Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐID, LAÚGARDAGÚR 8. JÚNl 1985 Minning: Arni Asbjarnarson fv. framkvœmdastjóri Fæddur 6. júlí 1905 Dáinn 29. maí 1985 í dag verður til moldar borinn í Grund í Eyjafirði frændi minn, Árni Ásbjarnarson, fyrrum bóndi í Kaupvangi og seinni árin fram- kvæmdastjóri heilsuhælisins í Hveragerði. Ungur hóf hann störf tengd landbúnaði og sigldi þá til Dan- merkur til að afla sér þekkingar og fræðslu um landbunaðarstörf. Mun hugur hans jafnan hafa stað- ið til þeirra starfa þótt atvikin hafi hagað því þannig, að hann léti af búskap allt of snemma. Honum bauðst framkvæmda- stjórastaðan í Hveragerði og þótt það starf væri að ýmsu leyti tengt ræktun og öðru því, er lýtur að landbúnaði, held ég aö hugurinn hafi alltaf verið við búskap — og þá helst stórbúskap, því Árni var jafnan stórhuga í öllu, sem hann tók sér fyrir hendur. Lífsstíll Árna Ásbjarnarsonar var að ýmsu leyti sérstakur. Stór- hugur og bjartsýni einkenndu hann og honum leið aldrei betur en þegar hann stóð í einhverjum framkvæmdum, sem áttu hug hans allan. Árni fluttist til Siglufjarðar ár- ið 1932, þá nýkvæntur Maríu Stef- ánsdóttur, sem stóð ætíð við hlið hans á hverju sem gekk. 1 Siglu- firði tók Árni við stórbúinu á Hóli, sem rekið var af kaupstaðnum. Þar var framleidd öll mjólk fyrir Siglfirðinga. Árni vann stórvirki á Hóli, rak búið árum saman og lét það bera sig, sem engum hafði tek- ist áður. Rekstri búsins var svo hætt nokkrum árum síðar. Árið 1947 keypti hann hlut í Kaupvangi í Eyjafirði og hóf þar búskap af sínum alkunna dugnaði. Eftir árið var hann kominn með stórbúskap og stundaði hann í nokkur ár. En þá urðu þáttaskil — hann fór að kenna sér lasleika í baki og leitaði sér lækninga hjá Náttúru- lækningafélaginu í Hveragerði. Þar fékk hann nokkra bót meins síns en hreifst svo mjög af starf- semi NLFÍ, að hann ákvað að hætta búskap og flytjast til Hveragerðis. Þar gerðist hann framkvæmdastjóri heilsuhælisins. Það starf, eins og önnur sem hann tók að sér, átti hug hans allan. Það var Árni, sem gerði heilsuhælið í Hveragerði að þeirri stofnun, sem það er í dag — eitt af stærstu heilsuhælum á Norðurlöndum. í einkalífi var Árni Ásbjarnar- son mikill gæfumaður. 1932 kvæntist hann Maríu Stefánsdótt- ur, ættaðri frá Sauðárkróki, sem í hann mat alla tíð mjög mikils. Hún bjó honum mjög gott heimili í og eignuðust þau Árni og María Ísoninn Stefán, sem nú er bóndi á Þórustöðum í Eyjafirði. Þau ólu | einnig upp tvær fósturdætur, í Hrafnhildi og Ástu, og reyndust þeim sem bestu foreldrar. Nokkr- um árum áður hafði Árni eignast f soninn Björn Lyngdal. Við hjónin nutum góðrar vin- 1 áttu við Árna. Þær samverustund- ir, sem við áttum með þeim Maríu, eru perlur sem aldrei verða teknar frá okkur heldur geymast í kistu minninganna. Við höfum misst góðan vin og samhryggjumst nú Maríu, sem sér á bak ástríkum eiginmanni er dáði hana og virti. Börnin fjögur og barnabörnin hafa misst hjartkæran föður og afa, sem vildi allt fyrir þau gera. Minningin um góðan dreng og alla þá skemmtilegu atburði, sem við upplifðum með Árna Ásbjarnar- ^ syni bætir vonandi nokkuð um. Guð blessi góðan dreng. Ásbjörn Magnússon Það var dásamlegur vetur sem !. höfundur þessarar minningar- Ú* greinar átti á Bændaskólanum á ý ■ Hóhtm • í Hjaltadal