Morgunblaðið - 05.06.1985, Qupperneq 38
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1985
-38
Sigrún Bjarna-
dóttir - Minning
Fædd 16. september 1963
Dáin 26. maí 1985
Dauðinn því orkar enn til sanns,
út slokkna hlýtur lífið manns,
holdið leggst í sinn hvildarstað,
hans makt nær ekki lengra’en það,
sálin af öllu fári frí
flutt verður himna sælu í.
(Hallgrímur Pétursson.)
Hildarleikur, harmur eru orðin
^sem koma fram í hugann þegar
fréttir af slysum berast manni. En
allt í einu er það fjölskyldan, sem
verður beinn þátttakandi í slíkri
sorg, og orð missa vægi, en orð
verða að vera sögð, þögnin er upp-
gjöf.
Sigrún er dáin á afmælisdegi
móður sinnar. Hvítasunnuferðin
var farin til að fagna áfanga með
skólasystrum og þeirra nánustu. 1.
vetri í Myndlista- og handíðaskóla
íslands var lokið. Unnustinn ný-
kominn heim úr námi í Bandaríkj-
unum, sumarið sem þjóðin vonar
að verði bjart átti að nýta til
margvíslegra starfa.
Myrkrið skellur á okkur og
v framundan er sorg, sem sólin
megnar ekki að skina í gegnum.
16. september 1963 var sannar-
lega fagnaðardagur í fjölskyld-
unni. Hjónin á Digranesvegi 111
eignuðust sitt annað barn. Barn
var fætt eftir 9 ára hlé. Fögnuður-
inn var mikill 1 fjölskyldunni,
einkasonurinn var ekki lengur
einn, 9 ára bið eftir systkini var
yfirstaðin og pilturinn ljómaði af
gleði. Gleðin var ekki minni fyrir
það að litla barnið var ljósleit, fín-
_ gerð og falleg stúlka með greind-
arleg augu. Nafn var ákveðið og
skírnarathöfn fór fram í Kópa-
vogskirkju. Föðuramman hélt al-
nöfnu sinni undir skírn.
Sigrún var sjöunda barnabarn
afa og ömmu á Bergó en undir því
heiti var Bergþórugata 31. Afinn
og amman föðmuðu þetta barn að
sér. Þau voru Sigrún Bjarnadóttir
Melsteð og Matthías Svein-
björnsson aðalvarðstjóri.
Tveim árum seinna kom fyrsta
meiriháttar áfallið sem fjölskyld-
an varð fyrir. Amman, sem augu
allra stóðu á og sem sameinaði
fólkið með elsku og umhyggju og
litlu börnin, sem óðum voru að
bætast í hópinn áttu alltaf skjól
_ , hjá, féll frá. Sorgin var stór og
söknuðurinn mikill. Móðir Sigrún-
ar harmaði það í minningargrein
um tengdamóður sína að samvera
alnafnanna varð ekki lengri en tvö
ár. Tíminn hélt áfram að líða, Sig-
rún fékk fastan sess í vitund
okkar, móðuramman, Ingibjörg
Líndal Þorsteinsdóttir, og afinn,
Páll Kristinn Maríusson skip-
stjóri, eignuðust Ijósgeisla sem
lýsti upp híbýli þeirra þegar hann
kom í heimsókn. Harmur þeirra á
ævikvöldi er stór. Á Bergó bjó af-
inn og hélt saman stórfjölskyldu
sinni.
Sigrún Bjarnadóttir var önnur í
röðinni sem skírð var í höfuðið á
ömmu sinni. Sú fyrsta er Sigrún
(Díddú) Hjálmtýsdóttir sem söng í
fyrsta sinn með Sinfóníuhljóm-
sveit íslands sl. fimmtudagskvöld
og Sigrún Elín Vilhjálmsdóttir
númer þrjú en hún varð stúdent
* sl. fimmtudag frá MS. í sömu vik-
unni skiptist á sorg og gleði hjá
þessum þremur nöfnum og frænk-
um.
Tíminn leið og lífið gekk sinn
vanagang. Sigrún gekk í skóla og
stóð sig með prýði, hæversk, prúð
og brosleit. Fjölskyldan eignaðist
sitt útibú á Bergó hjá afa og hún
lauk barnaskólaámi í Austurbæj-
arskólanum, eða í sama skóla og
faðir hennar og öll hans systkini.
