Morgunblaðið - 05.06.1985, Page 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1985
r
HITTUMST
A ÍSAFIRÐI
Á fyrsta stjórnarfundi að aftoknum fulltrúaráðsfundi á Þingvöllum
sl. haust, fóru fram umræður um hvar halda skyldi næsta landsþing.
Fulltrúaráðsfundurinn hafði staðið í tvo daga og voru þær konur, sem
þar höfðu verið mjög ánægðar með það fyrirkomulag. Gefist hafði
góður tími til formlegra fundahalda og einnig höfðu konur fengið
tækifæri til að ræðast við óformlega og stofna til kynna, sem ekki
hefði tekist ef hver hefði farið til síns heima að kvöldi.
Vegna hinnar góðu reynslu áhugi Sjálfstaeðiskvennafélags
ísafjarðar á að fá þingkonur í
heimsókn og var ákveðið að
landsþingið skyldi haldið á fs-
afirði, þar sem aðstaða virðist
öll mjög góð. Konurnar í Sjálf-
stæðiskvennafélagi fsafjarðar
hafa undanfarnar vikur unnið
ötullega að undirbúningi
landssambandsþingsins. Meðal
af fundinum á Þingvöllum voru
stjórnarkonur sammála um að
freista þess að halda næsta
landsþing utan Reykjavíkur-
svæðisins. Var leitað til aðild-
arfélaganna og þau hvött til
þess að kanna aðstöðu til þing-
halds hvert á sínum stað.
Fljótlega kom í ljós mikill
Landssamband sjálfstæðiskvenna
Heimavist Menntaskólans á fsafirði. Þar verður 15. landsþing LS haldið.
þess sem þær bjóða upp á með-
an á þinginu stendur er sýning
á handiðn vestfirskra kvenna,
farið verður um fsafjarðardjúp
með Fagranesinu og bærinn
skoðaður undir leiðsögn
heimamanna, þar á meðal
stærsta rækjuverksmiðja
landsins. Ennfremur verða
kvöldvökur og veglegt lokahóf.
Til þess að vekja athygli á
framleiðslu hins mikilvæga
sjávarútvegsbæjar, fsafjarðar,
býðst konum að taka með sér
heim á mjög hagstæðu verði
rækjur, hörpudisk, harðfisk og
hákarl.
Þegar er ljóst að þátttaka í
landsþinginu verður góð og auk
þingfulltrúa munu sækja það
margar konur af Vestfjörðum
og vænta sjálfstæðiskonur
góðs árangurs af þessari til-
raun til þess að auka fjöl-
breytni starfseminnar með
landsþingshaldi með nýju
sniði.
V
v_
Þróttmikið starf Landssam-
bands sjálfstæðiskvenna
15. landsþing Landssam-
bands sjájfstæðiskvenna verður
haldið á ísafirði 7.—9. júní nk.
Lýkur þá tveggja ára tímabili
þróttmikils félagsstarfs sjálf-
stæðiskvenna um allt land und-
ir forystu Halldóru J. Rafnar,
sem kjörin var formaður LS á
14. landsþinginu í Keflavík vor-
ið 1983. Aðrar í stjórn hafa ver-
ið Ásthildur Pétursdóttir, Kópa-
vogi, varaformaður, Erna S.
Mathiesen, Hafnarfirði, gjald-
keri, Esther Guðmundsdóttir,
Reykjavík, ritari, Birna Guð-
jónsdóttir, Sauðárkróki, Hulda
Guðbjörnsdóttir, Selfossi, Jóse-
fina Gísladóttir, ísafirði,
Ragnheiður Ólafsdóttir, Akra-
nesi, Sólrún Jensdóttir, Reykja-
vík, Svanhildur Björgvinsdóttir,
Dalvík, Svava Gunnlaugsdóttir,
Borgarnesi, Vigdís Pálsdóttir,
Keflavík, og Þórunn Sigur-
björnsdóttir, Akureyri. Einnig
var kosin í stjórnina Sigrún
Þorsteinsdóttir frá Vestmanna-
eyjum, en hún hætti störfum
eftir nokkra mánuði.
í tilefni loka kjörtímabils
stjórnarinnar þykir rétt að
skýra hér á síðunni frá helstu
atriðum í starfi LS undanfar-
in tvö ár.
Stjórnin setti sér það
markmið í upphafi að vinna
að aukinni þátttöku sjálf-
stæðiskvenna í flokksstarfinu
og vekja áhuga þeirra á þjóð-
málum. Hefur þeirri
ákvörðun verið fylgt eftir með
ýmsum hætti. Að tillögu
stjórnar LS skipaði miðstjórn
Sjálfstæðisflokksins nefnd
undir forystu Friðriks Soph-
ussonar, varaformanns
flokksins, til þess að kanna
orsakir þess að vaxandi fjöldi
kvenna tekur þátt í félags-
starfi utan „gömlu stjórn-
málaflokkanna". Skilaði
nefndin mjög fróðlegri
skýrslu með ýmsum ábend-
ingum um hvernig laða megi
konur til virkrar þátttöku í
flokksstarfinu.
