Morgunblaðið - 05.06.1985, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 05.06.1985, Qupperneq 56
SEAÐFESTIÁNSTRAUST OPINN 10.00-00.30 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 30 KR. Gekk níunda unganum í móðurstað Það gerist margt við Tjörnina á góðviðrisdögum. Þessi unga Reykjavíkurmær heldur á andarunga sem lenti í ýmsu nýlega, en eftir sólarhring var hann aftur kominn heilu og höldnu til félaga sinna á Tjörninni. Sagt er nánar frá ævintýrum ungans á bls. 4. Morgunblmöi8/Bj»rni. Húftryggingar hækka um 68,7 % — og sjálfsábyrgðin um 91—119% MEÐALIÐGJÖLD kaskótrygginga hækka um 68,7 % á gjaiddögum í ár. Jafn- framt hækkar sjálfsábyrgð tryggingataka um 91—109%. Tryggingaeftirlitið hcfur fallist á niðurstöður Samstarfsnefndar íslensku bifreiðatryggingafélag- anna, sem ákvað þessar hækkanir, að því er segir í fréttatilkynningu frá ncfndinni. { tilkynningunni segir að síðasta ár hafi almennt verið slæmt ár í bifreiðatryggingum. „Iðgjöld ábyrgðartrygginga ökutækja hækkuðu aðeins um 10% og iðgjöld kaskótrygginga um 20%. Hins veg- ar hækkaði almennt verðlag á ár- inu um 25—30% varlega áætlað. En það sem verra var, almennt verðlag á tjónum hækkaði meira, eða á bilinu 35—45%. Jafnframt fjölgaði tjónum og þau urðu alvar- legri. Afleiðingin varð mjög erfiður rekstur bifreiðatrygginga al- mennt,“ segir í tilkynningunni. Þar segir ennfremur að eins og undanfarin ár hafi tryggingafræð- ingur reiknað út sameiginlega stöðu kaskótrygginga bifreiða fyrir árið 1984 og 1985. Þau gögn hafi verið send Tryggingaeftirlitinu til athugunar. Með tilliti til þessa „svo og eins árs áætlun fram í tímann til gjalddaga þessarar trygginga- greinar á árinu 1986, þar sem gera má ráð fyrir a.m.k. 30% hækkun tjónakostnaðar, má Ijóst vera að hækkunarþörfin í þessari trygg- ingagrein er rnikil," segir í tilkynn- ingunni. Samstarfsnefndin sendi Trygg- ingaeftirlitinu bréf 31. maí sl. þar sem tilkynnt var um hækkunina. Nokkrar hliðarráðstafanir voru gerðar jafnhliða hækkuninni, aðal- lega vegna endurskoðunar á ið- gjaldaskrám, segir þar. „Nokkrir áhættuflokkar voru hækkaðir eða lækkaðir innbyrðis vegna mismun- andi tjónareynslu (mesta hækkun umfram meðaltal var 10% og mesta lækkun á sama hátt 10%), breyting var gerð á aldursflokkum og nokkrar tilfærslur voru gerðar á bifreiðum í 1. áhættuflokki, sem byggðist á varahlutaverði þeirra bifreiðategunda. Allar þessar breytingar voru byggðar á töl- fræðilegum niðurstöðum," segir í fréttatilkynningu Samstarfsnefnd- ar íslensku bifreiðatryggingafélag- anna. _ Kröfur BSRB: Kaupmáttar- trygging og meiri laun Bændur vilja stöðva landbúnaðar frum varpið „Hvet alls ekki til þess að afgreiðslu sé frestað,“ segir forsætisráðherra MISMIKILLAR bjartsýni gætir nú í herbúðum stjórnarliða, hvort frum- varpið um ný framleiðsluráðslög verður að lögum á þessu þingi. Hall- dór Blöndal, einn nefndarmanna í landbúnaðarnefnd neðri deildar, tel- ur að svo geti orðið, en Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra seg- ist ekki vera bjartsýnn, þar sem bændur hafi úskað eftir rýmri tíma til þess að kynna sér frumvarpið og koma fram með breytingartillögur. Hann segist þó engan veginn vera talsmaður þess að afgreiðslu frum- varpsins verði frestað. landbúnaðinum út úr þeirri blind- götu, sem hann stefnir alltaf lengra inn í.