Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1985 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Frevsteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 360 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 30 kr. eintakiö. Sjómannaverkfall í Reykjavík Fiskvinnslufólk í Reykjavík, fjögur hundruð talsins, missti atvinnu sína í gær vegna verkfalls Sjómannafélags Reykjavíkur og tilheyrandi hrá- efnisskorts hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur og ísbirninum. Hraðfrystistöðin og Fiskiðju- verið á Kirkjusandi hafa hráefni út næstu viku, en að óbreyttu bætist þá fjöldi fiskvinnslufólks í hóp atvinnulausra. Þannig get- ur verkfall einnar starfsstéttar stuðlað að atvinnuleysi annarr- ar. Hliðargreinar margskonar, sem þjónusta veiðar og vinnslu, verða og fyrir barðinu á þessu umdeilda verkfalli. Þetta verkfall er sérstætt. Sjómannasamband íslands og Landssamband íslenzkra út- vegsmanna hafa þegar fyrir löngu samið. Formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur hefur í tvígang skrifað undir samn- inga, ásamt öðrum forsjár- mönnum Sjómannasambands- ins, en samningar hafa jafnoft verið „felldir" hjá Sjómannafé- lagi Reykjavíkur. Þannig vóru heildarsamningarnir „felldir" með 28 mótatkvæðum, 16 sam- þykktu, i félagi með meir en 300 félaga. Fall samninganna er reist á mótatkvæðum innan við 10% félagsmanna. Afleið- ingarnar bitna hinsvegar beint á mörg hundruð sjómönnum og fiskverkunarfólki, óbeint á fjöl- mörgum til viðbótar, og í heild á útgerð og fiskvinnslu í Reykja- vik, sem var ekki of beysin fyrir. Samningsgerð sú, sem tókst, kostaði verkföll hálfan febrú- armánuð og viku af marz, með miklum skakkaföllum fyrir sjávarútveginn og þjóðarbú- skapinn. Áætlað er að einungis sölutap á frystri loðnu, sem samið hafði verið um, hafi verið allt að 300 m.kr., fyrir utan ann- að tjón, bæði í glötuðum vinnu- dögum og verðmætum. Samn- ingar fólu síðan í sér 39% hækk- un lágmarkslauna, hækkuu fæð- is- og fatapeninga; auk þess að gripið var til opinberra aðgerða, sjómönnum í vil. Kröfur Sjómannafélags Reykjavíkur munu reistar, að hluta til, á fordæmi frá Vest- fjörðum, en félög þar vóru ekki aðilar að heildarasamningun- um. Sjómenn á Vestfjörðum hafa jafnan haft einhver um- framkjör, sem þeir rökstyðja með betri aðstöðu útgerðar í fjórðungnum. Frávik frá samn- ingunum eru óveruleg annars staðar. Þá er komið að kjarnapunkti, sem alltof lítill gaumur er gef- inn: kjör starfsstétta í sjávar- útvegi verða ekki betur bætt á annan hátt en þann að efla arð- semi í atvinnugreininni. Sjávar- útvegsfyrirtækjum hefur um langt árabil, á heildina litið, verið gert að ganga á eignir og safna skuldum, enda þótt þjóðin hafi ausið velmegun sinni og lífskjörum að stærstum hluta af auðlind fiskimiðanna, umhverf- is landið. Þrjár af hverjum fjór- um krónum útflutningstekna fást fyrir sjávarvöru. Rekstrarskilyrði sjávarút- vegs, sem hafa hneppt hann í skuldafjötra, stafa af ýmsu: 1) aflatakmörkunum, sem byggja á fiskifræðilegum forsendum, 2) tilkostnaðarhækkunum innan- lands umfram