Morgunblaðið - 30.05.1985, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 30.05.1985, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MAl 1985 Stuttar þingfréttir Landmælingar og Lagmeti — Einkamálefni í sídustu viku tók Páll Dagbjarts- son, skólastjóri, saeti Pálma Jóns- sonar (S). Þá hefur Kristín Ástgeirs- dóttir tekið sæti Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur, Kvennalista, sem er erlendis í opinberum erindum. Guðrún Tryggvadóttir, meinatæknir, er komin til starfa á Alþingi í fjar- veru Halldórs Ásgrímssonar, sjávar- útvegsráðherra. Lög frá Alþingi Síðastliðinn þriðjudag voru frumvörp um lagmetisiðnað og um Landmælingar ríkisins afgreidd sem lög frá Alþingi. Með lögum um lagmetisiðnað er framlengdur einkaréttur Sölustofnunar lag- metis til að annast sölu á niður- soðnum og niðurlögðum sjávaraf- urðum. Síðarnefndu lögin fjalla meðal annars um að þeir aðilar sem vinna að kortagerð og landmæl- ingum hafi samvinnu sín á milli. Frumvarpi til laga um iðn- þróunarsjóð hefur verið vísað til efri deildar frá neðri deild. Frá efri deild var frumvörpum um veitinga- og gististaði, um Þör- ungavinnsluna við Breiðafjörð og um orkulög vtsað til neðri deildar. Þróunaraðstoð * Islendinga Sameinað þing hefur samþykkt þingsályktunartillögu um þróun- araðstoð íslendinga, en þar er lagt til að framlag Islendinga verði aukið í áföngum næstu sjö árin, þannig að hún nemi 0,7% af þjóð- arframleiðslu. hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp til laga um kerfis- bundna skráningu á upplýsingum er varða einkamálefni. Tillagan er svohljóðandi: „Sérhver skrán- ingaraðili notar greiningarlykil fyrir lögpersónur til merkingar annarra upplýsinga en þeirra sem teknar eru úr þjóðskrá. Lykillinn er trúnaðarmál og skal ekki tengj- ast nafni, nafnnúmeri, fæðingar- degi né öðrum slíkum auðkenn- Sementsverksmiðjan á Akranesi Stjórnarfrumvarp fellt: Hlutafélagi um sementsverk- smiðju hafnað með 9:9 atkvæðum Stjórnarflokkarnir klofnir í málinu Stjórnarfrumvarp um stofnun hlutafélags um rekstur Sementsverksmiðj- unnar á Akranesi, sem Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra lagði fram og mælti fyrir, var fellt í efri deild Alþingis í gær (þ.e. 1. grein frumvarpsins og þar með frumvarpið í heild) að viðhöfðu nafnakalli með níu atkvæðum gegn níu; tveir þingmenn vóru fjarverandi. Gengu báðir stjórnarflokkarnir inn- byrðis klofnir til atkvæðagreiðslunnar. Með frumvarpinu greiddu at- Konráð Jónsson (S), Jón Helgason kvæði: Salome Þorkelsdóttir (S), Albert Guðmundsson (S), Árni Johnsen (S), Björn Dagbjartsson (S), Egill Jónsson (S), Eyjólfur (F), Stefán Benediktsson (BJ) og Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S). Gegn frumvarpinu greiddu at- kvæði: Davíð Aðalsteinsson (F), Eiður Guðnason (A), Helgi Seljan (Abl.), Jón Kristjánsson (F), Karl St. Guðnason (A), Ragnar Arnalds (Abl.), Kristín Astgeirsdóttir (Kvl.), Skúli Alexandersson (Abl.) og Valdimar Indriðason (S). Fjarverandi vóru Haraldur ólafsson (F) og Kolbrún Jónsdótt- ir (BJ). Davíð Aðalsteinsson (F) gerði grein fyrir atkvæði sínu. Kvað hann rök skorta fyrir efnisatrið- um frumvarpsins, enda gengi