Morgunblaðið - 30.05.1985, Side 64
OPINN 10.00-00.30
BTTNORT ALIS SHAAR
FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
Félagsmálaráðherra ógildir byggingarleyil:
„Mistök ráðuneytisins
sem ber að leiðrétta“
— segir Davíð Oddsson borgarstjóri
„MÉR FINNST þessi úrskurrtur vera með óiíkindum. Hann er þaó sérkenni-
legasta af mörgu sérkennilegu frá þessu ráðuneyti. Það er útilokað að skilja
hann og munum við biðja um nánari skýringar," sagði Davíð Oddsson borgar-
stjóri í samtali viö Morgunblaðið í gærkvöldi.
Framkvœmdir
halda áfram
Framkvæmdir við fjölbýl-
ishúsið við Stangarholt er í
fullum gangi, þrátt fyrir
ógildingu félagsmálaráð-
herra á byggingarleyfinu.
Morgunblaðið/RAX
Borgarstjóri var spurður álits á
þeirri ákvörðun félagsmálaráð-
herra að fella úr gildi leyfi bygg-
ingarnefndar Reykjavíkurborgar
til byggingar fjölbýlishúss á lóðun-
um nr. 3 til 9 við Stangarholt, svo
og staðfestingu borgarstjórnar á
samþykktinni, en íbúar i nærliggj-
andi götum kærðu veitingu bygg-
ingarleyfisins. Byggingafyrirtækið
hefur gert grunn undir allt húsið
Sementsverksmiðjan:
Frumvarp
féll á jöfnu
STJÓRNARFRUMVARP um
stofnun hlutafélags um Sements-
verksmiðju ríkisins á Akranesi var
fellt í efri deild Alþingis í gær, að
viðhöfðu nafnakalli, með 9 at-
kvæðum gegn 9. Tveir þingmenn
voru fjarverandi. „Ég hef ekki
fyrr orðið fyrir óheilindum og
svikum framsóknarmanna í þessu
stjórnarsamstarfi, og ég mun nátt-
úrlega ekki sætta mig við siíkt,“
sagði Sverrir Hermannsson
iðnaðarráðherra í samtali við blm.
Mbl. er hann var spurður álits á
því að þetta frumvarp hans féll á
jöfnum atkvæðum. Aðspurður með
hvaða bætti hann myndi bregðast
við, sagði hann: „Við spyrjum ekki
að vopnaviðskiptum, heldur leiks-
lokum."
Báðir stjórnarflokkarnir
klofnuðu í atkvæðagreiðslunni.
Gegn frumvarpinu greiddu at-
kvæði viðstaddir þingmenn Al-
þýðuflokks, Alþýðubandalags og
Kvennalista, auk tveggja þing-
manna Framsóknarflokks og
eins þingmanns Sjálfstæðis-
flokks.
Sjá nánar á þingsíðu
Morgunblaðsins í dag.
og er að slá upp fyrir 1. hæð hluta
þess. Er þegar búið að selja 11
íbúðir og hafa kaupendur greitt inn
á þær.
Davíð sagði að úrskurður félags-
málaráðuneytisins væri tilviljun-
arkenndur, kveðinn upp gegn ráð-
leggingum skipulagsstjórnar ríkis-
ins. „Ef þessar samþykktir borgar-
innar standast ekki, eru víst flestir
hlutir hjá okkur óheimilir,“ sagði
hann.
„Við lítum á þetta sem mistök
ráðuneytisins, sem ber að leið-
rétta,“ sagði Davíð aðspurður um
hvort byggingarframkvæmdir yrðu
stöðvaðar vegna úrskurðarins.
Ekkert hefði verið ákveðið enn, úr-
skurðurinn hefði ekki borist starfs-
mönnum borgarinnar, ráðuneytið
hefði kosið að birta hann í Þjóðvilj-
anum. „Kaupendur búnir að
greiða hundruð þúsunda inn á
kaupin", á bls. 34.
Skattahækkanir:
Fjármálaráðherra ætlar
ekki að flytja frumvarpið
„Þá gerir það einhver annar,“ segir Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins
Ágreiningur er nú kominn upp á
milli Alberts Guðmundssonar
fjármálaráðherra og annarra í þing-
flokki Sjálfstæðishokksins vegna
þeirra ráðstafana sem þingflokkar
stjórnarflokkanna hafa ákveðið að
standa að til fjáröflunar fyrir
húsnæðislánakerfið. Albert Guð-
mundsson fjármálaráðherra hefur
lýst því yfir að hann muni ekki flytja
frumvarp sem geri ráð fyrir fjáröflun
með aukinni skattheimtu, skyldu-
sparnaði og því sem hann nefnir eig-
naupptöku, en Þorsteinn Pálsson
formaður Sjálfstæðisflokksins segir
aftur á móti að fáist fjármálaráö-
herra ekki til þess að flytja frum-
varpið, þá geri það einhver annar.
„Ég er á móti eignaskatti og
skyldusparnaði, og mun ekki bera
fram frumvarp þar að lútandi,“
sagði Albert í samtali við blm.
Mbl.
Þorsteinn Pálsson formaður
Sjálfstæðisflokksins sagði: „Við
ætlum okkur að afla fjár til þess
að leysa þennan vanda í húsnæð-
ismálum. Sjálfstæðisflokkurinn
hefur ákveðið að standa að þvi.
