Morgunblaðið - 05.06.1985, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1985
33
Niðurstaða stjórnarandstöðunnar:
„Verulegur ávinningur að ná
milljarði til húsnæðismála“
„Stjórnarandstöðuflokk-
arnir telja að miðað við að-
gerðaleysi ríkisstjórnarinnar
í þessum málum og áform
hennar um erlendar lántökur
hafí nokkur árangur náðst.
Það má reyndar teljast veru-
legur ávinningur að tekist
hefur að knýja fram 1 millj-
arð króna til húsnæðismála
umfram það sem áður var
gert ráð fyrir,“ segir m.a. í
greinargerð sem fulltrúar
stjórnarandstöðunnar
kynntu fréttamönnum á
fundi í gær, þar sem tíunduð
er afstaða stjórnarandstöð-
unnar í húsnæðismálum.
í greinargerðinni kemur fram
að stjórnarandstaðan lagði m.a.
til að aflað yrði 1,7 milljarðs
króna á næstu 18 mánuðum til
húsnæðismála, að vextir yrðu
lækkaðir og yrðu aldrei hærri en
3% af húsnæðislánum, að
greiðslujöfnun næði einnig til
lífeyrissjóða og banka, að
greiðslumark húsnæðislána yrði
miðað við kaupgjaldsvísitölu og
að skammtímalán verði lengd í 10
ára lán.
í greinargerðinni segir jafn-
framt að höfuðástæða þess að
ekki náðist samkomulag á milli
stjórnarflokka og stjórnarand-
stöðu í þessu máli sé sú að stjórn-
arflokkarnir kusu að gera sölu-
skattshækkun að meginuppistöðu
í tekjuöflun til húsnæðismála, en
stjórnarandstæðingar hyggist
greiða atkvæði gegn henni, þegar
hún kemur til atkvæða á Alþingi.
Það verður að öllum líkindum
meirihluti fjárhags- og viðskipta-
nefndar sem leggur frumvarpið
um ráðstafanir til fjáröflunar
fyrir húsnæðiskerfið fram á Al-
þingi, en hann skipa þeir Páll
Pétursson, sem er formaður
nefndarinnar, Þorsteinn Pálsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins,
Friðrik Sophusson, varaformaður
Sjálfstæðisflokksins, og Halldór
Blöndal, varaformaður þing-
flokks Sjálfstæðisflokksins.
Albert Guðmundsson, fjár-
málaráðherra, sagði í gær: „Ég er
auðvitað enn mótfallinn þessum
eignaskattsviðauka, en ef Alþingi
samþykkir eitthvað, þá þýðir
hvorki fyrir mig né aðra að neita
að framkvæma það sem sam-
þykkt er.“
Arangurslaus
sáttafundur
FUNDUR í kjaradeilu Sjómanna-
félags Reykjavíkur og útgerðar-
manna var haldinn i fyrradag og
að sögn Guðlaugs Þorvaldssonar,
ríkissáttasemjara, var árangur
enginn. Búist er við að boðað verði
til annars fundar í lok vikunnar.
Áttræð:
María Friðriks-
dóttir, Hnífsdal
María moðursystir mín varð
áttræð í gær, 4. júní. Hún er ein af
hetjum hversdagslífsins sem hafa
byggt upp það þjóðfélag sem við
njótum í dg. Hún fæddist 4. júní
1905 í Efri-Miðvík, Aðalvík, önnur
í röðinni af 17 börnum Friðriks
Finnbogasonar og Þórunnar Þor-
bergsdóttur. Þegar María var 6
ára flytur fjölskyldan að Látrum
og býr fyrstu 2 árin við sjóinn en
síðan á Ysta-Bæ. María fór að
heiman 16 ára að aldri og var í
vist eins og þá tíðkaðist hér í
Hnífsdal og á ísafirði í nokkur ár.
Síðan liggur leið hennar á heima-
slóðir aftur. Hún giftist Vernharði
Jósepssyni föðurbróður mínum
þann 27. nóvember 1929 og hófu
þau búskap í Neðri-Miðvík og
bjuggu þau þar í 2 ár. Síðan flytja
þau að Atlastöðum og bjuggu þar
sem bæirnir hafa staðið frá land-
námsöld, á Bæjarhól ofan til við
Skiphól. Árið 1935 flytja þau yfir
ósinn og hefja búskap í Tungu.