rekstur Sementsverksmiðjunnar vel og spár stæðu til áframhald- andi bata í rekstri. Frumvarpið væri rökleysa, breyting breyt- inganna vegna. Jón Kristjánsson (F) sagði mik- ið skorta á samstöðu um fram- kvæmd málsins. Umsagnir um frumvarpið væru og neikvæðar. Meðan svo væri teldi hann rangt að knýja það fram. Skýrsla iðnaðarráðherra til Alþingis: Afkoma fyrirtækja sem heyra undir iðnaðarráðuneytið SVERRIR Hermannsson iðnaðarráðherra hefur lagt fram skýrslu til Alþingis um „starfsemi ríkisfyrirtækja, stofnana og hlutafélaga með ríkisaðild og sjóða, er tilheyra starfssviði iðnaðarráðuneytisins" árið 1984. Þetta er þriðja árið í röð sem slik skýrsla er lögð fram. Upplýsingar um einkamál Guðmundur Einarsson (BJ), Fyrirspumin Fiskiðnskóli í Siglufirði Ragnar Arnalds og Eyjólfur Konráð Jónsson hafa lagt fram fyrirspurn til menntamálaráð- herra: „Hvað líður áformum um stofnun fiskiðnskóla í Siglufirði, samanber ályktun Alþingis 30. marz 1973 og framlag í fjárlög- um ársins 1985 til athugunar málsins?" Valddreifíng til héraða og sveitarfélaga Hjörleifur Guttormsson og Steingrímur J. Sigfússon, þing- menn Alþýðubandalags, hafa lagt fram tillögu til þingsálykt- unar um nýja byggðastefnu og valddreifingu til héraða og sveitarfélaga, sem „felur ríkis- stjórninni", ef samþykkt verður, „að marka nýja og þróttmikla byggðastefnu og hefja nú þegar aðgerðir til að snúa sem fyrst við fólksflótta utan af landi til höfuðborgarsvæðisins og tryggja íbúum landsbyggðar- innar eðlilega hlutdeild í þeim arði sem þeir leggja til þjóðar- búsins”. Mismunandi álagning vaxta Guðrún Helgadóttir (Abl.) spyr viðskiptaráðherra: „Geta bankar og sparisjóðir krafið viðskiptamenn um mis- munandi vexti af verðskulda- bréfum sem til innheimtu eru? Hefur ágreiningi milli Seðla- banka íslands og annarra banka um útreikning vaxta af verð- skuldabréfum verið skotið til dómstóla? Hitavcita Suðurnesja Þetta fyrirtæki er eign sveitar- félaga að 60% en ríkisins að 40%. Það selur heitt vatn og raforku. 55% heildarvatnsmagns er selt til Keflavíkurflugvallar. Rekstrarhagnaður án fjár- magnsgjalda var 137 m.kr. Með fjármagnsgjöldum var tap á rekstrinum 74,5 m.kr. 37 manns vinna hjá fyrirtæk- inu. Náðst hefur samkomulag um sameiningu allra rafveitna á Suð- urnesjum og að Hitaveitan taki við af þeim. Við þá breytingu lækkar eignaraðild ríkisins í 20%. Iðnaðarbanki ísiands hf. Meðalfjöldi starfsfólks 1984 var 176. Tap var 3,1 m.kr. 1984 en hagn- aður 18,2 m.kr. 1983. f ársbyrjun 1984 var ákveðið að ríkissjóður seldi 27% eignarhlut í bankanum. íslenzka járn- blendifélagið hf. íslenzka ríkið á 55% hlutafjár, Elkem í Noregi 30% og Sumitomo í Japan 15%. Starfsmannafjóldi 1984 var að meðaltali 196 manns. Hagnaður varð 1984, í fyrsta sinni, sem nam 132 m.kr. Halli 1983 var 113 m.kr. Jarðboranir ríkisins Árið 1984 vóru starfræktir 5 snúningsborar, 3 höggborar og fimm kjarnaborar. Áhöfn boranna er 66 menn. Fastráðnir starfs- menn við stjórnun eru 9. f áhalda- húsum og við birgða- og tækja- vörzlu starfa 6 menn. Helztu viðskiptavinir vóru hitaveitur, sveitarfélög og bændur. Samdrátt- ur hefur orðið í verkefnum. Hagnaður 1984 7,7 m.kr. Hins- vegar