Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 33
MQRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAQUR 8» JÚNÍ19$5 Barbara Hammann sýn- ir í Nýlistasafninu ÞÝSKI listamaðurinn Barbara Ham- mann opnaði sýniuj'u í Nýlista- safninu. Vatnsstíg 3b, í gær, fóstu- daginn 7. júní. Á sýningunni verða polaroiii- myndir og myndbanda-innsetning (installation). Barbara Hammann er mynd- banda-listamaður, auk þess sem hún skipuleggur sýningar og skrifar um kvennalist. Barbara fæddist í Hamborg 1945. Hún er sjálflærð í listinni, en hefur numið listasögu og hefur Ph.D.-gráðu í heimspeki. Barbara er þekkt fyrir verk sín og hefur unnið fyrstu verðlaun á alþjóðlegu myndabanda-hátíðinni í Tókýó. Hún hefur einnig sýnt á alþjóðlegu video- og kvikmynda- hátíðunum í Berlín og Montreal. Sýning Barböru verður opin daglega kl. 16.00—20.00. Henni lýkur sunnudaginn 16. júní nk. (Úr fréUatilkjrnningii) Þórður frá Dagverd- ará sýnir á Akureyri ÞÓRÐUR Halldórsson frá Dag- verðará opnar nk. sunnudag mál- verkasýningu í golfskálanum á Jaðri á Akureyri. Þetta er 11. einkasýning Þórðar hér á landi, en árið 1974 hélt hann einkasýningu f London í boði Flugleiða og seldi þá allar myndir sem voru á þeirri sýningu. Myndirnar sem Þórður sýnir á Jaðri eru um 30 talsins og eru allt olíumálverk. Þau eru flest máluð á Snæfellsnesi og endur- spegla kraftinn undir Jökli sem hvergi er til annars staðar að sögn Þórðar. Sýning Þórðar á Jaðri hefst sem fyrr sagði nk. sunnudag og stendur hún til fimmtudags- kvölds. Hún er opin á sunnudag kl. 14—20 og virka daga kl. 16-22. Leikfélag Reykjavíkur: Bætt við sýningum á Draumi á Jónsmessunótt LEIKFÉLAG Reykjavíkur hefur ákveðið að bæta við þremur auka- sýningum á leikritinu Draumi á Jónsmessunótt vegna mikillar að- sóknar. Verður sú fyrsta í kvöld, en hinar tvær miðvikudagskvöldið 12. júní og fóstudagskvöldið 14. júní. Ekki verður unnt að taka upp sýn- ingarnar í haust, og eru þetta því allra síðustu sýningarnar á þessari uppfærslu. I fréttatilkynningu frá Leikfé- lagi Reykjavíkur kemur fram, að sýningarnar hafa hlotið einróma lof gagnrýnenda og áhorfenda. Nemendaleikhús Leiklistarskól- ans og Leikfélag Reykjavíkur unnu saman að sýningunni og skiptu hlutverkunum bróðurlega milli sín. Þannig fara nokkrir ungu leikaranna úr Nemenda- leikhúsinu með stór burðarhlut- verk, s.s. Þór K. Tulinius, Jakob Þór Einarsson, Rósa Þórsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson og Kolbrún Erna Pétursdóttir. Þeir leikarar Leikfélagsins sem með stærstu hlutverk fara eru: Gísli Halldórsson, Þorsteinn Gunnars- son, Bríet Héðinsdóttir, Guð- mundur Pálsson, Sigurður Karls- son og Karl Ágúst Úlfsson. Leikstjóri er Stefán Baldursson, leikmynd er eftir Grétar Reynis- son, en tónlist í höndum Jóhanns G. Jóhannssonar. (f'r frétUtUkrnningu) Þorsteinn Gunnarsson og Tinna Gunnlaugsdóttir í hlutverkum sínum. Þjóðleikhúsið: Síðustu sýningar á íslandsklukkunni LEIKÁR Þjóðleikhússins