Þessi hógværa frænka mín var
ekki margmála um veröld sína en
sannaði það að mannkostirnir
voru mikir. Samviskusemi,
skyldurækni og dugnaður voru til
staðar í persónuleika Sigrúnar.
Áætlanir voru gerðar og þeim var
fylgt eftir. Sund var stundað og
æft af kappi. Það var með ólíkind-
um hvað þessi fíngerða stúlka
orkaði og lagði sig fram í þeirri
íþrótt. Árangurinn lét ekki á sér
standa.
Verslunarskólinn varð næsti
áfangi og var fögnuðurinn mikill
þegar stúdentshúfan var sett upp.
Stutt er liðið síðan að fagnaðar-
fundur fjölskyldunnar stóð yfir og
föðurbróðirinn, sem þetta ritar,
var stoltur yfir þessum fjölskyld-
umeðlim, sem ljómaði í fegurð
sinni.
Hjá foreldrum hennar var gleð-
in ríkjandi, stoltið leyndi sér ekki
yfir einkadótturinni.
Sigrún var ekki bara stolt og
hamingja foreldra sinna, ættingj-
arnir allir voru hrifnir af henni. í
mínum huga var hún hluti af al-
nöfnu sinni, sem á líkan hátt fór
sínar leiðir og gerði áætlanir.
Braut sér leið til menntunar á er-
lendri grund. Sigrún átti eftir að
sanna það að hún bjó yfir marg-
víslegum hæfileikum, fyrir utan
líkamlegt þrek. Það kom í Ijós að
hún hafði hæfileika á listrænu
sviði, myndlist lá vel fyrir henni
og snemma fór hún í tónlistar-
nám.
Hún hafði orði á því að hún væri
búin að finna sjálfa sig þegar hún
hóf nám í Myndlistarskólanum og
einnig sótti hún einkatíma í saxó-
fónleik. Saxófónninn var með í
hennar síðustu för.
Sigrún er og verður okkur minn-
isstæð og minningin um hana er
hjúpuð ljóma. Við höfum eignast
vin í raun, ívar Brynjólfsson, sem
var henni kærastur. Ivar veit það
að okkar hús eru honum opin,
reyndar öllum þeim sem hennar
sárt sakna.
Bjarna bróður mínum, Svölu
mágkonu, Kidda og fjöiskyldu,
ívari, Kristni og Ingibjörgu, bið ég
og fjölskyldan að alvaldið styrki í
djúpri sorg. Sömuleiðis alla þá,
sem þessa daga syrgja ástvini
sína, sem fórust í þessum hildar-
leik.
Sveinbjörn Matthíasson
„Dóttir, í dýrðar hendi
Drottins, mín, sofðu vært,
hann, sem þér huggun sendi,
hann elskar þig svo kært.
Þú lifðir góðum Guði,
í Guði sofnaðir þú,
í eilífum andarfriði
ætíð sæl lifðu nú.“
(Sb. 1945 — H. Pétursson)
í dag kveðjum við okkar kæru
vinkonu Sigrúnu. Með fátæklegum
orðum minnumst við Sigrúnar og
þeirra stunda sem við áttum með
henni. Sigrún fæddist 16. sept-
ember 1963 og var yngra barn
þeirra hjóna Bjarna Matthíasson-
ar og Svölu Pálsdóttur. Leiðir
okkar stelpnanna lágu fyrst sam-
an í Versló og var oft glatt á hjalla
í þessum káta stelpuhóp. Og þegar
hugsað verður til baka, til þess
tíma sem við áttum saman í skól-
anum þá rifjast upp þær stundir
þar sem gleði réð ríkjum. Oft var
setið við að læra, farið á kaffihús í
miðborginni og spjallað um heima
og geima. Já, svo sannarlega voru
samverustundirnar margar og eft-
irminnilegar, og eftir að stúdenta-
húfurnar voru settar upp við há-
tíðlega en þó tregafulla athöfn, þá
héldum við til Ibiza ásamt öllum
skólasystkinum okkar til þess að
fagna áfanganum. Á þessum tíma
stóðum við allar á gatnamótum og
sérhver okkar valdi sína eigin
braut til að ganga eftir. Sigrún
þreytti inntökupróf í Myndlista-
og handíðaskóla íslands og fékk
ingöngu á síðasta hausti. Verk
hennar tala máli listamannsins
sem í henni bjó og liggja ófá verk
eftir hana sem bera glögg dæmi að
þar var upprennandi listamaður á
ferð. En nú er höggvið stórt skarð
í hópinn, hún Sigrún okkar er far-
in. Hjá henni var hlýtt viðmót það
fyrsta sem tekið var eftir, frá
henni streymdu góðir straumar og
alltaf var stutt í brosið bjarta. I
bók þeirri er Sigrún hélt hvað
mest upp á, Spámaðurinn eftir
Kahlil Gibran, er að finna þau orð
sem lýsa henni á þann hátt sem
við sáum hana og á þann hátt sem
við þekktum hana.
