Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 2
M<JRGDNBLAÐIÐ,LÁUGARDAGUR8?J[ÚNf 198& 15. Landsþing sjálfstæðiskvenna: Nútímakonan — heima og heiman íslfírði, 7. júní. J FIMMTÁNDA landsþing sjálfstæðiskvenna var sett á sal Menntaskólans á ísafirði í kvöld. Um áttatíu fulltrúar af öllu landinu sitja þingið, sem er hið fyrsta, sem haldið er utan Faxaflóasvæðisins. í kvöld setti Halldóra Rafnar, formaður landssambandsins, þingið og flutti skýrslu stjórnar. Kjörnefnd var kjörin, reikningar lagðir fram og aðildarfélög fluttu skýrslur sínar. Á morgun, laugardag, sem er umræður um aðalmál þingsins aðaldagur þingsins, hefst dagskrá- in klukkan níu með aðalmáli þingsins, „Nútímakonan heima og heiman". Frummælendur eru Ragnheiður Ólafsdóttir, Esther Guðmundsdóttir, Oddrún Krist- jánsdóttir og Geirþrúður Charles- dóttir. Yfir hádegisverði flytur Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ávarp.Eftir verður stjórnmálaályktun til um- ræðu og afgreiðslu. Síðast á dagskránni er stjórnarkjör en heyrst hefur að Halldóra Rafnar gefi ekki kost á sér til endurkjörs. Eftir morgunbæn í ísafjarðar- kirkju á sunnudagsmorguninn verður farjð með Fagranesi um ísafjarðardjúp. — Úlfar. Svíi forstjóri í N orðurlandahúsinu Á FUNDI stjórnar Norðurlandahúss- ins í Færeyjum sem lauk í Stokk- hólmi fyrir skömmu var valinn nýr forstjóri hússins í stað Hjartar Páls- sonar sem lét af störfum nýlega. Sænski þingmaðurinn Karin Flod- ström var valin úr hópi 33 umsækj- enda. Að sögn Birgis Thorlacius full- trúa íslands í stjórninni var hún ein- róma í vali sínu. Karin hefur setið í 10 ár á þingi fyrir sósíaldemókrata og hefði átt öruggt þingsæti í komandi kosningum. Hún hefur ákveðið að láta af þingmennsku og flytjast til Færeyja þar sem hún tekur við starfi 1. október nk. Sem kunnugt er tók Hjörtur Pálsson við starfi forstjóra hússins í október síðastliðnum en sagði skyndilega upp starfi sínu í vetur vegna ágreinings við starfslið og stjórnarmenn. Við uppsögnina skil- aði hann inn greinargerð, þar sem kemur fram að hann taldi starfs- aðstöðu sína óviðunandi. Kennir Hjörtur fyrrverandi forstjóra hússins og formanni og varafor- manni stjórnarinnar um. Á fundi stjórnar Norðurlandahússins 3. og 4. maí sl. var samin greinargerð um skýrslu Hjartar. 1 þeirri greinar- gerð sem nú er til umsagnar hjá ráðherranefnd Norðurlandaráðs vísar stjórnin því algjörlega á bug að hún eða starfslið hússins hafi á nokkurn hátt lagt stein í götu Hjartar. Birgir kvaðst í samtali við blaðamann í gærkvöldi sammála þessari greinargerð. „Hjörtur taldi að hann hefði ekki þá starfsaðstöðu sem hann hefði vænst, og sagði starfinu lausu. Það er náttúrulega hans mál,“ sagði Birgir. Fóstrur á þingpöllum Morgunblaöid/Þorkell Fóstrur fjölmenntu á þingpalla í gær, er málefni er þær snerta voru þar til umfjöllunar. Þá höfðu börnin, sem i fylgd þeirra voru og gaman af að sjá mennina, sem setja landsmönnum lög. Frá þessu er sagt á þingsíðu Morgunblaðsins í dag á bls. 32. Steypt undan erni á KvígindisfirÖi MIKLAR líkur benda til að steypt hafi verið undan arnarhjónum, sem í vor gerðu sér hreiður yst í Kvígind- isfirði í Austur-Barðastrandarsýslu, Almenn reiði í garð HP á aóalfundi Hafskips: Grein og myndbirting algjör smekkleysa — segir Rögnvaldur Bergsveinsson skipstjóri á Selánni GÍFURLEG reiði hluthafa og starfsmanna Hafskips hf. í garð Helgarpóstsins kom fram á aðalfundi félagsins sem haldinn var á Hótel Sögu í gær. Reiðin er sprottin vegna greinar sem birtist í Helgarpóstinum í fyrradag, undir fyrirsögninni „Er Hafskip að sökkva?