessu staöfestingu þess, að það gerist alltaf eitthvað þegar orð Ritningarinnar fær að komast að, því það er í raun beittara hverju tvíeggjuðu sverði. — Og umræðan hélt lengi áfram og mikið var tal- að, en lítð sagt — fannst mér. „Þeir líkjast sauðum, sem engan hirði hafa“ var hugsun, sem sótti á hugann. „Vér væntum nýrrar jarðar þar sem réttlæti býr... “ Er við höfðum haldið umræð- unni áfram í tvo daga söfnuðumst við saman á sunnudagsmorgni í Sigtunastiftelsens REFUGIUM — hinum unaðslega, kristna til- beiðslustað. — Þar innleiddi sr. Sigtunastiftelsens REFUGIUM Bernharður ógleymanlega helgi- stund; bænagjörð, lestur úr Orð- inu, kyrrlátur söngur (hljómburð- ur er þarna svo góður, að hið lægsta hvísl má gjörla greina) með ýmsum þekktum og kærum tónum frá tilbeiðslutjaldinu mikla í Vancouver, og að Íokum máltíð Drottins, þar sem brauðið var raunverulega brotið og menn „neyttu ... s a m a n í fögnuði og einlægni hjartans" (Post. 2:46). Við þessa athöfn las svipmikill og karlmannlegur norskur prestur eftirfarandi úr II. Pét. 3,10—13 — sem hann bað menn hugleiða vel í tengslum við umræður undan- genginna daga. En dagur Drottins mun koma sem þjófur, og þá munu himnarnir með miklum gný líða undir lok, frumefnin sundurleysast í brenn- andi hita, og jörðin og þau verk, sem á henni eru, upp brenna. Þar eð allt þetta ferst þannig, hversu ber yður þá að framganga í heil- agri breytni og guðrækni, þannig að þér væntið eftir og flýtið fyrir komu Guðs dags, en vegna hans munu himnarnir sundurleysast í eldi og frumefnin bráðna af brennandi hita. En vér væntum eftir fyrirheiti hans nýs himins og nýrrar jarðar, þar sem réttlæti býr. Hvað er hér verið að tala um? Eru örlög okkar manna þannig fyrirfram ráðin? Já, „Hann kem- ur, hann kemur sá dýrlegi dagur, sá dagur sem ljómar í fegurstum glans..." Áleitin spurning Er við komum inn í litlu hring- laga kapelluna fengum við í hend- ur kerti. Undir lok athafnarinnar var altarisljós notað til að kveikja á fyrsta kertinu og um leið og einn í einu fékk tendrað ljós á kerti sínu var hann beðinn stutt að tjá í hverju von hans væri fólgin. Enn ein óvænt spurning til að svara — af einlægni — í heyranda hljóði. Ég heyrði svörin eitt af öðru rólega nálgast mig, mörg góð og umhugsunarverð svör, en þó heyrði ég ekkert svar, sem gat hjálpað mér til að móta „mitt“ svar, og mér fannst sem ég mundi ' missa málið, er að mér kæmi að gera mína játningu „umkringdur svo miklum fjölda votta“, lærðra og vísra manna. Og ljós var borið að kveiknum á rpínu kerti og ljósið „mitt“ lifnaði og „þá kom Guðs anda hræring hrein, í hjarta mitt inn sá ljóminn skein ... “ og ég gat játað, svo allir máttu heyra: VON MÍN ER FÓLGIN í NAFNI JESÚ, FRELSARA MÍNS. Meira sagði ég ekki upphátt, en með sjálfum mér þetta: „Jesú nafn er náðarlind, dýrlegs frelsis fyrirboði, friðardags- ins morgunroði, læknisdómur dýr við synd, styrkur veikum stoð í þrautum, stjarna vonar hjörtum blíð, Himneskt ljós á harma- brautum, heilsa og líf á dauða tíð“ (H.H.). Og ég sá ný ljós kvikna og heyrði nýjar játningar — og und- arlegt — nú fannst mér ég aftur og aftur heyra játningar í sam- hljóman við mína. Hvílíkur staður, þetta REFUGI- UM. Honum er vissulega rétt lýst með sænsku orðunum: vila, stillh- et, eftertanke, bön, meditation. Þurfum við ekki að búa betur ísl. tilbeiðslustaði fyrir slíka iðju? Eftir þetta blessaða andlega sunnudags-„morgunbað“ var gengið til lokafundar friðarum- ræðunnar, þar sem umræðuhóp- arnir skiluðu niðurstöðum — en engin samþykkt um afvopnun eða annað var gerð, nema