Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚNl 1985 43 Minning: Jóhann Jónsson frá Hafnarnesi Fæddur 24. nóvember 1921 Dáinn I. júní 1985 Fallinn er félagi og góður vinur. Með söknuði er kvaddur traustur og trúr liðsmaður, hlýr og hress- andi vinur. Heilsteypt var lífsskoðun hans og lífssýn. Þar fóru saman hleypi- dómalaus hugsun og réttsýn rök- vísi hins greinda erfiðismanns. Hann skildi og vissi að samhjálp og samtakamáttur fjöldans, þar sem alþýðufólkið gæfi hinn leið- andi tón, gætu ein skapað hér betra þjóðfélag, bjartara mannlíf. Sjómennskap og fiskvinnslan voru samofnir þættir í lífsstarfi hans og honum var ljóst samhengið á milli þessa auðs og þess réttláta arðs, sem hann á með sanni að færa því fólki, sem vann og vinnur þar að hörðum höndum. Hann átti hugsjón sósíalismans að leiðarljósi sínu alla tíð, þá skoðun og stefnu, sem ekki verður af bók numin, en herðist og skírist í eldi baráttunnar og erfiði brauðstritsins. Seint þótti honum sækjast, örðugt átti hann með að una því, að hið vinnandi fólk til sjávar og sveita skyldi ekki bera gæfu til að sækja fram sameinað á sigurbraut og flytja arðinn frá af- ætunum til þeirra sem auðinn skapa. Tæpitunga var það ekki er hann talaði. Hann gagnrýndi hispurs- laust, en gaf hollráð um leið. Fyrir það er honum þakkað í dag. Jóhann var ötull kappsmaður til allrar vinnu og hlífði sér hvergi. Hugurinn knúði handtökin snör. þó hjartað væri veilt og vildi ekki hlýða. Þannig var lífsviðhorfið, að aldrei skyldi æðrast og áfram staðið að starfi, þó þrek og kraftar væru á þrotum. Hetjuleg var bar- átta við óvæginn sjúkdóm og hvert upprof nýtt til hins ýtrasta. Hann var glaðsinna og gaman- samur, kunni vel að koma fyrir sig orði og þegar sannfæringin heit og sterk var annars vegar, var henni fylgt eftir, svo enginn velktist í vafa. Skörp og heið var lífstrú hans öll og góð greind vísaði hon- um til vegar að leita ávallt hins sanna og rétta. Minnisbrot úr far- sælli en of skammri ævigöngu skulu tilfærð hér: Jóhann var fæddur 24. nóvem- ber 1921 að Hafnarnesi við Fá- skrúðsfjörð, en foreldrar hans voru bæði þaðan, Guðlaug Hall- dórsdóttir, sem fyrir skömmu er látin og Jón Níelsson útvegsbóndi. Snemma var sjósóknin hafin, en í Hafnarnesi ólst hann upp í þessu litla en lífandi sjávarþorpi úti við hafið. Lífsförunaut einn ágætan fann hann í Kristínu Þórarinsdóttur frá Hvammi í Fáskrúðsfirði. Röskleiki og dugnaður hefur ævinlega sett svip sinn á þessa at- gerviskonu, sem mjög hefur reynt á þessi síðustu heilsuleysisár Jó- hanns. Þar hefur umhyggja og umönnun verið til fyrirmyndar, enda Kristín þeirrar gerðar, sem gefst ekki upp þó ágjöfin sé ærin. Þau Kristín og Jóhann gengu í hjónaband 27. júní 1946 og bjuggu í Hafnarnesi til ársins 1970, er þau fluttu inn að Búðum, þar sem þau bjuggu sér ágætt heimili. Þau eignuðust fimm börn, öll eru þau uppkomin. Þau eru: Sjöfn húsmóð- ir í Reykjavík, Ómar verkamaður í Reykjavík, Guðjón sjómaður Fá- skrúðsfirði, Ingibjörg sjúkraliði, Reykjavík og Bjartþór sjómaður Fáskrúðsfirði. Nú er hann allur. Daginn fyrir sjómannadaginn kvaddi hann. Sá dagur átti að vera honum gleði- og heiðursdagur í senn. Heiðurs- merki