Morgunblaðið - 05.06.1985, Page 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1985
llndankeppni HM í knattspyrnu:
Tekst okkur að vinna
Spánverja í næstu viku?
LANDSLEIKUR íslands og
Spánar í 7. riöli heimsmeist-
arakeppninnar í knatt-
spyrnu veröur á Laugardals-
leikvangi miövikudaginn 12.
júní kl. 20.00.
Daginn áöur, 11. júní, fer
fram landsleikur, sem er liö-
ur í Evrópukeppni undir 21
árs Ísland-Spánn á Kópa-
vogsvelli og hefst hann kl.
20.00.
Bæöi landsliö Spánar
koma til íslands 9. júní nk. og
munu dvelja á Hótel Loftleiö-
um og fara eftir landsleikinn
12. júní.
Mikill áhugi er ríkjandi fyrir
iandsieiknum, ekki síst eftir
mjög góöa frammistööu ís-
lenska landsliösins gegn
Skotum á dögunum og telja
Spánverjar leikinn afar þýö-
ingarmikinn, sem dæmi um
áhuga þeirra koma til lands-
ins meö liðinu 50 fréttamenn
auk spánskra gesta.
Þess skal getiö aö landsliö
íslands undir 21 árs hefur
staöiö sig mjög vel þaö sem
af er þessari keppni. Skotar
hafa þegar lokiö keppni og
hlotiö 3 stig og eru úr leik,
Spánverjar eru einnig meö 3
stig og íslands meö 2 stig, en
þessi liö eiga eftir aö leika
saman heima og heiman.
Forsala aögöngumiöa
hefst fimmtudaginn 6. júní og
veröur í bifreiö á Lækjartorgi,
í versluninni Óöni á Akranesi,
Sportvík í Keflavík og á Akur-
eyri hjá Feröaskrifstofu Akur-
eyrar. Laugardaginn 12. júní
veröur miöasala á Lækjar-
torgi og Laugardalsvelli frá
kl. 10.00 f.h.
Dómari í A-landsleik ís-
lands og Spánar er Andre
Daina frá Sviss en hann
dæmdi leik Liverpool og Ju-
ventus 8. júní sl. í Brussel þar
sem hin óhugnanlegi harm-
leikur átti sér staö.
Dómari í leiknum undir 21
árs veröur einnig frá Sviss,
Georges Sandoz, og línu-
veröir í báöum leikjum Phil-
eppe Mercier og Werner Li-
ebi. Eftirlitsmaöur UEFA og
FIFA á þessum landsleikjum
veröur Paul Hyldgaard frá
Danmörku.
Undirbúningur fyrir þenn-
an leik er í fullum gangi og er
• Ragnar Margeirsson ÍBK hefur leikiö mjög vel meö ÍBK, ekki er Stefnt aö því aö vanda til
ólíklegt aö hann komi í staö Péturs Péturssonar í framlínuna. hans eins og kostur er.
Spánverjar verða
erfiðari en Skotar
— segir Teitur Þóröarson fyrirliði
Leikurinn heima gegn Spén-
verjum veröur erfiður. Erfiðari en
leikurinn gegn Skotum. Spán-
verjar leika allt öðru vísi knatt-
spyrnu; þeir eru leiknari, fljótari é
sér og spila léttan bolta. Þetta
gerir okkur erfitt fyrir. En ég er
samt nokkuð bjartsýnn og hræö-
ist þá ekki, sagöi Teitur Þórðar-
son fyrirliði íslenska landsliösins
er Morgunblaöiö ræddi við hann í
gærdag og innti hann eftir lands-
leiknum viö Spánverja sem fram
fer í næstu viku.
„Þetta er spurning um andlegt
hugarfar, vilja og kraft hjá okkur.
Viö lékum mjög vel gegn Skotum
og eigum aö geta staöiö okkur
jafnvel gegn Spánverjum takist
okkur vel upp.“
— Áttu von á því aö liöinu frá
síöasta leik veröi breytt?
Nei, þaö væri einkennilegt ef liö-
inu yröi breytt eftir svoleiöis leik.
Ég á ekki von á því aö nokkur
breyting veröi.
— Hvenær leikur þú þinn síð-
asta leik í Sviss?
Ég á aö leika minn síöasta leik í
Sviss 19 júni. En Öster er aö reyna
aö fá mig lausan svo aö ég geti
leikiö meö þeim sama dag í úrslita-
leik sænsku bikarkeppninnar og
ég vona aö ég fái leyfi til aö leika
þann leik Þaö yröi óskaplega
gaman aö fá aö taka þátt í honum.
Þaö veröur spennandi fyrir mig aö
snúa aftur til Svíþjóöar og líka
skemmtilegt að leika aftur með
Öster. En þaö veröur allt annaö en
létt. Þaö gekk svo vel hjá mér síö-
ast meö liðinu aö fólkiö krefst þess
án efa aö ég standi mig jafnvel.
Liöi Öster hefur gengiö mjög vel
aö undanförnu, þaö eru aöeins þrir
leikmenn eftir i liöinu sem léku
með mér svo miklar breytingar
hafa átt sér staö, sagöi Teitur
Þórðarson sem snýr aftur til Sví-
þjóðar eftir aö hafa dvaliö fjögur ár
i Frakklandi og fimm mánuöi i
Sviss.
— ÞR.
• Teitur Þóróarson ásamt fjölskyldu sinni. Nú flytja þau sig um set og flytjast til Svíþjóöar aftur. En þar
mun Teitur leika meö öster.
• Pétur Pétursson er í
leíkbanni og veróur því ekki
meö gegn Spénverjum (
næstu viku.
Pétur
ekki meö
Knattspyrnusambandi Is-
lands hefur borist skeyti þess
efnis frá knattspyrnusam-
bandi Evrópu aó Pétur Pét-
ursson sé kominn í leikbann
og geti því ekki leikió meö í
undankeppní HM á móti
Spánverjum í næstu viku. Pét-
ur fékk gult spjald í leiknum
gegn Wales í fyrrahaust og
gult spjald í leiknum gegn
Skotum á Laugardalsvellinum
í maí síöastliönum.
Þaö er mjög bagalegt aö
Pétur skuli ekki geta leikiö meö
gegn Spánverjum. Pótur var
einn besti maöur íslenska
landsliösins gegn Skotum. Sí-
vinnandi, haföi mikla yfirferö og
ógnaöi mjög vel. Þá er Pétur
einn af þessum leikmönnum
• Siguröur Jónsson á enn
viö meiösl aö stríöa og verö-
ur varla oröinn góöur fyrir
leikinn á mióvikudag.
sem ávallt skila mjög góöum
leik þegar um landsleik er aö
ræöa.
Þá er líka nokkuö víst aö
Siguröur Jónsson leiki ekki
meö. Hann er enn meiddur og
þrátt fyrir aö hann hafi veriö í
meðferö hjá læknum er hann
enn þaö slæmur í ökklanum aö
litlar likur eru taldar vera á þvi
aö hann veröi oröinn nægilega
góöur. Þaö er því mikil blóö-
taka sem landsliðshópurinn
hefur oröiö fyrir aö missa þessa
tvo góöu leikmenn.
— ÞR