Morgunblaðið - 05.06.1985, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JUnI 1985
Verslunarskóli íslands 80 ára:
Hlutverk skólans að efla
íslenska verslun og viðskiptalíf
— sagdi Þorvarður Elíasson skólastjóri í ræðu sinni þegar Verslunarskóla íslands var slitið í 80. sinn sl. fímmtudag
VERSLUNARSKÓLI íslands lauk
Nýútskrifaðir stúdentar og gestir við skólaslit Verslunarskólans fimmtudaginn 30. maí sl.
nýlega sínu 80. starfsári. Þetta var
jafnframt í 40. skipti sem skólinn
brautskráir stúdenta og í síðasta
sinn sem brautskráning fer fram í
skólanum við Grundarstíg. Um
næstu áramót verður tekin í notkun
ný bygging skólans við Ofanleiti. Þá
voru í fyrsta sinn brautskráðir nem-
endur sem lokið hafa verslunar-
menntaprófi og stúdentar með eðlis-
fræði sem valgrein.
Upphaf skóla-
starfsins
Á sameiginlegum fundi Versl-
unarmannafélags Reykjavíkur og
Kaupmannafélagsins árið 1905
voru samþykktar tillögur um
skólahald Verslunarskóla íslands
sem nefndir beggja félaganna
höfðu samið. Síðan var nefnd kjör-
in til að koma málinu í fram-
kvæmd. Skólinn tók svo til starfa
haustið 1905. Þá voru aðalnáms-
greinarnar tungumál, reikningur
og bókfærsla. Fyrstu nemendurnir
útskrifuðust vorið 1907.
í fyrstu grein reglugerðar
Verslunarskólans frá 29. septem-
ber 1906 segir að markmið hans sé
að veita verslunarmönnum sér-
menntun í þeim námsgreinum er
helst geta þeim að haldi komið, er
stunda verslun á íslandi.
Strax á fimmta ári skólans voru
námsefni og kennsla komin í fast
horf. Námsgreinarnar voru 11, ís-
lenska, enska, danska, þýska,
reikningur, bókfærsla, íslensk
verslunarlöggfjöf, viðskiptafræði,
verslunarlandafræði, vélritun og
skrift.
Árið 1926 var námið lengt um
einn vetur og jókst þá námsefnið
verulega, sérstaklega í aðal-
kennslugreinunum. Skólinn var
gerður að fjögurra ára skóla árið
1935.
Húsnæói Versl-
unarskólans
Þegar skólinn var stofnaður
reyndist erfitt að útvega hentugt
húsnæði. Loks samdist um að fá
afnot af þeim stofum í húsinu
Vinaminni við Mjóstræti sem
Iðnskólinn notaði á kvöldin.
1906—1907 starfaði skólinn í
Melsteðshúsi, sem stóð við sund á
milli Lækjartorgs og Hafnar-
strætis. Árið eftir fékk skólinn til
afnota tvær stofur í húsinu Hafn-
arstræti 19 og frá 1912—1931
starfaði skólinn síðan í húsinu
Vesturgötu 10.
Verslunarráð íslands tók við
rekstri skólans árið 1922. Garðar
Gíslason, formaður Verzlunar-
ráðs, beitti sér fyrir því að hús-
eignin Grundarstígur 24 yrði
keypt fyrir skólann og tókst það
með sameiginlegu átaki versl-
unarstéttarinnar. Nýtt hús var
byggt á lóðinni og tekið í notkun
1963. Þá var íbúðarhús sem stend-
ur á horni Grundarstígs og Hellu-
sunds keypt árið 1966 og notað til
kennslu.
Skólastjórar
Fyrsti skólastjóri Verslunar-
skólans var Ólafur G. Eyjólfsson
og starfaði hann til ársins 1915.
Þá tók Jón Sívertsen við skóla-
stjórastöðunni og gegndi henni til
ársins 1931 er Vilhjálmur Þ.
Gíslason tók við. Dr. Jón Gíslason
gegndi embætti skólastjóra vetur-
inn 1952—1953 og tók formlega við
starfinu 1953. Núverandi skóla-
stjóri, Þorvarður Elíasson, tók við
af dr. Jóni Gíslasyni árið 1979.
Stúdentar brautskráðir
frá Verslunarskólanum
Þann 16. október 1942 fékk
Verslunarskólinn réttindi til að
brautskrá stúdenta og var kennsl-
unni breytt í ýmsum atriðum til
samræmis við þær kröfur sem
gerðar voru til skólans með nýju
reglugerðinni. Stúdentsefni þurftu
að ljúka tveimur vetrum til við-
bótar þeim fjórum sem þurfti til
verslunarprófs. Nú tekur námið
fjóra vetur eins og í mennta- og
fjölbrautaskólum landsins.
f ræðu sinni við skólaslitin sl.
fimmtudag sagði Þorvarður Elí-
asson skólastjóri meðal annars:
„Svo ber nú við að fyrstu stúd-
entar Verslunarskóla fslands eiga
40 ára útskriftarafmæli. Fyrsti
hópurinn var ekki fjölmennur,
hann taldi aðeins 7 manns, en
fyrir 40 árum voru þessir stúdent-
ar brautryðjendur nýrrar náms-
brautar, brautar, sem nú er breið
og greið en varð á sínum tíma ekki
farin nema gegn harðri andstöðu
þeirra manna sem einir töldu sig
vita hvert menntavegir íslenskra
skóla skyldu liggja.