sjómannadagsins á Fá- skrúðsfirði skyldi verða hans og það merki geymir Kristín nú, svo verðugt sem það var og er. Minni góðu vinkonu Kristínu, börnunum og ástvinum öðrum sendi ég einlægar samúðarkveðj- ur. Minnisstæð verður mér mynd- in af hinum hugprúða dreng, hin- um liðtæka liðsmanni, þessum vorhugans vin, sem nú er kært kvaddur. Aldan blá mun áfram syngja sinn síunga óð úti við Hafnarnes og saman munum við geyma sól- bjarta minningu góðs drengs. Blessuð sé sú mæta minning. Helgi Seljan f dag, laugardaginn 8. júní, er til moldar borinn frá Búðakirkju, Fá- skrúðsfirði Jóhann Jónsson, út- vegsbóndi frá Hafnarnesi við Fá- skrúðsfjörð. Jóhann var sonur þeirra sæmd- arhjóna Guðlaugar Halldórsdótt- ur og Jóns Níelssonar útvegs- bónda er þar bjuggu. í Hafnarnesi ólst Jóhann siðan upp í skjóli ást- ríkra foreldra og glaðværs systk- inahóps. Eins og flestum var lagið á þessum árum byrjaði Jóhann snemma að hlaupa til og rétta hönd til hvers er með þurfti. Var það bæði við bústörfin svo og sjó- róðra og fiskverkum. Síðar á manndómsárum sinum fór Jóhann á vertíðir eins og þá tíðkaðist með- al ungra manna, sækjandi björg í bú, sem færð var inn í heimili for- eldra og yngri systkina. Var þá oft gleði og gaman meðal ættmenna er komið var heim færandi hendi með eitt og annað úr kaupstaðnum sem gleðja mátti þá er heima biðu. Einkum mun Jóhann hafa stundað vertíðir frá Hornafirði, Sandgerði og Vestmannaeyjum. Eftirlifandi kona Jóhanns er Kristín Þórarinsdóttir og eignuð- ust þau fimm mannvænleg börn og þau eru: Sjöfn, búsett í Reykja- vík, gift Hjálmari Gunnarssyni; Ómar, búsettur í Reykjavík; Guð- jón, búsettur á Fáskrúðsfirði, gift- ur Jónu Guðfinnsdóttur; Ingi- björg, búsett í Reykjavík, sjúkra- liði; Bjartþór i heimahúsum. Barnabörnin þeirra eru orðin 9 talsins og öll hin mannvænleg- ustu. Það mun hafa verið um 1960 að Jóhann fór að kenna sér meins, þess sjúkdóms er átti eftir að sigra lífsþrótt hans að lokum. Margar voru þær erfiðu legur og aðgerðir sem Jóhann varð að gangast undir, bæði hér innan- lands og erlendis, áður en yfir lauk. Varð Jóhann því að hætta búskap og flytjast búferlum inn að Búðum í Fáskrúðsfirði. Það var eins og gáski og gleði Jóhanns dvínaði aldrei þrátt fyrir það að hann vissi að hverju stefndi. Hann var ekki fyrir það að bera vandræði sín á torg, held- ur bar hann harm sinn í hljóði. Síðustu árin starfaði Jóhann að fiskverkun við Pólarsíld á Fá- skrúðsfirði. Sú vinna var honum þó oft á tíðum um megn og þurfti hann þá að lúta í lægra haldi fyrir sjúkdómi sínum og legurnar urðu tíðari. Það er margs að minnast frá dögum mínum á Fáskrúðsfirði því oft var gaman að koma til þeirra hjóna Jóhanns og Kristínar og minnist ég þeirra stunda með þakklæti. Og mér koma í hug hin fleygu orð: „að þá kemur mér hann í hug er heyri ég góðs manns getið“. Því að svo reyndi ég hann að ölium hlutum. Heiðarleiki og trú- mennska einkenndu öll störf hans. í engu mátti hann vamm sitt vita og loforð þau er hann gaf brugðust eigi. Á sjómannadaginn sl. sunnudag heiðraði Sjómannadagsráð Jó- hann. Kristín kona hans var beðin að veita viðtöku heiðurspeningi Sjómannadagsráðsins. Verður