Morgunblaðið - 05.06.1985, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNl 1985
Skemmta átti mótsgestum með sýningu á kerruakstri. Voru það bæði tveggja hjóla kappreiðarkerrur og svo fjögurra
hjóla vagn með prúðbúnu fólki sem farþega. En því miður hrundi eitt hjólið undan vagninum rétt eftir að hann kom
inn á völlinn og brá þá ekillinn á það ráð að leysa hestana frá og hlaupa með þá hringinn. Vakti þetta kátínu meðal
áhorfenda og einhvers staðar segir að fall sé fararheill.
Fjórðungsmótinu á Gaddstaðaflöt
við Hellu. Alls má Fákur senda
níu hesta í hvorn flokk á Fjórð-
ungsmótið og í stað þess að fjalla
hér frekar um sjálfa keppnina
ætla ég öllu heldur að eyða plássi í
að telja upp þessa hesta.
í A-flokki varð röðin þessi:
Glæsir frá Glæsibæ, knapi Gunn-
ar Arnarsson, Gormur frá Húsa-
felli, knapi Sigurbjörn Bárðarson,
Ljúfur frá Ytra-Dalsgerði, knapi
Albert Jónsson, Grettir frá Efri-
Brú, knapi Sigvaldi Ægisson, Júp-
iter frá Fossum, knapi Eiríkur
Guðmundsson, Svarti-Stjarni frá
Stokkhólma, knapi Eyjólfur ís-
ólfsson, Þrymur frá Brimnesi,
knapi Erling Sigurðsson, Börkur
frá Kvíabekk, knapi Ragnar Tóm-
asson, og Ás frá Vallanesi, knapi
Tómas Ragnarsson.
í B-flokki varð röin sem hér seg-
ir: Sölvi frá Glæsibæ, knapi Gunn-
ar Ágústsson, Hörður frá Bjólu-
hjáleigu, knapi Lárus Sigmunds-
son, Gári frá Bæ, knapi Sigur-
björn Bárðarson, Fróði frá Kolku-
ósi, knapi Hreggviður Eyvindsson,
Goði frá Ey, knapi Trausti Þór
Guðmundsson, Senjor frá Glæsi-
bæ, knapi Baldvin Guðlaugsson,
Krummi frá Kjartansstaðakoti,
knapi Sigvaldi Ægisson, Snilling-
ur frá Krossanesi, knapi Sveinn
Hjörleifsson, Kórall frá Sandlækj-
arkoti, knapi Orri Snorrason.
Hvítasunnumót Fáks:
Vel heppnuð „generalprufa“
Kappreiðahrossin lofa góðu fyrir sumarið
Hestar
Valdimar Kristinsson
Mótssvæði Fáks á Víðivöllum
hefur á síðustu vikum tekið mikl-
um breytingum og fengu móts-
gestir á Hvítasunnumóti félagsins
að njóta þessara breytinga. Fyrir
þá sem ekki vita þá er megin-
ástæðan fyrir þessum miklu fram-
kvæmdum væntanlegt Fjórð-
ungsmót. Ekki er allt frágengið
ennþá en greinilegt að mikill hug-
ur ríkir meðal Fáksmanna að
bjóða upp á góða aðstöðu. Töldu
margir að þetta Hvítasunnumót
væri nokkurskonar „generalprufa"
fyrir Fjórðungsmótið. Er sjálfsagt
mikið til í þvi, margir væntanlegir
starfsmenn Fjórðungsmótsins
voru þarna á vappi í þeim tilgangi
að átta sig á hvernig best sé að
standa að málum þegar þeirra
tími kemur.
Atján hestar á
Fjórðungsmót
Gæðingar voru dæmdir á
fimmtudag og föstudag og voru
mörg þekkt nöfn á ferðinni. Hest-
ar sem getið hafa sér gott orð í
keppni á síðustu árum svo og nýir
hestar sem áttu að slá í gegn.
Óneitanlega hleypti það meiri
spennu í keppnina að jafnframt
því að vera gæðingakeppni félags-
Hægt hefði verið að fjalla um
gæðingana og dómana á ýmsan
hátt en þessi upptalning látin
nægja þetta árið.
Rásbásarnir
með hliðum
Á árum áður litu íslenskir
kappreiðamenn svokallaða rás-
bása, eins og notaðir voru erlendis
á kappreiðum, löngunaraugum.
Nú hefur langþráður draumur
ræst því básarnir sem fyrst voru
reyndir hér ’81 eru nú komnir með
hlið sem opnast samtímis. Einn af
Morgunblaðid/Valdimar Kristinsson
Knapi mótsins á glæsilegasta besti mótsins og
jafnframt sigurvegaranum í B-flokki gæðinga,
Gunnar Arnarson og Sölvi frá Glæsibæ.
ins var þetta úrtaka fyrir Fjórð-
ungsmótið.
Urslit komu ekki mjög á óvart,
því Glæsibæjarhestarnir Sölvi og
Glæsir sigruðu og er þetta í annað
skiptið sem þeir báðir verma þessi
sæti. Sölvi vann B-flokkinn í fyrra
og Glæsir vann A-flokkinn ’81 og
það sama ár var hann efstur á
Hann ber nafn með rentu hann Glæsir frá Glæsibæ, sigurveg-
arinn í A-flokki gæðinga. Knapi er Gunnar Arnarsson.
