Morgunblaðið - 30.05.1985, Side 37

Morgunblaðið - 30.05.1985, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1985 37 Iðnsýning Austurlands ’85: Fylgja þarf sýningunni eftir með frekari kynningu og markaðsöflun — segja Reykvíkingarnir Einar Bjarnason og Rúnar S. Birgisson KgiLsstööum, 26. maí. „OKKUR finnst þetta góð sýning miðað við allar aðstæður og þá staðrcynd að hér er um frumraun að ræða á þessu sviði. Sýningin endurspeglar þá grósku sem er í austfirskum iðnaði í dag. Hér eru margar góðar hugmyndir á ferð- inni sem e.t.v. þarf að vinna betur úr — en umfram allt kynna bet- ur. I*að er nauðsynlegt að fylgja þessari sýningu eftir með öflugu kynningarstarfi á austfirskum iðnaði og markvissri markaðsöfl- un,“ sögðu þeir Kinar Bjarnason og Rúnar S. Birgisson frá Reykja- vík er tíðindamaður Mbl. hitti bá sem snöggvast á Iðnsýningu Austurlands og innti þá álits á sýningunni. Rúnar S. Birgisson er einn þriggja eigenda auglýsingastof- unnar „Nýtt útlit“ er komið var á laggirnar í Reykjavík um síð- astliðin áramót. Auglýsingastofan Nýtt útlit hefur sérhæft sig í þjónustu fyrir iðnfyrirtæki, einkum á landsbyggðinni. Við erum eina auglýsingastofan sem eigum aðild að Félagi íslenskra iðn- rekenda — en hingað er ég kominn að eigin frumkvæði vegna þess að það er einfald- lega skoðun mín að austfirsk iðnfyrirtæki þurfi á sérhæfðri þjónustu auglýsingastofu að halda — og ég hef orðið var við mikinn áhuga og skilning hjá Einar Bjarnason og Rúnar S. Birgisson. forsvarsmönnum margra fyrir- tækja hér á sýningunni á nauð- syn þessa," sagði Rúnar S. Birgisson. „Við hjá Nýju útliti hönnuð- um einn sýningarbás hér á Iðnsýningu Austurlands, sýn- ingarbásinn hjá Austmati frá Reyðarfirði. Kaupfélögin eru einnig með fatahönnun í sínum sýningarbásum — en aðrir ekki að ég held. Jú, það er rétt, auglýsinga- stofurnar eru allar á Stór- Reykjavíkursvæðinu utan tvær á Akureyri. Hins vegar höfum við hjá Nýju útliti nú í athugun að opna útibú á einum þremur stöðum á landsbyggðinni," sagði Rúnar ennfremur. Einar Bjarnason, samfylgd- armaður Rúnars, vinnur einnig að auglýsinga- og markaðsmál- um. Hann kvaðst þess fullviss að hvergi væri meiri gróska í iðnaðarnýjungum en á Austur- landi. Þessa hefði hann orðið greinilega var á ferð um landið síðastliðinn vetur. „E.t.v. eru menn hér enn ekki nógu opnir fyrir nauðsyn mark- aðsöflunar og gildi auglýs- ingarinnar í því augnamiði — og ég er sannfærður um það að sum iðnaðarfyrirtæki hér á Austurlandi gætu orðið helm- ingi stærri og fólksfjöldi hér um slóðir mun meiri ef gert yrði átak í markaðs- og sölu- málum iðnfyrirtækjanna — því að hér eru vörur framleiddar sem tívmælalaust eiga erindi á markað syðra eða þá á Evrópu- markað. Austurland ætti að eiga forskot umfram marga aðra inn á Evrópumarkað af landfræðilegum ástæðum," sagði Einar Bjarnason. „Jú — auglýsingar kosta sitt — en sannleikurinn er bara sá að ekkert fyrirtæki kemst af án auglýsinga, áætlunargerðar, hönnunar umbúða og annarrar aðkeyptrar sérfræðiþjónustu í tengslum við sölu- og mark- aðsmál í dag — og það er okkar skoðun að þjónusta auglýs- ingastofa sé almennt ekki dýr- keypt. En það getur verið dýrt að auglýsa ekki eða spara um of við sig sérhæfða aðkeypta þjónstu á þessu sviði. Sum fyrirtæki ráðstafa alltaf ákveð- nu hlutfalli af veltu til slíkra útgjalda, þetta 2—4% , en vit- anlega verður það alltaf mis- jafnt — fer einfaldlega eftir þörfum og eðli hvers og eins fyrirtækis. Það verður