„Að gefa af eigum sínum er lítil gjöf.
Hin sanna gjöf er að gefa af sjálfum sér.“
Spámaðurinn.
Þessi orð eiga án efa við Sig-
rúnu, því hún var ávallt reiðubúin
að gefa öðrum af sjálfri sér. Við
þökkum hin góðu kynni við Sig-
rúnu og mun minningin um hana
lifa áfram í hugum ókkar allra.
Við biðjum Guð að styðja og
styrkja unnusta hennar, foreldra
og bróður í þessari miklu raun.
„Máttur hans bindur ykkur við jörðina,
og ilmur hans lyftir ykkur til himins, og
í eilífð hans verðið þið eilíf.“
Spámaðurinn.
Ásta, Birna, Ólína,
Svava, Kristín og Brynja.
í dag hefur verið höggvið stórt
skarð í okkar fámenna og sam-
henta bekkjarhóp. Það er sárt að
sjá að baki bekkjarfélaga rétt í
byrjun lífsins. Þó að dauðinn sé
vissulega óumflýjanlegur þá óraði
engan fyrir að þetta ætti eftir að
bera svo skjótt að eftir að leiðir
skildu frá Verslunarskólanum
vorið 1983. { gegnum árin í Versló
leitaði hugur Sigrúnar ávallt til
myndlistar og eftir að hún lauk
stúdentsprófi stefndi hún á þá
braut. Vissulega nutum við mynd-
listarhæfileika hennar í gegnum
skólaárin, þar sem hún tók virkan
þátt í listalífi skólans.
Margs er að minnast um þessa
góðlátlegu stúlku, sem var sam-
ferða okkur þessi eftirminnilegu
ár. Sigrún var einstaklega skapgóð
og viðmótsþýð, sama á hverju
gekk, enda jafnaðargeð einkenn-
andi í fari hennar.
í hugum okkar geymum við
minningu um góðan vin og bekkj-
arsystur.
Við sendum ættingjum hennar
og vinum samúðarkveðju. Megi
Guð gefa þeim styrk í sorg þeirra.
Bekkjarsystkini 6-T
„Situr allt í sorgum,
— sárt er mér um hjartarætur",
orti skáldið Jóhannes úr Kötlum í
kvæði sínu „Að veturnóttum".
Sárt er mér um hjartrætur síð-
an ég frétti um hið hörmulega slys
er varð á Þingvallavatni snemma
morguns hinn 27. maí sl. en þá
iétust Sigrún Bjarnadóttir nem-
andi minn við Myndlista- og hand-
íðaskóla íslands, Sigurður Örn
Aðalsteinsson og Stefán Þór Haf-
steinsson, eiginmenn tveggja
bekkjarsystra hennar.
Sigrún var ein af 134 sem
þreyttu inntökupróf við MHÍ fyrir
réttu ári og ein þeirra rúmlega 40
er hófu nám á fyrsta ári síðastlið-
ið haust. { þeim hópi ríkti gleðin
og vonirnar björtu — hópi sem nú
situr þögull í sorgum.
Strax í upphafi vetrar var ljóst
að Sigrún var gædd miklum list-
rænum hæfileikum. Hún var af-
bragðs teiknari og leysti öll sín
verkefni af einstakri alúð. Sigrún
virtist hógvær að eðlisfari og hið
milda bros hennar brá hlýju á
samskiptin við aðra.
Sigrún hafði nýlega eins og aðr-
ir fyrsta árs nemar ákveðið sitt
framtíðarnám. Hún valdi málun,
hina ánægjuríku en kröfuhörðu
leið myndlistarmannsins. Við
kennarar Sigrúnar mátum hana
mikils og hugðum að hæfileikar
hennar myndu nýtast vel í áfram-
haldandi námi og starfi, en henni
var ekki ætluð lengri vegferð hér.
