Morgunblaðið - 30.05.1985, Side 41

Morgunblaðið - 30.05.1985, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MAÍ1985 41 Þórður Magnússon — Minning Fæddur 10. febrúar 1963 Dáinn 16. maí 1985 Að morgni uppstigningardags lést Þórður Magnússon, til heimil- is að Sólvallagötu 53 hér í borg. Hann var sonur hjónanna Magn- úsar Hjálmarssonar tæknistjóra hjá Ríkisútvarpinu og Ragnheiðar Þórðardóttur fulltrúa hjá sömu stofnun. í allmörg ár var ég sam- starfsmaður þeirra hjóna og með okkur myndaðist brátt góður kunningsskapur. Alloft hef ég komið í heimsókn á heimili þeirra hjóna og notið gestrisni og velvild- ar þessarar ágætu fjölskyldu. Þar ríkti ávallt góður heimilisbragur og hjartahlýja og til góðra vina liggja jafnan gagnvegir. Fyrir röskum fjórum árum kenndi Þórður þess meins er varð honum að aldurtila. Allt var reynt, sem nútíma læknavísindi megna, til að fá bót á þessu meini, en fyrir nokkru var séð, að það bar engan árangur. Enn einu sinni urðu læknavísindin að lúta í lægra haldi. Lífskraftur hans fjaraði smátt og smátt út, eins og hjá jurt, sem borið hefur blóm að vori, en fölnar og deyr í nepju og kulda haustvindanna. Enn er spurt um hin æðstu rök og um tilgang jarð- vistar okkar varðandi líf og dauða, þegar svo ungur maður er hrifsað- ur burt í blóma lífsins. En svarið berst okkur ekki, — ekki einu sinni með vindinum. Það ríkir þögnin ein. Aðeins ómur af spurn okkar í tóminu. Ég sendi Magnúsi og Ragnheiði, systrum hins látna, og öðrum nán- um aðstandendum hugheilar sam- úðarkveðjur. Nú er þessi ungi glaðværi vinur okkar horfinn á braut. Hann hefur sofnað inn í vorið og gróandann. Megi moldin verða honum mjúk og liknsöm. Klemenz Jónsson Líf Þórðar Magnússonar og lát hans vekja ýmsar spurningar í huga vina hans, spurningar, sem enginn fær svarað. Sem drengur var hann bráðgerr og fjörmikill, lagði stund á íþrótt- ir, aðallega fótbolta, en þar sýndi hann mikla leikni. Æska hans leið við leik og starf að hætti hraustra unglinga, áhugamálin voru fjöl- mörg og ímyndunaraflið lifandi. Ég kynntist Þórði ekki að ráði fyrr en ljóst var orðið að hann var alvarlega sjúkur. Þá hélt hann áfram námi sínu við MR eftir erf- iðar læknisaðgerðir, utanlands sem innan. Tók hann þá til þar sem frá var horfið, staðráðinn í að láta ekki orðna töf hefta sig að neinu leyti. Hélt hann þannig ótrauður áfram þótt oft yrði að + Ástkær konan mín, móðlr, tengdamóöir og amma, FANNEY GUÐMUNDSDÓTTIR, Laugarnesvegi 81, andaöist í Landspítalanum þriöjudaginn 28. maí. Finnur Bjarnason og börn hinnar látnu. + Margrét Gissurardóttir, Ijósmóöir, lést 17. maí í Landspítalanum. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Þóröur Guómundsson, Elsa Theodórsdóttír. Faöir minn. + MARKÚS EINARSSON, f.v. forstööumaöur Litla-Hrauns, andaöist 28. maí. Þorleifur Markússon. + Bróöir minn, KJARTAN GUÐMUNDSSON fró Brekku í Mýrdal, andaöist 25. maí í Sjúkrahúsi Suöurlands.. Útför hans veröur gerö frá Víkurkirkju laugardaginn 1. júní kl. 14.00. Fyrir hönd systra hins látna. Þurföur Guömundsdóttir. + Eiginmaöur minn, MARINÓ ÓLAFSSON verslunarmaöur, Hagamel 28, Reykjavík, sem andaöist á heimili sínu á hvítasunnudag, 26. mai, veröur jarö- sunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 31. maí kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna, + Astkær