Morgunblaðið - 05.06.1985, Side 24

Morgunblaðið - 05.06.1985, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1985 Víetnam ekki lengur talið aðili að ILO Gení, 4. júní. AP. TILKYNNT var af hálfu Alþjóða vinnumálastofnunarinnar (ILO) í gær, að Víetnam væri ekki framar talið aðili að stofnuninni sökum þess, að tvö ár væru liðin, frá því að landið tílkynnti úrsögn sína. „Samkvæmt reglum okkar, þá hætti Vietnam að vera a Tidmarsh, talsmaður ILO, í dag. Talsmaður sendinefndar Víet- nams hjá Sameinuðu þjóðunum skýrði hins vegar svo frá í dag, að land hans liti enn svo á, að það væri aðili að ILO og hefði aðeins nhætt þátttöku um stundarsakir". ili að stofnunni 1. juni, sagði Víetnam myndi samt ekki taka þátt í Alþjóða vinnumálaþinginu, sem hefst á föstudag. Víetnam tilkynnti það 1. júni 1983, að það hygðist segja sig um stundarsakir úr ILO og bar fyrir sig fjárhagsástæður og „ósann- gjarnar ásakanir". Með þessu var átt við ásakanir, sem fram komu 1982 þess efnis, að Víetnam léti Sovétríkjunum í té þrælavinnuafl til þess að koma upp gasleiðslunni frá Síberíu. Bréf þetta var ritað af Alþjóða- sambandi verkalýðsfélaga og sent ILO, sem sendi það síðan Sovét- ríkjunum. Sovétmenn mótmæltu íranir efla loft- varnir Teheran Nikmfa, 4. júní. AP. ÍRANIR hafa stóreflt loftvarnir í höfuðborginni, Teheran. Hafa þeir komið upp miklum fjölda loftvarnar- flauga á sérstökum skotpöllum um borgina alla til að verjast loftárásum íraka, samkvæmt upplýsingum yfir- manns lofthers írans. Yfirmaðurinn, Hushang Seddiq, sagði að flaug úr varnarkerfinu, sem komið hefur verið upp, hefði hæft íraska orrustuþotu í árásar- ferð seint á mánudagskvöld. Sást hvar eldur kom upp í einni af árasarþotunum en ekki kom fram að hún hefði farizt. írakar sögðu allar þoturnar hafa snúið til baka. Ekki liggur fyrir hverrar teg- undar loftvarnarflaugarnar nýju í Teheran eru eða hvaðan þær koma. og sögðu þessar ásakanir ekki eiga við neitt að styðjast. Tidmarsh sagði ennfremur í gær, að Víetnamar hefðu ekki greitt gjöld til ILO síðan 1983 og skulduðu stofnuninni því nú 106.500 dollara. Þeir gætu þó gerzt aðilar að ILO á nýjan leik, hvenær sem þeir vildu. Pólverjar tilkynntu í nóvember 1984, að þeir myndu hætta aðild sinni að ILO. Gerðist þetta í kjöl- far þeirrar ákvörðunar ILO að taka gilda skýrslu, þar sem fram kom mikil gagnrýni á mannrétt- indi í Póllandi og á bannið við starfsemi Samstöðu, samtökum hinna frjálsu verkalýðsfélaga í landinu. Verndaöu kaupmáttinn tryggðu þér IGNIS á atsláttarverði 7^ 150 lítra 86x60x66 18.300 15.560 3 220 lítra 86x81x66 18.540 15.760 8 270 lítra 88x95x66 20.990 17.840 6 330 lítra 88x112x66 22.990 19.540 3 410 lítra 88x134x66 24.780 21.070 HxBr.xD/cm fX 1 • . 1 4 140 lítra 85x55x60 19.790 O A Q7n 16.820 O-l 14A Þvottavél| Topphlaöin 85x60x52 ... Uppþv.véi H.xBr.xD. í sm | Áður kr. I Nú kr.* sTTlSVin.borðh.| 85x60x60 | 28.560 |24.270_ Stk. Það hækkar ekki kjötið í frystinum þínum! ★ Staögreidsluverö RAFIÐJAN SF. Ármúla 8, 108 Reykjavík, simi (91)82535 Myndin er tekin í San Fransisco á mánudag, eftir að Jerry A. Whitworth var tekinn höndum. Hann kemur hér I fylgd lögreglumanns til yfirheyrslu hjá alríkislögreglunni, FBI. Njósnamálið í Bandaríkjunum: Fjórði maður- inn handtekinn Su Frmndseo, 4. júnf. AP. f GÆR var fjórði maðurinn handtekinn í njósnamálinu, sem nú er til rannsóknar í Bandaríkjunum og varðar sölu hernaðarleyndarmála til Sovét- ríkjanna. Er álitið, að fyrrverandi fjarskiptasérfræðingur