“ Steingrímur sagðist ekki vera bjartsýnn á að frumvarp- ið yrði að lögum á þessu þingi, því bændur vildu gjarnan fá að fjalla betur um málið og ræða það sín á milli. Hann sagði að fulltrúar Stéttarsambands bænda hefðu gengið á fund sinn og Þorsteins Pálssonar í fyrradag, og lýst þeim vilja sínum að þeir vildu fá ráðrúm til þess að kynna málið meðal sinna manna og fjalla betur um það. Forsætisráðherra sagðist í sjálfu sér ekki telja ósk bændanna neitt óeðlilega, en á það bæri einnig að líta að svo gæti ekki fram haldið eins og nú væri, að mjólkurfram- leiðsla ykist og bændur hugsuðu einungis um eigið skinn, en ekki fjöldann. „Menn virðast bara ekki taka sönsum, margir hverjir, held- ur setja á fleiri og fleiri kýr og meðan svo er, þá verður að taka mjög hart á því. Ég hvet því alls ekki til þess að afgreiðslu þessa frumvarps verði frestað," sagði for- sætisráðherra. Viðræður VSÍ og landssambanda ASÍ: B8RB hefur sett fram hugmyndir um nýjan kjarasamning, sem bandalagió vill gera við ríkið. Gerir stjórn og samninganefnd BSRB ráð fyrir að samningurinn gildi frá 1. júní sl. til 31. ágúst á næsta ári. Tillaga um þetta var samþykkt samhljóða á fundi stjórnar og samninganefndar BSRB í gær. Tillögurnar eru samhljóða þeim hugmyndum, sem ASÍ setti fram í viðræðum sínum við Vinnuveit- endasamband Islands á mánudag- inn. Þannig gera tillögur BSRB ráð fyrir „rauðum strikum", einskonar vísitölubindingu, opnunarákvæð- um, gengistryggingu, að launakerfi verði fært til samræmis við launa- stiga BHM skv. úrskurði kjara- dóms, meiri launahækkunum en felast í nýlegum tillögum VSl og að sérkjarasamningar verði gerðir jafnhliða viðræðum um aðalkjara- samning. Tillögur BSRB og ASÍ eru birtar í heild á bls. 30 í blaðinu í dag. Næstu tveir dagar skera úr um áframhald viðræðnanna — segir framkvæmdastjóri VSÍ — Landssambandi vörubflstjóra boðið að ganga í VSÍ Halldór Blöndal sagði ennfrem- ur: „Landbúnaðarnefnd hefur setið á löngum og ströngum fundum, með sérfræðingum sem hún hefur kallað fyrir sig, og nefndin er nú með athugasemdir þessara aðila til athugunar.“ Hann sagðist halda að það væri almenn skoðun meðal bænda að sú grundvallarbreyting sem lögð væri til með frumvarpinu væri til bóta, þó einstök atriði crkuðu tvímælis, og að áherslu- munur væri á milli stjórnarflokk- anna um einstök atriði. „Ég vil mega trúa því að við leysum þau mál, þannig að þetta frumvarp nái fram að ganga á þessu þingi,“ sagði Halldór. Hann sagði jafnframt að þessi mál myndu skýrast í þessari viku. „Ég hefði kosið að framleiðslu- ráðslögin færu í gegn á þessu þingi;“ sagði Steingrímur Her- mannsson í gær, „því ég held að það sé ákaflega tímabært að koma „ÞAÐ skýrist á næstu tveimur dög- um eða svo hvert framhaldið verður í þessum viðræðum," sagði Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands, í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær eftir fundi samninganefndar VSÍ með fulltrúum tveggja lands samhanda innan Alþýðusambands- ins. Framkvæmdastjóm VSÍ ítrekaði á fundi sínum í gær að ekki kæmi til greina að semja um sjálfvirka vísitölubindingu launa, eins og Al- þýðusambandið hefur gert kröfu um, síðast í skjalinu „sameiginleg samningsatriði", sem lagt var fram í fyrradag. „Við teljum þá kröfu ASÍ óaðgengilega en við erum stað- ráðnir í að reyna til þrautar að finna lausn á þeim vanda, sem blasir við okkur," sagði Magnús Gunnarsson. Samninganefnd VSÍ fékk í gær endurnýjað umboð til að halda áfram viðræðum við aðildarfélög og -sambönd ASl á næstu dögum. Nefndarmenn VSl ræddu í gær við fulltrúa Sambands byggingamanna án þess að ákveðin niðurstaða feng- ist „nema sú“, sagði Magnús, „að við viljum reyna að finna heildar- lausn á vandanum". Síðar í gær var fundur með fulltrúum Landssam- bands vörubifreiðastjóra — þeim fundi lauk með því að fulltrúi Verktakasambands Islands í samn- inganefnd atvinnurekenda bauð vörubílstjórunum að ganga í sam- bandið enda væru þeir í raun ekki annað en sjálfstæðir verktakar. Fyrir hádegi í dag hitta samn- ingamenn VSl fulltrúa Málm- og skipasmíðasambandsins og full- trúa Landssambands verslunar- manna. Eftir hádegið verða fundir með Rafiðnaðarsambandinu kl. 13 og með Verkamannasambandi fs- lands kl. 14. Á morgun hitta samn- ingamenn VSl forystusveit AI- þýðusambandsins og formenn landssambanda ASÍ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.