Morgunblaðið - 05.06.1985, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ1985
+ Sonur minn og faðir okkar, JÓN GUNNAR KRISTINSSON, Þóragötu 21, lést 3. júní sl. Einara Jónsdóttir, Hjörtur M. Jónsson, Eínar Kr. Jónsson, Guóni Þór Jónsson, Ingibjörg Vala Jónsdóttir.
+ Eiginmaöur minn og faðir okkar, EINAR ÓLAFSSON, Suðurgötu 3, Kefiavfk, lóst þann 3. júní. Kristín Guömundsdóttir og börn.
+ Móöir okkar, tengdamóöir og amma, RAGNHEIOUR EINARSDÓTTIR, Hrafnistu í Hafnarfiröi áöur Brekkugötu 16, Hafnarfiröi, veröur jarösungin frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi fimmtudaginn 6. júni kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hrafnistu eða aörar líknarstofnanir. Geirlaug Siguróardóttir, Magnús Sigurðsson, Einar Sigurósson, Júlíana Siguröardóttir, Kristján Björnsson, Gunnar Sigurösson, Sigríóur Einarsdóttir og barnabörn.
+ Konan mín, FANNEY GUÐMUNDSDÓTTIR, Laugarnesvegi 81, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 6. júní kl. 10.30. Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna, barnabarnabarna og systkina hinnar látnu. Finnur Bjarnason.
+ Faöir okkar, tengdafaöir og afi, FRIÐBJÖRN ÁSBJÖRNSSON frá Hellissandi, sem andaöist 27. maí, veröur jarösunginn frá Ingjaldshólskirkju föstudaginn 7. júní kl. 14.00 e.h. Ásta Friöbjarnardóttir, Sveinbjörn Benediktsson, Hólmfríöur Friöbjarnardóttir, Guömundur Valdimarsson, Jóhanna Frióbjarnardóttir, Aöalateinn Guömundsson, börn og barnabörn.
Minning:
Ingimundur A.
Bjarnason vélvirki
Fæddur 28. júlí 1903
Dáinn 27. maí 1985
Ingimundur Árelíus Bjarnason
fæddist á Sveinsstöðum í Reykja-
vík 28. júlí 1903. Móðir hans var
Gróa Ingimundardóttir ættuð frá
Knútsborg á Seltjarnarnesi, en
faðir hans var Bjarni Sveinsson
frá Sveinsstöðum í Reykjavík.
Gróa og Bjarni voru þá heitbundin
og í drögum að endurminningum
sínum segir Ingimundur að senni-
lega hafi þeim ekki litist betur á
frumburðinn en svo að þau ákváðu
að slíta trúlofuninni. Móðirin
hafði þá ekki tök á því að ala upp
son sinn og var honum þegar á
fyrsta ári komið í fóstur að Ei-
lífsdal í Kjós og dvaldi hann þar
til átta ára aldurs. Næsta ár er
hann hjá föður sínum sem þá var
kvæntur Björgu Einarsdóttur.
Björg og Bjarni eignuðust 10 börn
sem komust á legg og eru afkom-
endur þeirra nú fjölmargir. Þrjár
af systrum Ingimundar eru enn á
lífi. Mikil og góð vinátta hefur
ætíð ríkt milli Ingimundar og
hálfsystkina hans, svo og fjöl-
skyldna þeirra.
Níu ára gamall flytur Ingi-
mundur til móður sinnar, sem bjó
með Helga Erlendssyni að Merk-
urgötu 5, Hafnarfirði. Móðir Ingi-
mundar lést snögglega úr berklum
þegar hann var á tólfta árinu og
fór hann þá að Skuld í Seyðisfirði
til móðursystur sinnar, Valgerðar,
sem bjó þar með manni sínum,
Gunnari Bjarnasyni, skósmið. Þau
hjón voru barnlaus en ólu upp tvö
fósturbörn, Ingimund og Ingu Jó-
hannesdóttur. Við Skuld var Ingi-
mundur jafnan kenndur síðan,
enda var hann búsettur þar fram
yfir þrítugsaldur.
Skömmu eftir komuna til Seyð-
isfjarðar kynnist Ingimundur
sjónum og því lífi sem honum
fylgir. Honum var minnisstæður
fyrsti róðurinn sem hann fór í, þá
11 ára gamall, en var orðinn 12
ára þegar að landi kom. 17 ára að
aldri er heimdraganum hleypt og
haldið út í heim með lélegu milli-
landaskipi sem kom til Seyðis-
fjarðar og vantaði háseta. Eftir
nokkurra ára útivist við alls konar
sjómennsku, bæði siglingar til
Miðjarðarhafslanda og selveiðar í
íshafinu, er aftur snúið heim til
Seyðisfjarðar og nú til að fást við
eigin útgerð, sem stunduð er
næstu árin. Hugstæðust var hon-
um jafnan útgerðin með vélbátinn
Ásu, og frá þeim tíma átti hann
hugljúfar minningar.
Á þessum árum kynntist Ingi-
mundur ungri stúlku, Guðnýju
Jónsdóttur, ættaðri frá Unaósi í
Hjaltastaðaþinghá. Guðný var þá
nýkomin til Seyðisfjarðar með
dóttur sína, Helgu Sæmundsdótt-
ur, á fyrsta ári. Guðný og Ingi-
mundur felldu brátt hugi saman
og gengu í hjónaband snemma árs
1931 og gekk Ingimundur Helgu
síðan í föðurstað. Helga giftist
1950 Kristjáni Pálssyni trésmíða-
meistara og eignuðust þau sex
börn, Guððnýju setjara, Sæmund
Pál matreiðslumann, Bjarna Þór
kennaranema, Kristjönu læknis-
frú í Kaupmannahöfn, Gunnar
sjómann á Patreksfirði og önnu
Katrínu. Kristján lést árið 1965.