er nú senn á enda og aðeins örfáar sýn- ingar eru eftir á íslandsklukkunni eftir llalldór Laxness í leikstjórn Sveins Einarssonar. Sýningin hef- ur til þessa hlotið ágæta aðsókn, segir í fréttatilkynningu frá Þjóð- leikhúsinu. Með helstu hlutverk fara Helgi Skúlason, Tinna Gunn- laugsdóttir, Þorsteinn Gunnars- son, Arnar Jónsson, Sigurður Sigurjónsson, Hjalti Rögn- valdsson, Harald G. Haraldsson og Róbert Arnfinnsson. Síðustu sýningarnar verða sunnudaginn 9. júní og fimmtu- daginn 13. júní. (í'r fréttatilkynningu) Þorsteinn Gunnarsson, Jón Gunnarsson og Flosi Ólafsson í hlutverkum sínum í íslandsklukkunni. Fágætar bækur á bókaupp- .. boði í Iðnó Listmunauppboð Sigurðar Bene- diktssonar og Bókavarðan efna til bókauppboðs í Iðnó kl. 15.00 sunnu- daginn 9. júní. Boðnar verða upp fágætar bækur um íslensk fræði, m.a. Islandica, sem Halldór Hermannsson bóka- vörður í íþöku gaf út. Einnig verða seldar margar bækur úr eigu Hall- dórs Hermannssonar á uppboðinu, - bækur um náttúrufræði, gamlar guðfræðibækur, ljóð, skáldsögur^- leikrit, þjóðsögur og sagnir, tímarit og gömul rit um lögfræði og rétt- arsögu. Þar á meðal verða Grasnytjar eftir Björn Halldórsson í Sauð- lauksdal, Alþýðubókin, frumútgáfa, eftir Halldór Laxness, frumútgáfur eftir Jón Thoroddsen, Drauma-Jói eftir Ágúst H. Bjarnason, gömul Almanök Jóns Sigurðssonar for- seta, Árbók Háskóla Islands frá upphafi, lækningatímaritið Sæ- mundur fróði, tímaritið Óðinn og tímarit Bókmenntafélagsins. Þá verða á uppboðinu Gulaþingslög, Kh. 1817, frumútgáfa Grágásar, Kh. 1829, forordningar, prentaðar í Kaupmannahöfn og Hrappsey. Þjóðsagnabók dr. Konrads Maurer1 um íslenskar þjóðsögur, en hérlend- is er talið að til séu innan við 10 eintök af bókinni. Á uppboðinu verða boðnar upp bókakippur, t.d. 50 smárit um ís- lensk fræði, sex ljóðabækur eftir kunna höfunda í einu númeri, 5 guðsorðabækur frá síðustu öld, o.fl. Bækurnar verða til sýnis í dag, laugardag, kl. 14.00—18.00 í Bóka- vörðunni, Hverfisgötu 52. (Úr frétutilkynninfni) Torfæru- keppniá Hellu ÁRLEG torfærukeppni Flugbjörgun- arsveitarinnar á Hellu veróur haldin laugardaginn 8. júní á Rangárvöllum utan Hellu — nánar tiltekió við Varmadalslæk. Gert er ráó fyrir að hún hefjist klukkan 14. Keppt verður í tveimur flokkum. Annars vegar eru það hinir sérbúnu jeppar, hinsvegar svokallaðir „götu-« bílar" — eða óbreyttir bílar. Auk jeppakeppninnar verður trukka- keppni. Kynnir á keppninni verður Árni Johnsen, alþingismaður. Björgunarsveitin „Stefánu í Mýyatnssveit: Heppileg leið á Vatnajökul könnuð UM SÍÐUSTU helgi lögðu félagar úr björgunarsveitinni Stefáni í Mývatnssveit land undir fót og héldu suður á Öræfi. Tilgangur ferðarinn- ar var að kanna heppilega leið á Vatnajökul sem fara mætti ( tilfellum eins og upp komu í mars sl. þegar skíðamaður frá Akureyri féll í jökul- sprungu. Þá var leitað til björgunarsveitarinnar Stefán um aðstoð. Úr Mývatnssveit lagði þá upp fjöllum og gist