veturinn 1925—1926. Nýkominn var ég frá búfræðinámi í öðru landi og skýldi taka að mér kennslu við skólann og stjórn hans í fjarveru skóla- stjóra. Mér er því þessi tími minn- isstæður og nemendur mínir allir. Þeir voru flestir um tvítugt, bændasynir fullir af áhuga og góð- um vilja. Einn af þessum góðu og eftir- minnilegu nemendum var Árni Ásbjarnarson sem í dag verður borinn til moldar í heimabyggð sinni í Eyjafirði, að Grund. Hann var fæddur að Hvassafelli í Saurbæjarhreppi, sonur hjón- anna Ásbjarnar Árnasonar bónda þar og konu hans, Guðrúnar Jó- hannesdóttur ljósmóður. Ásbjörn flutti síðar að Þverárdal í Aust- ur-Húnavatnssýslu og þaðan kom Árni í Bændaskólann á Hólum haustið 1924 og lauk námi vorið 1926. Hann var mjög vel gefinn og sóttist námið vel, en einnig tók hann mikinn þátt í félagsmálum og íþróttum. Skal þess getið hér, að á Sæluviku Skagfirðinga 1926 var Árni í hópi Hólasveina er sýndi leikfimi á Sauðárkróki. Eftir veruna á Hólum fór Árni til Danmerkur. Var fyrst á bú- garði, en síðan við nám á lýðskól- anum í Askov og við tilraunastörf á tilraunastöð á Jótlandi. Eftir heimkomu frá Danmörku varð Árni ráðsmaður hjá Birni Líndal á Svalbarði, en 1929—1932 var hann ráðunautur hjá Naut- griparæktarsambandi Eyjafjarð- ar, rak eigið kúabú á Siglufirði ^1932—1937, við verslunarstörf 1937—1939 og bústjóri við kúabú Siglufjarðar á Hóli 1939—1947. Síðan var Árni bóndi á Kaup- vangi í Eyjafirði til 1958 er hann tók við framkvæmdastjórastarfi hjá Náttúrulækningfélagi Islands og hafði það á hendi til 1977. Árni kom því víða við í störfum sínum og alls staðar á sama hátt, með glöggskyggni, áhuga, vand- virkni og samviskusemi. Hann átti stóran þátt í uppbyggingu heilsu- hælisins í Hveragerði, byggingum þess, matjurtarækt, umgengni allri, ekki síst utanhúss. Hann var stoð og stytta yfirlæknanna um 19 ára skeið. Spor hans munu sjást þar enn um langt skeið. Árni fylgdist af miklum áhuga með uppbyggingu heilsuhælis í Eyjafirði og mun hafa átt þar nokkurn hlut að máli viö staöarval þess og framkvæmdir. Árni kvongaðist 19. apríl 1933 Maríu Stefánsdóttur húsvarðar á Sauðárkróki Hannessonar, en móðir hennar var Sigurlaug Jó- hannsdóttir. María er sérstaklega myndarleg húsmóðir og var oft gestkvæmt á heimili þeirra, ekki síst í Hveragerði. Hún studdi mann sinn í hverju starfi en mest- an þátt tók hún í kjörum hans síð- ustu ár hans er hann lá Iangtím- um saman á sjúkrahúsi. Þangað lá leið hennar hvern dag oft við erf- iðar aðstæður. Þau María og Árni áttu einn son, Stefán. Hann er fæddur 16. júli 1933 og er bóndi á Þórustöðum í Eyjafirði. Kona hans er ólöf Ág- ústsdóttir, ættuð úr Borgarfirði. Eiga þau 5 börn og 6 barnabðrn. Fyrir hjónaband átti Árni son, Björn Líndal. Hann er forstjóri í Hafnarfirði. Kona hans er Sigríð- ur Guðmundsdóttir og eiga þau 5 börn. Tvær fósturdætur: Ásta Gísladóttir, gift Val Helgasyni flugumferðarmanni í Reykjavík og eiga þau 3 börn, Hrafnhildur Garðarsdóttir gift Gunnari Sverr- issyni verkfræðingi í Reykjavik, eiga þau 4 böm. Kristinn Gíslason ólst að nokkru upp hjá þeim Maríu og Árna. Kona hans er Ágústa Baldursdóttir og búa þau í Hvera- gerði. Með þessum fátæklegu orðum hef ég viljað þakka Árna Ásbjarn- arsyni fyrir samfylgd og vináttu í nær því 60 ár allt frá vetrinum góða á Hólum 1925-^1926. Ég