Seinni maður Helgu er Karl Þórð-
arson verkamaður í Áburðarverk-
smiðjunni.
Eina barn þeirra Guðnýjar og
Ingimundar var dóttir sem fædd
var árið 1931 og skírð Gróa Val-
+
Minningarathöfn um eiginmann minn,
ÁRNA ÁSBJARNARSON,
Bauganesi 38,
fer fram í Fossvogskirkju fimmtudaginn 6. júní kl. 16.30.
Útförin veröur gerö frá Grundarkirkju í Eyjafiröi laugardaginn 8. júní
kl. 14.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaöir, en þeim, sem vildu
minnast hans, er bent á líknarstofnanir.
Fyrir hönd aðstandenda,
María Stefánsdóttir.
gerður í höfuðið á móður og móð-
ursystur Ingimundar. Hún var
ætíð kölluð Gógó og var auga-
steinn föður síns, enda fór vel á
með þeim feðginum. Gógó giftist
undirrituðum árið 1953. Börn
okkar eru fjögur: Steinberg kenn-
ari á Tálknafirði, Hildur verk-
fræðingur, Heimir lögregluþjónn
og Reynir nemi og eru þrjú þau
síðasttöldu búsett í Reykjavík.
Fyrir hjónaband eignaðist Gógó
dreng, Ingimund Bergmann vél-
stjóra sem alinn var upp hjá afa
sínum og ömmu og er nú bóndi á
Vatnsenda.
Á kreppuárunum upp úr 1930
urðu miklar sviptingar í atvinnu-
lífi íslendinga og fóru þau Guðný
og Ingimundur ekki varhluta af
því. Vélbátaútgerðin hjá Ingi-
mundi bar sig ekki og við taka ár,
þar sem sjómennskan var stunduð
þar sem best gekk hverju sinni
hvort sem það voru róðrar frá
Langanesi eða síldveiði með Fær-
eyingum fyrir Norðurlandi. Þessi
margbreytilegu sjómannsstörf
verða þess valdandi að um miðjan
fjórða áratuginn flytja þau hjón
búferlum til Suðvesturlands og
búa bæði í Reykjavík og Njarðvík-
um næstu árin.
Um 1942 verða þáttaskil í lífi
þeirra Guðnýjar og Ingimundar.
Hann hættir þá sjómennsku og fer
að vinna öll almenn járnsmíða-
störf í Vélsmiðjunni Héðni, þar
sem hann starfaði síðan yfir 20 ár
eða til ársins 1966. Við lítil efni er
byggt hús á Seltjarnarnesi, sem
nefnt var Skuld eftir gamla heim-
ilinu á Seyðisfirði. í maímánuði
fyrir réttum 32 árum leit ég fyrst
tengdaforeldra mína er þá bjuggu
í Skuld. Mér er enn í minni þetta
litla en hlýlega heimili, sem þau
höfðu búið sér og dóttursyni sín-
um, Ingimundi Bergmann, sem þá
raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
fundir — mannfagnaöir
Stúdenta-
fagnaöur
Nemendasambands Menntaskólans í Reykja-
vík verður haldinn á Hótel Sögu, Súlnasal,
föstudaginn 7. júní og hefst með borðhaldi kl.
19.00.
Miöasala á Hótel Sögu miövikudaginn kl. 2-5
og fimmtudaginn kl. 5-7.
Stjórnin.
Samtök um byggingu
tónlistarhúss
Aöalfundur veröur haldinn í Súlnasal Hótels
Sögu fimmtudaginn 13. júní kl. 20.30. Fundar-
efni: Venjuleg aöalfundarstörf.
Stjórnin
Hestamenn
Félagsmót hestamannafélagsins Geysis og
íslandsmót í hestaíþróttum veröa haldin á
Rangárbökkum dagana 14.,15. og 16. júní.
Keppt verður í flestum greinum kappreiöa.
Skráning fer fram í símum 99-5525, 99-8330,
99-8245 og 99-8591 og lýkur mánudaginn 10.
júní 1985. Dansleikur veröur í Hvoli, laugar-
dagskvöldið 15. júní. Hin vinsæla hljómsveit
Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi.
Stjórnin.
Gamlir meistarar
Málverk
Nýjar myndir á sýningu gamalla meistara í
Gallerí Borg viö Austurvöll í dag:
Ásgrímur Jónsson: Kona, model frá 1904,
vatnslitur. Nesjar í Grafningi, vatnslitur frá
því um 1930.
Jón Stefánsson: Frá Borgundarhólmi, olía á
léreft.
HORG
Pósthússtræti 9
Sími24211.
Digranesprestakall
Aöalsafnaöarfundur verður haldinn í safnaö-
arheimilinu viö Bjarnhólastíg mánudaginn 10.
júní og hefst kl. 20.30.
Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf.
Sóknarnefndin.
Ættarmót
Afkomendur Jónasar Guömundssonar
(1835-1919) bónda á Bíldhóli, Skógarströnd,
halda niöjamót í Domus Medica laugardaginn
8. júní nk. kl. 14.00.
Undirbúningsnefnd.
Aöalfundur FR-deildar 4
veröur haldinn fimmtudaginn 13. júní kl.
20.00. Fundarstaöur Rafveituheimiliö viö Ell-
iöaár.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Stjórnin