Morgunblaðið - 05.06.1985, Side 46

Morgunblaðið - 05.06.1985, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNf 1985 Friðarfundur- inn í Sigtuna Svar við grein Hermanns Þorsteinssonar eftir Lárus Þ. Guðmundsson Morgunblaöið birti langa grein 21. maí 1985 eftir Hermann Þor- steinsson, á bls. 24 og 25 um fund er við sóttum í Sigtuna þ. 25. apríl sl. f máli H.Þ. gætir nokkurs mis- skilnings á því, sem þarna fór fram, er trúlega má rekja til þess að hann tók að sér að mæta á fundinn með mjög stuttum fyrir- vara á vegum biskups með sér- stakri fyrirbæn hans, m.a.: „eftir umræður á kirkjuþingum 1983 og 1984 um vandrædd friðarmál." Útnefning á fund þennan var á þann veg að Prestafélag fslands tilnefndi undirritaðan og kirkju- ráð staðfesti tilnefninguna, en ráöið tilnefndi hinn þátttakand- ann. Þátttakandi sá er kirkjuráð valdi forfallaðist, því mun mis- skilningur sá, sem fram kemur, væntanlega stafa af skorti á und- irbúningi. H.Þ. segir í greininni feitletr.: „Ég sagði friðar-fréttapistilinn frá fslandi ekki hafa gefið raun- sanna heildarmynd og því væri þörf fyrir viðauka til að rétta svo- lítið þá mynd, sem fundarmenn hefðu fengið ... “ (bls. 24). f nákvæmni þeirri sem H.Þ. hef- ur viðhaft, að tímamæla ræðutíma manna, hefur eitthvað skolast til af því, sem fram fór á fundinum. M.a. er rétt að fram komi að dr. Kjell Ove Nilsson, framkvæmda- stjóri Kirknasambands Norður- landa skrifaði mér bréf 15. apríl 1985 til Stjárnholm í Svíþjóð, þar sem ég sat sem gestur fund ferm- ingarfræðara. Hann óskaði eftir að ég segði frá friðarmálum á fs- landi í dag. Engin tímamörk á ræðutíma voru tilgreind þar né sið.ir. Bréfs þessa og beiðni fram- kvæmdastjórans gat ég í inngangi skýrslu minnar. Einnig má nefna að H.Þ. vitnar í grein sinni í Dr. Brákenhielm: „í framhaldi af frásögn Dahlén af hinni fyrirhuguðu alþjóðlegu kristnu friðar-rannsóknarstofnun ræddi dr. Carl-Reinhold Brák- enhielm, Uppsölum, spurninguna: Hvers vegna kristin (stofn- un??)... “ Dr. Brákenhielm hafði ætlað að ræða um hversvegna fyrirhuguð alþjóða-friðarrannsóknastofnun „life and Peace" ætti að vera krist- in. Dr. Brákenhielm forfallaðist og gat ekki mætt á fundinn! Að auki er rétt að fram komi að við, sem fundinn sátu, vorum ekki fulltrúar (delegates) eins og H.Þ. segir heldur þátttakendur (parti- cipants), og á því er reginmunur. Fréttafulltrúi kirkjunnar sr. Bernharður Guðmundsson var staddur í Svíþjóð í öðrum erindum kirkjunnar, en mætti á fundinn vegna óska þess þátttakanda, sem kirkjuráð hafði valið, en ekki sjálf- ur sem þátttakandi. Séra B.G. hristi því höfuðuð, þegar H.Þ. leit til hans um að hann segði frá að hérlendis væri engin friðarrann- sóknarstofnun, en „kraftmikil kirkja, sem rannsakaði ritning- arnar og boðaði allt Guðs ráð“. Þetta var umræðufundur guð- fræðinga og friðarrannsóknar- manna hjá ýmsum friðarvísinda- stofnunum í heiminum, og skýrir það hversvegna „ — vinirnir höfðu gjörsamlega gleymt móðurmál- inu.“ (bls. 24). Leiðrétting H.Þ. á máli mínu varð því lítið eitt út í hött. Fund- urinn fjallaði um friðarmál í dag, en ekki sögulegt yfirlit um mann- réttindamál, ófrið í heiminum fyrir fjörutíu árum, biskupafund ’83, (biskup íslands undirritaði ályktun þess fundar er H.