Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1985 7 1 í * 5 > - Listasafn Alþýðu: Listadagskrá á Sigurjónsvöku — hefst með opnun sýningar á síð- ustu verkum Sigurjóns Ólafssonar Efnt verður til Sigurjónsvöku 8.—30. júní í tilefni stofnunar styrktarsj- óðs listasafns Sigurjóns Ólafssonar, verður fjölbreytt dagskrá á vökunni sem hefst á opnun sýningar í Listasafni ASl á síðustu verkum listamanns- ins. Verndari sýningarinnar er forseti íslands Vigdís Finnbogadóttir.Á opnunardegi sýningarinnar kemur út bók sem Birgitta Spur, ekkja Sigur- jóns, hefur ritstýrt Inniheldur bókin skrá yfir þau verk sem Birgitta hefur í fórum sínum og Ijósmyndir af flestum þeirra, auk greina um Sigurjón og æviágripa hans í myndum. Er bókin 240 síður og prentuð á íslensku, dönsku og ensku. „Sigurjón lét eftir sig talsvert af listaverkum er hann lést 20. desember 1982 og geymi ég í vinnustofu hans 160 frummynd- ir,“ sagði Birgitta Spur í viðtali við blaöamann. „Viðgerð á vinnu- stofunni er nú brýnt verkefni þar sem flest verka hans eru unnin i tré og liggja undir skemmdum af völdum regns og raka. Til að fá hið opinbera inn í myndina stofn- aði ég í desember síðastliðnum Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, þar sem ábyrgð og umsjón með svo stóru safni er ekki á eins manns færi. En nú í vor sá ég að að ég gat ekki verið að bíða eftir viðbrögðum þess opinbera við stofnun listasafnsins, það er allt- of seinlegt, svo ég ákvað að stofna styrktarsjóð til að fleyta þessu áfram þar til fyrirgreiðsla fæst og varanleg lausn finnst. Til þess að hafa einhvern umræðugrund- völl bjó ég út þessa skrá sem nú er orðin bók. Ég fékk engan styrk til útgáfunnar en er bjartsýn á að hún seljist. Varðandi listasafnið þá hef ég enga lausn upp á vasann og er ekki með áform um að reisa einkasafn, en, það ætti að skapa safninu viðeigandi ramma og finnst mér skipta mestu máli að vinnustofan og húsið í Laugar- nesi haldi einhverju hlutverki og að hægt sé að sjá verk Sigurjóns og þau höfð aðgengileg. Nú, hjartans mál Sigurjóns var að vernda Laugarnesið og hafði hann oft á orði að þetta þyrfti að friða. Þarna er eina aðgengilega fjaran í Reykjavík, griðland sem fjöldi fólks sækir í daglega. Auk þess sjávarkambur með stuðla- bergi og gróður svo ekki sé minnst á órannsakaðar fornminj- ar. Ekkert hefur verið gert í fjölda ára til að fegra þetta úti- vistarsvæði og sífellt þrengja stórfyrirtæki að og nú síðast heyrði ég að það ætti að ieggja veg fyrir þungaflutning þvert yfir Laugarnesið sem væri náttúru- lega algjör eyðilegging. Finnst mér eins og Sigurjóni mikilvægt að vernda þetta svæði og ég segi bara eins og hún Jórunn Jóns- dóttir sagði við mig um daginn: Reykjavík ætti að gefa borgarb- úum Laugarnesið í afmælisgjöf." Dagskrá Sigurjónsvöku verður sem hér segir: 8. júní kl. 14.00. Opnuð sýning á síðustu verkum Sigurjóns Ólafssonar, 15. júní kl.15. Tónleikar: Hlíf Sigurjóns- dóttir fiðluleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir pianóleikari, 22. júní kl. 20.30. Skoðunarferð um Laugarnes undir leiðsögu Sigurð- Mæðgurnar Hlíf Sigurjónsdóttir og Birgitta Spur við eitt verka Sigurjóns á sýningu vökunnar, sem haldin er í tilefni stofnunar styrktarsjóðs Listasafns Sigurjóns Ólafssonar. MorgunblaðiA/Július ar A. Magnússonar rithöfundar, Þórs Magnússonar þjóðminja- varðar, Hrefnu Sigurjónsdóttur líffræðings og Þorleifs Einars- sonar jarðfræðings. Verður litið inn í listasmiðju Sigurjóns og mun Árni Björnsson rifja upp miðsumarsiði og loks Jónsmessu- brenna i Norðurkotsvör. 