Morgunblaðið - 05.06.1985, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 05.06.1985, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 5. JÚNl 1985 jr A svidinu Fegurðarsamkeppnin var á dagskrá sjónvarpsins nú á mánudagskveldið. Þar svifu um sali glæsipíur grillaðar í ljósa- lömpum og stæltar í reiptogi við lóð og gorma. Hafði ég lúmskt gaman af þessum þætti enda ekki á hverjum degi sem súperstjörnur á borð við Rod Stewart stökkva óbeðnar upp á svið íslensks skemmtistaðar. En fleira kom á óvart í þessum annars ágæta þætti er Saga-film filmaði fyrir ríkissjónvarpið okkar. Þannig lásu tveir söngvar- anna textanna af blaði. Sumum stórsöngvaranum kann að finnast harla léttvægt að syngja á Broad- way íslands þá hann hefir skreytt svið allra helstu óperuhúsa heims. Persónulega hef ég þá skoðun að vilji listamaður standa undir nafni, verði hann að vanda sig á listflutningum hvaða svið sem hann annars heiðrar með nærveru sinni. Gætum þess að gestir á ís- lenskri fegurðarsamkeppni hafa reitt fram aðgangseyri og eiga engu að síður heimtingu á vönduð- um vinnubrögðum af hálfu þar til kvaddra listamanna en hinir er álpast inn I óperuhús. Fegurðarímyndin Eins og ég sagði aðan filmaði Saga-film Fegurðarsamkeppni Is- lands ’85. Þar var margt vel gert. Þó fannst mér myndaugað dvelja of lengi við sundboli stúlknanna. Ég hefði fremur kosið að kynnast stúlkunum, ögn nánar í sam- kvæmiskjólunum því sá búningur leysti hina kvenlegu fegurð miklu frekar úr læðingi en sundbolirnir, er höfðu einkennileg áhrif á göngulag sumra stúlknanna. Er ég þeirrar skoðunar að líkamsfegurð hafi öðru fremur ráðið kjöri Feg- urðardrottningar íslands að þessu sinni. En það er nú bara mín per- sónulega skoðun og alltaf er nú jafn gaman að spá í hver hlýtur hnossið. Hitt er ljóst að á tímum vaxandi jafnréttis er ótækt að úti- loka annað kynið frá þátttöku í fegurðarsamkeppni. Hvers eiga blessaðir karlmennirnir að gjalda að fá ekki að spóka sig á sundskýl- um á sviðinu í Broadway? Ég á ekki við þá karlmenn er hafa tekið sér holdanaut til fyrirmyndar um líkamsvöxt heldur ósköp venju- lega karlmenn. Ingólfur í Útsýn hefir hér þegar hlýtt kalli tímans og væri ekki ráð að fleiri fylgdu í þau fótspor? Við skulum og gá að því að slík fegurðarsamkeppni myndi vafalaust auka kaup karl- manna á fegrunarvörum, tísku- vörum og aðgöngumiðum að sól- stofum. En er ekki einmitt sá helstur tilgangur fegurðarsam- keppni að lífga upp á tilveruna í fleiri en einum skilningi? Lenín Ég verð að játa að þrátt fyrir góðan ásetning hvarflaði eftir- tektin frá blessaðri mánudags- myndinni enda þótt hún væri gerð eftir sögu Solsénitsin og fjallaði um Lenín kallinn, sem hefir nú ætíð vakið áhuga minn. Myndin var ekki í lit og afar stirðleg og fannst mér eins og þar sæi Ijósár aftur í tímann miðað við þá ná- lægð andartaksins er hafði skömmu áður skartað á skjánum. Þó náði myndin að bregða upp svipmynd af afar viljasterkum manni er lifði samkvæmt þeirri reglu að stórisannleikur væri ætíð sín megin. Það var ráð Leníns að flokkurinn hreinsaði sem ræki- legast af sér „þorparalýð, skrif- stofusnigla, óheiðarlega og óáreið- anlega kommúnista og mensjev- íka, sem hvítkalkað höfðu „fram- hlið“ sína en voru þó í hjarta sínu samir mensjevíkar og áður“. (Len- ín: Úrvalsrit, IX. bindi, 271. bls.). Ólafur M. Jóhannesson UTVARP/ S JON VARP Málræktarþátturinn Fljótalífið heillar ■■■■ Á dagskrá sjón- 91 15 varps í kvöld er ^ A “ fimmti þáttur ástralska myndaflokksins „Allt fram streymir ..." (All the Rivers Run). Hann hefst kl. 21.15. Þessi geysivinsæli myndaflokkur er í 8 hlut- um og tekur þvi að síga á seinni hluta hans. t síðasta þætti gerðist það helst að söguhetjan Phildelphia Gordon kynnti unga heimsdömu fyrir Brenton