Þ. segir „óyfirveguð-snoggsoðin") o.s.frv. Viðauki H.Þ. við „friðar-frétta- pistil“ minn um aðskiljanleg mannréttindabrot, heimsmál á þessari öld o.fl., en ekki friðarmál á Islandi í dag, er óviðkomandi umræðuefni fundarins. Af þessum ástæðum fer ég þess á leit við Mbl. að það birti skýrslu Sr. Lárus Þ. Guðmundsson „í Vestur-Evrópu hefur baráttan beinst gegn staösetningu skamm- drægra eldflauga, en hið hryggilega er aö nánast ekkert heyrist um friöarstarf í löndum kommúnismans í Austur-Evrópu.“ mína um friðarmál á Islandi, flutta í Sigtuna 25. apríl ’85, ásamt þessum formála. Skýrslan byggir á sögulegum staðreyndum, kirkjulegum sam- þykktum, frá Prestastefnum ’82 og ’83, samþykkt kirkjuþings ’83, riti Ratsjárnefndar varnarmála- deildar utanríkisráðuneytisins og öðrum ritum öryggismálanefndar. Ég hóf mál mitt á því að skýra stuttlega að skýrsla mín væri til- komin vegna beiðni Dr. Kjell Ove Nilsson, framkvæmdastjóra Kirknasambands Norðurlanda um að ég skýrði frá friðarumræðunni á tslandi. Ennfremur kynnti ég mig og sagði frá vali ísl. þátttak- endanna. Sögulegur inngangur 1. desember 1918 lýstu Islend- ingar yfir fullveldi lands og þjóðar í konungssambandi við Dan- mörku. Hlutleysisstefna á al- þjóðavettvangi var þá stór þáttur fullveldishugsjónarinnar. Vopn- lausir og herlausir mótuðu Islend- ingar afstöðu sína til heimsmál- anna, hvarvegna virtir, sem frið- arins menn I hörðum heimi. Á heimsstyrjaldarárunum síðari var hlutleysi landsins brotið, en á það var litið sem tímabundið neyðar- ástand enda var hvort tveggja endurreist strax að stríði loknu. En þá voru aðstæðurnar orðnar aðrar í heiminum, kjarnorkuöld var gengin í garð og ný stórveldi tóku að skipta jarðarkringlunni í áhrifasvæði sín á milli. AÖiId aö NATO 1944 var stofnað lýðveldi á ís- landi og aðeins fimm árum seinna gerðust íslendingar aðilar að Atl- antshafsbandalaginu og hafa til dagsins í dag tekið virkan þátt í samstarfi þess. íslendingar fengu fyrirheit um, við undirritun samningsins 1949, að hér yrði aldrei her á friðartím- um. En tveim árum seinna, 1951, kom amerískur her á vegum Atl- antshafsbandalagsins til landsins vegna þess að bandarísk stjórn- völd lýstu því yfir að nú væru ekki lengur friðartímar og þess vegna mætti samkv. samningnum senda varnarlið til Islands. Herinn hefur ennþá ekki farið frá Islandi, þar sem ekki hefur ennþá verið lýst yfir að friðartímar væru í heimin- um. Þrátt fyrir þessa staðreynd tala menn um 35 ára NATO-frið og sverja og sárt við leggja að eng- ar áætlanir séu uppi um að koma fyrir kjarnorkuvopnum á friðar- tímum. Friöarbarátta Fundarmenn þekkja friðarbar- áttuna hver í sínu landi. Friðar- baráttan beinist gegn hervæðingu í hinum ýmsu löndum og lands- hlutum. I Vestur-Evrópu hefur baráttan beinst gegn staðsetningu skammdrægra eldflauga, en hið hryggilega er að nánast ekkert heyrist um friðarstarf I löndum kommúnismans í Austur-Evrópu. I Bandaríkjunum hefur verið bar- ist gegn framleiðslu kjarnorku- vopna og stjórnmálaleiðtogar þar, eins og Hatfield og Kennedy, kröfðust