Morgunblaðið - 05.06.1985, Blaðsíða 39
gangsríku og lifandi lífi sem
sjálfstæð og heil manneskja og að
hún hikaði ekki við að velja erfið-
ari leiðina að því marki, ef hún
taldi hana réttari. Stundum sá ég
hana ekki í nokkra mánuði. Svo
stóð hún skyndilega í dyrunum,
brosti feimnislega: „Hæ, er ég að
trufla? Má ég koma inn?“
Þegar mér var sagt frá andláti
hennar hafði ég ekki séð hana
óvenju lengi, en fengið kveðju og
skilaboð um að nú færi hún að
koma. En hún stendur ekki oftar
óvænt í dyrunum með fallega
brosið sitt. Viðkvæmt blóm hefur
verið rifið upp og tekið frá okkur.
Ef til vill til að verða hlíft við
vetrarhörku lífsins.
Fallegt fas, hæverska, blíða og
einlægni. Björt og hrein mynd
Sigrúnar er eins og meitluð í huga
minn. Ég er þakklát fyrir hana.
Foreldrum Sigrúnar og öðrum
ástvinum sendi ég innilegar sam-
úðarkveðjur og bið guð að styrkja
þau. Blessuð sé minning Sigrúnar
Bjarnadóttur.
Jóna Lísa Þorsteinsdóttir
Það fyrsta sem ég frétti um
andlát frænku minnar, Sigrúnar
Bjarnadóttur, var að sagt var við
mig: „Ég votta þér samúð mína
vegna hennar frænku þinnar." Þá
hafði enn ekki náðst að tilkynna
okkur um dauða hennar svo ég
vissi ekki um hvaða frænku væri
verið að tala og allra síst datt mér
i hug að það gæti verið Sigrún,
þessi elskulega stúlka með sitt
geislandi bros, en þvi miður var
það þó svo, hún hafði verið kölluð
burt úr þessum heimi.
Margar eru minningarnar um
Sigrúnu frænku mína og margar
ánægjustundir áttum við með
henni og fjölskyldu hennar. Enn
eigum við öll jólakortin sem hún
bjó til og sendi okkur, skýran vott
um listfengi hennar og smekk.
Þau verða geymd sem væru þau
gull og gimsteinar. Þegar ég sá
hana í síðasta sinni einn sólbjart-
an dag vildi svo til að dóttir mín
var að fara í dimission frá sama
skóla og Sigrún hafði tekið sitt
stúdentspróf. Sigrún kvaðst vera
að fara í vinnu, en hafa séð dóttur
mína þá rétt áður. Fjórum dögum
eftir andlát Sigrúnar útskrifaðist
dóttir min, en sorgin lagði sinn
dimma skugga yfir birtu þess
dags.
Eg og fjölskylda mín vottum
ástvinum Sigrúnar innilega sam-
úð okkar og biðjum góðan Guð að
styrkja þá og hugga. Drottinn
veiti henni eilífa hvíld og láti hið
eilífa ljós lýsa henni.
Kristrún Lund og fjölskvlda.
Lífið er hverfult og stjórnunin
stundum torskilin. Almættið ræð-
ur, en við stöndum agndofa yfir
svona þungum dómum, en verðum
að sætta okkur við æðri ákvarðan-
ir og vilja Guðs.
Hvitasunnudagur var hátíðlega
haldinn og ég og fjölskylda mfn,
búin að eyða honum, í faðmi
yngstu systur minnar og hennar
fjölskyldu. Svo er ég rétt komin
heim og síminn hringir. Þá berst
sú frétt, að Sigrún væri öll í þessu
lífi. Svo fljótt gerist þetta, að er-
fitt er að átta sig, en hennar hlut-
verki er lokið, hérna megin grafar
og æðri verk bíða hennar hinu
megin. Þessi unga stúlka og vel
gerða, að öllu leyti, ljúf og elsku-
leg og lífið hennar að komast í
fastan jarðveg, búin að finna sitt
rétta lífssvið sem var myndlist og
unnustinn nýkominn heim, frá
vetrardvöl við nám í Bandaríkjun-
um.
