Morgunblaðið - 05.06.1985, Side 23

Morgunblaðið - 05.06.1985, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1985 23 Þorvaröur Elíasson skólastjóri Verslunarskóla íslands. vel og vill vinna því enn betur. Verslun og viðskipti einskorðast ekki við ákveðnar atvinnugreinar. Mikilvægi verslunarmenntunar er vissulega minna hjá læknum en kaupmönnum, en engu að síður er mikilvægt að rekstur sjúkrahúsa sé á heilbrigðum viðskiptalegum grundvelli og undir traustri fjár- málastjórn ekki síður en rekstur verslana. Það er hlutverk skólans að mennta starfsfólk í öllum stétt- um og starfsgreinum. Ekki allt starfsfólk allra stétta, heldur nægilegan fjölda til þess að við- skiptaleg sjónarmið megi hvar- vetna ná traustri fótfestu." Einnig kom fram að á þeim 80 árum sem skólinn hefur starfað hafi íslenskt viðskiptalíf eflst mjög og rekstur fyrirtækja færst í hendur þeirra sem til þess hafa lært. Þá hafa fjölmargir stjórn- endur verslunar-, útgerðar- og iðnfyrirtækja hlotið menntun sína í skólanum og stór hluti skrif- stofufólks hefur verslunarpróf. Ný námsgrein — versl- unarmenntapróf Þorvarður sagði að þróun síð- ustu ára hefði orðið sú að mjög fáir hefja störf í atvinnulífi strax að loknu verslunarprófi. Flestir halda áfram námi og að flestir sem fara að vinna að loknu stúd- entsprófi koma úr máladeild en tiltölulega fáir úr hagfræðideild. Þorvarður sagði að það væri ekki beinlínis í takt við tilgang VÍ ef hann sendir nær eingöngu latínu- lært fólk út á vinnumarkaðinn. Nú hefur verið stofnuð ný deild við skólann sem veitir verslun- armenntapróf. Þetta er tilraun til að þjóna markmiðum skólans og koma um leið til móts við óskir nemenda um hagnýta fram- haldsmenntun sem gefur þeim sterka stöðu á vinnumarkaðnum og góða tekjumöguleika. Þorvarður sagði að það hefði vakið ánægju sína að sjá að þeir nemendur sem við þessa útskrift ljúka fyrstir verslunarmennta- prófi hafi fullan hug á að skapa sér sjálfstæða tilveru á eigin grunni. „Þeir koma fram með nýtt próf undir nýju nafni og þeir innleiða nýja siði. Það verður nú verkefni nemenda hinnar nýju deildar að hefja sína eigin verslunarmennt til vegs og virðingar í atvinnulífi þjóðarinnar." Síðan beindi Þorvarður orðum sínum til þessara nemenda og sagði: „Munið að þið sjálf eruð framtíð þessa náms. Réttindi, starfsmöguleikar og launakjör þeirra sem á eftir koma munu mótast af árangri ykkar í starfi og til þess verður ætlast að þið stand- ið ykkur með þeim hætti að nem- endur með verslunarmenntaprófið verði í framtíðinni eftirsóttari og betur launaðir starfsmenn en þeir sem aðra próftitla bera.“ Eðlisfræði valgrein Við þessi skólaslit voru einnig í fyrsta skipti brautskráðir nem- endur sem höfðu eðlisfræði sem valgrein. Með því að taka upp þennan valkost var skólinn að koma til móts við þá nemendur sem farið hafa í háskóla þar sem meiri menntunar er krafist í raungreinum en Verslunarskólinn veitir og bjóða upp á meiri kennslu í stærðfræði og eðlis- fræði. „Við vonumst þó til að sú þekk- ing sem þeir nemendur hafa, sem nú útskrifast með hið nýja náms- efni, nægi þeim til undirbúnings undir nám í verkfræði og öðrum raunvísindum," sagði Þorvarður Elíasson. „Nemendur skulu þó hafa það hugfast að undirbúning- ur þeirra er talsvert veikari en nemenda sem koma úr hreinum stærðfræðideildum... Á móti kemur menntun í viðskiptagrein- um sem aðrir nemendur í verk- fræði hafa ekki hlotið og fá ekki þar og sem kann að verða nemend- um héðan gott vopn í lífsbarátt- unni þegar út úr háskólanum kem- ur.