“ og er greinin sögð vera ítarleg úttekt á málefnum fyrirtækisins á forsíðu. Þar er jafnframt stór klippimynd á forsíðu af Selá, einu skipa Hafskips, sökkvandi. Á fundinum kom einnig fram að mikillar reiði gætir í röðum far- manna Hafskips, og þá einkum í hópi áhafnar Selár, „hins sökkv- andi skips". Rögnvaldur Berg- sveinsson, skipstjóri Selár, var staddur á aðalfundinum og sagði hann í samtali við blaðamann Morgunblaðsins um þessa grein Helgarpóstsins: „Mér finnst þetta alveg forkastanlegt. Greinin er ein smekkleysa frá upphafi til enda, en sérstaklega finnst mér að myndbirtingin, eða myndfölsunin á forsíðu blaðsins, sé fyrir neðan allar hellur. Þeir hafa ekki einu sinni fyrir að má nafnið á skipinu út. Það nær ekki nokkurri átt að haga sér svona í blaðamennsku." Rögnvaldur sagði að hann gæti vart ímyndað sér meiri smekk- leysu en að sýna sökkvandi skip — skip sem væri fullmannað og stöð- ugt í ferðum. Hann sagði að vissu- lega væru sjómenn hjátrúarfullir, og því færi svona lagað ugglaust frekar fyrir brjóstið á þeim, en öðrum. Engu að síður væri þetta ófyrirgefanleg smekkleysa, sem taka bæri hart á. Hann sagði að reiðin í garð Helgarpóstsins fyrir ósmekklegheitin takmarkaðist engan veginn við áhöfn Selár, þótt reiðin væri örgust þeirra á meðai. Allir, sem hann hefði rætt þessi má við, væru steini lostnir yfir að siíkt gæti gerst í íslenskri fjölmiðlun. Á aðalfundinum greindi Ragnar Kjartansson, stjórnarformaður Hafskips, frá því að félagið myndi stefna ritstjóra Helgarpóstsins, Halldóri Halldórssyni, og Jim Smart, ljósmyndara, fyrir atvinnuróg og meiðyrði. Sjá greinagerð Hafskips um þetta mál á bls. 20. að sögn Stefáns Skarphéðinssonar sýslumanns á Patreksfirði. Hann fékk um það tilkynningu í gær frá Reyni Bergsveinssyni, refaskyttu í Gufudalssveit, að lík- ur bentu til að egg eða nýfiðraðir ungar hefðu horfið úr hreiðri. Reynir varð fyrir því er hann var þar á ferð að örn steypti sér yfir hann og lét ófriðlega. íslenski haf- örninn er stór fugl, vænghaf hans er hálfur þriðji metri og vængirn- ir breiðir, svo augljóslega hefur Reyni orðið bilt við. Við athugun hans kom í ljós að hreiðrið var autt. Stefán Skarphéðinsson sagði að verið væri að kanna mannaferðir á þessum slóðum að undanförnu, því afar líklegt væri að varpið hefði verið vísvitandi eyðilagt. „Við höfum af veikum mætti reynt að halda uppi eftirliti hér með fálkavarpi og þá hafa þeir menn jafnframt fylgst með örnum," sagði sýslumaður. „Ég tel afar brýnt að hér verði eftirlitsmenn til að fylgjast betur með þessu, hvort sem þeir yrðu kostaðir af áhugamannafélögum eða opinberu fé.