Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8, JÚNt 1985 Blómkál Margir eiga sitt uppáhalds grænmeti. Á mínu heimili er það blómkál. Það má matreiða blómkál á marga vegu, og hér eru upp- skriftir af fjórum gómsætum blómkálsréttum. Blómkál með skinku 1 blómkálshaus (miðlungs), um 2 dl. brauðrasp, smjör, 250 gr. skinka, steinselja, 1 hvítlauksrif. Blómkálið soðið heilt í léttsöltuðu vatni í 10—20 mínútur, eftir stærð. Má ekki verða of soðið. Raspið brúnast í smjöri á pönnu. Hvítlauksrifið marið út í. Skink- an söxuð smátt og hituð með raspinu. Blómkálið sett á fat og öllu hellt yfir. Að síðustu er saxaðri steinselju dreift yfir. Borið fram með brúnuðu smjöri og grófu brauði. Djúpsteikt blómkál 1 blómkálshaus (miðlungs), salt, „Orlý" deig, matarolía. Bútið blómkálið niður og hálfsjóðið í léttsöltuðu vatni. Setjið svo í sigti og látið renna vel af kálinu svo það verði þurrt áður en því er dýft í deigið og steikt gulbrúnt í 180° heitri olfu. Látið renna af kálinu á smjörpappír. Orly-deig. 1—1W dl. mjólk eða pilsner, 100 gr. hveiti, 1 egg, salt. Hrærið allt saman, en þeytið eggjahvítuna og bætið henni út í siðast. Bezt er að handhræra deigið. Látið það svo bíða í um það bil 10 mínútur, en hrærið í öðru hverju. Olían á að vera það heit að hún kraumi í kringum eldspýtu. Blómkáls-gratín 1 blómkálshaus, 40 gr. smjör eða smjörlíki, 30 gr. hveiti, um 2Vi—3 dl. mjólk, 100 gr. rifinn ostur, pipar og salt. Sjóðið hausinn heilan í léttsöltuðu vatni. Látið svo vatnið renna vel af í sigti, og setjið kálið á eldfastan disk. Bræðið smjörið, hrærið hveitið út í, þynnið með mjólkinni og sjóðið síðan í um 5 mínútur. Hrærið stöðugt í á meðan. Bætið þá ostinum út í og bragðbætið með salti og pipar. Hellið jafningnum yfir kálið, og stráið smávegis af rifnum osti ofan á. Brúnið í 220° heitum ofni eða undir grilli þar til osturinn er fallega ljósbrunn. Má nota bæði sem sjálfstæðan rétt og sem meðlæti með öðru, Blómkál í ofni. 1 stórt blómkálshöfuð, 200 gr. olíusósa, 50 gr. rifinn óðalsostur, 2 eggjahvítur, 100 gr. rækjur, salt og pipar og múskat. Sjóðið blómkálið á venjulegan hátt, látið renna af því og setjið í eldfast fat. Bragðbætið oliusósuna með kryddinu eftir smekk. Stíf- þeytið eggjahvíturnar og jafnið þeim varlega saman við, og síðan rækjunum. Hellið jafningnum yfir kálið, dreifið ostinum yfir, sett í 200° heitan ofn í um það bil 20 mínútur, eða þar til orðið fallega brúnt. Metsölublaó á hverjum degi! Afmæliskveðja: Ottó Winther Magnússon 75 ára Þessi heiðursmaður á merkis- afmæli í dag. Er nú orðinn æði langur tími síðan við lékum okkur saman á Eskifirði og vináttan byrjaði sem hefir þróast og aukist með árunum og er það góð fjár- festing. Ottó er sonur þeirra heið- urshjóna Önnu Jörgensen og Magnúsar Arngrímssonar, sem gekk í öll möguleg verk á Eskifirði og meðal annars kenndi okkur leikfimi. Magnús var Stór og þrek- inn maður og var ég því oft undr- andi hve léttur og liðugur hann var og gerði allskonar kúnstir sem okkur var ekki mögulegt að líkja eftir honum. Þegar fullorðinsárin tóku við skildi leiðir, því Ottó gift- ist ágætiskonu, Valdísi Guð- mundsdóttur frá Fáskrúðsfirði, og hófu þau búskap á Seyðisfirði. Þá var ekki eins gott um samgöngur en þó auðnaðist mér að heimsækja þau og njóta hinar góðu gestrisni þeirra. Ottó