Morgunblaðið - 30.05.1985, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 30.05.1985, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1985 Eigandi og leiguliði Ytri-Rauðamels á Snæfellsnesi: Sýknaðir af kröfum hreppsnefndar um ógildingu byggingarbréfs þeirra Kröfu hreppsins um viðurkenningu á ráðstöfunarrétti hreppsins á jörðinni vísað frá dómi í AUKADÓMÞINGl Snæfellsness- og Hnappadalssýslu hefur verið kveðinn upp dómur í máli sem Gyjahreppur höfðaði á hendur landeiganda og leiguliða jarðarinnar Ytri-Rauðamels í Eyjahreppi. Gerði stefnandi þær kröf- ur að byggingabréf um jörðina verði dæmt ógilt, að viðurkenndur verði réttur hreppsnefndar Eyjahrepps til þess að ráðstafa jörðinni á þann hátt, sem hagkvæmastur er fyrir sveitarfé- lagið og að stefndu verði gert að greiða málskostnað. Málið var af ýms- um talið mikilsvert eignarréttarmál og vísaði verjandinn mjög til eignar- réttarákvæða stjórnarskrárinnar í málsvörninni. Dómarinn sýknaði landeigandann og leiguliðann af kröf- um hreppsins í málinu, og gerði stefn- anda að greiða þeim 40.000 kr. í málskostnað. Eigandi jarðarinnar Ytri-Rauða- mels er Thor R. Thors, fram- kvæmdastjóri, til heimilis á Sel- tjarnarnesi. Jörðin liggur að Haf- fjarðará eins og fleiri jarðir fjöl- skyldunnar þarna. Jörðin var í ábúð en ábúandi fluttist af henni snemma árs 1982. Hreppsnefndin krafðist þess að jörðin yrði leigð fólki sem þar ætlaði að hafa fasta búsetu og búrekstur og áskildi sér rétt til að ráðstafa jörðinni sjálf gerði landeigandi það ekki. í árs- byrjun 1984 gerðu stefndu, Thor R. Thors og Ingólfur Gíslason hrepp- Lokatónleikar Jassklúbbs Reykjavíkur LOKATÓNLEIKAR Jassklúbbs Keykjavíkur á þessu starfstímabili verða í kvöld í Lækjarhvammi á Hótel Sögu og hefjast kl. 21.00. Tvær stórsveitir koma fram á tónleikunum, Big Band Kópavogs og Big band Félags íslenskra hljómlist- armanna. Guðmundur Ingólfsson leikur ásamt félögum sínum og nokkrir af máttarstólpum Jassklúbbsins munu einnig láta til sín heyra. stjóri á Flesjustöðum í Kolbeins- staðahreppi, með sér byggingabréf um jörðina og hefur Ingólfur nytjað hana frá þeim tíma en búið á Flesjustöðum. Taldi hreppsnefndin byggingabréfið „til málamynda til að halda jörðinni utan ábúðar" og samþykkti byggingabréfið með þeim fyrirvara að verði leiguliðinn ekki fluttur á jörðina á tilsettum tíma skv. ábúðarlögum sé bygg- ingabréfið fallið úr gildi og sé hreppsnefndinni þá heimilt fyrir- varalaust að taka jörðina til ráð- stöfunar. Þessu mótmæltu báðir stefndu. Jarðanefnd Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu samþykkti byggingabréfið með þeim fyrirvara að jörðin yrði i ábúð. Þess skal getið hér að fjósbygging og mjólkurhús á Ytri-Rauðamel fullnægja alls ekki þeim kröfum sem gerðar eru til framleiðslu á sölumjólk, skv. áliti dýralæknis, og íbúðarhúsið er heilsuspillandi, skv. áliti heilsugæslulæknis. Lögmaður Eyjahrepps, Hjalti Steinþórsson, gerði í fyrsta lagi þá kröfu að byggingabréfið