Sigrún var einkadóttir Bjarna
Matthíassonar og Svölu Páls-
dóttur.en bróður átti hún, Kristin,
sem er kvæntur og á tvö börn.
Hún var sérstaklega efnilegur
modelteiknari, fyrir utan margt
annað í listsköpun, nægt var
hugmyndaflugið.
Svo dáði hún tón saxófónsins,
hann var svo mjúkur og fagur.
Elsku Bjarni og Svala, drottinn
gaf og drottinn tók, en minningin
lifir.
Blessuð sé minning hennar.
Margrét Matthíasdóttir
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1985
39
Þegar ég heyrði að hún Sigrún
vinkona mín hafði kvatt okkur,
sönnuðust fyrir mér orð spá-
mannsins sem sagði: „Þegar þú ert
sorgmæddur munt þú sjá að þú
grætur vegna þess sem var gleði
þín.“ En óneitanlega er erfitt að
skilja hvers vegna við fáum ekki
að njóta þeirrar gleði áfram, hvers
vegna allur sá lífskraftur sem hún
Sigrún bjó yfir fær ekki áfram að
njóta sín. Því óneitanlega var
maður ævinlega uppfullur bjart-
sýni og trú á lífið eftir að eiga við
hana stutt spjall yfir kaffibolla.
En það er huggun í harmi að hún
mun lifa með okkur í minningun-
um og í öllum þeim listaverkum
sem hún skildi eftir sig. Um leið
og ég votta fjölskyldu hennar
mína dýpstu samúð vil ég að lok-
um enn vitna í spámanninn þar
sem hann segir, að það að deyja sé
ekki annað en að hverfa inn í sól-
skinið.
Skúli Haukur
Ég vissi fullvel
að ég ætti einhvern dag
leið um þennan veg;
en aldrei datt mér í hug
að „einhvern dag“ yrði nú.
(Japanskt ljóð. H.H. þýddi.)
Það er erfitt, óskiljanlegt, að
„einhvern dag“ er nú á þennan
hátt.
Við vorum rétt að byrja að
kynnast Sigrúnu og minnumst
hennar sem hlýrrar, einlægrar
manneskju sem brosti og hlustaði,
ávallt tilbúin að taka vel á móti
öðrum, tilbúin að vera með.
Myndlistin átti hug hennar allan,
þar fann hún viðfang sitt og tján-
ingarform. Minningin um þessa
blíðu, yndislegu stúlku mun ætíð
fylgja okkar.
Hlýjar samúðarkveðjur sendum
við foreldrum og aðstandendum
Sigrúnar.
Skólasystkini í forskóla
Myndlista- og handíðaskóla
íslands veturinn ’84—’85.
Ungir og lífsglaðir nemendur úr
Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands fögnuðu skólalokum í Þjóð-
garðinum. En fljótt skipast veður
í lofti. Fyrr en varir eru þrjú
ungmenni úr hópnum horfin út í
sumarnóttina og harmleikurinn
fylgdi í kjölfarið.
Sigrún Bjarnadóttir, sem við
kveðjum hér í dag, var nemi á 1.
ári. Hljóðlát, háttvís og hvers
manns hugljúfi. Þannig kynnt-
umst við henni. Framfarir hennar
voru stórstígar og teikningar
hennar voru meðal hinna bestu,
sem gerðar voru i vetur. Eftir-
minnileg er sjálfsmynd, sem hún
gerði fyrir stuttu siðan. Þar kom
fram hárfínn næmleiki í litameð-
ferð.
Vinir hennar og kennarar minn-
ast hennar með trega í hjarta.
Hugur okkar allra dvelur hjá
ættmennum hennar, foreldrum,
bróður og unnusta. Sigrún Bjarna-
dóttir var fædd 16. september 1963
og voru foreldrar hennar Bjarni
Matthíasson lögreglustarfsmaður
og Svala Pálsdóttir tækniteiknari.
