Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1985 13 „Brekkuhlaup ’85“ Akureyri, 5. júní. SL. SUNNUDAG efndi verslunin Garðshorn á Akur- eyri til mikillar uppákomu fyrir börn á Akureyri f formi „víðavangshiaups“ fyrir 14 ára og yngri. Alls tóku 464 börn þátt í hlaupinu og að loknu erfiðinu var öllum boðið upp á gosdrykki frá Sana og sælgæti frá Lindu. Auk þess fengu sigurvegarar boð um flugferð yfir Akureyri og bikara til eignar. Mikil skemmtun varð af þessari uppákomu, þrátt fyrir heldur leiðinlegt veður. 1 flokki 8 ára og yngri urðu sigurvegarar Svava Magnúsdóttir og Elfar Oskarsson. í flokki 9—11 ára Guðrún Sigurbjörnsdóttir og Ómar Knútsson og í flokki 12—14 ára urðu sigurvegarar Svavar Guð- mundsson og Birna Björnsdóttir. Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar „Brekku- hlaup ’85“ fór fram. G.Berg Morgunblaðið/Júlfus Á þessu líkani af Öskjuhlíðinni sést hvernig nýju tankarnir 6 mynda hring sem veitingastaðurinn situr ofan á. Ætlunin er að ganga frá umhverfi tankanna með e.k. stöllum sem sjást á myndinni. Suðrænn garður og veitingastaður sem snýst í Öskjuhlíð Á ÖSKJUHLÍÐINNI í Reykjavík eru 10 tankar sem geyma heitt vatn til dreifingar á veitusvæði Hitaveitu Reykjavíkur. 8 elstu tankarnir eru nú orðnir svo gamlir að þeir halda ekki vatni, og hrinda af sér málningu. Á næstunni verður tekin ákvörðun um það hvenær allir tankarnir í Öskju- hlíðinni verða rifnir, og í þeirra stað reistir 6 nýir tankar. Hitaveitan hefur auk þess á prjónunum að reisa veitingastað ofan á tönkunum. Rýminu milli tankanna verður lokað á alla vegu með trefjagleri og mun hitaútstreymi frá þeim rækta þar upp suðrænan aldingarð. Að sögn Jóhannesar Zeöga, for- stjóra Hitaveitu Reykjavíkur, er hugmyndin að veitingastaðnum nokkuð gömul, hana setti Sigurður Guðmundsson arkitekt fram fyrr á öldinni. Þegar byrjað var að leggja drög að nýbyggingu í Öskjuhlíðinni öðlaðist hugmyndin nýtt líf. Ingimundur Sveinsson arkitekt hefur nú gert teikningar af útliti staðarins og fragangi ald- ingarðsins. Gestir munu ganga inn í garðinn, sem verður um 600 fm að flatarmáli, og taka lyftu upp í veitingastaðinn. Hugmyndin er að láta gólf matsalarins snúast þannig að gestir njóti útsýnis yfir allan fjallahringinn í kringum Stór-Reykjavík. Þó þessi nýstárlega hugmynd sé komin á teikniborðið liggur ekki fyrir hvenaer hún verður fram- kvæmd. Ekki er líklegt að hita- veitan reisi sjálf og reki veit- ingastaðinn. „Það eru líklega margir aðilar sem hefðu áhuga á að reka mastölustað á þessum stað," sagði Ingimundur Sveinss- on. Ætti engan að undra það, því Það er víst að þetta yrði eini matsölustaðurinn í heiminum þar sem gestirnir snúast í hringi ofan á 24 milljónum lítra af heitu vatni. ÞversniA af tönkunum, garðinum milli þeirra og hjálminum yfir garðinum sem vcitingastaðurinn verður í. SOL og FJOR KLUBBURINN Austurstræti 17, símar 26611 — 23510 Megum viö bjóöa þér það bezta á Ítalíu — Spáni og Portúgal Feröaskrifstofan UTSÝIM STÓRKOSTLEGT TÆKIFÆRI FYRIR t>IG I 6 manna hópi býðst þér 3000 kr. kynningar- afsiáttur fyrir feróafélagana og frítt fyrír þig í 2 vikur í sól og sumaryl! Gildir aóeins næstu daga fyrir nýjar pantanir á fáum óseldum sætum til Ítalíu, Spánar og Portúgal. Þú finnur ánægjuna í Fríklúbbsferö meö Útsýn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.