Ég minnist okkar stuttu en
ánægjulegu kynna með hlýjum
huga.
Ingibjörg Sveinsdóttir og Sig-
ríður Júlía Bjarnadóttir urðu fyrir
sárri reynslu þessa dapurlegu
nótt. Skuggum brá á vonirnar
björtu. Þær höfðu eins og Sigrún
valið sitt nám — Kennaradeildina.
Ég veit að þeim tekst að ná settu
marki. Þær hafa sýnt að þær búa
yfir dugnaði og festu og trú þeirra
á lífið og framtíðina mun veita
þeim styrk.
Ég votta mína dýpstu samúð
Ingibjörgu, Sigríði og foreldrum
Sigrúnar svo og öllum öðrum að-
standendum.
Björgvin Sigurgeir Haraldsson
Svipmyndir frá samverustund-
um og einlægur söknuður fylla
hug minn er ég kveð ástkæra vin-
konu mína, Sigrúnu Bjarnadóttur.
Engin orð fá lýst þeirri tilfinningu
sem fylgdi fregninni um lát Sig-
rúnar er móðir mín hringdi til mín
til Ítalíu þar sem ég hef dvalið
undanfarna mánuði, og tilkynnti
mér um hið hörmulega slys á
Þingvallavatni þar sem Sigrún lét
lífið svo sviplega ásamt tveimur
öðrum.
Ég kynntist Sigrúnu er við vor-
um bekkjarsystur í 4. bekk Verzl-
unarskólans. Mér þótti hún aðlað-
andi þessi ljóshærða hávaxna
stúlka, svo hljóðlát og hlédræg og
urðum við fljótlega nánar vinkon-
ur. Þrátt fyrir að við værum um
margt mjög ólíkar og oft á tíðum
ekki á sama máli áttum við ótrú-
lega margt sameiginlegt og minn-
ingin um hana lifir áfram.
Sigrún var listræn og einstak-
lega handlagin. Hún hafði unun af
teiknun og var nemandi í Mynd-
lista- og handíðaskóla Islands síð-
astliðinn vetur. Hún var lífsglöð
og bjartsýn og átti sér svo ótal-
marga drauma um framtíðina.
Hún gældi oft við hugmyndina um
að verða listamaður og áttum við
ófáar samræður í gegnum árin um
hugtakið list án þess þó að komast
nokkurn tíma að niðurstöðu eða
samkomulagi um hvað lægi að
baki þessu hugtaki, enda var til-
gangurinn öðru fremur sá að ræða
saman um sameiginlegt áhuga-
mál.
Þegar kær vinur er hrifsaður á
brott á svo kaldranalegan hátt sit-
ur maður óneitanlega eftir með
spurningaflóð sem erfitt er að
svara nema að mjög takmörkuðu
leyti. Tilgangurinn með því að
nema á brott svo vandaða stúlku í
blóma lífsins er mér óskiljanlegur,
en líf Sigrúnar hafði sannarlega
sinn tilgang. Það vita allir sem
kynntust henni og áttu hana að
vini.
Fjölskyldu Sigrúnar votta ég
mína innilegustu samúð. Megi fög-
ur minning um góða stúlku verða
sbrginni yfirsterkari.
Brynja Tomer
„En meðan árin þreyta hjörtu hinna,
sem horfðu eftir þér í sárum trega
þá blómgast enn, og blómgast ævinlega
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir
sem ung á morgni lífsins staðar nemur,
og eilíflega, óháð því sem kemur,
í æsku sinnar tignu fegurð lifír?
Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki
um lífsins perlu á gullnu augnabliki.”
(T.G.)
Spurningin var, hvað segja bæri
í upphafi þegar rituð eru minn-
ingarorð um saklausa og góða
stúlku, liðlega tvítuga , þegar hin
kalda hönd dauðans hrifsar lif
hennar héðan. Er ég hafði hugsað
um þetta í nær heilan dag varð
niðurstaðan sú að minningarljóð
Tómasar Guðmundssonar, sem
hér er gripið til að hluta, um Jón
Thoroddsen lögfræðing, sem féll
frá 1924, 26 ára gamalí, hefði að
geyma fleira en flest önnur sakn-
aðarljóð er mér komu í huga, sem
telja mætti að gæti átt við hér og
e.t.v. orðið til huggunar. Allt ann-
að, sem mér datt í hug, virtust
útslitnir frasar í samanburði við
þetta litla ljóð Tómasar.