verðþróun á er- lendum mörkuðum, 3) sam- keppni um vinnuafl við greinar sem styðjast nær eingöngu við erlent lánsfé, 4) harðnandi sam- keppni frá ríkisstyrktum sjáv- arútvegi Kanada og Norð- manna, 5) offjárfestingu, 6) veiðsókn umfram veiðiþol, 7) gengisþróun og 8) lánsfjárkostn- aði. Vegna þessara erfiðu rekstr- arskilyrða þrengir að hjá sjó- mönnum og fiskvinnslufólki, engu síður en sjávarútvegsfyr- irtækjunum sjálfum. Það er sameiginlegt hagsmunamál þjóðarinnar í heild, að sjávarút- vegur sé rekinn með arði. Þá fyrst verða kjör sjávarútvegs- stétta samkeppnisfær. Verkfall sjómanna í Reykja- vík vekur þessa brennandi spurningu: Er það verjandi að 28 menn í rúmlega 300 manna stéttarfélagi, geti stöðvað sjáv- arútvegsfyrirtæki í Reykjavík, veiðar og vinnslu, og stefnt mörg hundruð manna í atvinnu- leysi og tekjumissi? Tökum á fyrir hjartasjúka Matthías Bjarnason, heil- brigðisráðherra, greindi frá því á blaðamannafundi í vik- unni að samningar hefðu tekizt við Háskólasjúkahúsið í Uppsöl- um í Svíþjóð um þjálfun starfs- fólks, sem starfa mun við hjartaskurðlækningar hér á landi, sem hefjast á Landspítala næsta ár. Á sama tíma efna Landssam- tök hjartasjúklinga til lands- söfnunar til að styrkja tækja- kaup vegna væntanlegra hjarta- skurðlækninga á Landspítala. Þessi samtök hafa áður styrkt bæði Landspítala og Borgarspít- ala með dýrum tækjakaupum. Þau ýta nú enn úr vör með frjálsa skattheimtu, þar sem hver og einn skattleggur sjálfan sig til stuðnings við stórt og þarft mál. Morgunblaðið hvetur lands- menn til samátaks. Samtaka 'getum við lyft grettistökum. TiöamíM nÆ Umsjónarmaður Gísli Jónsson 290. þáttur Steinar Pálsson í Hlíð í Gnúpverjahreppi skrifar svo: „Kæri Gísli Jónsson! Mér þykir dálítið undarlegt að sjá og heyra hvað algengt er að menn skilji ekki orðið ártíð en eru þó að nota það. Nýlega sá ég það óspart notað í rangri merkingu í sambandi við 100 ára afmæli Jónasar frá Hriflu. Ef menn vilja gera það að gamni sínu að nota orð, sem lítið eru notuð í daglegu tali, er ekki annað að gera en að fletta upp orðabókinni. Þar stendur skýrum stöfum að ártíð merki dánardægur. Ég hef stöku sinnum, með engum árangri, bent á hvernig íþróttafréttamenn eru búnir að fara með orðið hrina. Þarna mætti nota orðið lota, finnst mér. Fyrir nokkru heyrði ég veðurfræðing nota orðið hvell- ur um snöggt illviðriskast, hef- ir sennilega ekki búist við að það gamla og góða orð hrina skildist lengur í sinni gömlu merkingu. Hvað finnst þér um svona málbreytingu? Allir kannast við orðatil- tækið að ríða baggamuninn. Það er talað um að baggi ríði mikið eða lítið, en það, sem bætt er á léttari baggann, ríður bagga- muninn. Skýring orðabókar- innar, að hér sé átt við mann sem situr ofan í milli, er alveg röng. Þó að börn væru stund- um látin ríða ofan í milli spottakorn, var barn, að sjálf- sögðu, aldrei látið ofan í milli á hesti, sem illa fór á. Fullorð- ið fólk reið aldrei ofan í milli. Sigurður Tómasson segist hafa fengið athugasemdir við skýringu orðabókarinnar á þessu orðatiltæki úr tveimur landsfjórðungum. Þetta bendir til þess að orðabókin sé of seint á ferðinni. Menn, sem hafa tekið þátt í raunveru- legum lestaferðum, eru tæp- lega lengur til, svo að dæmi sé nefnt um nokkuð sem liðið er undir lok.