frystingar á vopnvæðing- unni. I Skandinavíu börðust menn fyrir kjarnorkuvopnalausum Norðurlöndum. Og hvað geta íslendingar gert. Skerfur okkar getur aldrei verið stór í augum umheimsins og kannski aðeins táknrænn í okkar aðstæðum en hér eigum við heima og verðum að leggja fram okkar skerf. LýÖræÖiÖ í reynd Lýðræðið er hornsteinn allrar friðarbaráttu í heiminum, en herveldin lúta ekki slíku, en þröngva fram vilja sínum án til- lits til almenningsálitsins. Þetta þekkjum við heima á Islandi. Gott dæmi eru áform Atlantshafs- bandalagsins um að byggja tvær nýjar herratsjárstöðvar í landinu þrátt fyrir að skoðanakannanir sýni að u.þ.b. helmingur íbúanna á landvísu sé á móti, og á væntan- legum heimaslóðum þessara stöðva er andstaðan öflug. Utan- ríkisráðherra landsins hefur lýst því yfir opinberlega að radar- stöðvarnar verði byggðar, hvað svo sem fólk segi, en það er samt augljóst að Islendingar hafa hvorki átt frumkvæði né beðið um að þessar herratsjárstöðvar yrðu reistar. Almenningur biður ekki um vígvæðingu eða kjarnorku- vopn. Upphaf friðarbaráttunnar á ís- landi var gegn þátttöku íslands í Atlantshafsbandalaginu. And- staðan var að mestu leidd af sósí- alistum og mörgum fannst flokks- pólitískur keimur af baráttu þeirra. Andstæðingarnir urðu aldrei fjölmennir og nutu ekki við- urkenningar alls almennings. Rannsóknir hafa nú leitt í ljós að mikill meirihluti Islendinga vill áframhaldandi þátttöku I banda- laginu. Mönnum var ljóst að með sósíalista að mestum hluta var ekki grundvöllur fyrir raunsæja almenna friðarhreyfingu. FriÖarbarátta kirkjunn- ar, prestastefnur o.fl. I þessum félagsskap þarf ekki að útskýra um hvað friðarmál snerust í Evrópu frá 1980 og þar eftir. Straumar, sem leika um Evrópu, berast oft seinna til Is- lands og því var það ekki fyrr en árið 1982 að friðarblómið tók að vaxa upp úr grassverðinum. Á bjartri sumarnóttinni þ. 26. júní 1982 samþykkti Prestastefnan samhljóða að leiðin til heimsfrið- Þijú norræn hljóðfæri: Langelek, Kantele og Langspil eftir Önnu Þórhallsdóttur Hljóðfæri þau sem ég fjalla um mönnum til fróðleiks og ábend- ingar eru aldagömul menningar- tæki tilheyrandi alþýðu landanna. Þau eru hinir mestu kjörgripir, smíðaðir af landsmönnum sjálfum og hönnuð af tónmenntuðum mönnum, því leikið er á þau eftir nótum. Vegna margskonar orsaka hafa öll hljóðfærin átt í vök að verjast í gegnum aldirnar, en eng- inn veit hve gömul þau eru. Það hefir verið sveiflukennt hve mikil útbreiðsla þeirra hefir verið og kunnátta að leika á þau. Eftir að nútíma hljóðfæri ruddu sér braut, fór hagur þessara heimagerðu hljóðfæra hnignandi. Þau voru lögð til hliðar, komið fyrir á þjóð- minjasöfnum og hefðu verið þar til eilífðarnóns ef nútíminn hefði ekki komið auga á þessa stórkost- legu arfleifð, það er, gömlu hljóð- færin og sönglistina frá fyrri öld- um. Þjóðlög allra landa voru hafin til vegs og virðingar og hljóðfærin gömlu fylgdu með. I þeim felst einskonar rúnaletur um þjóðlega hætti og allt milli himins og jarð- ar. Það sem hljóðfærin þrjú eiga sameiginlegt er, að þau eru strengjahljóðfæri sem liggja á borði þegar leikið er á þau. Áð öð- ru leyti