Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JtJNf 1985 27 Argentmæ Samið um er- lendar skuldir Bnenos Aires, 7. júní. AP. RAUL ALFONSIN forseti Argentínu skýrði frá því i dag að náðst hefði sam- komulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) um endurgreiðslur útlendra skulda Argentínumanna. Einnig hefðu Bandaríkjamenn fallizt á aðstoða Arg- entínumenn í þessu skyni. Argentínumenn skulda 48,4 millj- arða dollara í útlöndum og er stór hluti upphæðarinnar fallinn í gjalddaga. Lýsti Alfonsin sig ánægðan með það samkomulag, sem gert hefði verið við IMF og bandarísk yfirvöld. Fyrir milli- göngu Bandaríkjamanna fá Argent- ínumenn nýtt lán að upphæð um 500 milljónir dollara til að hreinsa vanskil og koma í veg fyrir að kjör versni á útistandandi lánum. Án nýja lánsins hefðu Argentínumenn i framtíðinni þurft að taka erlend lán með verri kjörum en nú er. Heidemann í 7 ára fangelsi? Hmmborg, 7. júní. AP. S/EKJENDUR í réttarhöldunum vegna hinna fölsuðu „dagbóka Hitl- ers“ kröfðust þess í dag að Gerd Heidemann fyrrverandi blaðamaður yrði dæmdur í sjö ára fangelsi og Kínverjar smíða Fíat- dráttarvélar Peking, 7. júnf. AP. KÍNVERJAR og ítalir undir- rituðu í dag samning um smíði dráttarvéla af Fiat-gerð í verksmiðjum í borgunum Shanghai og Luoyang í Kína. Á framleiðslan að hefjast á árinu 1987. Samningurinn, sem metinn er á 90 milljónir bandaríkjadala, felur í sér, að smíðaðar verða allt að tíu þúsund Fiat-drátt- arvélar í Kína á ári hverju. Munu Kínverjar sjálfir leggja til vélbúnað, en ítalir allt annað sem til þarf. hinn sakborningurinn, Konrad Kuj- au, í sex ára fangelsi. Heidemann og Kujau voru ákærðir fyrir að hafa 9,3 milljónir marka af tímaritinu Stern, þ.e. þá upphæð sem tímaritið greiddi i þeim fyrir dagbækurnar. Heidemann er sakaður um að hafa fengið a.m.k. 1,7 milljónir marka. Sækjendurnir segja að hann hafi flækzt i málið vegna fjárhagserfiðleika. Kujau, sem safnar minjagripum frá nazistatímanum, er ákærður fyrir skjalafals og sakaður um að hafa dregið sér 1,5 millj. marka. Afgangurinn af peningunum hef- ur ekki fundizt. Heidemann bar fyrir rétti að Kujau hefði haft sig að ginn- ingarfífli og að hann hefði verið viss um að dagbækurnar væru ófalsaðar. En sækjendurnir sögðu að Heidemann hefði átti að gruna að þær væru falsaðar þar sem hann væri reyndur blaðamaður. Sækjandinn Dietrich Klein sagði að Kujau hefði ætlað að falsa 27 dagbækur, en falsað alls rúmlega 60. Búizt er við að dómur verði kveðinn upp í lok júní eða byrjun júlí. Frá Nuuk. Fréttasyrpa frá Grænlandi: Harðnar á dalnum hjá veiðimönnunum Kaupmannahöfn, 7. júní. Frá N J. Bniun, fréttaritara MorguublaAsins. KONUNGLEGA Grænlandsverslunin er hætt að kaupa náhvalstennur og rostungstennur af grænlenskum veiðimönnum. Er því borið við, að tennurnar séu allt of dýrar og seljist ekki og miklar birgðir hafi safnast fyrir. Félög grænlenskra veiðimanna hafa mótmælt mjög harðlega ákvörðun Grænlandsverslunarinnar og kemur það fram hjá þeim, að á