Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAIJGARDAGUR 8. JUNl 1985 29 Jóhannes Páll páfi annar Boð páfa um iðrun og sátt eftir Luigi Bellotti erkibiskup Það er mér mikil ánægja að vera hér með ykkur í dag í Dóm- kirkju Krists konungs, og mega biðja með ^rkkur við heilaga messugjörð. Eg vil láta í ljós ein- lægar þakkir til biskups yðar, Herra Hinriks Frehen, og ykkar allra fyrir þá vinsemd að bjóða mér hingað. Fyrir skömmu héldum við há- tíðlega páska, og minningin um upprisu Drottins, dýrlega upp- stigningu hans til himna, og um komu heilags anda á hvítasunnu er okkur enn ofarlega í huga. Þetta allt minnir okkur á tign okkar sem kristinna manna og lærisveina Jesú, og veitir okkur hjálp til að auka og efla andlegt líf okkar í daglegu trúarlífi í anda iðrunar og sátta. Hinn heilagi faðir, Jóhannes Páll páfi annar, sendi fyrir all- nokkru biskupum, prestum og þjóð Guðs, bréf til að útskýra leið- ir til yfirbótar og sátta (2. des- ember 1984, fyrsti sunnud. í að- ventu). Kæru bræður og systur, við skulum fylgja kenningu hins heilaga föður um iðrun og sátt. „Þegar talað er um sátt og iðrun er það hvatning til að uppgötva aftur orðin, sem Frelsari vor og kennari Jesú Kristur hóf með pré- dikun sína: Gjörið iðrun og trúið á fagnaðarerindið, það er að segja, takið við fagnaðarerindinu um kærleikann og minnist þess að vér erum kjörin Guðs börn og þar með allir bræður." Þetta eru orð hins heilaga föður til okkar. Hann minnir okkur einnig á það, að Jes- us, sonur Guðs og bróðir mann- anna er: „Hinn mildi æðsti prest- ur, trúr og áhugasamur, hirðirinn sem ætlar sér að finna hinu týndu sauði, læknirinn, sem læknar og huggar, hinn eini sanni meistari, sem kenni sannleikann og sýnir oss vegu Guðs.“ Við verðum því að snúa okkur að „hinu nýja boðorð um kærleika til náungans; leita eftir og helga okkur miskunnsemi og þolinmæði þá er leitað er réttlætis; launa illt með góðu; fyrirgefa misgerðir; elska óvini okkar." Þetta er kenn- ing páfans. Þannig eru hugsanir okkar á þessari stundu innilega tengdar hinum heilaga föður, Jóhannesi Páli, páfa öðrum. Við lítum á hann sem staögengil Krists, sem heilög Katarína frá Siena kallaði á máli dulspekinnar „hinn ljúfa Krist á jörðu". Við gerum okkur grein fyrir þungri ábyrgð hans, er hann verður að leiða kirkjuna til að boða sanna kenningu og sjá fyrir biskupum til að leiða biskupsdæmi um víða veröld. Við hljótum að vera páfanum þakklát fyrir ótrauða viðleitni hans til að breiða út fagnaðarerindið, og við verðum að fylgja honum stöðugt með bæn- um okkar. Leyfið mér að minna ykkur á síðustu pílagrímsferðir hans, fyrst til Venezuela, Ecuador, Perú, Trinidad og Tobago, og nú nýverið til Niðurlanda, Belgíu og Lúxem- borgar. Hvarvetna átti hann fjöl- marga fundi með margskonar fólki, til þess að færa þeim boð- skap Krists. Við biðjum einnig um ríkulegan andlegan ávöxt af næstu ferð páfans, í júlímánuði, til Kenya og annarra Afríkulanda, í tilefni ráðstefnunnar um hið heilaga sakramenti, sem verður í Nairobi. Þá er einnig ný ráðstefna bisk- upa í undirbúningi í Róm. Það á að verða