eru þau frábrugðin hvert öðru. Strengjahljóðfærum er skipt í flokka eftir því hvernig leikið er á þau. Langeiek og kantele eru köliuð grip-strengjahljóðfæri, það er gripið í strengina með fingrun- um eða með beinflís. Langspilið er bogastrengjahljóðfæri, á það er leikið með boga (gamaldags). Á langelek (norskt) eru átta streng- ir, einn melódíustrengur og oftast sjö undirleiksstrengir. Það er hljómsterkast af þessum hljóðf- ærum. Kantele (finnskt) er minnst og hefir fimm strengi og ótal marga millistrengi. Langspilið (ís- lenskt) þekkja flestir síðan mér tókst að endurvekja það árið 1961. I alfræðaorðibókum er það talið þriggja strengja hljóðfæri. I gegn- um aldirnar hefir það haft einn til fjóra strengi. Langspil geta verið mismunandi á lengd og eru með nótnastokk á þeirri hlið sem er nær langspilsleikaranum. Á mínu hljóðfæri, sem er talið vera besta gerð, er einn melódíustrengur og tveir undirleiksstrengir. Það er smíðað af einum besta fiðlusmið Danmerkur, Svend Jensen, sem nú er látinn. Hljóðfærið mitt er smíð- að eftir langspili sem varðveist hefir í dönskum söfnum frá árinu 1770. Sú gerð var ekki til í íslensk- um söfnum þegar ég kom heim 1961 frá Kaupmannahöfn flytj- andi þennan sögulega gimstein ís- lensku þjóðarinnar með flaggskip- inu Gullfossi. Langspilið mitt lifir góðu lífi hér heima hjá mér. Af því hefi ég mikið yndi. Arið 1974 var útgefin í Mílanó, Ítalíu, hæggeng stereo hljómplata með þrjátíu og fjórum íslenskum þjóðlögum og langspils- leik. Hún er gefin út undir alþjóðamerkinu „Albatros" af þekktum ítölskum þjóðlagasér- fræðingi og safnara. Margar þjóð- ir heims hafa komið þjóðlögum sínum og gömlum hljóðfærum á framfæri hjá þessu hljómplötu- fyrirtæki. Á þessari hringferð plötu minnar um hnöttinn hefi ég fengið góðar kveðjur frá óþekktu fólki. Nú síðast frá Kanada. Áhugaleysi Islendinga á því að læra að leika á sitt þjóðarhljóð- færi er algjört og ég talin vera sú eina sem leik á það, jafnvel þó ég hafi gert margar tilraunir til að veita fræðslu um það og vekja áhuga á því. Enginn möguleiki hefir verið á því að stofna skóla fyrir allt fs- land með langspilskennslu fyrir augum, en nú hefir stórt útgáfufé- lag gefið mér ádrátt með að gefa út fyrir mig litla kennslubók í langspilsleik. Vonandi endist mér aldur til að fullgera slíkt rit. Bók- in hans Ara Sæmundsen gefin út á Akureyri árið 1855 var stórkostleg hjálp fyrir mig þegar ég var að glíma við að endurvekja hljóð- færið sem enginn íslendingur vissi lengur hvernig átti að leika á. Rit þetta er ófullnægjandi. Nýlega voru gefin út tvö íslensk frímerki með langspilinu og gömlu tveggja strengja fiðlunni, hún er óendurvakin. Það voru mér mikil vonbrigði þegar mitt fullkomna hljóðfæri var ekki valið á frímerk- ið, á því er mynd af hljóðfæri sem hangir upp á vegg í Þjóðminjas- afninu. Við hlið þessa sama hljóðfæris er annað gamalt lang- spil með nótnastokkinn á öfugri Anna Þórhailsdóttir „Það sem hljóðfærin þrjú eiga sameiginlegt er, að þau eru strengja- hljóðfæri sem liggja á borði þegar leikið er á þau. Að öðru leyti eru þau frábrugðin hvert öðru“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.