Morgunblaðið - 05.06.1985, Side 31
31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNl 1985
«» Ul' •• '1
ði i 5 ii
Stálgrmdur þar sem mikils styrks og oryggis er óskað
Vandoður og viðhaldslitill frágangur
Allir fylgihlutir frá Adromt
Flytjum inn frá Adronit Werk, Þýskalandi,
vandað girðingaefni og hlið og allt sem til þarf. Adronit kerfið er mjög
umfangsmikið og vekja þrjú atriði mesta athygli: Fjöldi valmöguleika,
auðveld uppsetning og mikil ending — bæði hvað varðar hnjask og tæringu.
Og útlitið er vissulega við hæfi vel rekins fyrirtækis eða stofnunar.
Útlit lóðar ber vitni um starfsemina innan dyra.
SINDRA
STALHF
Pósthólf 881, Borgartúni 31, 105 Reykjavlk, slmi: 27222
WIKA
Þrýstimælar
Allar stærðir og gerðir
SQyífeyigHyif1
j&iro©@<a>(n) <&
Vesturgötu 16, sími 13280
Neytendasamtökin:
Mótmæla kjarnfóðurskatti
Fróöleikur og
skemmtun
fyrir háa sem lága!
Hátt net ásamt V-laga öryggisbúnaði.
Athugasemd frá félagi
löggiltra endurskoðenda
Öflug hlið fyrir alla umferð Einnig rafknúin
MORGIJNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Félagi
löggiltra endurskoðenda vegna
frétta, sem birtust í Þjóðviljanum og
DV 30. maí sl.:
„Eins og fram kemur í fyrr-
nefndum blöðum 30. maí var mað-
ur sá, sem handtekinn var 29. maí
sl., grunaður um skjalafals með
skuldabréfum ekki endurskoðandi
og hefur enga heimild til að nota
það starfsheiti.
Talsvert hefur verið um mis-
notkun starfsheitisins endurskoð-
andi með þeim afleiðingum að
viðskiptavinir bókhaldsstofa hafa
staðið í þeirri trú að þeir væru að
skipta við löggilta endurskoðendur.
Starfsheitið löggiltur endur-
skoðandi er lögverndað og er öðr-
um en löggiltum endurskoðendum
eigi heimilt að nota orðið endur-
skoðandi í starfsheiti sínu. Þá er
og óheimil notkun starfsheitis
sem til þess er fallið að vekja þá
trú að maður sé löggiltur endur-
skoðandi, ef hann er það ekki.“
Gold Coast er svar Rolf Johan-
sen & Co. við ódýrum vindlingum
sem að undanförnu hafa selzt hér
í miklum mæli. Eftir þá hækkun
sem varð á tóbaki um sl. mánaða-
mót kostar pakkinn af Gold Coast
kr. 60.90.
Tíu söluhæstu tegundir af vindl-
ingum í maímánuði voru skv. upp-
lýsingum Alexanders, í millum
talið, en í hverju milli eru fimm
karton eða fimmtíu pakkar: Royal
(12.361), Winston (5.565), Camel
(3.878), Gold Coast (2.870), Royal
Light (2.277), Winston Light
(2.139), Salem Light (2.139), Vice-
roy (1.389), Prince (932), Marlboro
(918).
ÞittUkendur í ráðstefnu iðnfulltrúa. Fremri röð f.v.: Guðmundur Gunnarsson, iðnfulltrúi Akureyri, Vilborg Guðsteins-
dóttir, iðnfulltrúi Reykjavík, Sigurður Kristinsson. formaður iðnfræðsluráðs, Óskar Guðmundsson, framkvæmdastjóri
iðnfræðsluráðs og Daníel Kristjánsson, iðnfulltrúi ísafirði.
Aftari röð f.v.: Jón S. Einarsson, íðnfulltrúi Neskaupstað, Skæringur Georgsson, iðnfulltrúi Vestmannaeyjum, Haukur
Stefánsson, iðnfulltrúi Sauðárkróki, Anton S. Jónsson, iðnfulltrúi Keflavík og Ólafur Pálsson, iðnfulltrúi llafnarfírði.
IÖnfulltrúar þinga
DAGANA 14. og 15. maí sl. var
ráðstefna iðnfulltrúa haldin í
Reykjavík á vegum Iðnfræðsluráðs.
Iðnfulltrúar annast samþykkt
námssamninga og eftirlit með iðn-
námi, hver í sínu fræðsluumdæmi,
segir í frétt frá ráðinu.
