Morgunblaðið - 30.05.1985, Síða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MAÍ1985
m
V
(Ljóamynd/ Bjarni Priðríkmon)
syngja á ensku en íslensku. Bn
eins og áður hefur komið fram
tðkum við umtalsverða áhættu
með því að gefa út plötu með
enskum textum."
— Nú eruð þið ekki eingöngu
með hljómleikaprógram heldur
einnig ballprógram. Eruð þið á leið
inn í sveitaballamarkaðinn?
„Já, við stefnum að því að
spila á sveitaböllum í sumar. Þó
að við séum með ballprógram
verður það á rokklínunni, ekki
ósvipað og Start var með. Við
verðum með meira en vinsælda-
lista rásar 2. Ástæðurnar eru
tvenns konar. Annars vegar vilj-
um við vinna okkur inn fé til að
vega upp á móti plötunni. Hins
vegar er bara svo mikill kraftur
í okkur að okkur nægir ekki að
spila á hljómleikum einu sinni
til tvisvar í mánuði."
Þegar viðtalið var komið á
þetta stig voru umræðumar
orðnar ansi líflegar, þökk sé
„gargolíu" þeirri sem umræddir
bjórlíkisstaðir veita. Áður en ég
kvaddi þessa hressu drýsildjöfla
spurði ég þá hvort þeir vildu
segja einhver spakmæli að lok-
um.
„Við viljum þá helst þakka
þeim áheyrendum sem sótt hafa
hljómleika okkar og þá sérstak-
lega þeim 30 til 40 manna kjarna
sem lætur sig aldrei vanta á
hljómleika hjá okkur. Og að lok-
um: Okkar er mátturinn — ykk-
ar er dýrðin — að eilifu!
Lengi lifi rokkið!"
Drýsildjöflar í ham: Sigurður, Eiríkur, Sigurgeir, Einar og Jón.
„Við
erum ekki í stríði
gegn poppinu"
Þaó er líklegast ekki orðum ýkt
að íslensk rokktónlist hefur staðið
höllum fæti undanfarin ár. Virðist
sem tónlistarhlustun unglinga í
dag snúist um vinsældalista rásar
2, Duran Duran og Wham!. Hafa
þeir sem hlusta á harðari rokktón-
list („þungarokk") verið litnir hálf-
gerðu hornauga og hefur afstaða
þorra fólks gegn þeim og þeirra
tónlist verið frekar neikvæð. Það
hefur því verið nokkuð ánægjuleg
þróun að undanfarið hefur rokkið
verið í sókn og hefur rokkaðdá-
endum fjölgað umtalsvert á síð-
ustu mánuðum, eða eru e.t.v. að
„koma úr felum“ eins og það er
orðað. Þessi þróun hefur t.d. kom-
ið fram í því að nú eru a.m.k. þrjár
kröftugar rokkhljómsveitir starf-
andi, þ.e. Drýsill, Fist og sigurveg-
arar Músíktilraunanna, Gypsy. Sú
hljómsveit sem ber eiginlega
ábyrgðina á því að hafa komið
þessu af stað er einmitt fyrst talda
hljómsveitin, Drýsill.
í síðustu viku kom út breið-
skífa með þeim sem nefnist
„Welcome to the Show“. Af
þessu tilefni ákvað Þungamiðjan
að mæla sér mót við þá Drýsil-
djöfla á einum af bjórlíkisstöð-
um borgarinnar í þeim tilgangi
að yfirheyra þá um plötuna o.fl.
Drý8ill samanstendur af þeim
Eiríki Haukssyni, yfir-drýsli og
söngvara, Einari Jónssyni (gít-
ar), Jóni Ólafssyni (bassi), Sig-
urgeir Sigmundssyni (gítar +
hljómborð) og Sigurði Reynis-
syni á trommur.
Fyrsta spurningin var hin klass-
íska spurning um aðdragandann
að stofnun hljómsveitarinnar.
„Hugmyndin um að stofna
„hard-rock“-hljómsveit kviknaði
fyrst í hópferðinni á Donington
með Eddunni hér um árið. í
framhaldi af því var stofnuð
Deild 1, en sú hljómsveit komst
aldrei almennilega af stað og
leystist að lokum upp.
Það var svo fyrir rúmu ári, í
febrúar ’84, að við fjórir, þ.e.a.s.
Eiríkur, Einar, Jón og Sigurður,
stofnuðum Drýsil, Sigurgeir
bættist síðan í hópinn eftir ára-
mótin.“
— Hvernig finnst ykkur íslensk
rokktónlist standa í dag?
„íslensk rokktónlist hefur ver-
ið í nokkurri lægð að undanförnu
og má það að miklu leyti skrifast
á reikning rásar 2. Það má næst-
um fullyrða að rás 2 hafi verið á
góðri leið með að drepa niður
rokktónlistina, því það telst til
undantekninga ef þar eru spiluð
einhver lög fyrir rokkunnendur.
Jafnframt hefur viðhorf al-
mennings verið frekar neikvætt í
garð rokkunnenda og hefur t.d.
orðið „þungarokk" fengið á sig
neikvæða merkingu í huga fólks.
Það er því löngu tímabært að ís-
lenskir málvísindamenn finni
eitthvert annað orð yfir þessa
tónlist. Þrátt fyrir þetta hefur
rokkið verið í sókn að undan-
förnu og má segja að við höfum
komið þessu af stað. Það skal þó
tekið fram að við erum ekki með
þessu að segja poppinu stríð á
hendur.“
— í síðustu viku gáfuð þið út
piötuna „Welcome to the Show“
sem þið gefið út á eigin kostnað.
Takið þið ekki áhættu með þessu?
„Við tökum mikla áhættu með
þessari útgáfu og við búumst alls
ekki við gróða. En þessi plata er
að mörgu leyti sérstæð og má
segja að engu þessu líkt hafi
komið út áður. Þetta er fyrsta
„þunga“-rokkplatan sem gefin er
út fyrir utan algerlega mis-
heppnaða plötu Þrumuvagnsins.
Á þessari plötu kemst kraftur-
inn og „sándið“ af hljómleikun-
um til skila.
En við tökum áhættu vegna
þess að þessi tónlist á ekki
greiða leið inn á vinsældalista
rásar 2. Einnig tökum við
áhættu vegna þess að við erum
með alla texta á ensku og svo
virðist sem íslensk plata með
enskum textum seljist illa. Þar
af leiðir hafa plötuútgefendur
veigrað sér við að gefa út plötu
með enskum textum. Það er m.a.
ástæðan fyrir því að við gefum
plötuna út á eigin reikning."
— Hver semur (extana og af
hverju á ensku?
„Eiríkur semur alla texta og
þeir eru á ensku vegna þess að
enskan fellur best að tónlistinni
og einnig „fílar“ Eiríkur betur að
AUGLÝSINGA- OG
KYNNINGAMYNDIR.
Öll almenn myndataka úti sem inni.
. Myndbandavinnsla í háum gœðaflokki.
: Leitið tilboða.