En andstaðan skerpri sam-
heldnina og þeir erfiðleikar sem
brautryðjendur jafnan mæta
hvetja þá aðeins til frekari átaka."
Hlutverk skólans að
efla íslenska verslun
í ræðu sinni fjallaði skólastjóri
einnig um hlutverk skólans. Hann
sagði: „Hlutverk Verslunarskóla
íslands er og hefur alltaf verið að
efla íslenska verslun og viðskipta-
líf með því að kenna þær náms-
greinar sem þar er helst þörf
fyrir. Að sjálfsögðu er það einnig
hlutverk VÍ að efla og styrkja
hvern einstakan nemanda, sem
þangað kemur til náms, eftir því
sem kostur er. Að það skuli gert
með því að leggja áherslu á að
kenna viðskiptagreinar, felur í sér
þá skoðun að efling íslenskrar
verslunar sé um leið efling ís-
lensks efnahagslífs og þar með
eitt af meginhagsmunamálum
þjóðarinnar og hvers einstaklings
hennar.
Verslunarskóli íslands er því í
þjónustu verslunarstéttar sem
trúir því að hún þjóni landi sínu
Sjö fyrstu stúdentarnir útskrifaðir frá Verslunarskólanum. Meó þeim á myndinni er Vilhjálmur Þ. Gíslason Brautryðjendurnir á skólabekk. Frá vinstri Óskar Kristjánsson, Jón Hjör-
skólastjóri ásamt kennurum. leifsson, Karl B. Guðmundsson, Árni Fannberg, Gísli Guðlaugsson, Valgarð
Briem og Helgi Hjartarson.
Þykjumst vera hluti af
sögu skólans og þróun
— segir Valgarð Briem hæstaréttarlögmaður, sem var einn þeirra sem
fyrstir útskrifuðust með stúdentspróf frá Verzlunarskóla íslands
VALGARÐ Briem hæstaréttarlög-
maður er einn sjömenninganna sem
fyrstir luku stúdentsprófi frá Versl-
unarskóla íslands. Valgarð var beð-
inn að lýsa þessum árum.
„Fyrst í stað var ekkert afskap-
lega mikill áhugi á þessari náms-
braut,“ sagði Valgarð. „Eftir að við
höfðum lokið fjórum árum í skólan-
um voru aðeins 3 piltar auk mín sem
ákváðu að halda áfram um haustið.
Einnig komu 3 Verslunarskólamenn
til viðbótar. Þeir höfðu allir útskrif-
ast vorið 1941. Stofnun þessarar
námsbrautar var brot á þeirri hefð
að engin gæti útskrifað nemendur til
háskólanáms nema Menntaskólinn í
Reykjavík og Menntaskólinn á Ak-
ureyri. Hugmyndin um að Verslun-
arskóli íslands öðlaðist þessi rétt-
indi sætti mótspyrnu til að byrja með
og það kostaði mikla baráttu skóla-
stjóra og skólanefndarinnar að fá
þessi réttindi skólanum til handa.“
— Breyttist kennslan mikið
þegar þið byrjuðuð í lærdóms-
deildinni?
„Það var mjög vandað til
kennslunnar. Dr. Jón Gíslason var
þá yfirkennari. Hann var okkar
aðalkennari og kenndi okkur
ensku, þýsku, latínu og frönsku.
Dr. Jón var ákaflega kröfuharður
við okkur og við sjálfan sig að
sama skapi. Hann þurfti að leggja
hart að sér við kennsluna því hann
hafði t.d. aldrei kennt latínu og
frönsku áður. Við fengum einnig
meiri kennslu í hagfræði sem
Birgir Kjaran kenndi okkur. Þá
voru miklar kröfur gerðar í sam-
bandi við málakunnáttu. Við lærð-
Valgarð Briem
um þýsku og ensku auk tveggja
nýrra námsgreina, frönsku og lat-
ínu, sem við höfðum aldrei litið í
fyrr.“
— Nú voruð þið aðeins 7 tals-
ins. Hvernig var sambandi ykkar
háttað?
„Fjórir okkar þekktust fyrir og
þessi þrír sem komu til viðbótar
blönduðust þessum hópi fljótlega.
Við bjuggum þröngt og kynntumst
við mun betur en almennt gerist
um nemendur á þessu aldurs-
skeiði. Ekki síst vegna þess að við
vorum að þreyta þarna frumraun.
Miklar kröfur voru gerðar til
okkar af skólans hálfu og við fyllt-
umst metnaði fyrir skólans hönd
til að sýná fram á að þessi tilraun
skólans ætti rétt á sér.
Við höfum líka fylgst mjög vel
með lífshlaupi hvers annars. Á
undanförnum afmælishátíðum
höfum við yfirleitt allir mætt, en
því miður var einn okkar fjarver-
andi núna, er á sjúkrahúsi."
— Telur þú að þið hafið verið
jafnvel búnir undir háskólanám
og nemendur frá menntaskólun-
um?
„Af þeim 7 sem luku fyrstir
stúdentsprófi frá Verslunarskóla