Fullyrða má að Tunga hafi verið
erfiðasta jörð í Sléttuhreppi til
búskapar, fjallvegur út að Látrum
á aðra hönd en stórt vatnsfall á
hina yfir að Atlastöðum. En þeim
Vernharði og Maríu vegnaði þar
vel fyrir dugnað sinn og harðfylgi.
Ég á Maríu frænku minn mikið að
þakka því hún hafi mig í fóstri í 5
mánuði þegar ég var á fyrsta ári.
Það var vegna veikinda mömmu
en ég dafnaði vel og hefur það ver-
ið góðri aðhlynningu og fæðu að
þakka.
Þau hjón urðu fyrir þeirri
þungu sorg að missa 3 börn sín á
unga aldri, en þau hétu Margrét
og Ragnar sem þau misstu fyrir
norðan, og Selma, sem lést eftir að
þau komu hingað í Hnifsdal.
María eignaðist dóttur áður en
hún giftist. Það er Helga, húsmóð-
ir á Isafirði, en hin eru: Þórunn,
húsmóðir í Hnífsdal, Herborg,
húsmóðir á ísafirði, Bára, hús-
móðir í Mosfellssveit, Sigrún,
kaupmaður og húsmóðir í Hnífs-
dal, og Jósep, rafvirki í Hnífsdal.
Það voru ekki komin dagheimili,
leikskólar og dagmömmur þegar
hún María var að ala upp börnin
sín og því síður fæðingarorlof. En
nú eru konur orðinn háværasti
þrýstihópur á íslandi, sumar eru
Alþingismenn og enn fleiri rauð-
sokkur og heimta fæðingarorlof í
6 mánuði, og feðurnir fá fæðingar-
orlof líka, hvernig sem það getur
staðist. En þó að allt þetta vantaði
tókst þeim Vernharði og Maríu vel
að ala upp sín börn og hafa þau
komist vel áfram og reynst nýtir
þjóðfélagsþegnar. Árið 1945 flytja
þau hjónin aftur yfir ósinn en þá
að Skjaldabreiðu og bjuggu þar í
eitt ár.
Þann 16. júní 1946 fluttum við
öll úr Fljótavík, þar á meðal María
og Vernharður með 6 börn. Þau
settust að f gulu skemmunni á
brekkunni í Hnífsdal en síðan
kaupa þau íbúð í Heimabæ 5 og
jarðarpart í tröðunum. I nokkur
ár höfðu þau á leigu jörðina
Heimabæ 2 ásamt útihúsum og
voru 17 kýr í fjósi og um 100 ær í
húsi. Búskapurinn gekk vel hjá
þeim og hafa margir drengir verið
í sumardvöl hjá þeim og mannast
vel. Vernharður lést 9. maí 1982 og
var það frænku minni mikið áfall.
María hefur alla tíð verið félags-
lynd og hress í viðmóti. Hún er
heiðursfélagi í Kvenfélaginu Hvöt
og hefur starfað þar af miklum
dugnaði. Síðustu 3 árin hefur hún
dvalið hjá börnum sínum á vet-
urna en heima á Brekkunni á
sumrin. María hefur gaman af
ferðalögum og þá sérstaklega í
víkurnar fögru, bæði Aðalvík og
Fljótavík. Þó að hún 3é nú orðin
áttræð veit ég að hún skreppur yf-
ir ósinn heim í Tungu eins og hún
hefur gert svo oft undanfarin
sumur. Én nú hefur María ferugðið
undir sig betri fætinum og farið í
sína fyrstu utanför, hún dvelst á
afmælisdeginum sínum á heimili
Ástu dótturdóttur sinnar í Bergen
í Noregi og veit ég að þessi ferð
mun veita henni mikla gleði. Að
lokum sendi ég Maríu hamingju-
óskir yfir hafið og bið henni guðs
blessunar í bráð og lengd.
Guójón Finndal Finnbogason
Sendinefnd frá þjóðþingi þýska
alþýðulýðveldisins í heimsókn
MÁNUDAGINN 3. júní kom hingað
til lands í boói Alþingis sendinefnd
frá þjóðþingi þýska Alþýðulýðveldis-
ins. Mun hún dveljast hér á landi til
7. þ.m.
Gerald Götting, formaður
sendinefndarinnar, er varaforseti
þjóðþings þýska Alþýðulýðveldis-
ins og jafnframt varaforseti Rík-
isráðsins. í fylgd með honum er
eiginkona hans, Sabine Götting.