sérstakur fundur biskupa með páfanum til að minnast tutt- ugustu ártíðar annars Vatikan- þingsins. Kæru bræður og systur, biðjum innilega fyrir þessum mik- ilvæga fundi. Nú, er við höfum heyrt rödd páfa og boð hans um iðrun og sátt, látum okkur hlýða þessari rödd okkar andlega föður og hirðis, og látum hátíðahöld páskanna verða byrjun á iðrun og sátt við Guð og bræður okkar, en Drottinn sjálfur hóf hana með dauða sínum og upprisu. Megi Guð blessa áform okkar. Höfundur er sendiherra Yatikans- ins á Norðurlöndum. Hann söng messu í Dómkirkju Krists kon- ungs, Landakoti, sunnudaginn 2. júní og flutti þá þessa prédikun. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir WILLIAM SAFIRE Páfinn, yfirnjósnarinn og dómarinn óþreytandi SÖMII dagana og Jóhannes Páll páfi II skipaði 28 nýja kardinála stefndi Ilario Martella rannsóknardómari öðrum manninum, sem virðist hafa verið viðriðinn samsæri um að myrða páfann samkvæmt fyrirskipunum KGB, fyrir rétt. Maðurinn, sem hleypti af skotinu er særði páfann, Mehmet Ali Agca, var fundinn sekur og átti á hættu að verða lokaður inni í fangelsi, þar sem fyrrverandi vinnuveitendur hans hefðu sennilega myrt' hann. í staðinn kaus hann að leysa frá skjóðunni og dúsa í öruggu fang- elsi. Framburður hans er aðalat- riðið í yfirstandandi réttarhöld- um gegn Sergei Antonov, for- stöðumanni Rómarskrifstofu búlgarska flugfélagsins, sem Agca segir að hafi farið með sig í bíl á staðinn, þar sem reynt var að ráða páfa af dögum. Ef sakfelling verður til þess að Antonov verður einnig fús til samvinnu, eða fram koma í rétt- arhöldunum fleiri upplýsingar er bendla búlgarska eða sovézka ráðamenn við málið, munu flest- ir réttilega draga þá ályktun að dómstóll hafi í fyrsta skipti kveðið upp dóm yfir leyniþjón- ustustofnun fyrir samsæri um morð á heimsleiðtoga. í raun og veru er KGB fyrir rétti. Það gerir þetta mál enn ugg- vænlegra en ella að búlgarska leynilögreglan — útibú þýlyndra þjóna KGB — tók að sér þessa morðtilraun á þeim tíma þegar Yuri Andropov, síðar æðsti leið- togi Sovétríkjanna og verndari núverandi þjóðarleiðtoga, var yfirmaður KGB. Á þessum tíma ógnaði Sam- staða harðstjórn í Póllandi; pólski páfinn fyllti hreyfinguna innblæstri; þess vegna þjónaði það hagsmunum Rússa að páf- anum yrði útrýmt. I fyrstu gáfu flest blöð þessu ótrúlega máli lítinn gaum, starfsmenn bandarísku leyni- þjónustunnar, CIA, gerðu lítið úr því í trúnaðarsamtölum í Róm og margir þeir menn á Vesturlöndum, sem vildu ekki að slökunarstefnan (détente) kæm- ist í hættu, gerðu gys að því. Hægt var að sætta sig við grunsemdir um að Rússar væru viðriðnir málið, en sannanir um „búlgörsk tengsl" við glæpinn hefðu torveldað árangur á fund- um æðstu manna með sovézkum þjóðarleiðtoga, sem væri ataður blóði páfans. Þetta aftraði ekki rannsókn- ardómaranum frá því að fylgja staðreyndum málsins eftir. Martella dómari hefur haldið ótrauður áfram eins og Sirica (dómarinn í Watergate-málinu í Bandaríkjunum), án þess að láta pólitískt moldviðri nokkuð á sig fá. Hann hefur verið staðráðinn í því að sýna að enginn maður, enginn hópur