“ Ævar Petersen dýrafræðingur sagði í samtali við blm. Morgun- blaðsins í gærkvöld að hegðun arnarins, sem steypti sér yfir Reyni Bergsveinsson, benti ein- dregið til að þarna hefði verið verpt, hvor sem í hreiðrinu hefðu verið egg eða nýskriðnir ungar. „Fugl sem steypir sér niður að manni, svo ekki eru nema fjórir metrar á milli þeirra, er að reyna að vernda egg sín eða unga,“ sagði Ævar. Hér á landi eru hafarnapör 35—40, flest á Vesturlandi. Haf- örnum hefur fækkað verulega í heiminum á þessari öld og verpa þeir nú helst í Noregi, þar sem talin eru vera um 300 pðr. Ævar Petersen sagði ákaflega ólíklegt að ungar hefðu verið teknir lifandi úr hreiðrinu í því skyni að þjálfa þá eins og fálka. Lengi hefur verið grunnt á því góða með örnum vestra og æðar- bændum, því örninn á til að gera usla í æðarvarpi — jafnvel að setj- ast að í miðju æðarvarpi og verpa þar sjálfur eftir að hafa etið sig mettán af eggjum og fuglum. Mæðgur handteknar fyrir stórfelldan búðarþjófnað ÞRJÁR konur, 65 ára gömul kona og dætur hennar tvær, 41 árs og 32 ára, voru handteknar við stórmarkað Miklagarðs í fyrrakvöld grunaðar um þjófnað úr versluninni. Við yfirheyrslur kom í Ijós, að þær höfðu stungið á sig varningi fyrir samtals sjö þúsund krónur og í bfl þeirra fannst varningur úr öðrum verslunum í Reykjavík fyrir um tíu þúsund krónur til viðbótar. Dæturnar munu hafa stundað búðarþjófnað allt frá áramótum en móðirin hafði nýlega gengið í lið með þeim, skv. upplýsingum Reykja- víkurlögreglunnar. Munu þær hafa stolið margvíslegum varningi, mat- vælum, fatnaði og fleiru. Af hálfu Miklagarðs verða mæðgurnar kærðar, eins og aðrir búðarþjófar sem þar hafa náöst. „Það var fyrir árvekni starfs- fólks hér, sem upp um konurnar komst,“ sagði Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri Miklagarðs, í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær. „Við höfum útbúið versl- unina fullkomnu myndavéla- kerfi, sem gerir okkur kleift að fylgjast meö fólki, teljum við ástæðu til þess — án þess að við séum með sérstaka vakt á öllum okkar viðskiptavinum, sem flest- ir eru vandað fólk. Ég vil hvetja verslunareigendur til að taka höndum saman til að berjast gegn búðarþjófnaði, sem greini- lega er allt of mikið um. Gegn þessum ófögnuði þarf að skera upp herör og það höfum við gert hér í Miklagarði." Mæðgurnar vöktu grunsemdir þegar ein þeirra hafði komið tvo daga í röð og skipt á varningi, sem hún hafði „keypt“, og fengið matvæli í staðinn. Var farið að fylgjast með þeim og sást þá til þeirra stinga vörum af ýmsu tagi í vasa sína og á sig innan klæða. Þegar þær voru gripnar var ein til dæmis með þriggja kílóa hangikjötslæri skorðað á milli fóta sér. Þeim var svo sleppt eftir yfirheyrslu og málið sent Rannsóknarlögreglu ríkis- Jón Sigurðsson sagði að tals- vert virtist vera um það að búð- arþjófar léku lausum hala i stór- mörkuðum — og eins minni verslunum — á höfuðborgar- svæðinu. „Þetta er fólk á öllum aldri og úr öllum þjóðfélags- stéttum," sagði hann. „Fyrir nokkrum mánuðum tókum við eftir manni, sem var að stinga sinnepsglasi í jakkavasa sinn. Þetta var fullorðinn maður, prúðbúinn og snyrtilegur — og á fálkaorðuna heima hjá sér.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.