eiginmaöur minn, faöir okkar og afi, GUNNARPÉTURSSON loftskeytamaöur, Eikjuvogi 3, verður jarösunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 31. maí kl. 15.00. Kristbjörg Jónsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Hjördfs Gunnarsdóttir, Sigríöur Gunnarsdóttir og barnabörn. staldra við á grýttri braut. Aldrei heyrðist þó æðruorð af vörum hans. Hugarvíl var honum fjarri skapi og máttu ókunnir halda að þar færi maður, sem aldrei hefði kennt sér meins. Ég las svolitið með honum um tíma og hafði af því mikla ánægju. Næmi hans var mikið, hugurinn frjór og minnið afburða gott. Hann hafði skarpa athyglisgáfu og örugga málkennd. Snjallt orða- far var honum afar eðlilegt og er það raunar fremur sjaldgæft um svo ungan mann. Ljóðlistin var honum í blóð borin, tónlistin einn- ig. Það vakti gleði manns að sjá æ betur hversu vel hann var af Guði gerður og hve allar leiðir virtust honum greiðar. Hann kom manni í raun ávallt á óvart. En svo syrti í álinn. Vonin vakti þó enn um stund, einnig löngunin til að afneita svo biturri staðreynd. Helstríðið varð langt og þung- bært. Það háði hann af fádæma hugrekki alla þessa löngu mánuði, frá hausti til vors. Móðir hans hjúkraði honum heima við og saman vöktu foreldrar hans yfir sjúkrabeði hans til síðustu stund- ar. Mikill skaði er að slíkum manni. Sagt hefur verið að sakna megi látinna en ekki syrgja þá. Ekki er sú lífsspeki auðlærð þótt holl sé. Sjálf sakna ég Þórðar og syrgi hann og samhryggist foreldrum hans, Ragnheiði Þórðardóttur og Magnúsi Hjálmarssyni, og fjöl- skyldu þeirra allri, en reyni þó að vera þess minnug að ekki er víl í anda þess fordæmis, sem hann gaf sjálfur. Marta Thors + Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö fráfall og útför GUDMUNDAR MAGNÚSSONAR, Dalbraut 23, Helga Jónsdóttir, Magnús Guömundsson, Áslaug Sigurbjörnsdóttir, Pótur Guömundsson, Steinunn Olafsdóttir, Ragna Guömundsdóttir Moyer, Helga Júlíana Vilhelmsdóttir, og barnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum sem auösýndu okkur hlýhug og samúö vegna andláts og jaröarfarar SÓLVEIGAR SIGURBJARGAR SÆMUNDSDÓTTUR fré Hrútatungu, Kveldúlfsgötu 11, Borgarnesi. Jón B. Ólafsson, Kristrún Jóna Jónsdóttir, Sæmundur Jónsson. + Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, SIGRÍOUR GUÐMUNDSDÓTTIR fré Dæli í Fnjóskadal, Einarsnesi 54, Reykjavík, andaöist í Borgarspítalanum 27. maí. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 31. maí kl. 13.30. Daníel Kristinsson, Sveinn Magni Daníelsson, Fanney Dóra Kristmannsdóttir, Halla Daníelsdóttir, Jón Ásbjörnsson, Auóur Daníelsdóttir, Jakob Hjélmarsson, og barnabörn. ENN BÆTUM VIÐ ÞJÓNUSTUNA VID HÚSBYGGJENDUR Nú bjóðum við allt efni í múrverkið á sama stað, þannig að hlaup milli margra aðila eru nú óþörf. Hledslugrjót Vikurplötur 50x50x50 kr. 224 m2 ‘ 7x50x50 kr. 228 mJ Rauðamöl 7x50x50 kr. 236 m2 10x50x50 kr 312 m2 Mátsteinn Vikur 20x20x40 kr. 732 m2 Rauðamöl 20x20x40 kr 924 m2 Einangrunarplast 1" kr. 79 m2 V/i’ kr. 103 m2 2" kr. 137 m2 2'A’ kr. 172 m2 3' ' kr. 206 m2 Múrnet, 42m2 kr. 1.690 Loftblendi, 3,71 kr. 150 Sement, kalk og sandur á hagstæðu verði HRINGBRAUT 120. SÍMI 28600 - STÓRHÖFÐA. SÍMI 671100 RENNDU VIÐ EÐA HAFÐU SAMBAND Guórún Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.