yrði dæmt ógilt. Byggði hann kröfu sína á því að bréfið fullnægði ekki þeim skil- yrðum, sem sett eru um efni bygg- ingabréfa. Ennfremur hafi leiguliði ekki fullnægt skilyrðum ábúðarlaga um búsetu á jörðinni. Þá liggi ekki fyrir skilyrðislaust samþykki hreppsnefndar og jarðanefndar á byggingabréfinu. í öðru lagi krafð- ist hann þess að viðurkenndur yrði réttur hreppsnefndarinnar til þess að ráðstafa jörðinni á þann hátt, sem hagkvæmastur er fyrir sveitar- félagið. I þriðja lagi krafðist hann þess að stefndu yrði gert að greiða málskostnað og benti á, að stefndu hefði verið gefinn kostur á að bæta úr þeim annmörkum samningsins og framkvæmd hans og í lófa lagið að komast hjá málshöfðun. I^ögmaður Thors og Ingólfs, Jón Steinar Gunnlaugsson, krafðist þess að kröfu Eyjahrepps um rétt til að ráðstafa jörðinni yrði vísað frá og stefndu yrðu sýknaðir af kröfum hreppsins. Byggði hann sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því að sveitarstjórn eigi ekki að réttum lögum neina aðild að dómkröfu um hvort samningur, sem stefndu hafa gert sín í milli, sé gildur eða ógild- ur. Hann taldi að krafa Eyjahrepps um rétt hreppsins til að ráðstafa jörðinni fái ekki staöist vegna eign- arnámsákvæðis stjórnarskrárinn- ar, og leiði til þess, að sýkna bæri stefnu af öllum dómkröfum. Þá byggðust sýknukröfur einnig á því að stefnandi geti ekki þvingaö Thor til að gera þær úrbætur á húsum jarðarinnar, sem þarf til að Ingólf- ur, eða einhver annar ábúandi, taki fasta búsetu á jörðinni. Lögmaður- inn taldi það ekki koma til greina að fái staðist gagnvart stjórnar- skránni að fela stjórnvöldum vald til að fyrirskipa mönnum tiltekna ráðstöfun eigna sinna, sem hefði f för með sér veruleg útgjöld fyrir þá. Lokatónleik- ar nemenda Söngskólans í Reykjavík FYRSTU lokatónleikar Söngskólans i Reykjavík verða í kvöld, fimmtudag- inn 30. maí, og hefjast kl. 20.30 í tón- leikasal skólans að Hverfisgötu 45. Þar syngja Kristín Guðmundsdóttir sópran, Hannes Birgir Hannesson tenór og Dúfa S. Einarsdóttir alt. Undirleikarar verða Jórunn Viðar, Katrín Sigurðardóttir og Kolbrún Sæmundsdóttir. Laugardaginn I. júní kl. 15.00 syngja á sama stað þau Margrét Pálmadóttir sópran og Þor- geir Andrésson tenór við undirleik Jórunnar Viðar og Guðrúnar A. Krist- insdóttur. Þessir fimm nemendur luku allir í vor 8. stigs prófi frá almennri deild skólans, en það er jafnframt inntökupróf í einsöngvaradeild og Sýknukröfur stefndu byggðust loks á því, ef synjað yrði fyrrgreindum sýknuástæðum, að fullnægt hafi verið skilyrðum jarðalaga um öflun samþykkis sveitarstjórnar og jarðanefndar við byggingu jarðar- innar. Dómarinn, Jón S. Magnússon, fulltrúi sýslumanns Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, vísaði frá dómi kröfum stefnanda um viður- kenningu á rétti hans til að ráð- stafa jörðinni. Niðurstaða hans varðandi málið að öðru leyti varð sú, að með tilliti til 2. mgr. 6. gr. jarðalaga, væru ekki fyrir hendi skilyrði til þess að