vil einnig þakka honum hugljúft sam- starf við Björn bróður minn við Heilsuhælið í Hveragerði. Guðmundur Jónsson frá Hvanneyri Árni Ásbjarnarson, fyrrum framkvæmdastjóri Náttúrulækn- ingafélags íslands, er látinn, tæp- lega áttræður að aldri, eftir langa og erfiða sjúkdómslegu á Borg- arspítalanum í Reykjavík. Útförin fer fram í dag að Grund í Eyja- firði. Árni fæddist að Hvassafelli í Eyjafirði. Foreldrar hans voru Ásbjörn Árnason, bóndi þar, og Guðrún Jóhannesdóttir, ljósmóðir. Barnahópurinn var stór, systkinin voru tíu. Árni ólst upp í Eyjafirðinum til fullorðinsára. Síðan stundaði hann nám í Hólaskóla og varð búfræðingur þaðan 1926. Eftir það dvaldi hann í Danmörku um eins árs skeið, fyrst á búgarði, síðan fjóra mánuði á lýðháskóla í As- kov, og svo fimm mánuði í til- raunastöð á Jótlandi. Eftir heimkomuna varð hann fyrst ráðsmaður hjá Birni Líndal, stórbónda á Svalbarði við Eyja- fjörð, en gerðist síðan ráðunautur hjá Nautgriparæktarfélagi Eyja- fjarðar í nokkur ár. Hann var bústjóri við Hólsbú Siglufjarðar árin 1939-1947. Þá hóf hann búskap að Kaupangi í Eyjafirði og bjó þar til ársins 1958. En nú hófst nýr kapítuli í lífi Árna, er hann var beðinn að verða framkvæmdastjóri Náttúrulækn- ingafélags íslands, eftir fráfall Sigurjóns Danivalssonar, er hefði verið í þeirri stöðu fáein ár. Árni hafði áhuga á málefninu og tók þetta að sér. Hann hætti þá bú- skap í Kaupangi og flutti suður með konu sinni, Maríu Stefáns- dóttur, sem ættuð er frá Sauð- árkróki. Þau settust að í Bauga- nesi 38 í Reykjavík, þar sem María býr enn. Þau áttu einn dreng en ólu upp tvær fósturdætur og dreng að nokkru leyti. Starfsvettvangur Árna var auð- vitað í heilsuhælinu í Hveragerði, sem þá hafði verið starfrækt fáein ár. f fyrstu hafði hann aðeins eitt herbergi þar, en síðar fengu þau hjónin litla íbúð. Það var mikil gæfa fyrir heilsu- hælið og NLFÍ að fá Árna til starfa. Hann naut fljótlega mikils og almenns trausts. Sjálfur hafði hann fengið bót á langvarandi heilsuleysi með því að taka upp lifnaðarhætti náttúrulækninga- stefnunnar. Hann skildi því mætavel þörfina á miklu starfi og vann ötullega að málefnum hælis- ins ásamt yfirlækni og stjórn samtakanna. Hann stuðlaði að góðum anda meðal starfsfólks hælisins, var sjálfur vingjarnleg- ur, hlýr og áhugasamur. Hann beitti sér fyrir að koma á skemmti- og fræðslukvöldum í hæiinu fyrir vistfólkið og vann Björn L. Jónsson að því með hon- um. Auk þessa tók Árni virkan þátt í eflingu félagsskaparins á al- mennum fundi innan stefnunnar. Hann hafði þægilega framkomu, flutti mál sitt rólega og brosti oft. Fólk fann, að hann vildi vel og hafði áhuga á málunum. Strax og ég kynntist Árna, fann ég þetta hlýja viðmót og mætti þessu milda brosi hans. Mér fannst notalegt að vera með honum. En Árni var þó engin dula. Á bak við þetta bjuggu festa og einbeitni. Hann var al- vörumaður og hugsjónamaður. En til voru þeir menn, sem ekki líkaði við Árna. Ég hef varla heyrt öllu meiri illyrði um mann en sögð voru um Árna á fundi og í bréfi. En þótt kannski mætti deila um einstaka ákvarðanir hans, var þetta auðvitað fyrir neðan allar hellur og sýnir aðeins hvað bestu menn þurfa stundum að þola. Við Árni unnum mikið saman í stjórn Náttúrulækningafélags Reykjavíkur, einkum þegar árásir á stjórnina voru hvað