ákveðið að boða til PEACE FORUM III í Danmörku eftir 2 ár. Auk okkar íslendinganna þriggja voru þarna tveir landar okkar gestir á loka- fundinum, þeir sr. Hjalti Huga- son, dr. theol., Uppsölum, og sr. Ólafur Jóhannsson, skólaprestur, Reykjavík. Við erum því fimm til frásagnar hér heima af því sem þarna fór fram. Athyglisverðust fannst mér frásögn finnskrar stúlku, sem flutti skýrslu eins hópsins í búningi sögu af lítilli stúlku, en sagan byrjaði: „Einu sinni var... “ Þar fannst mér endurspeglast með einföldum, listrænum hætti staðreyndin um grannana Davíð og Golíat. Ég tek undir það, að okkur ber að sýna Finnum tilhlýðilega virð- ingu — í þeirra þröngu stöðu. Höíundur er einn af fulltrúum leikmanna á Kirkjuþingi ísl. þjód- kirkjunnar. Hann er framkv.stj. Lífeyrissjóds SÍS. Grafinn silungur á erlendan markað? GRAFINN regnbogasilungur hefur verið á boðstólum í veitingahúsinu Arnarhóli á annað ár og líkað vel, að sögn Skúla Hansen, matreiðslu- meistara. Nú er verið að leita mark- aða fyrir silunginn í Evrópu og hefur hann þegar verið kynntur í Hollandi og Danmörku og hefur hann fengið góðar viðtökur þar. „Ékki er hægj að segja með vissu hve mikið magn verður sett á markað þarna, en það skýrist væntanlega fljótlega. Við förum aftur til Hollands 10. júní og verð- ur grafinn silungur kynntur í tveimur veislum sem þar verða haldnar. Eftir þá ferð verður bet- ur hægt að gera sér grein fyrir markaðnum," sagði Skúli. Ef til útflutnings kemur verður silungurinn fluttur út í lofttæmd- um umbúðum í sérstökum kæli- kössum. Silungurinn ætti að vera kominn í hendur neytandans síð- degis sama dag. Grafinn silungur hefur tveggja til þriggja vikna geymsluþol. Reið- og vélhjóla- keppni f Portúgal: Ferðatékk- um íslenzku keppend- anna stolið PENINGUM og ýmsum verðmætum íslenzku keppendanna á vélhjóla- og reiðhjólakeppni í Portúgal var stolið úr bílaleigubifreið í Lissabon, höfuð- borg Portúgal, daginn sem mótið var sett. Ferðatékkum að andvirði um 65 þúsund króna og lausamunum, mcðal annars myndavél, leðurjakka og vegabréfum var stolið. Lögregla var kvödd á vettvang og gáfu ís- lenzku keppendurnir skýrslu um þjófnaðinn á lögreglustöð á meðan mótið var sett. íslenzku keppendurnir fjórir náðu sér aldrei á strik í mótinu. Þeir höfnuðu í 15. sæti í reiðhjól- akeppni. Hlutu 875 stig en sveit Portúgals sigraði, hlaut 976 stig. Svissneska sveitin hafnaði í öðru sæti og sú ástralska i þriðja sæti. Keppendur frá 20 þjóðum tóku þátt í mótinu. í reiðhjólakeppn- inni hafnaði íslenzka sveitin í 12. sæti með 801 stig. Portúgalir urðu hlutskarpastir, hlutu 1110 stig, Ungverjar höfnuðu í öðru sæti og Finnar í þriðja sæti. Keppnin var í formi spurninga, góðaksturs og ýmiss konar þrauta. Keppendur Islands voru Oddur Ólafsson, Ásta Matthíasdóttir, Guðmundur Hafsteinsson og Stef- án Steingrímsson. Fararstjórar voru Guðmundur Þorsteinsson, námsstjóri í umferðarfræðslu, og Vörður Traustason. Kvikmyndahátíð Listahátíðan Á fimmta hundrað á miðnætursýningu á Sjö Samurajum Kvikmyndaháfíð Listahátíðar lauk á þriöjudag. Höfðu þá alls 17.808 manns sótt sýningar hátíðarinnar en aðstandendur hennar höfðu reiknað með að 16.0000 áhorfendur þyrfti tii að hátíðin bæri sig. Var aðsókn mikil um hvítasunn- una og má þar telja sérstaklega aðsókn á miðnætursýningu á jap- önsku myndina Sjö Samurajar sem var á hvítasunnudag, en á há- tíðinni var þessi mynd Kurosawa sýnd í óstyttri útgáfu. Sáu 430 manns myndina á þessum tíma og stóð sýningin til 3.30 um nóttina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.