“ ★ Bestu þakkir færi ég Stein- ari Pálssyni fyrir bréf hans fyrr og síðar. Ég er honum sammála um orðið ártíð. Það merkir ekki afmæli, heldur dánardægur eða dánarafmæli. Hinn 1. maí á þessu ári var hundrað ára afmæli Jónasar Jónssonar frá Hriflu, en 19. júlí 2068 verður hundraðasta ártíð hans. En svo er það orðið hrina í merkingunni þáttur eða áfangi í leik, lota. Hvað mér finnst um „svona málbreytingu". Hér er komið við snöggan blett á mér, því að Hermann Stef- ánsson kenndi mér að nota orðið hrina = lota í eftirlætis- leik mínum í þá daga, blaki. Ég hneigist því mjög til þess að viðurkenna þessa merkingar- færslu orðsins hrina. Ég hef enga stoð við þetta í orðabókum. Þessarar merking- ar er ekki getið í nýjustu út- gáfu Orðabókar Menningar- sjóðs. Þar segir um margnefnt orð: „1) hviða, vindsveipur: hann rak á hrinur og lygndi á milli; él, illviðrakast, hret; snögglegt þíðviðri, hláka. 2) org, hviðótt- ur grátur. ★ Um orðtakið að ríða bagga- muninn get ég ekkert sagt frá sjálfum mér, en ég bið þá menn, sem fást við að skýra það, að gaumgæfa orð hins reynda bónda. Ég tek svo þann kost um sinn, að vitna í dokt- crsritgerð prófessors Halldórs Halldórssonar um íslensk orð- tök. Halldór segir (önnur út- gáfa aukin, bls. 26): „Ríða baggamuninn „ráða úr- slitum". Þetta afbrigði örð- taksins og sömuleiðis afbrigðið ríða af baggamuninn eru kunn frá sama tíma, fyrri hluta 19. aldar: Hin fyrsta orrusta, er nokkurn töluvcrðan baggamun reið milli þeirra (Skírnir 1841, 42). Sá ókosturinn, sem stund- um ríður af allan baggamuninn (Örnefni í Vestmannaeyjum). Sennilegt er, að síðar greinda afbrigðið sé uppruna- legra og merki í rauninni, eins og Blöndalsorðabók segir: „sitja á baki áburðarhesti og þrýsta til annarrar hliðar, svo að baggarnir haldi jafnvægi." Eiginleg merking upprunalega orðtaksins er þannig „jafna þyngdarmun bagga". Önnur afbrigði eru síðar til komin. Frá síðari hluta 19. ald- ar er dæmi um að gera bagga- muninn: var það koma Buells og flokks hans, sem gerði bagga- muninn (Tímarit Bókmfél. 4, 156). í þessu orðtaki hefir baggatnunur fengið merking- una „úrslit". Hlýtur slíkt að hafa gerzt við merkingarskipti (permutation). Blöndalsorða- bók tilgreinir einnig afbrigðið draga baggamuninn, og er vant að sjá, hvernig það er til kom- ið...“ ★ Ég hef verið spurður um mannsnafnið Valbjörn, og hef ég þetta helst um það að segja: Valbjörn er mjög sjaldgæft nafn. Einn heitir Valbjörn í Landnámu og annar í Sturl- ungu, og bær í Borgarfirði heitir Valbjarnarvellir. Eng- inn Valbjörn er í manntalinu 1703, né heldur 1801. Einn hét Valbjörn 1910, og þrír voru skírðir svo á tímabilinu 1921—’50. Hermann Pálsson segir í mannanafnabók sinni: „Forliðurinn Val-, sem kem- ur fyrir í allmörgum manna- nöfnum og kvenna, hefur verið skýrður á ýmsa lund. Líklegast þykir, að hér sé um að ræða þjóðarheitið Valir, sem