mestar, eins og margir muna. Þá reyndist Árni mér vel. Hann vann einnig með okkur í Pöntunarfélagi NLFR og var formaður þess um tíma. En þá var heilsa hans farin að bila. Ámi hafði verið kosinn til að hafa ’ eftirlit með framvmdu heilsuhælisbyggingarinnar í Kjarnaskógi við Akureyri og fór hann því norður öðru hvoru. — En svo kom áfallið. Árni var fluttur í Borgarspítalann og lá þar hálf- lamaður og að miklu leyti mállaus hátt á þriðja ár, en virtist þó hafa fulla hugsun og fylgdist með því, sem sagt var. Allan þennan tíma kom María, konan hans, daglega til hans, og auðvitað ýmsir vinir og skyldmenni. En hann vottaði okkur öllum þakklæti með sínu milda brosi og hlýja handtaki. Nú er hann laus úr líkamsbðnd- um og floginn til fegurri staða, þar sem ég trúi að hann njóti lífs- ins að nýju við mannbætandi störf og mikla hamingju hinum megin. Má ég svo að lokum votta ást- vinum hans samúð mína. Marinó L Stefánsson Það var sumarið 1958, sem ég hitti Árna Ásbjarnarson í fyrsta sinn. Hann var þá staddur hjá frænda sínum Baldri Gunnars- syni, garðyrkjubónda í Hvera- gerði. Árni var bóndi norður í Eyjafirði, en vegna veikinda var hann á Heilsuhæli NLFÍ, sér til lækninga. Eins og hann sagði sjálfur frá seinna, var hann altek- inn af gigt og með magasár. Eftir nokkurra vikna dvöl á hælinu und- ir leiðsögn Jónasar Kristjánsson- ar, læknis, fann hann snögg bata- merki. Til þess að geta verið áfram undir handleiðslu Jónasar, hugðist hann setjast hér að, fá land og hefja gróðurhúsarekstur. Baldur, sem var stórhuga og mikill at- hafnamaður, sá fyrir sér breiðurn- ar af gróðrarstöðvum rísa út með Ölfusvegi með heitu vatni streym- andi úr iðrum jarðar. Vangaveltur um þessa hluti urðu ekki meiri, því nokkrum dög- um seinna var Árni ráðinn hjá Náttúrulækningafélagi íslands sem framkvæmdastjóri á Heilsu- hælinu. Sigurjón Danívalsson, sem gegndi því starfi varð bráð- kvaddur. Jónas Kristjánsson var þá orðinn háaldraður, vantaði 2 ár í nírætt, og farinn að bresta þrótt. Við fótskör meistarans nam Árni fræðslu um matarhollustu, rækt- un, starf og hvíld. í tímariti sam- takanna, Heilsuvernd, ritar Árni m.a.: „Látið ekki koma í garðinn tilbúinn áburð eða eiturefni. Sé jarðvegurinn heilbrigður og áburður góður, er ótrúlega lítil hætta á að sjúkdómar skaði upp- skeruna, og árangur starfsins verði angandi grænmeti þegar líð- ur á sumarið." í Heilsuvernd skrifar Guðfinnur Jakobsson um 3 atriði, sem hver ræktunarmaður ætti að hafa að takmarki: „1. Að varðveita frjósemi jarð- vegsins fyrir okkur sjálf og fyrir framtíðina. 2. Að auka mótstöðuafl plantn- anna gegn sjúkdómum og sníkju- dýrum, svo að notkun eitraðra varnarlyfja verði ónauðsynleg. 3. Að framleiða matvörur með sem mestri næringu." Þetta eru einir af hornsteinum náttúrulækningastefnunnar. Árni hóf mikla ræktun, byggði gróðurhús, og þegar allt nýtanlegt land heima fyrir var komið í rækt, þá fékk hann leigt land niðri á Eyrarbakka og víðar, til frekari ræktunar. Hann lét byggja jarð- hús yfir vetrarforðann. Það var kappkostað að birgja hælið upp af sem mestu grænmeti, sem ræktað var með lífrænum áburði. Hann stækkaði jarðhúsiö, keypti erlend- is frá rándýrar matjurtir, sem ræktaðar voru við sömu skilyrði og hér var gert heima. Hann fjölgaði gróðurhúsum, keypti eyðijörðina Sogn í ölfusi og