Morgunblaðið - 05.06.1985, Side 47
MORGUNBLAÐID, MIDVIKUDAGUR 5. JÚNl 1985
47
ar byggðist á kristnum boðskap og
kirkjulegri hefð.
Prestastefnan segir: „Vér minn-
um á, að friður er afleiðing af
réttlæti. — Vér fordæmum geig-
vænlegan viðbúnað í heiminum —
meðan stór hluti mannkyns svelt-
ur. Vér bendum á að málefni frið-
ar og afvopnunar séu ofar flokks-
sjónarmiðum stjórnmálaflokk-
anna. í málefnum friðar og af-
vopnunar hljóta allir menn að
vera kallaðir til ábyrgðar. Vér
æskjum þess að kirkjustjórnin
taki höndum saman við alla
stjórnmálaflokka landsins til um-
ræðu um friðarmál og beinum því
til biskups að hafa forgöngu í því
efni.“
Þetta sumar festi þessi grasrót-
arhreyfing rætur. Konur úr öllum
stjórnmálaflokkum og ýmsum
samtökum komu saman til um-
ræðufundar og ályktuðu m.a. í
anda samþykktar Prestastefnunn-
ar Eðlisfræðingar, læknar, lista-
menn, sálfræðingar og fleiri
fylgdu í kjölfarið en alls urðu frið-
arhóparnir a.m.k. 17 sem skipu-
lögðu 10 daga fjölbreytta ráð-
stefnu, sem lauk með samveru við
krossinn á Föstudaginn langa og í
ljósi vonarinnar á páskadag þar
sem biskupinn var aðalræðumað-
urinn.
Á Lútersári 1983 gaf Presta-
stefnan aftur út yfirlýsingu um
frið á jörðu og vitnaði sérstaklega
til Lúthers sjálfs. Þar segir m.a.:
„Lúther brýnir hvern kristinn
mann að taka trú sína alvarlega
og þora að breyta samkvæmt
henni á vettvangi þjóðlífsins — og
á því að fjalla um hvert mál er
varðar líf og heill einstaklinga og
samfélags. Ekkert er kristnum
manni óviðkomandi." Ennfremur:
„Að kristnir menn sameinist gegn
og fordæmi vígbúnaðarhyggju og
vinni að auknum skilningi, vináttu
og friði þjóða milli."
Kirkjuþing 1983
og 1984
Sama ár samþykkti Kirkjuþing
eftirfarandi: „Kirkjuþing 1983
skorar á íslendinga og allar þjóðir
heims að vinna að friði f heimi,
stöðvun vígbúnaðarkapphlaups og
útrýmingu gjöreyðingarvopna.
Þingið beinir því til stjórnmála-
flokkanna og ríkisstjórnarinnar
að fylgja þessu máli eftir bæði
innanlands sem á alþjóða vett-
vangi. Þingið lýsir samstöðu með
þeim samtökum, sem vinna að
friði, frelsi og mannréttindum á
þeim grundvelli, sem Kristur boð-
ar, og brýnir fyrir íslendingum að
meta það frelsi, sem þjóðin býr
við, og nýta það til þess að skapa
hlið. Menn skyldu varast að taka
slíka fyrirmynd nema að nótna-
stokkurinn verði fluttur á sinn
stað. í fyrirhuguðu kennsluriti
verður gerð fagteikning af mínu
hljóðfæri svo auðvelt verði að
smíða eftir því.
Hér á landi eru stórir hópar
ferðafólks frá Noregi og Finnlandi
sem flutt hafa með sér mikið af
allskonar hljóðfærum. Finnskir
tónlistarmenn hafa með sér gömul
hljóðfæri, þar á meðal kantele
sem var næstum gleymd og grafin
þar til 1835 eftir útkomu Kalevala
þjóðkvæðanna, þá var kantele haf-
in til vegs og virðingar. Kvæðin
voru sungin við undirleik þjóðar-
hljóðfærisins.