eink- um var notað um Kelta og Frakka, en virðist upphaflega hafa táknað útlendinga. Orð þetta kemur fram í nafninu Valland og ýmsum samsettum orðum í skáldamáli... Aðrar skýringar á forliðnum Val- eru þær helstay, að þetta sé fuglsheitið (sbr. mannanöfn sem hefjast á Arn- og Hrafn-) eða orðið valur, sem merkti fallna menn á vígvelli." Þarna þykir mér sem Her- manni sjáist yfir nærtækustu skýringuna, nefnilega þá að tengja margnefndan forlið við sögnina að velja og nafnorðið val (hvk). Mannanöfn, sem hefjast á Val-, eru mörg hver miklu algengari og vinsælli en Valbjörn, þeirra algengast, og einkum áður fyrr, kvenmanns- nafnið Valgerður. Mér þykja þessi mannanöfn fyllilega sambærileg við no. valmenni = úrvalsmaður, góðmenni og lo. valinkunnur = þekktur að góðu einu. Þvílíkur skýringarkostur er líka fyrstur tekinn í Orða- bók Menningarsjóðs. Borgarstjórn samþykkti kaup Hitaveitunnar á Ölfusvatni — „Góður samningur og verðið hagstætt,“ BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum á fimmtudag drög að samningi Hitaveitu Reykjavíkur og eigenda jarðarinnar Ölfus- vatns í Grafningshreppi um kaup á eignarhluta seljanda í jörðinni o.fl. Kaupin voru samþykkt með 12 atkvæðum meirihlutans gegn 7 atkvæð- um fulltrúa minnihlutans, utan Kvennaframboðsins, sem sátu hjá við afgreiðsluna. Við umræður sem urðu um málið í borgarstjórn lagði Davíð Oddsson borgarstjóri áherslu á eftirfarandi atriði: í fyrsta lagi nauðsyn þess að kaupa landið og vitnaði i skýrslu Orkustofnunar um þörf á meira vatni á næstu 20—30 árum, í því sambandi. í öðru lagi væri rétt að kaupa allt landið, en ekki bara hitaréttindi. Það sýndu kaupin á hitaréttind- um í Mosfellssveit á sínum tíma en af þeim væru enn eftirmál í gangi. í þriðja lagi væri rétt að ráðast í kaupin núna. Dýrara yrði að gera eignarnám seinna, því verðmætið ykist eftir því sem þörfin yrði brýnni. „Ég tel þetta góðan samning og verðið hagstætt," sagði borgarstjóri. Borgarfulltrúar minnihlutans mótmæltu kaupunum harðlega og lögðu fulltrúar Alþýðubanda- lagsins, Alþýðuflokksins og Framsóknarflokk8Íns fram bók- un þar sem þeir lýstu andstöðu sinni við samninginn. Þar kem- ur fram að þeir telja verðið of hátt. Þeir telja kaupin óþörf þar sem hitaveitan myndi án fyrir- stöðu fá eignarnámsheimild fyrir nauðsynlegri orku ef á sagði borgarstjóri þyrftri að halda. Þeir gagn- rýndu ákvæði í samningnum um áframhaldandi afnotarétt nú- verandi eigenda. Lýstu þeir and- stöðu við landakaupin þar sem þau væru með öllu óþörf og verðið allt of hátt. Klykktu þeir út með eftirfarandi orðum: „Með þessum landakaupum er íhaldið í Reykjavík að rétta einni kunn- ustu íhaldsfjölskyldu í borginni, sem auk þess er nátengd sjálf- um hitaveitustjóranum, geypi- lega fjárfúlgu á silfurfati." Davíð Oddsson sagði m.a. um þessa bókun minnihlutans: „Ekki vantar smekklegheitin i niðurlag bókunarinnar. Það er viðkomandi borgarfulltrúum ekki til sóma, enda sennilega ekki að því stefnt." Hann talaði einnig um meinbægni minni- hlutans í málinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.