Tilburðir hrossanna í 800 metra stökkinu gefa vonir um gott sumar á þessari vegalengd öfugt við það sem var í fyrra.
Kristur sigrar hér Lýsing og voru þeir á sama tíma en sjónarmunur réð úrslitum.
þeim mönnum sem töluðu í hátal-
arann sagði að þessir básar styttu
hlaupin verulega og fannst manni
það skrýtið en vafalaust hefur
maðurinn meint að styttri tíma
tæki að ræsa hvern riðil og varð
raunin einmitt sú. Þar sem veður
var óhagstætt fyrir kappreiða-
hald, mótvindur og kuldi var ekki
gott að meta hvort þessi nýjung
hefði einhver áhrif á tímana.
Segja verður að tímar hafi verið
þokkalegir í sumum greinum
svona miðað við aðstæður.
Skeiðið var eins og oft áður
rjóminn af kappreiðunum, hörð
keppni milli þeirra og óvænt úr-
slit. Börkur frá Kvíabekk er risinn
úr stónni á nýjan leik og sigraði
hann á 23,4 sek. Var allt annað að
sjá hestinn nú miðað við undan-
farin ár en margir töldu að hann
væri „búinn“. En svo reyndist ekki
vera og eins og áður er getið er
hann einn af níu A-flokksgæðing-
Edda Gísladóttir var hinn öruggi sig-
urvegari í yngri flokki unglinga en
hún keppti á Seif frá Hafsteinsstöð-
um.
um Fáks sem fara á Fjórðungs-
mót. Fróðlegt verður að sjá fram-
haldið hjá honum. 1 öðru sæti varð
Vani Erlings Sigurðssonar á ein-
um tíunda úr sekúndu lakari tíma,
lá hann aðeins fyrri sprettinn,
sem betur fer fyrir keppninautana
sagði Erling. Vani er mjög erfiður
hestur en þegar allt gengur upp
gerir hann venjulega góða hluti og
reikna má með honum í toppbar-
áttunni í sumar. Þriðji varð svo
Leistur frá Keldudal, methafinn í
150 metrunum en skeiðhestarnir
frá Sigurbirni virtust ekki ná sér á
strik að þessu sinni, þeir Hilding-
ur og Villingur komust ekki á
blað. Ekki þarf að reikna með öðru
en þessu verði kippt í lag fljótlega
ef Sigurbjörn er samur við sig. I
150 metra skeiðinu gátu úrslit
ekki orðið annað en óvænt því
mikil endurnýjun á sér stað á
þessari vegalengd nú og flest
hrossin lítt kunn af afrekum á
hlaupabrautinni. Sigurvegari varð
Jökull Sigvalda Ægissonar, flug-
vakur hestur sem gæti gert það
gott og gerði reyndar nú, önnur
varð Fönn sem Eiríkur Guð-
mundsson sat og í þriðja sæti
Hnappur frá Möðruvöllum sem er
undan svartlitföróttri hryssu,
Hremsu sem sást oft hér á vellin-
um fyrir nokkrum árum og vakti
alltaf mikla athygli fyrir góð
skeiðgrip. Tíminn hjá þessum
hrossum var ótrúlega góður, Jök-
ull með 14,5 sek, Fönn með 14,9 og
Hnappur með 15,6 sek.
I stökkgreinum var árangur
heldur síðri en í skeiðinu en eigi
að síður jöfn og spennandi keppni.
Ánægjulegt var að sjá 800 metra
hlauparana því allt bendir til að
þeim hafi verið sinnt sem skyldi í
vetur og má búast við skemmti-
legri keppni á þessari vegalengd í
sumar. Kristur sem var í 350
metrunum í fyrra við góðan orð-
stír sigraði að þessu sinni eftir
harðvítuga keppni við Lýsing en
báðir þessir hestar koma frá
Skarði í Landsveit þótt ekki séu
þeir fæddir þar. Voru þeir á sama
tíma en Kristur sjónarmun á und-
an, í þriðja sæti varð Tvistur frá
Götu á 62,9 sek.
í 350 metra stökki sigraði Reyk-
ur Kristjáns Guðmundssonar og
þar var það einnig sjónarmunur
sem réð úrslitum. í öðru sæti varð
Rúdolf Kristjáns Benjamínssonar
og í þriðja sæti Loftur Jóhannesar
í Þjöppuleigunni á 26,9. I ung-
hrossahlaupi voru að ég held öll
hrossin ný og því um algerlega
óskrifað blað að ræða. Þegar öll
hrossin eru óþekkt er aldrei eins
spennandi á að horfa og tímarnir
gáfu ekki tilefni til mikillar eftir-
væntingar en sjálfsagt eiga þessi
hross eftir að gera garðinn frægan
í sumar. Undri sigraði á 19,0, Lót-
us annar á 19,4 og Gnýfari þriðji á
19,5.sek. Að venju hefnr maður
sem fæst orð um brokkið en þó má
geta þess að skemmtilegt er að
horfa á Trítil en gallinn er bara sá
eins og alltaf hefur verið að það
vantar eina sjö eða átta jafngóða
og helst betri hesta til þess að ein-
hver spenna verði í þessari keppn-
isgrein. Vonandi verður hægt að
skrapa saman í einn góðan riðil á
margumræddu Fjórðungsmóti.