Einnig eru með í förinni próf.
dr. Werner Kalweit þingmaður og
varaforseti vísindaakademíu
þýska Alþýðulýðveldisins, Erwind
Binder þingmaður, dr. Heinz
Fahrenkr og þingmaður og forseti
Sambands samvinnufélaga i þýska
Alþýðulýðveldinu og Anton
Fischbach frá skrifstofu þjóð-
þingsins. Hann er ritari sendi-
nefndarinnar.
Þingmannasendinefndin er að
endurgjalda heimsókn sendi-
nefndar frá Alþingi til þýska AI-
þýðulýðveldisins á árinu 1981.
(l'rétutilkynning.)
Heimir Steinsson
Sumarferð
Parkinson-
samtakanna
á íslandi
SUMARFEKÐ Parkinsonsamtak-
anna á íslandi verður farin 8. júní.
Lagt er af stað frá hótel Esju kl.
10:00 f.h. og haldið verður til Þing-
valla. Séra Heimir Steinsson verður
leiðsögumaður í ferðinni og hádegis-
verður er snæddur í Valhöll kl. 13:00
e.h.
Ráðgert er að koma aftur til
Reykjavíkur kl. 17:00 e.h. Þeir sem
hafa hug á að taka þátt í ferðinni
láti vita í símum 36616 eða 27417
fyrir fimmtudagskvöldið 6. júní.
(Fréttntilkynning)
Miðnætur-
guðsþjón- -
usta í Sel-
fosskirkju
Friðarhópur sunnlenzkra
kvenna efnir til miðnætur-
guðsþjónustu í Selfosskirkju
miðvikudagskvöldið 5. júní
kl. 22. Kl. 21.45 hefst söng-
stund í kirkjunni, þar sem
farið verður yfír nýja sálma,
sem sungnir veröa í guðs-
þjónustunni.
Áherzla verður lögð á þátt-
töku kirkjufólksins í guðsþjón-
ustunni, margar konur munu
leiða söfnuðinn í ritningar-
lestri, bænum, ljóðalestri og
prédikun og leikið verður undir
sálmasöng á píanó og gítar.
í guðþjónustunni verður les-
ið það Friðarávarp, sem Frið-
arhreyfing íslenzkra kvenna og
85-nefndin safna undirskrift-
um undir og sent verður á ^
kvennaráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna í Nairóbí í sumar.
Undirskriftalistar liggja
frammi í kirkjunni eftir guðs-
þjónustu.
(FrétUtilkynning)
Ástin
í Iðnó
NÆNTKOMANDI föstudagskvöld
kl. 23:30 sýnir Leikfélag Reykja-
víkur gleðileikinn Ástin sigrar eftir
Ólaf Hauk Símonarson í Iðnó.
Ástin sigrar fjallar á gaman-
saman hátt um samband ungra
hjóna sem hafa reynt að búa
saman í „opnu“ hjónabandi. Það
hefur þó ekki tekist sem skyldi
og eiginkonan (Dóra) flytur að
heiman og tekur saman við vaxt-
arræktarkappa, Hall, sem er, að
hennar mati a.m.k., mun eigu-
legri gripur. Eftir stendur hinn
yfirgefni eiginmaður Hermann í
sárum, og situr i þokkabót uppi
með unga og frjálslega stúlku
sem í upphafi orsakaði brott-
flutning konu hans.
Inn í málið blandast einnig
ýmsar aðrar spaugilegar persón-
ur, t.a.m. tannlæknirinn Nói og
aðstoðarstúika hans, athafna-
sigrar
maðurinn Gummi, móðir Her-
manns og mótorhjólatöffarinn
Arnljótur.
Allar þessar persónur og fleiri
til, mynda mikla ástarflækju
sém illa gengur að leysa, en allt
fer þó vel að lokum því Ástin
sigrar.
Með helstu hlutverk fara
Kjartan Bjargmundsson, Ása
Svavarsdóttir, Jón Hjartarson,
Valgerður Dan. Gísli Halldórs-
son, Margrét Ólafsdóttir, Bríet
Héðinsdóttir, Steindór Hjör-
leifsson og Helgi Björnsson.
Leikstjóri er Þórhallur Sigurðs-
son.
Sem áður sagði verður mið-
nætursýning á Astinni nk. föstu-
dagskvöld kl. 23:30, miðasalan er
opin í Iðnó daglega kl. 14—20:30,
nema þá daga sem sýning er
ekki, þá er hún opin til kl. 19:00.
Miðapantanir eru í sima 16620.