Það flytur því einhver annar mál-
Meirihluti framkvæmdastjómar Verkamannasambandsins:
Tafarlausar viðræður við
Vinnuveitendasambandið
Jón Karlsson dró ranga ályktun vegna orða Guðmundar J. Guðmundssonar
MIKILL meirihluti framkvæmdastjórnar Verkamannasambands íslands lýsti
yfir vilja sínum á fundi í fyrradag til að hefja nú þegar viðræður við Vinnuveit-
endasamband íslands um samningstilboð þess.
Ákveðið var að kalla saman
formannafund Verkamannasam-
bandsins á morgun, föstudag til að
ræða þessa afstöðu meirihluta
stjórnarinnar sem stangast á við
niðurstöðu formannafundar VMSf
um síðustu helgi. Þar var samþykkt
tillaga um að hefja undirbúning að
kjarabaráttu í haust þar sem við-
ræður við VSf nú virtust tilgangs-
lausar. Jón Karlsson frá Sauöár-
króki var einn flutningsmanna til-
lögunnar á formannafundinum um
helgina og sagði hann í viötali viö
blaðamann i gær, að hann hefði
tekið þátt i flutningi hennar þar,
sem hann hefði trúað orðum Guð-
mundar J. Guðmundssonar, for-
manns Verkamannasambandsins á
fundinum, en hann hefði haldið því
þar ákveðið fram, að Vinnu-
veitendasambandið væri ekki til
viðtals um neinar kjarabætur, og
því væru allar viðræður við það til-
gangslausar.
Hart var deilt á framkvæmda-
stjórnarfundi Verkamannasam-
bandsins í fyrradag um afstöðu til
tilboðs VSf, en andmælendur þess
að hefja nú þegar viðræður voru í
miklum minnihluta. Auk Guð-
mundar J. Guðmundssonar for-
manns VMSf og Dagsbrúnar lýstu
þau Jón Kjartansson frá Vest-
mannaeyjum og Sigrún Clausen
Akranesi yfir andstöðu sinni sam-
kvæmt heimildum Mbl. Halldór
Björnsson varaformaður Dagsbrún-
ar lét ekki í ljós álit sitt, en stjórn
Dagsbrúnar hefur gefið út yfirlýs-
ingu þar sem lagst var gegn því að
gengið verði til viðræðna við VSf
um tilboðið.
Aðrir framkvæmdastjórnar-
menn, sjö að tölu, lýstu yfir vilja
sínum til að ganga þegar til sam-
ningaviðræðna við VSÍ, þeirra á
meðal Jón Karlsson frá Sauðár-
króki, einn flutningsmanna tillög-
unnar á formannafundinum um sið-
ustu helgi, eins og fyrr segir. Hann
sagöi aðspurður, að ástæða þess að
hann hefði tekið þátt i flutningi
þeirrar tillögu hefði verið sú, að
hann hefði trúað formanni VMSf
þá um að ekki væri til neins að tala
við VSf um kjarabætur, áður en
samningar rynnu út. Jón sagði
ennfremur: „Núna eygi ég það, sem
ég eygði ekki fyrir viku, það er að
hægt sé að fá örlitla kauphækkun
og þess vegna tel ég að það verði að
láta til skarar skríða með að láta á
það reyna, hversu mikil alvara er i
þessu. Auðvitað þarf tilboð VSÍ lag-
færinga við og ekki er hægt að
ganga að því óbreyttu, en það sýnir
að vilji er fyrir hendi til viðræðna
og það er meira en mér var sagt af
formanni VMSf fyrir viku.“
ið, ef fjármálaráðherra gerir það
ekki, það verður ekki látið stranda
á því,“ er blm. Mbl. spurði hann í
gær hvort þessi afstaða fjármála-
ráðherra hefði það í för með sér að
frumvarp um skyldusparnað og
eignaskatt yrði ekki flutt á Al-
þingi.
Þorsteinn sagði aö Sjálfstæöis-
flokkurinn teldi sig hafa ákveðnar
skyldur í þessum efnum. Það væri
stefna flokksins og ákvörðun þing-
flokksins sem réði í þessu efni, eins
og öðru.
Fjármálaráðherra var spurður
hvort hann teldi aö þessi afstaöa
hans hefði það í för með sér að
frumvarpið yrði ekki borið fram:
„Annaðhvort hefur flokkurinn
fjármálaráðherra, eða hann hefur
ekki fjármálaráðherra. Það er
sama hvort það er Albert Guð-
mundsson eða einhver annar. Á
meðan ég er fjármálaráðherra, þá
ákveð ég hvernig útgjöldum verður
mætt,“ sagði Albert.
Albert sagðist ekki vera tals-
maður aukinna skatta og það væri
andstætt stefnu Sjálfstæðisflokks-
ins og öllum hugsjónum hans frá
upphafi að vera með eignaskatta,
sem væri ekkert annað en eigna-
upptaka. „Við skulum bara átta
okkur á því,“ sagði Albert, „að þótt
fólk eigi eignir, þá á það ekki alltaf
peninga. Ef það getur ekki borgað
öðru vísi en að selja eignir sínar,
þá stendur Sjálfstæðisflokkurinn
fyrir eignaupptöku, en slíkt er á
móti lífsskoðunum og hugsjónum
sjálfstæðismanna. Ég stend ekki
að því — það er alveg sama hvers
konar samningar þar að lútandi
eru gerðir eða við hverja.“