Eins og ljóst er, þegar um
Stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna.
landssamband er að ræða,
búa stjórnarkonur dreift um
landið og vegna ferðakostnað-
ar og mikils tíma, sem fer í
ferðir, er ekki fært að halda
stjórnarfundi mjög oft. í upp-
hafi kjörtímabils fráfarandi
stjórnar var ákveðið að skipa
sex manna framkvæmda-
stjórn og hefur þessi tilhögun
tekist mjög vel. Stjórnar-
fundir hafa verið 7 á
kjörtímabilinu, en fram-
kvæmdastjórnin hefur hist 31
sinni.
Af samkomum, sem LS hélt
eða átti aðild að á kjörtíma-
bili fráfarandi stjórnar má
nefna ráðstefnu, sem haldin
var í Valhöll við Háa-
leitisbraut í mars 1984 í sam-
vinnu við Hvöt, félag sjálf-
stæðiskvenna í Reykjavík.
Þar var fjallað um efnið Frið-
ur — frelsí — mannréttindi.
Voru mörg fróðleg og afchygl-
isverð erindi flutt á ráð-
stefnunni og þau siðan gefin
út í myndarlegum bæklingi.
Fráfárandí stjórr tók upp
þaö nymæli að haida íull-
trúaráðsfund i Valhöli á Þing-
völlum haustið 1984. Sam-
kvæmt lögum landssam-
bandsins er gert ráð fyrir
slíkum fundi það ár sem
landsþing er ekki haldið, en
þetta er í fyrsta sinn, sem það
atriði laganna kom til fram-
kvæmda. Á fundinum, þar
sem sæti áttu um 50 fulltrúar,
voru einkum til umræðu
fimm málaflokkar og voru
samþykktar ályktanir um þá,
sem síðan voru prentaðar í
fréttabréfi LS og var það
tölublað fréttabréfsins gefið
út í 5 þús. eintökum. Þeir
málaflokkar, sem fulltrúa-
ráðsfundurinn ályktaði um,
voru: atvinnumál, efna-
hagsmál, fjölskyldu- og jafn-
réttismál, fræðslu- og
menntamál og utanríkismál.
í mars sl. hélt LS fund í
samvinnu við Hvöt í Reykja-
vík og fjallaði hann um at-
vinnumál.
Á kjörtimabilinu hefur LS
tekið þátt í starfi Friðar-
hreyfingar isl. kvenna og
Framkvæmdanefnd um
iaunamái kvenna. Ennfremur
tekur LS þátt i undirbúningi
loka kvennaáratugar Samein-
uðu þjóðanna.
LS á ekki formlega aðild að
neinum erlendum kvenna-
samtökum en haft hefur verið
óformlega samband við þá
flokka á Norðurlöndum, sem
hafa líka stefnu og Sjálfstæð-
isflokkurinn og skipst á gögn-
um og upplýsingum um starf
kvenna innan flokkanna.
Fulltrúar LS hafa sótt þing
hægri kvenna á Norðurlönd-
um og ráðstefnu um friðar- og
öryggismál, hvort tveggja í
Finnlandi.
I vetur var tekin upp sú ný-
breytni hér í Reykjavík á veg-
um Hvatar og LS að hafa opið
hús í Valhöll við Háaleitis-
braut eitt hádegi í mánuði.
Komu konur þangað, snæddu
léttan hádegisverð og skiptust
á skoðunum.
Aðildarfélög LS eru 17 tals-
ins og eru félagar á fjórða
þúsund. LS hexur skrifstofn i
Valhöd við Háaleitisbrauí. og
hefur Anna Borg gegnt störf-
um framkvæmdastjóra sam-
bandsins þetia kjörtímabii.
Hér aö t'raman var vikið aö
fréttabréfi LS, en það kom út
fjórum sinnum á kjörtímabil-
inu undir ritstjóm Ragnheið-
ar Ólafsdóttur. Annað af út-
gáfumálum er það að segja,
að eftir 14. landsþingið voru
gefin út þingtíðindi og sá
Esther Guðmundsdóttir um
útgáfuna. Loks er fyrirhuguð
útgáfa bókar í tilefni loka
kvennaáratugar Sameinuðu
þjóðanna og verður hún gefin
út í samvinnu við Hvöt. Rit-
stjóri bókarinnar er Bessí Jó-
hannsdóttir.
Að undanförnu hefur verið
unnið að undirbúningi 15.
landsþings LS, en hann hefur
mætt mest á sjálfstæðiskon-
um á ísafirði þar sem þingið
verður haldið, eins og fram
kemur annars staðar á síðu
þessari.
J
Umsjón: Sólrún Jensdóttir, Björg Einarsdóttir