Morgunblaðið - 30.05.1985, Qupperneq 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MAÍ1985
Nefnd vinnur að slysa-
varnafræðslu fyrir sjómenn
Kynnti sér slysavarnaskóla í Noregi
Stærsta flugvél í heimi á Keflavíkurflugvelli
NEFND sem Matthías Bjarnason
samgönguráöherra skipaði nýlega
til þess aö gera tillögur um nám-
skeiö og fræöslu fyrir sjómenn í
öryggismálum og slysavörnum, fór
um miöjan maí til Noregs til þess
aö kynna sér fyrirkomulag og aö-
stööu slíkrar fræöslu í Noregi, en
þarlendis hefur mikiö kapp verið
lagt á slysavarnafræöslu á síöast-
liönum árum.
Fræðslunefndin stefnir að því
að á næstu árum verði komið á
nokkurra daga námskeiðum fyrir
alla íslenska sjómenn, en stefnt
er að því að slík námskeið hefjist
í haust með námskeiðum í sjáv-
arplássum landsins. Annar þátt-
urinn í starfi nefndarinnar er að
huga að aðstöðu fyrir slíka starf-
sémi á einum stað í náinni fram-
tíð. Slysavarnanefndina skipa
Ólafur Steinar Valdimarsson,
ráðuneytisstjóri, sem er formað-
ur, Magnús Jóhannesson,
siglingamálastjóri, Haraldur
Henrysson, forseti SVFÍ, og Árni
Johnsen, alþingismaður. Nefnd-
armenn kynntu sér Slysavarna-
skólann í Haugasundi, sem er
langstærsta stofnun sinnar teg-
undar í Noregi og slysavarna-
skóla nálægt Molde sem er mun
minni í sniðum en sinnir öllum
þáttum sem talin er nauðsyn á að
sinna í slíkri stofnun hérlendis.
Vogum, 24. maí.
FLUGVÉL af geröinni Lockheed C-5
A Galaxy, sem er stærsta flugvélag-
erð sem er í notkun í heiminum í
dag, kom til Keflavíkurflugvallar í
Fimmtíu og fimm sjálfboðaliðar
starfa nú aö hjálparstörfum á hung-
ursvæðum Eþíópíu á vegum hjálpar-
sveitar Ananda Marga — AMURT.
I hjálparbeiðni sem Ananda
Marga á lslandi hefur borist segir
m.a.: „Hér þjáist fólk af nær-
ingarsjúkdómum, malaríu og blóð-
vikunni. Erindi flugvélarinnar til
landsins að þessu sinni var að sækja
flughermi, sem er notaður við þjálf-
un flugmanna á orrustuþotur af
kreppusótt og er þörf á skjótri að-
stoð. Við þurfum próteinríkan
mat, lyf og ökutæki. Þúsundir
mannslífa eru í veði.“
Söfnun á vegum AMURT hefur
verið hrundið af stað á íslandi og
geta þeir sem vilja leggja þessu
framtaki lið haft símasamband
eða komið í Aðalstræti 16, Reykja-
vík.
(Frétutilkjnniilg.)
geröinni F-4.
Það mun ekki óalgengt að flug-
vélar af þessari gerð komi til
landsins, en það er aðallega þegar
flytja þarf svo stóra hluti að aðrar
flugvélar geta ekki flutt. Meðal
verkefna sem flugvélar af þessari
gerð sinna fyrir varnarliðið er t.d.
flutningur á þyrlum björgunar-
sveitar varnarliðsins til Banda-
ríkjanna til skoðunar.
Flugvélin er 75,5 metrar að
lengd og lengd milli vængenda er
67,9 metrar. Heildarhæð á stéli er
tæplega tuttugu metrar. Flatar-
mál vörurýmis er 214 m2 og
rúmmál 985m3 Mesta burðargeta
vélarinnar er 118 tonn. Þá eru í
vélinni sæti fyrir 75 farþega ofan
aftari hleðslubrautar. Flugþol vél-
arinnar fullhlaðinnar er 5.500 km.