ógilda bygg- ingabréf stefndu um jörðina og bæri því að sýkna þá af dómkröfum stefnanda um ógildingu bygg- ingabréfsins. Þá þótti og rétt að stefnandi greiddi stefndum sameig- inlega i málskostnað kr. 40.000. söngkennaradeild. Þrír söngkennarar útskrifuðust nú úr skólanum, allt konur. Þær eru: Ásta Valdimarsdóttir, Kristín Jóhannesdóttir og Kristín S. Sig- tryggsdóttir. Tvær hinar fyrst- nefndu munu syngja á tónleikum í sal skólans, mánudaginn 3. júní, kl. 20.30. Undirleikari á þeim tónleik- um verður Guðrún A. Kristinsdótt- ir. Lokatónleikar Kristínar S. Si- gtryggsdóttur verða haldnir síðar. Skólaslit Söngskólans verða í Gamla Bíói sunnudaginn 2. júní og hefjast kl. 15:00. Að þeim loknum Síöasta sýning á Grænu lyftunni f KVÖLD kl. 20.30 sýnir Revíuleik- húsið gamanleikinn „Græna lyftan" í veitingahúsinu Broadway, í síðasta sinn á þessu leikári. Leikritið hefur fengið góðar undirtektir áhorfenda og gagnrýnenda. Einkum hefur vakið at- hygli hversu vel sýningin nýtur sín á skemmtistaðnum. Leikstjóri er Þórir Steingríms- son, leikmyndina gerði Baldvin Björnsson og tónlist er eftir Jón ólafsson. Með helstu hlutverk fara: Magnús Ólafsson, Lilja Þórisdóttir, Steinunn Jóhannesdóttir og Bjarni Ingvarsson. Myndin er af Bjarna og Lilju í hlutverkum sínum. kl. 16:00 hefjast svo á sama stað lokatónleikar Söngskólans. Þar koma fram nemendur af öllum stig- um og syngja við undirleik píanó- leikara skólans. Starfsárið, sem nú er á enda var tólfta starfsár skólans. í vetur stunduðu um 150 manns nám við skólann, 110 í dagskóla og 40 í öld- ungadeild eða á kvöldnámskeiðum. Prófdómari á lokaprófum var Da- vid Lloyd, frá The Associated Board of the Royal Schools of Music. Skólastjóri Söngskólans I Reykjavík er Garðar Cortes. Nýútskrifaðir söngkennarar frá Söngskólanum í Reykjavík. Talið f.v.: Kristín S. Sigtryggsdóttir, Kristín Jóhannesdóttir og Ásta Valdi- marsdóttir. Bygging fjölbýlishússins við Stangarholt: Kaupendur búnir að greiða hundr- uð þúsunda inn á íbúðirnar * „Anægjuleg niðurstaða," segir formælandi nágrannanna um ógildingu byggingarleyfisins „ÉG HELD mínu striki, lít á þennan úrskurð sem misskilning, sem þarf að íeiðrétta,“ sagði Böðvar Böðvarsson byggingameistari, einn af eigendum Hvols hf. sem byggir fjölbýlishúsið við Stangarholt 3—9 en félagsmálaráð- herra hefur fellt úr gildi leyfi Reykjavíkurborgar fyrir byggingunni. Hvoll hf. og Reykjavíkurborg gerðu samning um byggingu á þessari spildu. Reykjavíkurborg úthlutaði fyrirtækinu lóðinni og Hvoll tók að sér að byggja dag- vistarstofnun á lóðinni fyrir gatnagerðargjöldunum. Sam- þykkti byggingarnefnd teikningar að 32 íbúða fjölbýlishúsi og veitti síðan byggingarleyfi gegn mót- mælum margra húseigenda á svæðinu. Einn íbúanna, Elísabet Guð- mundsdóttir, skrifaði félagsmála- ráðuneytinu bréf í febrúar sl. fyrir hönd íbúa nokkurra húsa við Skipholt, Nóatún og Stangarholt og krafðist ógildingar á bygg- ingarleyfinu. Töldu þau að með með veitingu