í bandaríska hern- um, John A. Walker að nafni, hafi skipulagt starfsemi njósnahringsins, sem rannsóknin beinist að. Sá sem síðastur var handtekinn heitir Jerry A. Whitworth, 45 ára gamall Kaliforníubúi. Hann var áður eingöngu þekktur undir dul- nefninu „D“, en var handtekinn í Norður-Kaliforníu, að sögn ríkis- saksóknarans, Josephs Russoni- ello. Whitworth hafði um 10 ára skeið aðgang að hernaðarleynd- armálum, þar á meðal upplýsing- um um dulmálslykla, að sögn al- ríkislögreglunnar, FBI. Whitworth er ekki skyldur hin- um þremur, sem þegar hafa verið handteknir, feðgunum John A. Walker og Michael Walker, og bróður hins fyrrnefnda, Arthur J. Walker. Danmörk: Faro-brýrnar opn- aðar fyrir umferð — eru hluti af vegakerfi Evrópu K.upm.nn.hofn, 4. júnf. Fri Ib Bjornbak, frétUriUra MorgunbliAaimi. í DAG klippir Margrét Þórhildur Danadrottning á rauðu snúruna og opnar þar með stærsta brúarmannvirki Danmerkur fyrir umferð — Faro-brýrnar sem tengja Sjáland og Falstur. Brýrnar eru hluti af vegakerfí Evrópu og hraðbraut- inni e4, sem á upphaf sitt í Helsinki, liggur um Svíþjóð og Danmörku til meginlandsins og endar í Portugal. Drottningin vígir í rauninni tvær brýr, alls 3.322 metra að lengd. Liggja þær um litla eyju, Faro, þar sem aðeins sex manns hafa fasta búsetu. Er gert ráð fyrir að um 9.000 ökutæki muni fara á degi hverjum um brýrnar. Stærsta brú Danmerkur hingað til er brúin yfir Litlabelti, sem skilur að Fjón og Jótland, en hún er 1.700 metra löng. Nýju tvíburabrýrnar taka nú við þeim hluta alþjóðlegu umferðar- innar sem gamla Stórastraumsbrú- in við Vordingborg annar ekki lengur. Um gömlu brúna fara um 12.000 bílar daglega og um sumar- mánuðina allt að 20.000 bílar. Og það er meira en hægt var að leggja á hana. Það hefur tekið fimm ár að byggja Faro-brýrnar. Allar tíma- áætlanir hafa staðist og hið sama má segja um fárhagsáætlanirnar. Brýrnar ásamt aðliggjandi hrað- brautum, alls 3,3 kílómetrar, kost- uðu 1,6 milljarða danskra króna (ríflega 6 milljarða ísl. króna), þar af kostuðu brýrnar sjálfar 1,2 milljarða. Vinnan við brýrnar hefur aflað Dönum mikillar sérþekkingar, og er vonast til að í krafti hennar bjóðist mörg brúarverkefni erlend- is. Brúarstöplarnir voru steyptir í hlutum í Nakskov-skipasmíðastöð- inni og fluttir sjóleiðis á sérsmíð- uðum prömmum. Nú bíða menn þess í ofvæni í Danmörku, að þingið samþykki að ráðast í enn stærri brúarsmíði en Faro-brýrnar, en það er brúin yfir Stórabelti, milli Sjálands og Fjóns. Sænsk hlutabréf: 200 % raunvirðis- hækkun á 47 árum Htokkhólmi. 4. júnf. AP. SÆNSK hlutabréf hafa hækkaö meira í verði frá árinu 1937 en nokk- ur önnur hlutabréf í hinum vestræna heimi þrátt fyrir að sósíalistastjórnir hafí á því tímabili haldið um stjórn- völinn lengst af, að því er fram kom í frétt frá félagi skrifstofufólks einkafyrirtækja í Svíþjóð í dag. Á síðastliðnum fjórum árum hafa sænsk hlutabréf t.d. fjórfald- ast að raunvirði, samkvæmt því sem sagði í fréttinni. „Könnunin er rothögg á þá full- yrðingu, að þjarmað hafi verið að eignafólki í Svíþjóð," sagði í frétt Aftonbladet, málgagni Jafnaðar- mannaflokksins, sem nú situr við völd. Á sl. 47 árum hafa sænsk hluta- bréf hækkað um 200% að raun- virði, og er þá bæði tekið tillit til verðbólgu og endursöluverðs bréf- anna. Félagið kannaði þróun hluta- bréfaverðs í 16 vestrænum lönd- um, þar á meðal Bandaríkjunum, Vestur-Þýskalandi og Japan.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.