var búsettur á Seyð- isfirði í 42 ár en þá lá leiðin til Reykjavíkur þar sem hann eyðir seinni hluta æfinnar umluktur vinum og vandamönnum og hefir það ljómandi gott. Fær að halda heilsu og sínu glaða geði. Hugsa um starf sitt sem hann hefir ann- ast lengi hjá Olíuverslun íslands, fyrst sem umboðsmaður á Seyðis- firði og síðan afgreiðslumaður í Reykjavík og þar sem hann er ekki ríkisstarfsmaður fær hann enn að spreyta sig á viðfangsefnunum. Hjá Olíuversluninni hefir hann starfað samtals í 31 ár. Félags- maður og félagslyndur er hann, það þekkti ég vel meðan leiðir okkar lágu saman. Minningarnar frá Eskifirði, fyrstu ár æfinnar, eru alltaf í sérstökum ljóma og þar erum við Ottó svo hjartanlega sammála. Sporin okkar þar eru kannske máð, en þau eru þeim mun dýpra rist í þakklátum hjört- um. Við vorum báðir gæfuríkir að eiga góð heimili, góða leikfélaga og góðan barnaskóla og kennara sem lyftu okkur alltaf upp úr með- almennskunni. Ekki hefir gæfa Ottós minnkað með árunum, held- ur þvert á móti. Auðvitað hefir ekki alltaf verið sólskin á vegin- um, hann missti á sínum tíma eig- inkonu og veit ég að það varð hon- um mikið áfall en hann bætti það upp með góðum minningum og dóttir hans stóð og stendur honum vel við hlið. Ég veit að margir hugsa til vinar míns í dag og ef land okkar ætti alla sína með hug- arfari Ottós gæti vel komið til mála að tala um Paradís. Ottó dvelur í Færeyjum í dag og þang- að berast hlýjar hugsanir til hans. Ég vil í þessum fáu orðum þakka honum góða samfylgd um leið og ég bið honum allrar blessunar i komandi framtíð. Árni Helgason, Stykkishólmi „Tíminn steðjar sem streymi á,“ kveður skáldið. í dag er vinur minn, Ottó Winther Magnússon frá Seyðisfirði, 75 ára. Nýlega hitti ég hann á götu í Reykjavík. Vel bar hann aldurinn, hlýr í við- móti og hressilegur að vanda. „Fögur sál er ávallt ung/undir silfurhrærum." — Þessar línur eru skrifaðar til að árna Ottó Magnússyni heilla og þakka hon- um fyrir svo dæmalaust ótal margt, gamalt og gott. Ottó Winther Magnússon fædd- ist á Éskifirði, sonur hjónanna Magnúsar Arngrímssonar, vega- verkstjóra, og Önnu Jörgensen, en hún var af dönskum ættum, dóttir Andrésar Jörgensen, bakara á Seyðisfirði. Faðir hennar var að sínu leyti einn þeirra, sem settu svip á bæinn undir Bjólfinum á þeirri öld, er gat af sér ljóðlínurn- ar: „Eflum dáð til allra þarfa/- Austurlandsins höfuðstað.” Sá arfur fylgdi Ottó Magnússyni, eins og mörgum jafnöldrum hans öðr- um austur þar, — og gætir enn í fasi hins 75 ára gamla afmælis- barns. Ottó hleypti heimdraganum 17 ára gamall, stundaði sjó á Horna- firði um hríð, en settist síðan að á Seyðisfirði, þar sem hann átti eft- ir að eyða 42 árum ævi sinnar. Á Seyðisfirði lét hann samgöngumál til sín taka, enda var vegur yfir Fjarðarheiði að opnast um þessar mundir. Annaðist Ottó reglu- bundnar ferðir yfir heiðina, í sam- vinnu við Ernst Petersen, en síðar ráku þeir félagar einnig vörubif- reiðar og leigubíl. Þeir, sem uxu upp á Seyðisfirði úm og eftir 1940, minnast þess, hvílíku úrslitahlut- verki áætlunarbifreiðar gegndu á þessum árum, þegar einkabílar voru fáir, heiðin torsótt og Fljótsdalshérað það undraland ævintýranna, sem lengst varð til jafnað. Enn finn ég hríslast um mig fögnuðinn, sem ríkti í aftur- sætunum, þegar Ottó renndi rút- unni