Hjálpræðisherinn á fslandi er
níutíu ára gamall um þessar
mundir. Norskir Hjálpræðismenn
setja svip á bæinn. Þeir komu með
stóran hornaflokk og mikið af
öðru tónlistarfólki. Ekki held ég
að langelek sé með í ferð þeirra,
enda er talið að fáir leiki á það.
Ein íslensk kona, frú Guðrún
Sveindóttir, á langelek og hefir
leikið á það.
Ég lýk þessari grein minni með
að óska Hjálpræðishernum í
heiminum mikillar farsældar. Ég
kaupi Herópið og dáist að hjálpar-
starfi hans og einlægri bænrækni.
réttlátari heim, þar sem almenn
afvopnun verður liður í þeirri
nýskipan efnahagsmála að lifgæð-
um verði jafnað meðal jarðar-
barna allra."
Þessi samþykkt var gerð eftir
miklar og heitar umræður.
Þessi samþykkt er vissulega ek-
ki bindnandi fyrir sérhvern krist-
inn mann, en er eins konar vegvís-
ir þeim, sem vilja eða verða að
fjalla um þessi efni í predikun eða
fræðslu safnaðarins.
Friðarhópur vest-
firskra presta
Næsta skref í friðarbaráttunni
var yfirlýsing Friðarhóps presta á
Vestfjörðum og ýtti hún við þeim
sem um stjórnmál fjalla á síðum
dagblaðanna, en Atlantshafs-
bandalagið hefur einmitt á prjón-
unum að byggja herratsjárstöð í
þeim landshluta. Prestarnir árétt-
uðu fyrri samþykktir Prestastefna
og þeir áttu frumkvæði að skipu-
lagningu á þverpólitiskri hreyf-
ingu gegn ratsjárstöðvunum en í
henni eru flestir læknar, skóla-
stjórar, formenn stéttarfélaga og
margir sveitarstjórnarmenn á
Vestfjörðum.
Þessi hreyfing hleypti af stað
rnikilli friðarumræðu í landshlut-
anum, en þar eru einnig margir
fylgismenn að byggingu ratsjár-
stöðvanna. Ástæður þeirra eru að
þær auki á öryggi, samábyrgð með
Atlantshafsbandalaginu og hugs-
anlega auki bygging þeirra atvin-
nu í fjórðungnum.
Þetta frumkvæði prestanna hef-
ur leitt til umræðu um hvort þeir
hafi umboð og rétt til slíkra gerða
og heyrst hefur að þeir dragi úr
trúverðugleika kirkjunnar og ör-
yggi þjóðarinnar. Én menn hafa
einnig farið að hugleiða hlutverk
íslands í samstarfi Atlantshafs-
bandalagsins. Prestarnir á Vest-
fjörðum hafa á engan hátt mót-
mælt þátttöku íslands í bandalag-
inu, en þeir álíta það á engan hátt
sem sjálfgefið að samþykkja allar
gerðir NATO og áætlanir umhugs-»
unar- og umyrðalaust. Ég vil
endurtaka þetta, því þetta er
grundvallaratriði, margir okkar
Útgeröarmenn —
Smábátaeigendur
Dýptamælar
fyrir minni béta.
Hagstætt verð
Sjálfstýringar
tyrir minni og atærri skip,
með eða én dœlubúnaöar,
12 eða 24 volt.
Hagstætt verð. Leitiö
upplýsinga.
RArEINDATÆKJAÞjONUSTA
Árna Marinússonar
Grandagarði 18,
101 Reykjavík, sími 29510.
eru NATO-sinnar, en álíta að það
sé á engan hátt sjálfgefið að sam-
þykkja allar gerðir NÁTO og áætl-
anir umhugsunar- og umyrða-
laust.