29. júní kl. 15 eru tónleikar þar sem leika Sigurður Snorrason og Anna Guðný Guðmundsdóttir, 30. júní kl. 15 upplestur, Einar Bragi, Matthías Johannessen, Thor Vilhjálmsson og Þorsteinn frá Hamri lesa. Kolbeinn Bjarnason og Páll Eyjólfsson leika á flautu og gítar. Á sýningunni verður unnt að skoða myndband af kvikmynd- inni „Hesten pá Kongens Nytorv" frá 1941 sem sýnir vinnubrögð Sigurjóns við viðgerð á þessari styttu. Aðgangur að sýningunni er ókeypis en tekið verður á móti framlögum í styrktarsjóðinn en einnig má greiða beint inn á ávís- anareikning sjóðsins nr. 72090 hjá Búnaðarbanka íslands við Hlemm. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14—20 og um helg- ar frá kl. 14—22. Hugsanlegur samruni BÚR og ísbjarn- arins gagn- rýndur í borgarstjórn Á FUNDI borgarstjórnar sl. fimmtu- dag, gagnrýndu fulltrúar minnihluta- flokkanna þá ákvörðun borgarstjóra að láta fara fram könnun á sam- vinnu eða samruna Bæjarútgerðar Reykjavíkur og ísbjarnarins, eins og sagt hefur verið frá hér í blaðinu. Lögðu þeir Kristján Benedikts- son, Sigurjón Pétursson og Sig- urður E. Guðmundsson allir fram bókanir af þessu tilefni. Kemur þar fram að þeir telja þetta vera fyrsta skrefið í þá átt að leggja Bæjarútgerð Reykjavíkur niður. „Manni dettur í hug að ætlunin sé að færa ísbirninum, fulltrúa einkaframtaksins, Bæjarútgerð- ina á silfurfati og láta þannig gamlan draum íhaldsins rætast," sagði Sigurður E. Guðmundsson meðal annars. Davíð Oddsson borgarstjóri svaraði gagnrýni þeirra á þá leið, að hér væri um ákvörðun að ræða, sem hann hefði fulla heimild til að taka sem embættismaður. Lagði hann áherslu á að hér væri aðeins um könnun á möguleikum að ræða og engin endanleg ákvörðun hafi verið tekin í þessu máli. „Ég skil ekki hvað menn hafa á móti því að kynnt séu áform um að leita leiða til að hamla gegn hnignun útgerðar í borginni," sagði Davíð Oddsson borgarstjóri. Þú svalar lestrarþörf dagsins ' stóum Moggans! Welkom,Griiezi,Willkommen. Arnarflug býður ykkur velkomin til þriggja borga í Evrópu Þessi Ijúfa heimsborg er í uppáhaldi hjá öllum sem hafa heimsótt hana. Það er sérstaklega gaman og gott að versla í Amsterdam, par er meira úrval af frábærum matstöðum en í flestum öðrum borgum og skemmt- analífið er fjölbreytt og létt. Það verður flogið fimm sinn- um í viku milli Amsterdam og Keflavíkur í sumar. Arnar- flug býður hagstæðar pakka- ferðir til Amsterdam, útvegar hótel og bílaleigubíla og far- miða í tengiflug ef ferðinni er heitið lengra. Engin flug- höfn í heiminum býður upp á betri og auðveldari tengi- flugsmöguleika en Schiphol í Amsterdam. ARNARFLUG Lágmúla 7 Síml 84477 cJ Auk pess að vera hliðið að Ölpunum og hinum fögru • PN » . Qallahéruðum Sviss er Zúrich O :S stærsta borgin par í landi. Þar 2 er að finna einkar vandaðar 0i verslanir og menningar- og C/3 skemmtanalífið er í samræmi :S3 við pað. Borgin stendur við stórt stöðuvatn og um pað o sigla falleg, gamaldags hjóla- skip, með ferðamenn. Zurich er í fögru umhverfi og feg- urðin blasir hvarvetna við pér pegar pú ekur frá borginni, um frjósama dali og tignarleg fjöll til að gista í litlum fjalla- porpum og skoða forna kast- ala. Arnarflug flýgur vikulega til Zurich í sumar. { 'ý/v (//<• *“»•••.... Það er í Dusseldorf sem Rínarævintýrin hefjast. Þaðan er lagt upp í ferðir um fögur héruð Rínardalsins og ferðin verður sérstaklega pægileg og skemmtileg ef pú tekur einn af húsbílunum sem Arn- arflug hefur á boðstólum. Bíl- arnir eru af ýmsum stærðum, allt upp í að vera hreinar lúxusvillur, á hjólum. Dúss- eldorf sjálf er falleg borg og sérstaklega gaman að heim- sækja „gamla bæinn". Hann er innan við ferkílómetra að stærð, en par eru yfir 200 gamaldags veitingahús og Qölmargar vérslanir. Þar hefj- ast líka skemmtilegar báta- ferðir um Rín. Arnarflug flýgur vikulega til Dússeldorf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.