í Dreka, skála flokkur sleðamanna og hélt í Kverkfjöll. Þar sem skyldi freista uppgöngu. Það tók þenn- an flokk aðeins 7 klukkustundir þá að ferðast 160 km um reginör- æfi í vonskuveðri og náttmyrkri. Þegar í Kverkfjöll kom varð leiðangursmönnum ljóst að inn á jökulinn gætu þeir ekki farið í því veðri sem þar ríkti. Hvort tveggja var að á Kverkfjalla- svæðinu öllu er jökullinn afar brattur og mikið sprunginn og eins hitt að lorantæki á björgun- arsveitin Stefán ekki. Víkjum nú að ferð síðustu helgar. Lagt var af stað á föstu- dagskvöld. Farartækin voru fjórir vel búnir jeppar með þrjár kerrur og á þeim sex vélsleðar. Það kvöld var farið að Dyngju- sem þar er. Árla laugardags héldu menn suður og suður fyrir Dyngjufjöll og lintu ekki ferð fyrr en komið var hátt upp í Urðarháls, en hann liggur að Vatnajökli norð- anverðum. Þar var loks komið sleðafæri. Voru nú sleðarnir teknir af jeppakerrunum og stefna tekin á Kistufell, sem er um 1440 metra hátt vestan Dyngjujökuls. Skemmst er frá því að segja að leiðin upp á jökulinn vestan þess reyndist greiðfær og má ætla að hún sé það einnig að vetri til, því jökullinn fellur þétt að fellinu sunnanverðu og er því trúlega ekki sprunginn, þar sem hann þjappast saman á því svæði. Vissara er þó að kanna það betur síðla sumars þegar vetrarsnjó hefur tekið upp. Eftir nokkuð harðar svipt- ingar eða stympingar ökumanna og sleðanna við suðurhlíðar fellsins, tókst að aka upp á það og má segja að dvöl hópsins á hæstu nibbu Kistufells væri há- punktur ferðarinnar og það í meiri en einum skilningi, því stafalogn var, glaðasólskin og hlýtt. Þeir einir sem kynnst hafa af eigin raun tign okkar islensku Öræfa geta ímyndað sér þessa tilfinningu sem grípur menn á slíkum stundum. í suðri blasti við hinn breiði skjöldur Vatna- jökuls, í austri Kverkfjöll og Snæfell, í norðri Dyngjufjöll og víðátta Ódáðahrauns með lista- verkum sköpunarinnar eins og Trölladyngju og Herðubreið, en í vestri Vonarskarð, Tungufells- jökull og Hofsjökull. Meðan á dvölinni á fjallinu stóð, náðist ágætt samband um handtalstöð við björgunarsveit- ina Gró á Egilsstöðum og Garð- ar á Húsavík. Þessu næst var farið austur fyrir fellið og þar niður af jökl- inum. Reyndist það mun bratt- ari leið og torfærari. Komið var að gigbákninu á Urðarhálsi, sem mun vera um 100 m á dýpt og 1 km í þvermál, standberg mest- allan hringinn. Einnig var komið að einni af upptakakvíslum Jök- ulsár á Fjöllum. Aftur var gist í Dreka næstu nótt, en haldið heimleiðis í Mý- vatnssveit á sunnudag. Þar hafði þá verið þessa helgi dumbungs- veður þrátt fyrir veðurblíðuna á miðhálendinu. Þess má að lokum geta að björgunarsveitarmenn kostuðu þessa ferð algerlega sjálfir. Þeir hafa mikinn áhuga á að safna fé til kaupa á lorantæki í bifreið sveitarinnar svo og annan búnað sem nauðsynlegur er. Kristján. Gísli Halldórsson í hlutverki sfnu í Draumi á Jónsmessunótt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.