Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ, ■LAUOARDAqyR, 8,JUNI 1985 Þokan er dúnn... Fimmtudagsleikritið nefndist: Hæsti vinningur. Höfundur Barbro Myrberg en þýðingu ann- aðist Jakob S. Jónsson sem hefir áður gert garðinn frægan á því sviði. Leikstjóri: Andrés Sigur- vinsson og ekki má gleyma tækni- mönnunum þeim Aslaugu Stur- laugsdóttur og Vigfúsi Ingvars- syni. Hlutur tæknimannsins er ekki smár í útvarpsleikriti enda er hann þar oft í hlutverki leik- myndahönnuðar. Leikritið fjallaði annars um einmana fólk í stór- borg, karl og konu er rugla saman reitum í kjölfar samsláttar í síma- kerfinu. Hugmyndin er snjöll því þrátt fyrir að kerlan bregði upp ýktri glæsimynd af sjálfri sér í upphafi símtalsins en rífi þá mynd svo í tætlur undir lokin mætir karl með ilmvatnsflösku. Ég kann enga skýringu á þessu hátterni en vafa- laust hefir blessað fólkið bara ver- ið svona ósköp einmana. Margrét Helga Jónsdóttir lék hér kerlu. Margrét Helga er afar kröftug leikkona og það var mikiö slys að hún skyldi ekki fengin í hlutverk Soffíu frænku nú í Kard- imommubænum. Nóg um það. Margrét kom hér til skila einsemd og óöryggi konunnar í símanum og naut þar fulltingis mótleikarans Hjalta Rögnvaldssonar sem tókst á afar sannfærandi hátt að túlka hinn fremur óskemmtilega fugl er kvakaði á hinum enda línunnar. Einkunn: Tvær og hálf stjarna. Því miður get ég ekki lagt frekara mat á texta verks þessa né gefið lesendum hugmynd um málfar, tilsvör, sviðsleiðbeiningar og ann- að slíkt því leiklistardeildin lét ekki svo lítið að senda mér hand- rit. Engin stjarna þar. Frá Umsvölum: Síðar um kveldið var á rás eitt síðari hluti lestrar Karls Guð- mundssonar leikara úr ljóðabók Jóhanns Hjálmarssonar skálds: Frá Umsvölum. Ég sagði eitthvað á þá leið í umsögn minni um fyrri hluta þessa ljóðalesturs að Karl væri lipur lesari, gæddur næmri tilfinningu fyrir samspili forms og inntaks. Var ég ánægður með frammistðu Karls á hinum fyrra spretti en nú brá svo við að Karl tókst hreinlega á loft og féllu orð- in af munni hans svo glæsilega við skáldhljóma kvæðanna og tónverk norska tónskálsins Sigmund Gro- ven, að ég lagði frá mér bókina og hélt til nýrra samfunda við ljóð- hugsun Jóhanns Hjálmarssonar. Ég vil ekki ausa frekari ofnotuð- um hástigslýsingarorðum yfir Karl Guðmundsson en vitna til ummæla fornkínverska spekings- ins Kwang Tse er var uppi á fjórðu öld fyrir Krist: Sanneðli mannsins er hrein einlægni, svo sem hún kemst hæst — án hennar geta menn ekki haft áhrif á aðra. Hlutverk skáldanna: Ég hef af því persónulega reynslu hversu áhrifaríkt það er að spila í tíma lög skeytt textum skálda. Börnin bókstaflega gleyptu í sig þann skáldskap. Væri ekki snjallræði að gefa skólaæsk- unni kost á að njóta samvista við skáld og upplesara. Skáldin fengju kennaralaun og ferðuðust um landið i samfylgd leikara og jafn- vel myndlistarmanna. Er ég viss um að slíkar heimsóknir hefðu heillavænleg áhrif á hugarheim og tilfinningalíf nemendanna og gætu jafnvel bjargað mörgu sálar- tötrinu frá þokukenndri veröld myndbandsins og síðar hassins eða bjórsins. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / S JÓN VARP Fred Astaire og Cyd Charisse í dans- og söngvamyndinni „Syngjum ditt og dönsum“. „Syngjum dátt og dönsum“ — dans- og söngvamynd frá 1974 ■i „Syngjum dátt 05 og dönsum" er nafn banda- rískrar dans- og söngva- myndar frá árinu 1974 og er hún á dagskrá sjón- varpsins í kvöld klukkan 21.05. Leikstjóri er Jack Haley yngri. í myndinni er brugðið upp svipmyndum úr ýms- um dans- og söngvamynd- um frá gullöld Hollywood- bæjar 1929—1958 og kvik- myndastjörnur rekja minningar frá þessum ár- um. Meðal þeirra sem fram koma eru Fred Astaire, Bing Crosby, Gene Kelly, Peter Lawford, Liza Min- elli, Donald O’Connor, Debbie Reynolds, Mickey Rooney, Frank Sinatra, James Stewart og Eliza- beth Taylor. Þýðandi er Óskar Ingi- marsson. „Listagrip“ — um listir og menningarmál ■■■■ Nýr þáttur hóf H20 göngu sína á “ rás 1 nú í byrj- un sumars og verður hann á dagskrá á laugardögum klukkan 14.20 og ber hann nafnið „Listagrip". Þátturinn er um listir og menningarmál í umsjá Sigrúnar Björnsdóttur og í honum verður leitast við að fjalla um það sem efst er á baugi hverju sinni í heimi lista- og menning- armála, jafnframt því sem sagt verður frá því sem ekki er eins skorðað í tíma. Til liðs við umsjónar- mann koma umfjöllun- armeistarar varðandi hin- ar ýmsu listgreinar líkt og verið hefur á fimmtudög- um í síðdegisútvarpi í vet- ur. Má þar nefna Kristínu Pálsdóttur, sem mun ræða um kvikmyndir sem á boðstólum verða hér í borg í sumar, Leifur Þór- arinsson fjallar um tón- listarviðburði sumarsins, Jón Hlöðver Áskelsson mun flytja fréttir úr lista- lífinu fyrir norðan og einnig verður glugginn opnaður til næstu ná- granna okkar, austan og sunnan við Atlantshafið. Vera má að í þættinum fljóti með fróðleikur um listahátíðir sumarsins meðal nágrannaþjóða þeim útvarpshlustendum til hugljómunar sem hyggjast sitja við Iistanna lindir meðal útlendra í sumar. „Ligga ligga lá“ — fyrir yngri krakkana ■■ „Ligga ligga lá“ 00 er nafn nýs — þáttar sem hefst í hdag klukkan 14.00 og verður vikulega á dag- skrá á þeim tíma. Hann er 20 mínútna langur hverju sinni. Umsjónarmaður er Sverrir Guðjónsson og til aðstoðar Sverri er 10 ára gamall strákur, Hrannar Már Sigurðsson. Sverrir er einnig um- sjónarmaður þáttarins „Inn og út um gluggann" sem eru 10 mínútna þætt- ir á dagskrá klukkan 13.20 á mánudögum, þriðjudög- um og miðvikudögum. Hann sagði að þeir þættir og þessi nýi laugardags- þáttur tengdust að nokkru leyti. „Ég ætla að vera með hljóðagetraun í þætt- inum „Ligga ligga Iá“ en áætlunin er að kynna tveö hljóð í hverjum þætti af „Inn og út um gluggann". Ég vil eindregið að krakk- arnir sendi mér inn svörin svo ég geti dregið úr rétt- um lausnum í tíma. Því verður ný hljóðagetraun í hverri viku í júní. í þáttunum er ég með sögu sem tengir alla þessa þætti og er ég nú í krókó- dílastríði. Það er auðvelt fyrir krakkana að komast inn í söguna þó þau hafi misst af byrjuninni. Segja má að þátturinn sé heldur fyrir yngri krakkana, en þó vil ég hvetja foreldra til að sitja og hlusta með börnum sínum til að ýta undir meiri samskipti milli barna og foreldra,“ sagði Sverrir. Sverrir verður umsjón- armaður þáttarins í júní- mánuði, en síðan taka ný- ir umsjónarmenn við júlí- og ágústþáttunum. Sverr- ir sagði að sér fyndist þetta góð tilhögun því það gæfi umsjónarmönnum kost á því að vera með ný þemu fyrir hverja viku. „Þemað hjá mér þessa vikuna á að vera ræktun, gróður og stutt viðtöl við krakka um hvort þau hafi tekið þátt í garðrækt o.s.frv." ÚTVARP LAUGARDAGUR 8. júni 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.20 Leíkfimi. Tónleikar. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Valdimars Gunnarssonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morg- unorð:. — Torfi Olatsson tal- ar. 9.00 Fréttir. 