Morgunblaðið - 05.06.1985, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JQNÍ1985
Eitt
rekur sig á annars horn
Fri Mýratni
eftir Stefaníu
Þorgrímsdóttur
í Mbl. 19. maí sl. birtist athygl-
isverð samantekt um deilumál
þau, er risið hafa i Mývatnssveit
nú nýverið, svo og viðtöl við ýmsa
íbúa sveitarinnar. Ekki hef ég
hugsað mér í þessu greinarkorni
að fara út í meginatriði deilurnál-
anna; hvort tveggja er, að þau
voru vel og skilmerkilega skýrð af
blaðamanninum, og eru að auki
alþekkt orðin af umfjöllun fjöl-
miðla.
Það er hins vegar málflutningur
ýmissa ágætra sveitunga minna,
sem mig langar að gera hér að
umtalsefni, — einkum þó oddvita
okkar, Helgu Valborgar Péturs-
dóttur.
Sem Mývetningur og þátttak-
andi í deilum þessum hefur mig
oftlega undrað hvernig ýmsir aðil-
ar, — forráðamenn Kísiliðjunnar,
ýmsir forsvarsmenn sveitarfélags-
ins og fleiri þeir sem harðast berj-
ast fyrir hagsmunum Kísiliðjunn-
ar undir kjörorðinu: Náttúruvernd
og nýting geta farið saman —
haga málflutningi sínum. Má þar
um hafa vísuorðin gömlu:
.Eitt rekur sig á annars hom
eins og graðpening hendir vora* —
Nú er ég ekki að halda því fram
að náttúruvernd og -nýting geti
ekki farið saman; það getur alls
staðar orðið, svo fremi náttúru-
vernd sé í heiðri höfð þá nýta skal
auðlindir móður jarðar.
Hins vegar fer heldur að halla á
einlægni þeirra predikara þessar-
ar ágætu kenningar, þegar stað-
reyndirnar sýna, að hvert sinn er
náttúruvernd kostar tíma, fé og
fyrirhöfn, hafna þeir náttúru-
verndinni á altari fégróðans. Það
er nfl. staðreynd, að í tæknivædd-
um iðnaðarsamfélögum nútímans
er engin raunhæf náttúruvernd
til, sem ekki kostar tíma, fé og
fyrirhöfn.
Þvi er e.t.v. skiljanlegt, að það
fólk, sem gjarnan vill kalla sig
náttúruverndarsinna, en er ekki
reiðubúið að greiða það gjald sem
slíkt kostar, eigi í þó nokkrum erf-
iðleikum með að skýra sjónarmið
sín svo rökrétt megi teljast.
Slíkra erfiðleika gætir og all-
mjög í máli oddvitans, og er hún
ekki ein um slfk vandkvæði, svo
sem grátleg dæmi úr sömu her-
búðum sanna.
Slær þá ýmsu saman, og mörgu
giska skrýtnu.
Annars vegar ræðir oddvitinn
um, að eftir sínu viti hafi hún ekki
getað séð annað en að dæling úr
Mývatni hafi gert þvi gott, og aðra
mengun en þá loftmengun er mjög
gætti fyrir tima hreinsibúnaðar
hafi hún ekki orðið vör við. Tekur
hún þó fram að sannanir skorti
um þau efni.
Sannanir í þessu efni verða
heldur ekki fengnar nema með ýt-
arlegum, vísindalegum rannsókn-
um, og það veit oddvitinn. Með
lögunum um verndun Laxár og
Mývatns var komið hér upp rann-
sóknarstðð, er hafa skyldi það
hlutverk að annast sem viðtækast-
ar rannsóknir á lífríki þessa svæð-
is. Hitt er rétt, sem oddvitinn seg-
ir, að fjármagn hefur aldrei verið
tryggt til að framfylgja þessum
þætti laganna.
Það þýðir þó ekki, að hér hafi
engar rannsóknir farið fram, og
vísa ég til gagna rannsóknarstöðv-
arinnar þar um.
„Ég er ekki trúaðri en
gerist og gengur, en ég
segi: Guð hjálpi Mý-
vatnssveit ef þessar og
þvflíkar röksemdir eiga
að ráða framtíð henn-
ar.“
En lítum nú á, hvað oddvitinn
hefur að segja um þá lagasetn-
ingu, sem tryggja skyldi náttúru-
vernd þessa svæðis, — og jafn-
framt afla sannana fyrir þeim
fullyrðingum, sem sannastar
mættu teljast þar um.