Ungu mennirnir í þessari hinstu
ferð voru Sigurður örn Aðal-
steinsson og Stefán Þór Haf-
steinsson en þeir voru kvæntir
nemum á 1. ári.
Sigurður örn lætur eftir sig eig-
inkonu, Ingibjörgu Sveinsdóttur,
og tvö börn.
Stefán Þór lætur eftir sig eig-
inkonu, Sigríði Júlíu Bjarnadótt-
ur, og fósturson.
Megi góður Guð veita þeim
huggun harmi gegn.
Torfi Jónsson
Ung og hæfileikarík kona er lát-
in. Það er kaldhæðni örlaganna að
Sigrún skyldi láta líf sitt í vatni. Á
unglingsárum Sigrúnar voru
bundnar miklar vonir við hana,
þar sem hún var ein efnilegasta
sundkona okkar.
Haustið eftir að hún lagði sund-
íþróttina sem keppnisgrein á
hilluna hóf hún nám við Verslun-
arskóla Islands. Þaðan útskrifað-
ist hún sem stúdent. Þegar hér var
komið tók hún sér frí frá námi í
eitt ár. En aðgerðarlaus sat hún
ekki. Henni féll aldrei verk úr
hendi.
í fyrrasumar fór hún með vin-
konu sinni í ferðalag um Evrópu
og komu þær í heimsókn til mín og
fjölskyldu minnar á Möltu. Eitt af
því fyrsta sem hún sagði mér
geislandi af hamingju að hún
hefði náð inntökuprófum inn í
Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands. Þarna var hillan hennar.
Árum saman hafði hún búið sig
fyrir þennan skóla. Þegar stefnt
var að einhverju var það gert af
nákvæmni og logandi áhuga.
Einstakir foreldrar Sigrúnar
hvöttu hana, studdu og sýndu
henni undursamlegan skilning.
Fáar ungar konur sem ég hef
kynnst hafa sýnt eins mikinn
dugnað.
Sigrún var töfrandi manneskja
og fylgdi henni bætandi and-
rúmsloft. Þegar fréttin um að þrjú
ungmenni hefðu farist og að
einkadóttir Svölu, mágkonu minn-
ar, og Bjarna hefði verið þar á
meðal fannst mér hjartað í mér
hætta að slá. Tár, bænir og von
um að þetta væri ekki rétt brugð-
ust. Það var ekki fyrr en við kistu-
lagninguna að ég vissi að sann-
leikurinn varð ekki umflúinn.
Sigrún var gædd slíkri lífsorku
að ennþá finnst nærvera hennar
og trúlega verður því háttað þann-
ig í bráð og lengd. Fjölhæfni henn-
ar var slík að hún virtist hafa
möguleika í allar áttir. Eftir hana
liggja lygilega mörg myndverk.
Hún var eins og aðrir duglegir
listamenn sívinnandi að verkefn-
um sínum. Maður heyrði hana
aldrei hreykja sér, en engu að síð-
ur var yfir henni reisn. Það er <—
hastarlegt þegar ung, vel gerð
kona er hrifin brott úr þessu lífi. w
Það skilur eftir sorg og söknuð í
brjóstum ættingja og vina. Hins
vegar er það huggun harmi gegn
að minningin um tært mannlíf,
eins og Sigrún lifði, hverfur ekki
úr huganum. Hún sýndi sínum
nánustu slíka rækt að það gaf trú.
Það gaf ekki síður lif sem fjarar
aldrei út. Þess vegna lifir Sigrún
áfram í vissum skilningi og heldur
áfram að gefa af sjálfri sér eins og
hennar var háttur í mannlegum
samskiptum.
Ég bið Hann sem ræður að veita
aðstandendum Sigrúnar styrk,
foreldrum hennar Svölu og <.
Bjarna, Kristni, einkabróður Sig-
rúnar og hans fjölskyldu, enn-
fremur unnusta hennar, Ivari,
Kristni afa og Ingibjörgu ömmu.