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöur- tregnir. Óskalðg sjúklinga, frh. 11.00 Um skógrækt I Arnes- sýslú. Dagskrá á vegum Skógrækt- arfélags Arnesinga Stjórn- andi: Guömundur Kristins- son. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 14.00 Ligga ligga lá. Umsjónarmaöur: Sverrir Guöjónsson. 14.20 Listagrip. Þáttur um listir og menning- armál I umsjá Sigrúnar Björnsdóttur. 15.20 „Fagurt galaöi fuglinn sá“. > Umsjón: Siguröur Einarsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfrdþnir. 16J0 Tónlist eftir Edward Elg- ar. 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 Helgarútvarp barnanna. Stjórnandi: Vernharöur Linn- et. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Til- kynningar. 17J0Íþróttir Umsjónarmaöur Bjarni Fel- ixson. 19.25 Kalli og sælgætisgeröin Annar þáttur. Sænsk teiknimyndasaga I tlu þáttum gerö eftir samnefndri barnabók eftir Roald Dahl. Teikningar: Bengt Arne Runneström. Þýöandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. Sögu- maöur Karl Agúst Úlfsson. (Nordvision — Sænska sjón- varpið). 19Æ0 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Frétfir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Sambýlingar (Full House) Annar þáttur. Breskur gamanmyndaflokk- ur I sex þáttum. Leikendur: 19J5 Þetta er þátturinn. Umsjón: Örn Arnason og Sigurður Sigurjónsson. 20.00 Harmonikuþáttur. Umsjón: Högni Jónsson. 20.35 Sjálfstætt fólk I Jökul- dalsheiöi og grennd. 4. þáttur. Aflúsun meö orös- ins brandi og pólitísk sápa. Gunnar Valdimarsson tók Christopher Strauli, Sabina Franklyn, Natalie Forbes og Brian Capron. Þýðandi Guöni Kolbeinsson. 21.05 Syngjum dátt og dönsum I (That's Entertainment I) Bandarlsk dans- og söngva- mynd frá 1974. Leikstjóri Jack Haley yngri. I myndinni er brugöið upp svipmyndum úr ýmsum dans- og söngvamyndum frá gullöld Hollywoodbæjar 1929—1958 og kvikmynda- stjörnur rekja minningar frá þessum árum. Meöal þeirra sem fram koma eru: Fred Astaire, Bing Crosby, Gene Kelly, Peter Lawford, Liza Minelli, Donald O'Connor, Debbíe Reynolds, Mickey Rooney, Frank Sinatra, Jam- saman. Lesarar: Baldvin Halldórsson, Guörún Birna Hannesdóttir, Hjörlur Páls- son og Rúrik Haraldsson. 21.45 Kvöldtónleikar. Þættir úr slgildum tónverk- um. 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. es Stewart og Elizabeth Taylor. Þýöandi Óskar Ingimarsson. 23.10 Ekillinn (The Driver) Bandarlsk blómynd frá 1978. Leikstjóri Walter Hill. Aöalhlutverk: Ryan O'Neal, Bruce Dern, Isabelle Adjani og Rouee Blakeley. Myndin er um ungan ökufant sem hefur þaö aö atvinnu aö koma glæpamönnum undan með ránsfeng sinn. Að lok- um leggur lögreglan gildru fyrir ekilinn. Þýöandi Jón 0. Edwald. Myndin er ekki við hæfi barna. 00.45 Dagskrárlok 22.35 Náttfari. — Gestur Einar Jónasson. (RÚVAK). 23.35 Eldri dansarnir. 24.00 Miðnæturtónleikar. Umsjón: Jón Örn Marinós- son. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá rás 2 til kl. 03.00. LAUGARDAGUR 8. júnf 14.00—16.00 Múslk og sport Stjórnandi: Jón Ólafsson ásamt Ingólfi Hannessyni og Samúel Erni Erlingssyni Iþróttafréttamönnum. 16.00—17.00 Listapopp Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 17.00—18.00 I tilefni dagsins Stjórnandi: Inger Anna Aikman. Hlé. 24.00—03.00 Næturvaktin Stjórnandi: Margrét Blöndal. (Rásirnar samtengdar aö lokinni dagskrá rásar 1.) SJÓNVARP LAUGARDAGUR 8. júní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.