hann ætíð til minningar um hinn vaska, prúða dreng. Jóhann var drengur góður, hann var söngelskur og hafði unun af góðri hljómlist. Hann var hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi, það sem ég dáðist þó mest af í fari hans var æðruleysi, hans og ró- semi, þegar erfiðleikar steðjuðu að. Ég votta að lokum eftirlifandi eiginkonu, börnum, barnabörnum og systkinum og öðrum aðstand- endum innilega samúð. Með virðingu og þökk kveð ég mág minn. Minnig hans lifi. „Far þú í friði, Friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (V. Briem) Sigurður Hjartarson Minning: Guðni Brynjólfs son Keflavík Fæddur 18. maí 1903 Dáinn 31. maí 1985 í dag verður Guðni Brynjólfs- son, Tjarnargötu 6 í Keflavík, jarðsettur frá Keflavíkurkirkju. Hann bjó hér í Keflavík ásamt fjölskyldu sinni, á fjórða áratug og var því orðinn gróinn Keflvík- ingur og mörgum kunnugur. Ég kynntist fjölskyldunni á fyrstu búskaparárum mínum, þegar þau bjuggu á Siglufirði. Þau kynni hafa ávallt verið góð og því vil ég minnast hans með nokkrum fá- tæklegum orðum. Guðni fæddist í Vatnahjáleigu í A-Landeyjum 18. maí árið 1903, hann var því liðlega 82 ára er hann lést. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Guðmundsdóttir frá Vatnahjáleigu og Brynjólfs Jónssonar fcá Voðmúlastöðum í sömu sveit, bóndi í Vatnahjáleigu. Systkinin í Vatnahjáleigu voru tólf. Jónheiður Magnea, Guðjón, Guðmundur, Guðni, María, Þor- grímur, Guðmundur, Óskar, Sig- urður, Jón, Guðrún og hálfsystir þeirra, Guðbjörg Brynjólfsdóttir. Það var því stór og mannvæn- legur systkinahópurinn í Vatna- hjáleigu, allt kappsamt og duglegt fólk. Nú eru aðeins fjögur þeirra eftir, Þorgrímur, búsettur í Reykjavík, Sigurður, í Keflavík, Jón og Guðrún, í Hveragerði. Svo sem venja var á uppvaxtar- árum Guðna, hófst vinnan strax og hægt var að nota hann til snún- inga og annarrar vinnu. Barns- og unglingsárin vann hann á heimili foreldra sinna. Seytján ára lá leið- in í fyrsta sinn á vertíð í Vest- mannaeyjum. Þar með hófst sjó- mannsferill hans. Hann var á ver- tíð í Vestmannaeyjum a.m.k. tólf vertíðir, fyrst hjá Jóni Hin- rikssyni í Garðinum og síðan ýms- um öðrum. Á sumrin var haldið til Austfjarða, þar reri hann frá Langanesi og víðar. Síðar, þegar síldveiðar hófust, lá leiðin á síld við Norðurland. Sumarið 1933 fluttist hann með fjölskyiduna til Siglufjarðar og vann eftir það að mestu í landi við alhliða verka- mannavinnu. Síðast í allmörg ár í síldarmjölsverksmiðjunni Rauðku sem skilvindumaður og fl. Árið 1952 fluttust þau til Kefla- víkur og áttu þar heima upp frá því. Hér í Keflavík starfaði Guðni fyrst í stað á flugvellinum og síð- an við verslunarstörf, fiskverkun o.fl. Að lokum starfaði hann í Fiskiðjunni í mörg ár, fram á árið 1979 að hann varð fyrir slysi. Hann slasaðist illa og var ekki vinnufær upp frá því. Guðni var góður þénari eins og stundum var sagt um gott starfs- fólk. Bestu starfsár hans voru kreppuárin þegar flestir báru lítið úr býtum, eftir það komu síldar- leysisárin sem bitnuðu einkum á Siglufirði, sem hafði má heita ein- göngu byggst upp á síldarævintýr- unum. Þau voru því ekki rík af veraldlegum auði þegar þau flutt- ust