Tilgangur ráðstefnunnar var
samhæfing á störfum iðnfulltrúa
og fyrirkomulag á þjónustu Iðn-
fræðsluráðs við þá. Ákveðið var
fyrirkomulag á löggildingu meist-
ara og iðnfyrirtækja til nematöku
og eftirlit með vinnubókum. Sam-
Gold Coast í fjórða
sæti á þremur vikum
NÝLEGA komu á markað hér á
landi vindlingar sem seldir eru und-
ir vörumerkinu Gold Coast. Fram-
leiðsla og pökkun fer fram í Sviss en
tóbaksblandan kemur frá RJ. Reyn-
olds Tobacco International. Þær
þrjár vikur sem þessi nýja vindÞ
ingategund var á markaði í maímán-
uði urðu þær fjórða söluhæsta teg-
undin sem hér er til sölu, skv. upp-
lýsingum sem fengust há Alexander
Alexanderssyni lagerstjóra hjá
ÁTVR.
komulag varð um að mynda
starfshóp, til að samræma stytt-
ingarreglur vegna mismunar á
námi eftir skólum. Skýrt var frá
skipunum sveinsprófsnefnda, nýju
fyrirkomulagi sveinsprófa og
ráðningarsamningum fyrir nema í
starfsþjálfun á vegum skóla.
Þá skýrði formaður ráðsins frá
því að menntamálaráðherra hefði
nýlega skipað nefnd til að endur-
skoða lög um iðnfræðslu. Skal hún
ljúka störfum fyrir áramót. í
nefndinni eru fimm menn en einn-
ig hefur ráðherra mælst til þess
við 20 sambönd á vinnumarkaðin-
um, að þau tilnefni fulltrúa í sam-
ráðshóp, nefndinni til aðstoðar.
Neytendasamtökin hafa nýlega
sent frá sér fréttatilkynningu þar sem
þau mótmæla harðlega öllum áform-
um um nýja lögfestingu á kjarn-
fóðurskatti og framleiðslustjórnun
svína- og fuglaafurða.
Þar segir m.a.: „Samtökin vara
við afleiðingum þess að reynt verði
í skyndi í þinglok að hrinda slíkum
áformum í framkvæmd án nauð-
synlegrar umfjöllunar allra þeirra
sem málið varðar. Það eru fyrst og
fremst nefndar afurðir, sem hækk-
un kjarnfóðurgjalds munu bitna á,
en verð þeirra er almennt miklu
hærra á Islandi en gengur og gerist
í nágrannalöndunum og neysla
þeirra því mun minni.
Það er með öllu óeðlilegt að
hagsmunasamtök þeirra fram-
leiðslugreina sem eru í samkeppni
við nefndar afurðir skuli ætla sér
að ráðskast með hagsmuni neyt-
enda með því að ákveða matseðil-
inn fyrir fólk. í umræðum um þessi
mál upp á siðkastið virðist ein
helsta réttlæting fyrir hækkuðum
kjarnfóðurskatti vera niðurgreiðsl-
ur á kjarnfóðri í Efnahagsbanda-
lagslöndunum. Það er skoðun Neyt-
endasamtakanna að slíkar niður-
greiðslur kjarnfóðurs séu til þess
að gera kjarnfóður frá EBE sam-
keppnishæft á heimsmarkaði, en
þar ríkja engar niðurgreiðslur
kjarnfóðurs meðal stærstu fram-
leiðandanna. Því eru slíkar niður-
greiðslur engin röksemd fyrir
kjarnfóðurskatti á íslandi. Hér
með er skorað á alþingismenn að
kynna sér þessi mál rækilega áður
en gripið verður til svo alvarlegra
aðgerða, sem lesa má út úr frum-
varpi til laga um framleiðslu, verð-
lagningu og sölu á búvörum og
frumvarpi til laga um gjald af inn-
fluttum fóðurblöndum og hráefni í
fóðurblöndur.
Enn fremur er skorað á alþing-
ismenn að viðurkenna rétt neyt-
enda til þess að taka þátt í að
skilgreina rétt sinn varðandi bú-
fjárafurðir og nytjajurtir, en þar
sem innflutningsbann ríkir gagn-
vart þessum afurðum eða einokun-
arverslun, er með öllu óeðlilegt og
óverjandi að fulltrúar framleiðslu-
hagsmuna skuli einir fá að móta
lagasetningar um þau mál, svo og
tilgang þeirra og markmið."
(KréttatilkynninK)
Útimark-
aður við
Fríkirkjuna
KVENFÉLAG Fríkirkjunnar í
Reykjavík verður meó útimarkað
fyrir utan kirkjuna, fostudaginn 7.
júní nk. Á boóstólum verður alls
konar fatnaóur, heimabakaóar kök-
ur, blóm o.fl., segir í frétt frá kvenfé-
laginu.
Utimarkaðurinn opnar kl. 9.00
f.h. Vænst er eftir stuðningi alls
Fríkirkjufólks, því að ágóðinn
rennur í orgelsjóð kirkjunnar.
Konur verða í kirkjunni til að taka
á móti munum og kökum, fimmtu-
daginn 6. júní nk. eftir kl. 17.00.
GoklCoast
BOX
VELGIRT