skipstjóra. Hann stóðst ekki mátið og gaf ungfrúnni undir fót- inn. Philadelphia yfirgef- ur þá fljótabátinn, heldur til Sidney og stundar þar myndlistarnám af miklu kappi. Hún eignast vel- gjörðarmann sme hvetur hana eindregið til að ferð- ast til Evrópu og kynna sér nýjustu strauma mál- aralistarinnar. En fljóta- lífið heillar og þegar Brenton kemur til Sidney eftir þriggja ára aðskiln- að og biður Philadelphiu tekur hún bónorðinu. Morgunþáttur rásar tvö ■■■■ Morgunþáttur 1 A00 rásar tvö verð- A ” “” ur á sínum stað milli klukkan 10 og 12. Umsjónarmaður hans er Kristján Sigurjónsson. Væntanlega verður þar margt að heyra og án efa fá unnendur norrænnar popptónlistar sinn skammt af gæðapoppi frænda vorra á Norður- löndum. Kristján er iðinn við að kynna ýmsar hljómsveitir á rásinni, sem annars heyrðist áreiðanlega lítið í á öldum ljósvakans. ■■^B Málræktarþátt- 1 Q 40 urinn er á dag- 1«/— skrá hljóð- varpsins í kvöld um kl. 19.40. Ólafur Oddsson sér um þáttinn. Þegar Morg- unblaðið sló á þráðinn til Ólafs sagði hann m.a.: „Baldur Jónsson, formað- ur íslenskrar málefndar, hefur fengið mig til að annast málræktarþáttinn í suraar, en fleiri munu koma þar við sögu líkt og verið hefur. í þættinum í kvöld mun ég fjalla um ís- lenska málnefnd og hlut- verk hennar, um nýyrði í íslensku máli og ýmsar aðferðir við smíði þeirra. I seinni þáttum verða tekin fyrir margvísleg efni er varða íslenska tungu. Þetta er fyrsti þáttur- inn sem Ólafur sér um en hann hefur starfað fyrir islenska málnefnd sem ráðunautur orðanefndar rafmagnsverkfræðinga á þriðja ár. Sú nefnd hefur starfað frá árinu 1984 og sagði Ólafur að rafmagns- verkfræðingarnir væru mjög áhugasamir um ís- lenskt mál og skemmti- legt að starfa með þeim. Ólafur Oddsson sér um málrektarþáttinn í sumar. Nýr þáttur á rás 1: Staður og stund ■■■■ „Staður og 1 0 30 stund" nefnist A O — nýr þáttur á dagskrá hljóðvarpsins. Hann hefst í dag kl. 13.30 og kemur frá RUVAK. Kristján Sigurjónsson um- sjónarmaður morgunþáttar á rás 2. Þórður Kárason sér um þáttinn og sagði hann að hér væri um að ræða al- hliða þætti, með spjalli og góðri tónlist. í hverjum þætti verður eitt viðtal, jafnt við unga sem aldna. Fyrsti gesturinn verður Albert Karlsson kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hann er mikill áhugamaður um skotvopn og í safninu hans eru á fjórða tug skotvopna. Al- bert er einnig mikill áhugamaður um sögu og stundaði hann nám i Bandaríkjunum í mann- kynssögu og ensku. Einnig hefur Albert mikið dálæti á tónskáldinu Richard Wagner og verður leikin tónlist eftir hann í þætt- inum. Þórður sagðist vilja reyna að brúa bilið milli unglingaþáttanna og dag- skrárliða fyrir eldri hlust- endur. Þannig væru gestir hans bæði ungir og aldnir og tónlistin verður fjöl- breytt, ekki topplögin í dag, heldur sígildar lummur sem valdar yrðu í samráði við viðmælanda hverju sinni. Þórður Kárason er umsjón- armaður þáttarins „Staður og stund“. UTVARP MIÐVIKUDAGUR 5. jún( 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Morgunþáttur. 7.20 Leiktimi. Tilkynningar. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Sigurðar G. Tómas- sonar trá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: — Arndls Hjart- ardóttir, Bolungarvlk, talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Börn eru besta fólk" eftir Stefán Jónsson Þórunn Hjarfardóttk les (11). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 10.45 Hin gömlu kynni — Valborg Bentsdóttir. 11.15 Morguntónleikar 12.00 Ðagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 13.20 Inn og út um gluggann Umsjón: Sverrir Guöjónsson. 13J0 Staður og stund — Þóröur Kárason. (RÚVAK) 14.00 „Hákarlarnir" eftir Jens Björnebo Dagný Kristjánsdóttir þýddi. Kristján Jóhann Jónsson les (3). 