Vegna hinna almennu sam-
þykkta um frið og réttlæti á fyrri
Prestastefnum og á Kirkjuþingi
var ratsjárstöðvarmálið á Vest-
fjörðum og Norð-Austurlandi tek-
ið upp á Kirkjuþinginu 1984 í
þeirri trú að eðlilegt væri að
hrinda í framkvæmd á raunhæfan
hátt þessum stefnumarkandi sam-
þykktum kirkjulegra aðila og á
þann hátt styddi Kirkjuþingið
raunhæft friðarstarf prestanna á
heimavettvangi, friðarstarf, sem
að öllu leyti byggði á samþykkt
Kirkjuþingsins.
Tillagan náði ekki fram að
ganga á Kirkjuþinginu. En heima
í héraði hélt vinnan áfram með
fundum, útgáfustarfsemi og um-
ræðum í hinum litlu sjávarpláss-
um.
Bænaskrár
Sagan endurtekur sig. Áður fyrr
sendu Islendingar bænaskrár til
konungsins þar sem þeir fóru
fram á ákveðnar úrbætur, sem
gerðu þeim kleift að lifa lífinu í
harðbýlu landi við mennskar að-
stæður. Forsætisráðherrann hefur
nú móttekið slikar bænaskrár frá
þessum landshlutum.
Sennilega þarf að senda margar
bænaskrár í framtíðinni. Sam-
kvæmt opinberri yfirlýsingu utan-
ríkisráðherrans er áætlað og þeg-
ar byrjað að byggja ný sprengju-
held flugskýli, fá til Keflavíkur
fleiri og öflugri orrustuþotur og
byggja nýja olíubirgðahöfn. Fjar-
skiptakerfi Pósts og síma og
Landhelgisgæsluna á að samhæfa
þessum áformum. Að auki á að
byggja aðalstjórnstöð í Keflavík
til þess að tengja þessa hernað-
arstarfsemi öðrum varnarkerfum
Atlantshafsbandalagsins.
Lokaorð
Það er álit mitt að'hernaðar-
mikilvægi landsins í dag sé slíkt,
sem raun ber vitni blátt áfram
vegna hernaðaráforma og aðgerða
en ekki vegna forsjónar Guðs, þeg-
ar hann tyllti þessari litlu eyju
rétt neðan við heimskautsbaug-
inn, þar sem hún hefur staðið í
friði um aldir frá því hún var
sköpuð án þess að nokkrum öðrum
þjóðum stafaði hætta af henni og
við biðjum um áframhald þess.
Höíundur er prófastur í Holti í Ön-
undarfirdi.
Sumarhótelið
Reykjanesi
Isafjarðardjúpi
Opnuöum 1. júní. Gisting og allar veitingar. Einnig
tökum viö að okkur stóra hópa og veislur. Upplýs-
ingasími 94-4844.
Veriö velkomin.
KÖFUNARNÁMSKEIÐ
Nú gefst einstakt tækitæri til aö kynnast
undraheimi undirdjúpanna og læra froskköfun.
O
Námskeið verða haldin á Farfuglaheimilinu
Reykjanesi. Þau eru í 8 daga hvert og standa
öllum opin. Hverju námskeiði lýkur með prófi sem
miðast við tveggja stjörnu alþjóðleg réttindi til
sportköfunar.
Innifalið í námskeiðsgjaldi eru ferðir, gisting. fullt
fæði, afnot af öllum nauðsynlegum búnaði auk
annarra kennslugagna.
Fyrsta námskeiðið hefst 22. júní 1985.
H.
BOWIE
sjálfur
Sýnum á risaskjánum á
dansgólfinu í kvöld 20.
mín. mini bíómynd meö
David Bowie er nefnist
Jazzing for blue jean, sem
byggir á samnefndu lagi.
Mynd þessi er hin
skemmtilegasta og hefur
ekki sést hér á landi áöur.
Ennfremur sýnum viö önn-
ur vinsæl Bowie lög frá
Fálkanum svo sem This is
not America og Loving the
alien og svo auövitaö öll
nýjustu lögin.
ÓÐAL
llöfundur er söngkona.