“ Að þessu sinni voru brautskráð- ir 112 stúdentar og 11 nemendur með verslunarmenntapróf frá Verslunarskóla íslands. Fjöldi brautskráðra stúdenta er nú orð- inn 1.886. Islands héldu aðeins 4 áfram námi. Þrír fóru í viðskiptafræði og ég fór í lögræði. Þrír hættu námi og fóru út í viðskiptalífið. Það er óhætt að fullyrða að fyrir lögfræðimenntunina hafði námið í Verslunarskóla íslands verulega kosti umfram mennta- skólanám. Þar á ég fyrst og fremst við það, að við höfðum lært miklu meira í bókfærslu og bókhaldi. Vélritun var skyldunám í háskól- anum, en henni höfðum við þegar lokið í Verslunarskólanum. Auk þess var hagfræði kennd í laga- deild, en það var aðeins brot af því sem við höfðum lært áður. Fyrir þá sem fóru í viðskiptadeildina er enginn vafi að sú kennsla sem við fengum í Verslunarskólanum hafi auðveldað þeim námið. Auk þess sem bókhaldsþekking kom að góð- um notum. Enda var það svo að þeir sem komu á eftir okkur með stúdentspróf úr Verslunarskólan- um fóru flestir í viðskipta- og hag- fræði. Þá mátti líka finna í verk- fræði og læknisfræði, en ég efast um að Verslunarskólamenntunin hafi komið að notum þar. En ég gat ekki fundið það í lagadeildinni að við værum síður undirbúnir. Það fór svo að nemendum fjölg- aði mjög i lærdómsdeild Verslun- arskólans og hafa aldrei verið eins fáir og þegar við vorum. Þessi þróun varð þrátt fyrir að í Versl- unarskólanum væru veruleg skólagjöld sem ekki var krafist í öðrum skólum." — Haldið þið miklum tengslum við Verslunarskólann? „Það er nú allur gangur á því. En vinátta okkar við skólastjór- ana Vilhjálm Þ. Gíslason og Jón Gíslason hélst alla tíð. Við komum saman á 5 ára fresti og þá ber málefni skólans á góma. Kannski höfum við haldið frekari tengslum við skólann af því að við vorum fyrstir og ruddum brautina. Einn- ig vegna þess hve fáir við vorum og nánar tengdir en gengur og gerist. Við þykjumst vera hluti af sögu skólans og þróun,“ sagði Valgarð Briem að lokum. Ný atvinnugrein á Þíngeyri: Framleiddir leikfangavörubílar I'ingeyri, 28. maí. ÞAÐ FÓR aldrei svo að okkur tækist ekki að slá íslandsmet í ein- hverju, ef ekki heimsmet! Tvöhundr- uð nýir vörubílar birtast á götum Þingeyrar næstu daga. Nú eru hér fjórir svo þetta er engin smá fjölgun. Hér eru á ferð- inni dýrfirsk börn, ásamt fleirum sem gerast ökuþórar staðarins, enda ekki vanþörf á að fá unga ökumenn til liðs við sig við flutn- ing á rusli og illgresi, nú þegar allir sem vettlingi geta valdið standa á haus við að þrífa og prýða lóðir sínar. Eins og fram kemur í kynningarbréfi framleið- enda þá er vörubíllinn dýrfirskur „að ætt og uppruna" og hefur verið með afbrigðum vinsæll í tugi ára. Orðrétt birti ég hér smáglefsu úr kynningarbrefi framleiðenda: „Nýlega var stofnsett á Þingeyri leikfangasmiðjan Alda hf. Fyrst í stað mun þetta fyrirtæki eingöngu framleiða dýrfirska vörubílinn Dúa sem að grunni til er hannaður af dýrfirskum strákum, en fyrir markað er þetta leikfang hannað af Kristjáni Gunnarssyni frá Hofi í Dýrafirði. Bíllinn er með sér- stökum fjaðrabúnaði sem ekki er vitað til að hafi verið fjöldafram- leiddur hér á landi áður, auk þess sem hann er stýranlegur og með sturtu. Bílarnir verða með númer- um og skoðunarvottorð mun fylgja hverjum bíl. Lögð er áhersla á fjölbreytt litaval." Svo mörg voru þau orð og undir þetta ritar Hallgrímur Sveinsson skólastjóri á Þingeyri og bóndi á Hrafnseyri, en stjórn fyrirtækis- ins skipa auk Hallgríms þeir ólaf- ur Veturliði Þórðarson og Elís Kjaran Friðfinnsson. Þegar eru nokkrir bílar seldir og auðvitað með réttum einkennis- stöfum. Við Þingeyringar vonum að þessi leikföng verði sem flest- um til yndis og ánægju og haldi yngri kynslóðinni frá ýmsu lítt þroskandi auk þess að sjá nokkr- um mönnum fyrir vinnu hér á Þingeyri. Hutda. f . Nokkrir af nýju vörubflunum voru viðraðir sunnudaginn 19. maí, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. ÚRVALS AMERÍSK HEIMILISTÆKI GENERAL ELECTRIC ■SséSBSsr"'™" Fullkomin varahluta- og vidgerdaþjónusta HEIMIUS- OG RAFTÆKIADEILD HF LAUGAVEGI 170-172 SIMAR 11687 ■ 21240

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.