Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚNl 1985 Mynd 1 Mynd 2 Mynd 5 Mynd 6 Mynd 7 Mynd 3 Mynd 4 VINNUÞJARKAR eftir Kristin Snæland Fyrsti vörubfllinn kom til landsins árið 1907. Það var Grundarbfllinn svonefndi sem Magnús Sigurösson bóndi og kaupmaður að Grund í Eyjafírði flutti inn og ætlaði til flutn- inga frá Akureyri inn að Grund. Þetta var yfírbyggður bfll en öku- maður og farþegi sátu við opið. Hús- ið var aðeins fyrir vörurnar og teld- ist þessi bfll nú til flutningabfla. Fyrsti vörubfllinn sem stóð undir því nafni kom til landsins árið 1914 og var af gerðinni Ford 1T. Burðar- magn á grind befur verið 500 til 750 kg og vél 20 hestöfl. Elsti bíll í eigu landsmanna er nánast eins bfll, Ford TT árgerð 1917 í umsjá Þjóð- minjasafnsins. Sá bfll er með húsi fyrir ökumann og farþega en það voru fyrstu vörubflarnir ekki. í fornbílaflota landsmanna eru allmargir góðir bílar í flokki vöru- bíla, en til þeirra má telja rútu- bíla, slökkvibíla og dráttarbíla. Sem dæmi má nefna Ford-rútu ár- gerð 1947 í eigu Sæmundar Sig- mundssonar sérleyfishafa í Borg- arnesi, Mack-slökkvibíl árgerð 1943 í eigu Kristjáns Jónssonar í Reykjavík og Autocar-dráttarbíl árgerð 1946 í eigu Gunnars Guð- mundssonar (GG) framkvæmda- stjóra í Reykjavík. Þó að þessir bílar séu nefndir sem dæmi er óhætt að segja að verulegur fjöldi forn-vörubíla sé til, bæði uppgerðir, i fullkomnu standi en einnig i viðgerð eða geymslu. Sérstaklega virðast landsmenn birgir af vörubílum af árgerðunum frá 1930 til 1950 og af hinum yngri árgerðunum eru all- margir enn í notkun. Samkvæmt reglum Fornbíla- klúbbs íslands telst sá bíll fornbíll sem er tuttugu ára eða eldri sem þýðir að bíll af árgerð 1965 eða eldri er fornbíll. Verndun síðari tíma vörubíla er stórmál í tvennum skilningi, ann- ars vegar vegna þess hversu þeir gerast nú stórir og svo vegna þess að verndun þeirra er þýðingar- mikil vegna tækni og atvinnusögu þjóðarinnar. Sem dæmi má nefna að ekkert eintak fyrstu „tröllabíl- anna“, Mack-vörubílanna, sem Reykjavíkurhöfn eignaðist um 1945 og voru af árgerð 1942, er til lengur. Þessir bílar báru sjö tonna hlass, en eftir lengingu 10 tonn. Algengast var á sama tima að vörubílar bæru tvö og hálft tonn upp i fimm tonn. Smá saman hafa vörubílarnir stækkað og um 1955 komu t.d. fyrstu búkkabílarnir svonefndu, m.a. Scania Vabis. Búkkabílarnir höfðu tvo afturöxla með drif á þeim fremri og gátu auk þess lyft upp aftari öxlinum þegar bílnum var ekið án farms. Algeng hlass- þyngd slíkra bíla er nú um 15 tonn og heildarþyngd 21 til 22 tonn. Þessir bílar geta þó ekki talist tröllabílar miðað við burðarmestu vörubíla sem hér eru til nú svo sem Euclid, Kockums og Caterpill- ar, en þeir síðastnefndu eru nýj- astir og mestu tröllatækin og eru nú m.a. notaðir við gerð hinnar nýju Reykjanesbrautar sem Hag- virki vinnur að. Hér með fylgja myndir af vöru- bílum og „tröllabílum" frá árinu 1931 til 1966 og á þeim má sjá að mun minna verk er að vernda og varðveita Ford frá 1931 en Kock- ums frá 1966. Mynd 1. Ford, árgerð 1931 með 4 strokka bensínvél, 24 hestöfl, hlassþyngd 1,5 tonn, heildarþyngd 2,4 tonn. Eigandi var Jóhannes Davíðsson á Hvammstanga. Þessi bíll var einn sá fyrsti sem kom með tvöföldum hjólum á afturöxli en Bifreiðaeftirlit ríkisins neitaði að samþykkja þá þannig í fyrstu, taldi þá hættulega breiða. Mynd 2. Autocar, árgerð 1946. Þessi bíll var fyrst með 6 strokka bensinvél og mun hafa komist upp í það að eyða yfir 100 lítrum af bensíni á 100 kílómetra. Nú er Scania Vabis-díselvél í bilnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.