„Við lagasetninguna 1974 um
verndun Laxár og Mývatnssvæðis-
ins var yfirstjórn sveitarfélagsins
raunverulega flutt til Rvíkur.
Þ.e.a.s. allar framkvæmdir skal
leggja undir dóm Náttúruvernd-
arráös. Loforð um rannsóknir á
vistkerfi svæðisins til að tryggja
verndunina er hið eina, sem á móti
kom af ríkisins hálfu gegn frels-
isskerðingunni, sem í lögunum
fólst*
Með öðrum orðum: Náttúru-
vernd í verki kallar hún frelsis-
skerðingu, og að fá tækifæri til að
hafa sannanir af eða á um þau
efni, er hún tekur til umræðu,
heitir í hennar munni: „hið eina,
sem á móti kom ...“ og má skilja
að ekki var það mikið. Þetta, sem
á móti kom, var þó sjálf trygging-
in fyrir verndun svæðisins, eins og
hún raunar bendir sjálf á, og skilji
nú hver sem getur, hvað konan er
eiginlega að fara.
Ekki lagast þó ástandið, er hún
tekur til meðferðar þau málefni,
er hún mætti samt gerr þekkja,
þ.e. sitt nánasta samfélag, sem
hún er lýðræðislega kjörin fulltrúi
fyrir. Hún ræðir m.a. um þann
fjölda Mývetninga, er haldist hér í
byggðinni vegna atvinnunnar við
Kísiliðjuna og hefði flutt burtu
ella, þegar staðreyndin er sú, að
stór hluti starfsmanna verksmiðj-
unnar hefur flutt hingað að úr
öðrum byggðarlögum. Hvorki odd-
vitinn eða ég geta heldur fullyrt,
hvert væri hlutfall burtfluttra
Mývetninga í dag, hefði Kísiliðjan
ekki komið, — en ég bendi á þann
fjölda sveitarfélaga á landinu,
sem hafa upp á mun minna að
bjóða frá náttúrunnar hendi til
framfærslu íbúa sinna en Mý-
vatnssveit, — og hafa þó haldið
íbúatölu nokkuð óskertri, án að-
flutts vinnuafls til að bæta töluna.
Þegar hún ræðir svo félagslif
Mývetninga tekur fyrst steininn
úr. Fer hún þar nokkrum orðum
um þann atburð er allmargir fé-
lagar ungmennafélags sveitarinn-
ar gengu úr því og stofnuðu nýtt
félag. Kveður hún það hafa gerst
vegna „illvígra deilna um Kísiliðj-
una“, og þótti ýmsum ungmenna-
félögum það harla undarleg sögu-
skýring, að ekki sé nú meira sagt.
Einnig hefur hún orð á þeim
samhug íbúanna, er henni þykir
hafa gætt að undanförnu, og lýsi
sér m.a. i auknum samskiptum
þessara tveggja íþróttafélaga.
Undanskilur hún þó fáeinar hræð-
ur, er hún segir að telji Kisiliðj-
una af hinu illa, og má skilja hvi-
lika friðbrjóta þar um ræðir sé
þess gætt, hve ýmsir ráðamenn i
Mývatnssveit hafa lagt sig í fram-
króka um að hefta tjáningarfrelsi
þessara skoðanaandstæðinga
sinna á opinberum vettvangi.
Eftir hina miklu sáttagjörð
hinna tveggja iþróttafélaga, svo
og friðunaraðgerða sveitaryfir-
valda (sem oddvitinn lætur þó hjá
líða að nefna, af skiljanlegum
ástæðum) varö hún svo öldungis
hlessa og vonsvikin, þegar deilur
risu vegna námaleyfis Kisiliðj-
unnar nú í vetur.
Vonbrigði hennar eru mér skilj-
anleg, — ástæðan ekki. Lífríki
Mývatns er mál, sem varðar allan
heiminn; námavinnsla, sem stefnt
gæti þvi i hættu, því stórmál og
námaleyfisveiting, sem orkað gæti
tvimælis gagnvart þvi náttúru-
undri, sem Mývatnssveit er, er svo
alvarlegur hlutur, að varða ætti
refsingu. Að slíkt mál sé einhvers
konar keppnismál tveggja mý-
vetnskra iþróttafélaga er svo frá-
leit hugmynd, að engum gæti hug-
kvæmst nema náttúruverndar-
sinna án náttúruverndarsjónar-
miða.