hefur stofnunin ekki greitt af láni vegna kaupa á jarðbornum Jötni. Lánið er gjaldfallið og greitt af Ríkisábyrgðarsjóði. Skuld fyrirtækisins við ríkissjóð er 98 m.kr., án dráttarvaxta. Til stendur að Reykjavíkurborg og ríkið stofni hlutafélag um reksturinn. Jarðvarmaveitur rfkisins Fyrirtækið var stofnað í tengsl- um við Kísilgúrverksmiðju við Mývatn til að nýta jarðhitasvæði við Námaskarð. Orkustofnun ann- ast rekstur þess. Halli hefur verið mikill á rekstrinum undanfarin ár og mikið vantar á að fyrirtækið standi undir vöxtum og afborgun- um af fjárfestingu. Nú eru í gangi viðræður við Landsvirkjun um að hún kaupi eignir Jarðvarmaveitn- anna I Bjarnarflagi. Kísiliðjan hf. fslenzka ríkið á 59,8% hlutafjár, Manville International 39,8% og sveitarfélög nyrðra 0,4%. Nettóhagnaður eftir afskriftir, vexti og tekjuskatt nam 10,5 m.kr., en liðið ár var fyrirtækinu einkar hagstætt, m.a. vegna góðra mark- aðsaðstæðna í Evrópu, sem stöf- uðu af háu gengi Bandaríkjadals og þar af leiðandi samdrætti í sölu kísilgúrs frá Bandaríkjunum til Evrópu. Landssmiðjan Landssmiðjan var seld á sl. ári hlutafélagi, sem tók við rekstrin-- um um sl. áramót. Tap 1984 nam 8,5 m.kr. Landsvirkjun Eignarhluti ríkisins er 50%, Reykjavíkurborgar rúmlega 44,5% og Akureyrarbæjar tæplega 5,5%. Rekstrarafkoma Landsvirkjun- ar 1984 var hagstæð um 15,7 m.kr., en fyrirtækið bjó við meiri og minni rekstrarhalla 1978—1983, að báðum meðtöldum. Tekjur Landsvirkjunar 1984 námu 2.200 m.kr. Gjaldskrá Landsvirkjunar hækkaði aðeins einu sinni 1984, þá um 5%, en hafði verið óbreytt síð- an 1. ágúst 1983. Frá þeim tíma og til síðustu áramóta lækkaði gjaldskrárverð að raungildi um 20% miðað við byggingarvísitölu. Raforkuverð til ISAL hækkaði hinsvegar, vegna nýrra samninga og gengisbreytinga, um 87,6% (ís- lenzkum krónum reiknað. Orkubú Vestfjarða Eignarhlutur ríkisins er 40% en hlutur 29 sveitarfélaga vestra 60%. Tilgangur fyrirtækisins er að virkja og miðla vatnsafli og jarðhita. Hagnaður 1984 var tæp- ar 4 m.kr. Orkubúið fær 20% af verðjöfn- unargjaldi af raforku í sinn hlut og nam hlutur þess 76,3 m.kr. 1984. Rúmlega 80 manns starfa hjá fyrirtækinu. Ramfagnsveitur ríkisins Hlutverk: orkuöflun, orkuflutn- ingur og orkudreifing. RARIK dreifir rafmagni um land allt, sjá um rekstur byggðalína að veru- legu leyti og rekstur Kröfluvirkj- unar í umboði rfkissjóðs. 56% af raforkusölu RARIK er til húshit- unar. Bróðurpartur verðjöfnun- argjalds af raforku gengur til RARIK. Nokkur rekstrarafgangur, 69 m.kr., varð 1984, enda vatnsár fá- dæma gott og veðurfar gott, sem sagði til sín í minna viðhaldi. Hinsvegar er fyrirsjáanlegur verulegur halli 1985, m.a. vegna lækkunar verðjöfnunargjalds og lánsfj árkostnaðar. Ríkisprentsmiðjan Gutemberg Meginverkefni er prentun fyrir Alþingi, Stjórnarráð og ríkis- stofnanir. Taprekstur 1984 var 2 m.kr. eftir 6 m.kr. afskriftir. Verkfall Félags bókagerðar- manna og síðar verkfall BSRB setti starfsemi fyrirtækisins veru- lega úr skorðum. Fjöldi starfsmanna var 76 á liðnu ári. Enn eru ótalin ýmis fyrirtæki, sem skýrslan spannar, og frá verð- ur sagt síðar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.