Systa
Guðmunda Guðmunds
dóttir - Minning
Fædd 17. maí 1897
Diin 24. maí 1985
Hún var sannkölluð drottning
hún amma. Þegar ég lít til baka og
minnist hennar sem lítil telpa,
fyrst á Njálsgötunni í húsinu
hennar og afa og síðar er fjöl-
skylda mín flutti inn í Heiðargerði
38, þá var hún alla tíð og verður
drottning í mínum huga.
Munda amma fæddist fyrir 88
árum að Efsta-Hvammi í Dýra-
firði og ólst þar upp hjá Þorvald-
ínu Rósu móður sinni ásamt Ingi-
björgu systur sinni, er var árinu
eldri en amma. En Inga frænka
lést fyrir tveimur árum. Amma
fluttist til Reykjavíkur milli tekt-
ar og tvítugs og stundaði ýmiskon-
ar kvennastörf þar til þáttaskil
urðu í lífi hennar að hún kynntist
afa mínum, Halldóri Jónssyni frá
Kalastaðakoti á Hvalfjarðar-
strönd, er síðar gerðist kaupmað-
ur í Reykjavík. Þeim varð fjögurra
barna auðið, og var þeirra elst
elskuleg móðir min Klara, sem
látin er fyrir 13 árum.
Ég minnist ömmu sem smábarn
er hún ferðaðist oft til Bandaríkj-
anna til önnu dóttur sinnar og
fjölskyldu hennar er þá hafði reist
sér glæsilegt heimili í Manhasset
NY og þegar hún kom til baka
hlaðin gjöfum og allskyns undra-
föngum sem ég lítið bam hélt að
væru aðeins til í ævintýrum. Eða
öll fallegu fötin er hún hafði með-
ferðis frá önnu frænku, þannig
gerði hún mig á vissan hátt að
prinsessu að mér fannst. Henni
var nefnilega alla tíð umhugað að
klæðaskápurinn minn tjaldaði því
fallega.
Og þegar ég fór að hafa meira
vit, þá vissi ég fyrir víst að ég
hlyti örugglega að eiga flottustu
og tignarlegustu ömmuna á öllu
Islandi. Því að koma heim til
hennar var eins og að koma i höll
eða eins og á heimili þjóðhöfð-
ingja, eins og maður sér í erlend-
um blöðum.
Allir hennar húsmunir danskir
og enskir voru valdir af umhyggju
og kvenlegri smekkvísi. Og handa-
vinnan hennar var hreint afbragð,
öll talin út af henni sjálfri ásamt
öllum þeim litum er hún notaði.
Og hún réðst f það þrekvirki að
sauma riddarateppið á Þjóðminja-
safninu og þær voru ófáar ferð-
irnar upp á Þjóðminjasafn til að
teikna upp munstrið og mæla. —
Og síðar spegil Elísabetar drottn-
ingar, en þá voru aðeins til þrjú
slík teppi í Evrópu, það kúnst-
bróderaði hún allt án þess svo
mikið sem depla auga. Éða allar
flottu kökurnar er hún bakaði með
eigi færri eggjum en fjórum. Ég
minnist sérstaklega „Kongens
Damen“ sem var formuð eins og
píramídi og þýsku tertunnar sem
hvarf manni ekki úr minni fyrr en
eftir margar vikur. Bragðið var
svo gott. Þannig var maturinn
hennar líka.
Svona mætti lengi telja, en ég
get ekki látið hjá líða að minnast á
hinn einstaklega kvenlega fatastíl.
Hún átti til þetta samræmi er
ekki öllum konum er gefið, að raða
saman fatnaði, skartgripum, ilm-
vatni og hárgreiðslu. Hún passaði
líka mjög vel upp á húðina og
kenndi konunum í ættinni að nota
„Y ardley-næturkremið". Þannig
að eitt er ég viss um, hún hefði
sómt sér vel sem ein glæsikonan í
t.d. Dallas-þáttunum, svo falleg
var hún.