og ekkert ríki geti komizt upp með það að skjóta mann á Péturstorgi án þess að hljóta refsingu fyrir. Nú er hann að uppskera laun erfiðis síns. Fimm hundruð blaðamenn eru hér og reyna að troða sér inn í „byrgið" — dóm- húsið sem var byggt til að geta staðizt árás hryðjuverkamanna. Fulltrúar CIA hér hafa verið svo hyggnir að halda sér saman, sennilega samkvæmt fyrirmæl- um Williams Casey, yfirmanns leyniþjónustunnar. Skuggalegir Bandaríkjamenn láta ekki lengur þau boð út ganga að morðtilræðið hafi verið svo ófagmannlegt að KGB geti ekki hafa skipulagt það. (Vert er að hafa í huga að Richard Helms, fyrrverandi yfirmaður CIA, taldi það dæmi um „sígilda KGB-aðferð“ að búlgarskir hryllingssaga. Yuri Andropov, sem var grunaður um að hafa fyrirskipað dauða páfa, er lát- inn. Við erum að fjalla um for- tíðina: aðeins morðtilraun, ein- ungis ríkisrekna hryðjuverka- starfsemi. í slíkum málum er viðeigandi að bera fram opin- bera ákæru um samsæri og gagnákæru um ögrun: slík mál hafa engin áhrif á framtíðina. Við stöndum ekki lengur and- spænis því sem mörgum fannst þeir ekki geta horfzt í augu við: Páfinn og tilræðismaður hans. leyniþjónustustarfsmenn hefðu verið notaðir til að fá hryðju- verkamann í fangelsi til að inna af hendi starf af þessu tagi.) Rússar telja sér ekki lengur fært að halda sér utan við málið. Izvestia hefur birt greinaflokk, „Ögrun krufin“. I Moskvu hefur verið komið á laggirnar „sam- tökum" „að frumkvæði sovézks almennings" til að gera niður- stöður ítalska dómstólsins tor- tryggilegan. Ritstjóri bók- menntaritsins Novy Mir, Vladi- mir Karpov, hefur sett á fót nefnd til varnar Antonov. Hvernig stendur á því að þetta mál, sem svo lengi hefur verið sniðgengið í Sovétríkjunum og blöð á Vesturlöndum skrifuðu lengi um af svo mikilli varfærni, er allt í einu orðið efni í forsíðu- fréttir? Hvers vegna ráðast fréttahaukar vestrænna blaða og blaða í Þriðja heiminum skyndilega á „byrgi“ saksóknar- ans og hvers vegna er áróðursvél Rússa sett í gang til að af- skræma eða hylja sannleikann, sem er að koma í ljós? Af því að fréttin er ekki lengur að ræða kurteislega um mál eins og fækkun hergagna við mann, sem við værum í þann veginn að brennimerkja hryðjuverkamann. Andropov er látinn og við starfi hans hefur tekið maður, sem gæti sett upp sakleysissvip og sagt „þetta gerðist ekki þegar ég var á vakt“. Nú er svo komið að óhætt er að skoða samsærið ofan í kjölinn og vinsælt að kafa niður í það. Það mun engan saka þótt sannleikurinn komi I ljós. Rússar munu halda því fram að það sé ögrandi rógur að gefa í skyn að leiðtogi þeirra sé bein- línis viðriðinn glæpinn, ef engin rjúkandi byssa sé lögð fram. Umheimurinn mun fylgjast með því hvort sýnt verður fram á greinileg tengsl við Búlgara. Ef það gerist mun líta út fyrir að sjálft KGB hafi verið dæmt og Yuris Andropov yfirnjósnara verði minnzt í sögunni sem mannsins sem reyndi að drýgja glæp aldarinnar. Creinarhöfundur skrifar fasta dálka í New York Times og er fyrrverandi ráðgjafi Kichards Nix on Bandaríkjaforseta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.