þessum árstíma hafi veiðimennirnir litlar aðrar tekjur en af sölu tannanna. Selurinn er nú að fara úr hárum og á meðan á því stendur eru selveiðarnar næstum engar. Slyngur veiðimaður gat áður haft allt að 190 þús. ísl. kr. i tekjur þá þrjá mánuði, sem náhvals- og rostungsveiðarnar voru stundaðar, en nú er ekki að vita hvenær þessi uppgrip gefast aftur. Tennurnar eru hættar að seljast eins og fyrr sagði, náhvalstönnin kostar um 38.000 ísl. kr. út úr búð og rostungs- tönnin 19.000 kr. Sárasóttin sækir fram Raupmannahöfn, 7. júní. Frá NJ. Bruun, fréttaritara MoripinbUAsins. SÁRASÓTTAR- eða sífilistilfell- um er aftur farið að fjölga á Grænlandi en í mörg ár hefur tekist að halda þessum kynsjúk- dómi í skefjum. Var frá þessu sagt í grænlenska útvarpinu. í aprílmánuði einum var sjúkdóm- urinn greindur I 31 manni og er ástandið verst í Holsteinsborg. Heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að láta hendur standa fram úr ermum og kveða faraldurinn niður hið bráðasta. í næstu viku verður öllum bæjarbúum, sem komnir eru af barnsaldri, stefnt saman í félagsheimilinu og þeim tekið blóð til að unnt sé að ganga úr skugga um útbreiðslu veik- innar. 1700 tonna togari Kaupmunahöm. 7. júní. Frá NJ. Bruun, frcturiur, MorfSinblnúuins. STÆRSTI togari i eigu Græn- lendinga, Tasiilaq, er kominn til Angmagssalik frá Danmörku þar sem hann var smíðaður. Er hann 1700 tonn. Togarinn verður á rækjuveið- um og byrjar við vesturströnd- ina á 500 tonna kvóta og síðan við austurströndina á 512 tonna kvóta. Unnt er að vinna um borð 70 tonn af pakkaðri rækju á sól- arhring. í Grænlandi er rækju- kvótinn miðaður við stærð skip- anna. Veggjakrot til vandræða Kaupnunnabbfn, 7. júní. Frá NJ. Bruun. frclUriUra Morgunblaúninn. Veggjakrot er víða til vandræða og á Grænlandi líka. Á síðasta ári var kostnaðurinn við að hreinsa krotið af húsveggjum í Nuuk nærri tvær milljónir ísl. kr. og finnst bæjarstjórninni sem þeir peningar væru betur komnir annars staðar. Af þess- um sökum hefur nú verið sam- þykkt i bæjarstjórninni, að for- eldrum þeirra barna og ungl- inga, sem verða uppvís að veggjakroti, verði sendur reikn- ingur fyrir hreinsuninni og ennfremur, að á sumrin verði börnunum í bænum fengið það verk að þrífa hann hátt og lágt. FERÐUMST UM ÍSLAND RUTUDAGUR n m IBSTOÐINNI Þad veröur fjör í Um feröarmiöstööinni DAG Stærsta rútusýning á íslandi meö um 50 rútur af öllum geröum og stæröum: Nýjar rútur, gamlar rútur, antik rútur, fjallabílar, eldhúsbílar, boddýbílar og snjóbílar. Yfirgripsmesta ferðakynning sem haldin hefur verið með 21 aöila er kynna starfsemi sína. Skemmtiatriði allan dagínn: Bjössi bolla mætir á staöinn og heilsar uppá börnin, lúörasveit leikur, gömlu, góöu rútusöngvarnir kyrjaðir, ókeypis feröagetraunir og síöast en ekki síst, ókeypis skoöunarferöir um Reykjavík allan daginn. / tilefni dagsins veita sérleyfishafar 50% afslátt af fargjöldum OPID KL.10—18. Félag sérleyfishafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.