í framhaldi þessara hugleiðinga
kemur svo rúsínan í pylsuendan-
um:
„Það hefur komið fram vilji hjá
nokkrum aðilum til að fá erlend
náttúruverndarsamtök til að beita
áhrifum sínum til að stöðva
Þetta er hringleikvangurinn ( Pompeji, þar sem aödáendur annars keppnisliftsins murkuðu lffift úr fylgismönnum
andstæftinganna árift 59 eftir KrísL Þetta er talift elsta mannvirki sinnar tegundar, sem nútímamenn geta augum
litift, 2065 ára gamalt og rúmafti 12000 áhorfendur.
Neró og útvarpsráð
eftirPál Bergþórs8on
Það var orð í tíma talað í for-
ystugrein Morgunblaðsins að
átelja þá ákvörðun að halda áfram
sjónvarpi frá fótboltanum í Bríiss-
el eftir að uppskátt varð um
fjöldamorðin þar. Þó má tlna til
þá afsökun, að ákvörðunin hafi
verið tekin i fáti augnabliksins. Sú
réttlæting átti hins vegar ekki
lengur við, þegar verið var að
verja þessa útsendingu á út-
varpsráðsfundi síðar.
Um þetta má segja að sagan
endurtekur sig. Tacitus sagnarit-
ari skýrir svo frá að árið 59 eftir
Krist fór fram skylmingaleikur á
hringleikvangi Pompeji-borgar á
Ítalíu. Það var fótbolti þeirra
tíma. Tveir gladiatorar frá Pomp-
eji öttu þar kappi við tvo Nuceríu-
menn frá vesturströnd landsins.
Einhver af aðdáendum heimaliðs-
ins munu þá hafa kallað niðrandi
orð að andstæðingunum. Þá skipti
engum togum, að átök hófust og
að leikslokum höfðu Pompejingar
drepið alla viðstadda Nuceríu-
menn sem þeir náðu til. Á þessum
árum sat Neró keisari í Rómaborg.
Þegar hann skýrði öldungaráðinu
frá þessum hörmulegu atburðum,
varð það sammæli manna, að
hringleikvanginum í Pompeji
skyldi lokað í refsingarskyni í 10
ár.
Ekki hefur Neró fengið fagra
dóma sðgunnar, enda lét hann það
viðgangast að móðir hans væri
myrt og andstæðingum sínum
byrlaði hann eitur. Rétt er þó að
geta þess, að Agrippina keisara-
móðir var meira en meðalflagð, og
á þeim tímum var sá dæmdur til
ósigurs sem neitaöi sér um aðferð-
ir andstæðinga sinna. En meira er
að marka viðbrögð Nerós í máli,
sem á sér nærri algerlega hlið-
stæðu nú á tímum, þegar áhorf-
endur á leikvangi voru brytjaðir
niður. Þá kemur í ljós að Neró hef-
ur borið meiri virðingu fyrir
mannslífum en ýmsir ráðamenn
útvarpsmála á íslandi 1926 árum
síðar.
Höfundur er reðurfrædinguf.
Fæðingarorlof
í sex mánuði
eftir Sigríöi
Halldórsdóttur
Áskorun
Ég vil skora á alþingismenn,
hvar I flokki sem þeir standa, að
samþykkja frumvarp til laga um
lengingu fæðingarorlofs í sex
mánuði. Við vitum að þjóðfélagið
getur ekki verið án atvinnuþátt-
töku kvenna, en við vitum þó líka
að ungbarn getur illa verið án
móður sinnar fyrsta hálfa árið.
Röksemdafærsla
Brjóstamjólk er eins og allir
vita hverju ungbarni best og telja
flestir barnalæknar að ef konan er
með barnið á brjósti fyrstu 6 mán-
uftina minnki það líkurnar á ýms-
um kvillum seinna meir í lífinu
s.s. ofnæmi (sem er erfiður sjúk-
dómur eins og flestum er kunn-
ugt). Á fyrstu 6 mánuðum barns-
ins er einnig lagöur grundvöllurinn
aft tilfinningatengslum milli móður
og barns, tengslum sem aftur eru
undirstöður tengsla einstaklings-
ins við aðra seinna meir í lífinu.
Hvað viljum við?
Við íslendingar erum fámennir.
Við verðum að setja okkur
Sigríftur Halldórsdóttir
„Sex mánaða fæðingar-
orlof ætti fyrir löngu að
vera komið á hér á ís-
landi. Látum þann
draum flestra íslenskra
kvenna rætast nú á
þessu ári æskunnar."