til Keflavíkur. Sumarið 1930 fór Guðni á síld fyrir Norðurlandi. Það var sann- kallað happasumar fyrir hann og stúlkuna sem hann kynntist á Siglufirði og varð þaðan í frá lífs- förunautur hans. Hún heitir Þór- hildur Ingibjörg Sölvadóttir, og er Birting afmælis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. fædd 29. febrúar árið 1912 í Kjart- ansstaðakoti í Skagafirði. For- eldrar hennar voru hjónin Sigur- laug Björnsdóttir og Sölvi Jóhann- esson, bóndi þar, síðar búsettur á Siglufirði. Þau fóru að búa í Vestmanna- eyjum strax sama haustið og bjuggu þar fram til sumarsins 1933 að þau fluttu til Siglufjarðar. Þau giftu sig 9. október 1937. Hjónabandið var alltaf einstak- lega gott því bæði voru þau glað- vær og einstök góðmenni. Skömmu eftir að þau höfðu fluttst til Siglufjarðar tóku þau Margréti, móður Guðna, til sín og var nú að mestu hjá þeim á meðan þau bjuggu þar. Þau eignuðust þrjú börn, Maríu, sem er gift Jóel Bachmann Jóels- syni, þau búa í Keflavík. Sigurjón Sölva, giftur Hönnu Sigríði Ás- geirsdóttur, þau búa á Siglufirði. Ingimar Rafn, giftur Erlu Sylvíu Jóhannsdóttur, þau búa í Kefla- vík. Barnabörnin urðu þrettán og eru tólf þeirra á lífi. Barna- barnabörnin eru orðin fimmtán. Guðni var að eðlisfari mjög blíður maður. Því var það að börn, einkum barnabörn og barna- barnabörn hans, sóttu mjög til hans. Þau voru yndi hans einkum eftir að hann varð óvinnufær, þá hafði hann meiri tíma til samvista með þeim. Oft mátti sjá hann leiða eða leika við börn á blettin- um við húsið sitt. Svo var það með þau börn sem voru tímabilsbundið í gæslu hjá þeim eða voru í húsi með þeim. í minningu þeirra eru þau hjónin amma og afi. Konan mín er systurdóttir Guðna. Strax við fyrstu kynni varð hann henni uppáhalds frændi og það hélst alla tíð. Eftir að þau fluttu til Keflavíkur fóru þau með okkur nokkrar helgarferðir og einu sinni norður í land. Þrátt fyrir að nokkur aldursmunur var á þá fannst það ekki, þau voru alltaf glaðlynd, jafnlynd og til í allskon- ar ævintýri. Við eigum með þeim góðar minningar frá þeim tíma. Skemmtilegri og betri ferðafélaga höfum við vart haft. Kæra Þóra. Við hjónin viljum hér með votta þér og öðrum að- standendum, okkar dýpstu samúð. Jón A. Valdimarsson Þegar menn eru kallaðir burt yfir móðuna miklu kemur upp í hugann hversu stutt þessi jarðvist okkar er, þó lifað sé i áttatíu og tvö ár eins og hann afi okkar, sem við í dag kveðjum frá Keflavíkur- kirkju. Með þessum fáu orðum viljum við þakka fyrir allar ánægju- stundirnar á Tjarnargötu 6, hjá afa og ömmu, sem ætíð gáfu sér tíma til að sinna vandamálum smáfólksins. Sú minning sem lengst mun varðveitast um hann afa okkar er sú, hvað hann var lífsglaður og glettinn og meira ljúfmenni en hann var vandfund- ið. Var hann góð fyrirmynd því unga fólki, sem átti því láni að fagna að umgangast hann og njóta glaðværðar og umhyggju. En þó afi sé horfinn í svip, þá mun minningin um hann lifa áfram. Blessuð sé minning hans. Barnabörn. Legsteinar granít — - marmari Optð alla daga. \j./. ainnig kWMd Unnarbraut 19, Saltjamarnaai, og halgar.. símar 620609 og 72818.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.