þó alltaf hlutfallslega dýrast að auglýsa í upphafi," sögðu þeir félagar að lokum. — Ólafur Gunnars-bakarí notar 10 tonn af mjöli á mánuði í baksturinn EplætöAum, 26. maí. V. \ m Sigrídur Rósa Kristinsdóttir og Lára Magnúsdóttir við sýningarbás Huttu sf. Stefna ber markvisst að svona sýningu á fjögurra ára fresti — segir Sigríður Rósa Kristinsdóttir „ÉG ER afar þakklátur for- svarsmönnum þessarar sýn- ingar. Ég verð að játa aö ég gerði mér alls ekki grein fyrir mikilvægi hennar þegar hug- myndin var færð í tal við mig í upphafi. Það er greinilegt að svona sýningu þarf að halda á tveggja til þriggja ára fresti,“ sagði Gunnar Hjaltason á Reyðarfirði er tíðindamaður Mbl. tók hann tali á Iðnsýningu Austurlands. „Ég hóf brauðgerð á Reyðarfirði fyrir einum 10 árum undir heitinu Gunnars- bakarí. Framleiðslan jókst mjög verulega á tveimur, þremur fyrstu mánuðum starfseminnar og hefur hald- ist nokkuð stöðug síðan. Nú starfa um 12 manns við brauðgerðina," sagði Gunnar. „Ja, ætli við notum ekki um 10 tonn af mjöli að meðaltali á mánuði í brauðbaksturinn. — Jú, jú, fjölbreytni fram- leiðslunnar hefur aukist verulega með árunum. En neysluvenjur fólks eru nokk- uð bundnar svonefndum vísi- tölubrauðum — eins og e.t.v. gefur að skilja. Markaðssvæði okkar er fyrst og fremst Mið-Austurland. Jú, rétt er það, verð á brauði og kökum reyndist lægst hér á Austurlandi skv. nýafstaðinni verðlagskönnun Verðlagsstofnunar. Skýr- ingar þess er líklega fyrst og fremst að leita í því að við tökum ekki til baka frá versl- ununum óseld brauð eins og gerist syðra. En það er frá- leitt að skýringar sé að leita í lélegra hráefni hér eins og fram kom í útvarpsviðtali á dögunum í tilefni verðkönn- unarinnar. Jú, þessi sýning virðist koma fólki verulega á óvart — sem sannar ótvírætt nauð- syn kynningar á austfirskum iðnaðarvörum — og við höf- um lært það mikið nú á þess- ari sýningu að næsta iðnsýn- ing verður væntanlega enn betur úr garði gerð, yfir- gripsmeiri og áhrifaríkari," sagði Gunnar Hjaltason á Reyðarfirði. — Ólafur. Efplsstödum, 26. maí. EITT AF yngstu iönfyrirtækjunum er þátt tekur í Iðnsýningu Austur- lands ’85 er saumastofan Hutta sf. á Eskifirði. Hutta sf. hóf starfemi sína 1. desember síðastliðinn og eigendur eru Lára Magnúsdóttir og Sigríður Rósa Kristinsdóttir. „Við framleiðum fyrst og fremst hvers konar tískufatnað fyrir konur. Við byrjuðum smátt en umsvifin aukast stöðugt," sagði Sigríður Rósa við tíðinda- mann Mbl. „Okkar framleiðsla fer fyrst og fremst á markað í Reykjavík en við erum ennfrem- ur að þreifa fyrir okkur í Fær- eyjum. Þá seljum við auðvitað framleiðsluna i eigin verslun á Eskifirði. Við bindum miklar vonir við þessa sýningu. Fram- leiðslu okkar hefur verið mjög vel tekið af sýningargestum, t.d. höfum við þegar fengið ákveðnar fyrirspurnir frá aðilum á Akur- eyri,“ sagði Sigríður Rósa enn- fremur. — Finnst þér svona sýning eiga rétt á sér? „Alveg tvímælalaust. t heild er sýningin mjög athyglisverð og það hefur komið í ljós að fólk hefur hreint ekki vitað hvað hef- ur verið að gerast í iðnaðarmál- um síns heimahéraðs fyrr en hér á sýningúnni — hvað þá í ná- grannabyggðunum. Það ber að stefna markvisst að svona sýn- ingu á fjögurra ára fresti,“ sagði Sigríður Rósa Kristinsdóttir og meðeigandi hennar, Lára Magn- úsdóttir, tók undir þá skoðun. — Ólafur. Gunnar Hjaltason í sýningarbás sínum á Iðnsýningu Austurlands ’85.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.