byggingarleyfisins væri brotið gegn staðfestu aðal- skipulagi svæðisins og þar með gegn skipulagslögum að því er nýtingarhlutfall varðar því sam- kvæmt hinum samþykktu upp- dráttum sé nýtingarhlutfall fjöl- býlishússlóðarinnar 1,1 en það hafi átt að vera um 0,6 samkvæmt skilmálum aðalskipulagsbreyt- inganna. Þá bentu þau á, að ekki væri gert ráð fyrir tómstunda- og leikherbergi bama í byggingunni. Reykjavíkurborg mótmælti kröfum og skilgreiningum kær- enda. Var bent á að nýtingarhlut- fall alls byggingarsvæðisins (það er lóð fjölbýlishússins og dagvist- arstofnunarinnar), sem teljist ein lóð, sé 0,64, sem sé í samræmi við skilmála aðalskipulagsins. Nýt- ingarhlutfall sé aðferð til að meta nýtingu á svæðum eða reitum og hafi verið þannig notuð í sam- bandi við öll nýskipulögð svæði. Þetta var einnig álit skipulags- Böðvar Böðvarsson byggingameistari við fjölbýlishússgrunninn við StangarholL Morgunblaíið/RAX stjórnar ríkisins. Viðurkennt var að ekki sé gert ráð fyrir tóm- stundaherbergi í fjölbýlishúsinu, enda hafi reynslan orðið sú, að þau hafi yfirleitt verið tekin til annarra nota og því hafi verið hætt við að krefjast þeirra. Hvoll hf. hefur þegar gert grunn undir allt fjölbýlishúsið og þessa dagana vinna 10 menn við að slá upp mótum fyrir 1. hæð fyrri áfanga, sem er helmingur hússins með 16 íbúðum. Er stefnt að því að steypa þann hluta hússins upp í sumar og afhenda kaupendum í mars á næsta ári. Böðvar Böðv- arsson sagði að þegar væri búið að selja 11 íbúðir af þessum 16 og hefði hver kaupandi greitt inn á kaupin mörg hundruð þúsund krónur. Hann sagði að fljótlega yrði byrjað á dagheimilinu. „Það verða aðrir að svara fyrir það, en það yrði augljóslega slæmt mál,“ sagði Böðvar þegar hann var spurður hvernig færi fyrir kaup- endunum ef byggingaframkvæmd- ir yrðu stöðvaðar en sagðist ekki reikna með að sú staða kæmi upp. Hann sagði að kaupendurnir ættu kröfurétt á sig og hann síðan á borgina ef illa færi. Böðvar taldi þó enga ástæðu til að stöðva fram- kvæmdir því að helmingur húss- ins, sem hann væri nú að byggja, væri með nýtingarhlutfall innan marka aðalskipulags þó eingöngu yrði litið á lóð fjölbýlishússins. Elísabet Guðmundsdóttir sem er í fyrirsvari fyrir nágrannana sagði að niðurstaða félagsmála- ráðuneytisins á kæru hennar væri eðlileg og mjög ánægjuleg. Það væru í gildi reglur um nýtingar- hlutfall sem allir yrðu að fara eft- ir, þarna sem annars staðar. „Ef þessu máli hefði verið stungið undir stól veit ég ekki hvar þetta þjóðfélag væri á vegi statt," sagði Elísabet. Hún sagði að á þessu svæði væru snotur cinbýlishús og allt í einu hefði barnaleikvöllurinn ver- ið tekinn og á honum byggt stór- hýsi, sem í fyrstunni hefði átt að vera 14 metra hátt og 80 metra langt. „Þetta gengur ekki á ári æskunnar," sagði Elísabet. Hún sagði að nú hlyti eitthvað að ger- ast í þessum málum, og sagðist vera spennt að vita hvert fram- haldið yrði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.