hóf þar víðtæka ræktun. Þar hugðist hann koma á fót stórri gróðrarstöð með aðstoð jarðvarm- ans. Á sumrin hafði hann margt ungmenna við garðyrkju. Einn þeirra hvatti hann til frekara náms við biodynamiska ræktun erlendis. Hér hefur lítillega verið drepið á ræktunarþætti í starfi Árna. Starfsfólk hælisins var margt og til margs að líta i daglegum rekstri. Snyrtimennska var hon- um í blóð borin. Ber Heilsuhælið þess vitni enn í dag. T1 að skipu- leggja lóð og garða sem best, fékk hann sér til aðstoðar þá öla Val og Ingimar í Fagrahvammi. Stærsti þáttur í starfi Árna við Heilsuhælið er ótalinn. Þau 20 ár, sem hann var framkvæmdastjóri, stóð hann í sífelldum bygginga- framkvæmdum. Það vantaði starfsmannaíbúðir, hús yfir vélar og tæki, kapella var byggð til messugjörða og hælið sjálft var stækkað í mörgum áföngum. Fé til þessara hluta var af skornum skammti. Félagið efndi til árlegs happdrættis, auk þess sem inn komu áheit og gjafir. Þótt þetta væri æði mikið starf fyrir einn mann, lét hann félags- mál mikið til sín taka. Hann sat í hreppsnefnd Hveragerðis, og átti drýgstan þátt i hvað kirkjubygg- ing í þorpinu gekk vel og greiðlega fyrir sig. Árni var ósérhlifinn og afkasta- mikill að hverju sem hann gekk. Oft var vinnudagur hans langur. f honum var mikill bóndi. Hann átti góða reiðhesta. Steig á bak árla morguns meðan rekja var á jörðu. Heim var hann kominn og mættur á undan öðrum á vinnu- stað. Það hefur verið mikið átak að reisa Heilsuhælið í Hveragerði án nokkurra opinberra styrkja. Ég kynntist mönnum í byggingar- nefnd og stjórn félagsins, þegar fyrsti áfangi hælisins var reistur hér suður í hrauninu, fyrir rúmum 30 árum. Þeir stóðu hér félitlir með stóra drauma um glæsilegt heilsuhæli. Mest held ég að hafi reynt á fjármálastjóra félagsins, frú Arnheiði Jónsdóttur, þegar allt var að fara í strand vegna fjárskorts. Oft varð hún að ganga { ábyrgð eða leysa vandann með sínu sparifé. Eftir fráfall Jónasar Kristjáns- sonar varð hún forseti félagsins. Stýrði hún því um 20 ára skeið. Sýndi hún oft mikla stjórnarhæfi- leika. Allir þessir forystumenn eru gengnir, nema Arnheiður, sem situr á friðarstóli í hárri elli á heilsuhæli þvi, sem hún átti hvað mestan þátt í að reist yrði. Allt þetta fólk lagði mikið að sér til að hrinda i framkvæmd hug- sjón Jónasar Kristjánssonar. Mörg voru sporin, vinnudagarnir oft langir og kaupið ekkert, enda gerðu þeir ekki kröfu um yfirtíð. Nú kveðjum við þennan norð- lenska bónda, sem bar fyrir- mennskuna í herðunum. Hann var einn af viðsýnustu og dugmestu athafnamönnum, sem sest hafa að í Hveragerði. Hann var hlédrægur og vildi lítið berast á. Trúhneigður var hann. Eitt herbergi hælisins lét hann innrétta fyrir þann, sem vildi vera, um stund, einn með guði sínum. Ennfremur sá hann um að sóknarpresturinn kæmi oft í heimsókn, ef einhver þyrfti að fá uppörvunar- og huggunarorð. Hann hafði miklar áhyggjur af börnum og unglingum, sem fengu ekki nægilega umönnun. 1 því sambandi var byggt stórhýsi í Sogni, sem átti að vera barna- og unglingaheimili. Stærsta baráttumál Árna síð- ustu árin var bygging heilsuhælis á Akureyri. Hann vildi að Norð- lendingar reistu sér stórt og mikið hæli, þar sem aldin þroskuðust i norðlenskri gróðurmold án spill-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.