Burðargeta vélarinnar er t.d.
tveir skriðdrekar af stærstu gerð
og 270 fullvopnaðir hermenn.
Flugvélin er fyrst og fremst ætl-
uð til vöruflutninga.
E.G.
Þakleki — Svalaleki —
Veggjaleki
★ Plasthúöun þaka, svala og veggja gefur ótrúlegan mögu-
leika í viðhaldi húsa.
★ Samskeytalausir dúkar fyrir öll þök.
★ Sílan-húöun til varnar alkali- og frostskemmdum.
★ Látiö fagmenn vinna verkiö.
★ Viðhald og viögeröir fasteigna er okkar fag.
Þétting hf.
Símar: Kv. 54410, dags. 52733.
Bladburðarfólk
óskast!
Hjálparsveit Ananda Margæ
Landssöfnun fyrir
hungursvæði Eþíópíu
Vesturbær
Faxaskjól
Kópavogur
Kópavogur
Hraunbraut
Úthverfi
Birkihvammur Blesugróf
|HiOír0iUiní»taíj>tí>
/St7nie/iael/
,HEtMSFRÆG
GÆÐAVARA’
FRÁ
j Marks &
Spencer
Metsölublað á hverjum degi!
Gústav Bergmann
Sigurbjörnsson
Fæddur 21. mars 1983
Dáinn 21. maí 1985
Elsku litli vinur minn, Gústi,
hefur verið kvaddur héðan úr
þessum heimi. Eftir stendur
minningin um lítinn ljóshærðan
hnokka, með bros í augunum og
grallarasvip og ekki er nú hægt að
segja að þögnin hafi fylgt honum.
Honum fylgdi alltaf líf og fjör.
Hve ótrúlegt er það ekki að ég
muni aldrei fá að sjá hann né
heyra framar. Elsku vinir mínir,
Laufey, Sibbi, Kiddi, litla ófædda
barn, Inga, afi, ömmur og aðrir
vinir. Égá engin orð til huggunar
ykkur á þessari stundu, en í þessu
litla Ijóði stendur skrifað allt sem
ég vildi sagt hafa og með því kveð
ég litla vin minn, Gústa, með
bjartri von um endurfundi.
Vin minn
vil ég ei gráta,
vef hann helgri ást,
eitt sinn
almættið mun láta
öllum batna, er þjást.
Ég finn
aftur lán, sem brást
döpur er dánarkveðjan,
en dyrðlegt verður að sjást.
(E.E.)
Blessuð sé minning Gústa litla.
Hún lifir.
Gulla
>
| raðauglýsingar — raöauglýsingar — radauglýsingar
tilkynningar
......... ..........—.....
Frá Kvennaskólanum í
Reykjavík
Skólauppsögn og afhending stúdentsprófs-
skírteina veröur í skólanum föstudaginn 31.
maí kl. 14.00.
Innritun fyrir næsta vetur fer fram i Miöbæjar-
skóla dagana 3.-4. júní og verður sem áður
starfrækt uppeldissviö með menntabraut,
fóstrubraut og íþróttabraut.
Skólastjóri.
Söluskattur
Hér með úrskurðast lögtak fyrir vangreiddum
söluskatti sem í eindaga er fallinn og álagður
er í Kópavogskaupstað. Fer lögtakið fram að
liönum 8 dögum frá birtingu úrskurðar þessa.
Jafnframt úrskurðast stöðvun atvinnurekstrar
þeirra söluskattsgreiöenda sem eigi hafa
greitt ofangreindan söluskatt. Verður stöðvun
framkvæmd að liðnum 8 dögum frá birtingu
úrskuröar þessa.
Bæjarfógetinn i Kópavogi.
22. maí, 1985.
Danskennaranemar
Inntökuprófvæntanlegradanskennara verður
í Drafnarfelli 4, sunnudaginn 2. júní kl. 21.00.
Upplýsingar í síma 20345 frá kl. 9-16 í dag,
föstudag í síma 74444 frá kl. 9-16 og laugar-
dag í síma 74444 frá kl. 1-19.