14.30 Miðdegistónleikar: Is- lensk tónlist a. „Minni íslands", forleikur op. 9 eftir Jón Leifs. Sin- fónluhljómsveit Islands leik- ur; William Strickland stjórn- ar. b. „Inngangur og passa- caglia" f f-moll eftir Pál Is- ólfsson. Sinfónluhljómsveit Islands leikur; William Strickland stjórnar. c. Fiðlukonsert eftir Leif Þórarinsson. Einar Svein- björnsson og Sinfónluhljóm- sveit Islands leika; Karsten Andersen stjórnar. 15.15 „Það var auðvelt", smá- saga eftir Alice Walker Kristln Bjarnadóttir les þýð- ingu slna. 15A0 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphólfið — Bryndfs Jónsdóttir. 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 Barnaútvarpiö Stjórnandi: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir. 17.50 Siðdegisútvarp — Sverrir Gauti Díego. 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Málræktarþáttur Ólafur Oddsson flytur. 20.00 A tramandi slóöum Oddný Thorsteinsson segir frá Arabalöndum og leikur þarlenda tónlist. Slðari hluti. (Aöur útvarpað 1982). 20.30 Kvöldtónleikar a. Sinfónla nr. 11 D-dúr eftir Carl Philipp Emanuel Bach. Enska kammersveitin leikur; Raymond Leppard stjórnar. b. Fiðlukonsert nr. 1 I C-dúr eftir Joseph Haydn. Yehudi Menuhin leikur með og stjórnar Hátiðarhljómsveit- inni I Bath. c. Sinfónla nr. 41 I C-dúr K.551 eftir Wolfgang Ama- deus Mozart. Fllharmónlu- sveitin I Berlln leikur; Karl Böhm stjórnar. 21.30 „Italfuferð sumarið 1908“ eftir Guðmund Finn- bogason Finnbogi Guömundsson og Pétur Pétursson lesa (3). 22.00 Tónleikar 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Staldrað viö á Ar- skógsströnd 3. þáttur Jónasar Jónasson- ar. (RÚVAK) SJÓNVARP 19.00 Alþjóðlegt skákmót I Vestmannaeyjum Skákskýringaþáttur. 19J25 Aftanstund Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni. Söguhornið — Drangey, Tómas Einars- son segir frá. Myndir: Rósa Ingólfsdóttir. Kanlnan með köflóttu eyrun, Dæmisögur og Högni Hinriks, sðgumað- ur Helga Thorberg. 19Æ0 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Viöskipti með notaða blla Þriðji þáttur um lög og reglur á sviöi verslunar og við- MIÐVIKUDAGUR 5. júnl skipta. Umsjón: Baldur Guölaugs- son, hæstaréttarlögmaður, og Andri Arnason, héraðs- dómslögmaður. Stjórn upptöku: Örn Harð- arson. 21.15 Allt fram streymir . . . (All the Rivers Run) Fimmti þáttur Astralskur framhaldsmynda- flokkur I átta þáttum, geröur eftir samnefndri skáldsögu eftir Nancy Cato. Aðalhlutverk: Sigrid Thorn- ton og John Waters. Þýðandi Jóhanna Þráins- dóttir. 22.10 Úr safni Sjónvarpsins „Svo endar hver sitt ævi- svall" Dagskrá um sænska skáldið Carl Michael Bellman og kynni Islendinga af verkum hans. Dr. Sigurður Þórarinsson flytur inngang um skáldið og yrkisefni þess. Vlsnasöngv- arar og spilmenn flytja nokkra söngva Bellmans sem þýddir hafa veriö á Is- lensku. Kynnir Arni Björnsson. Stjórn upptöku: Tage Amm- endrup. Þátturinn var áður sýndur l Sjónvarpinu I mars 1982. 22.45 Fréttir I dagskrárlok 23.20 Dönsk tónlist a. Trló I G-dúr fyrir planó, flautu og selló eftir Friedrich Kuhlau. „Tre Musici" leika. b. „Einu sinni var", ævin- týrasöngleikur eftir Lange- Múller. Willy Hartmann syng- ur með kór og hljómsveit Konunglegu óperunnar I Kaupmannahöfn; Johan Hye-Knudsen stjórnar. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 5. júní 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 14.00—15.00 Eftir tvö Stjórnandi: Jón Axel Olafs- son. 15.00—16.00 Nú er lag Gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 16.00—17.00 Sumarflugur Stjórnandi: Helgi Már Baröa- son. 17.00—18.00 Tapað fundið. Sögukorn um popptónlist. Stjórnandi: Gunnlaugur Sig fússon. Þriggja mlnútna tréttir sagö- ar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.