í heildarútgáfu A.B. af verkum
Tómasar Guðmundsssonar, sem út
kom 1981, segir Kristján Karlsson,
skáld og bókmenntafræðingur,
m.a. um ljóð þetta að það sé að
hans dómi „gersemi íslenskrar
ljóðlistar". Þar sem sú saknaðar-
tilfinning, sem er uppistaða ljóðs-
ins, „snýst í huggun fyrir vits-
munalega tilsögu". Ég er sammála
K.K. um mat hans á þessu ljóði.
Kynni mín og konu minnar af
Sigrúnu Bjarnadóttur voru ekki
ýkja löng. Hún kom nokkrum
sinnum heim til okkar með yngsta
syni okkar, Ivari. f síðasta skiptið
var hún hér daginn sem ívar fór
til náms, í lok ágúst á síðastliðnu
ári, í listaskóla í San Fransisco.
Hvorugt þeirra var gefið fyrir
að hafa framtíðaráætlanir sínar í
hámæli, jafnvel ekki við sína nán-
ustu. Þó þekkti ég ívar svo vel, að
hann var ekki neinn flysjungur og
mér var ljóst að af þeirra hálfu
gæti hér verið upphaf varanlegs
sambands, er námi beggja væri
lokið.
Öll kynni okkar Helgu, konu
minnar, af Sigrúnu staðfesta
ánægju okkar af þessum fyrirætl-
unum þeirra Sigrúnar og ívars og
í hugum okkar fylgdu þeim bestu
árnaðaróskir.
Sigrún var ekki aðeins fögur
heldur einnig indæl og svo eðlilega
hæversk, að unun var að návist
hennar. í vetur hóf hún nám í
Myndlista- og handíðaskólanum.
Segja kennarar þar, að hún hafi
verið meðal efnilegustu byrjenda í
hópi nemenda þar.
Én þrátt fyrir dimma skugga af
liðnum vetri kom aftur vor og
snemma morguns 18. maí sl. komu
þau heim af Keflavíkurflugvelli
Sigrún og fvar. Með þeim voru þá
tvíburasystir ívars og eldri bróðir
hans. Þá grunaði engan um þann
hryggilega atburð, sem beið okkar
allra eftir rúma viku.
Ég og fjölskylda mín vottum
foreldrum og ættingjum Sigrúnar
samúð okkar svo og aðstandend-
um annarra þeirra ungmenna,
sem létu lífið í slysinu á Þing-
vallavatni síðasta hvítasunnudag.
Um ívar, son okkar, unnusta
Sigrúnar, vil ég aðeins vitna til
eftirfarandi vísu úr framan-
greindu saknaðarljóði Tómasar
skálds Guðmundssonar:
„Og því var allt svo hljótt við helfregn þlna
sem hefði klökkur gfgjustrengur brostið.
Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið,
sem hugsar til þín alla daga sína.“
Brynjólfur Ingólfsson
í dag fer fram jarðarför Sigrún-
ar Bjarnadóttur, sem lét lífið í
hörmulegu slysi að morgni hvíta-
sunnudags. Mig langar að kveðja
þessa góðu stúlku og þakka henni
samverustundirnar. Minningin
um þær er björt og falleg og mun
ævinlega ylja.
Sigrún var nemandi minn í VÍ í
fjögur ár. Hún vakti fljótt athygli
mína vegna fallegrar framkomu
sinnar og hæversku. Hún virtist
jafnvel svo feimnisleg og brothætt
að ég var í fyrstu næstum rög við
að taka hana upp í tímum, en slík
tillitssemi var óþörf því hún var
góður nemandi sem ekkert þurfti
að hlífa.
Svo kynntumst við utan veggja
skólans í gegnum sameiginlega
vini og hún fór að líta við hjá mér
til að spjalla og prófa með mér
ýmsar tetegundir. Við kynntumst
smám saman mjög vel, áttum löng
og góð samtöl og mér fór að þykja
afskaplega vænt um hana. Hún
var óvenjuleg ung stúlka, list-
hneigð, næm og leitandi og um leið
viljasterk og með mjög þroskaðar
skoðanir og langanir. Eg dáðist að
því hvað hún var sjálfri sér sam-
kvæm í löngun sinni til að lifa til-