Hún og afi stóðu sig vel í því að
skila börnunum sínum fjórum út i
lífið til manns og mennta: Klöru,
Jóni, Önnu og Lillu, og var hún
aðeins fimmtug er afi féll frá. En
hún var trú til æviloka því lífi er
hún og afi ófu.
Hún hugsaði stöðugt um það er
börnin hennar fóru að stofna
heimili að rétta þeim hjálparhönd
ef nauðsynlegt var. Þannig reynd-
ist hún mér, nöfnu sinni, er ég
stofnaði mitt eigið heimili. Hún
gekk mér í móður stað er mamma
féll frá og hjálpaði mér að þroska
með mér góðan smekk er viðkom
heimilishaldi. Þannig að ég mun
búa að því alla ævi.
Ég minnist Ingu frænku, þeirr-
ar góðu konu og einu systur ömmu
sem ávallt reyndist okkur Klöru
vel. Það var mikill stíll yfir þvi
þegar Inga frænka kom yfir til
ömmu á kvöldin og þær drógu
fram spilakassann og spiluðu kas-
ínu. Það var ein gata á milli þeirra
systra, amma á Njálsgötunni,
Inga á Snorrabrautinni og Inga
erfði þessa hæfileika að gera
heimili að höll. Það varð stutt á
milli þeirra, aðeins tvö ár. Guð
blessi Ingu frænku. Og ekki get ég
endað þessa minningargrein án
þess að minnast með hlýhug þeirr-
ar umhyggjusemi er hún sýndi
Klöru litlu dóttur minni og ég er
henni þakklát fyrir að hafa leitt
hana inn í sömu undraveröldina
og ævintýralandið og mig forðum.
Þannig fékk Klara að kynnast fal-
legu skartgripunum hennar, tölu-
boxinu í eldhússkúffunni og stóru
brúnu Hoover-ryksugunni sem
hún bar óttablandna virðingu
fyrir og gerir enn. Eða þegar
prakkarinn kom upp í henni og
hún sagði Klöru litlu allskyns
ævintýri og sögur, t.d. þegar hún
lék hreppstjórann heima í Dýra- "
firði 7 ára gömul og snaraði upp í
sig pípu með þeim afleiðingum að
hún lá i rúminu í marga daga á
eftir. Og Klara hafði alltaf lúmskt
gaman af langömmu sinni þegar
hún kallaði hana „litla andarskít-
inn sinn“.
Við Klara munum ávallt minn-
ast ömmu með virðingu og þökk og
með trega, annað er ekki hægt.
Munda amma hefur lagt í ferða-
lagið stóra yfir landamærin miklu
þar sem Halldór afi, Rósa amma,
mamma, Þorsteinn bróðir, Inga
frænka ásamt Morley bíða hennar
og bjóða hana velkomna til starfa
á nýjum víddum. Hún var einlæg-
ur sannleiksleitandi og kynnti sér i,
og las mikið um andleg málefni.
Hún vissi að hamingjan læðist að-
eins inn um dyr sem maður vissi
ekki að maður hefði skilið eftir
opnar og jafnframt að aðeins
hæstu trén hafa ástæðu til að
óttast óveðrið. Hún vissi það.
Megi góður Guð styrkja hana og
varðveita í hinu nýja starfi er hún
hefur tekið að sér fyrir handan.
Hún fæddist drottning.
Hún kvaddi drottning.
Guðmunda Rósa og Klara
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför bróöur mins,
HARALDARJÓNSSONAR.
Starfsfólki Grundar, sem annaöist hann siöustu æviárin, biöjum viö
blessunar meö hjartans þökk.
Fyrir hönd systkinanna.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug vlö andlát og
útför eiginmanns mins, fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa,
SIGURMUNDAR GUÐJÓNSSONAR,
Einarshöfn, Eyrarbakka.
Ágústa Magnúsdóttir,
Guörún Sigurmundsdóttir, Ólafur örn Árnason,
Jón Ingi Sigurmundsson, Edda BJÖrg Jónsdóttir,
Sigurmundur Arinbjarnason, Hugborg Síguröardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.