upp Lárusarbrattann, inn Bakkaveg og Ieiðis upp yfir heiði. Eftir rúman áratug við þessi verk hvarf Ottó að öðrum efnum, vann um sinn í Vélsmiðju Péturs Blönoal, en sneri sér síðan að verzlunarstörfum, fyrst um árabil hjá Harald Johansen, en því næst hjá Kaupfélagi Austfjarða, þar sem hann annaðist matvöruverzl- un og varð eftir það innkaupa- stjóri stofnunarinnar. ÖIl léku þessi verk í höndum Ottós, og sama máli gegndi, er hann gerðist umboðsmaður Olíuverzlunar Is- lands, en hjá því fyrirtæki starf- aði Ottó síðari ár sín á Seyðisfirði og þaöan í frá í Reykjavík allt til loka maimánaðar sl. er hann lét endanlega af störfum eftir langan og farsælan vinnudag. Árið 1933 kvæntist Ottó Valdísi Guðmundsdóttur frá Fáskrúðs- firði. Eignuðust þau hjón eina dóttur barna, Önnu Fríðu, sem er gift Vilhjálmi Ingvarssyni, for- stjóra ísbjarnarins hf. í Reykja- vík. Valdís lézt á bezta aldri árið 1955, og var Ottó einbúi eftir það, en annaðist dóttur sína unga og er nú heimagangur hjá henni, þótt sjálfur búi hann að sínu á Mela- braut 5 i Reykjavík. Valdís Guðmundsdóttir var samverkakona móður minnar um árabil. Tókst með þeim vinátta, sem mun hafa rist dýpra en marg- ur góður kunningsskapur annar. Báðar féllu þær frá fyrir aldur fram. Bjart er yfir minningum þeirra daga, er þær hlógu saman. Þung urðu árin, sem eftir runnu. En Drottinn leggur margháttaða líkn með þraut. Aftur skein sól yf- ir Seyðisfjörð, þegar mér hlotnað- ist að skíra dótturson Ottós og nafna, Ottó Val Winther, í Seyð- isfjarðarkirkju vorið 1966, fáum dögum eftir að ég tok prestsvígslu. Þá var Ottó Magnússon glaður og við báðir tveir og allir þeir, sem hlut áttu að máli. Þegar ég hugsa til Ottós Magn- ússonar í einkalífi, dettur mér ekki annað orð í hug en „gæfu- maður“. — Þótt oft hafi blásið kalt, ber æviþráð Ottós að einum brunni í því efni. Yfir efri ár hans endilöng stafar birtu frá dóttur- inni glæsilegu, tengdasyninum og barnabörnunum, sem eiga hug hans allan. Og brosin glöðu frá þeim tíma, er þau Valdís og Ottó bjuggu á Seyðisfirði, lifa, meðan við lifum, sem munum þá daga, — og að eilífu í luktum lófum almátt- ugs Guðs. Þegar ég var barn, var Jón Vig- fússon organleikari við Seyðis- fjarðarkirkju. Þá söng Ottó Magn- ússon í kirkjukórnum austur þar. Á uppvaxtarárum mínum var fað- ir minn, Steinn Stefánsson, tekinn við organleik og söngstjórn í kirkjunni. Þá sungum við Ottó saman á stórhátíðum og löngum endranær. Hann kenndi mér bass- ann, þótt fleiri kæmu þar við sögu. 31 Síðar var ég prestur á Seyðisfirði. Og enn söng Ottó á sínum stað á kirkjuloftinu, einnig eftir að ég var farinn og kom ekki meir, — 42 ár alls við orgelið í Seyðisfjarð- arkirkju, allan þann tíma sem hann bjó í dalnum græna við fjörðinn lygna og djúpa. Stundum er talað um „lifandi söfnuð". Menn láta jafnvel eins og nú þurfi að fara að efna til „lif- andi safnaðar", — hann hafi tæp- ast verið til um hrið. Þetta þarfn- ast endurskoðunar. Kirkjukórarn- ir í þessu landi hafa verið lifandi söfnuður mjög lengi. Þannig var ' einnig um kirkjukórinn á Seyðis- firði. Þar var Ottó Magnússon framarlega í flokki, og fáa hygg ég hafa verið betur lifandi en hann. Með þessu er ekki sagt, að lifandi söfnuð sé hvergi að finna nema í kirkjukórum. En hann er einnig þar og hefur alltaf verið. En Ottó söng víðar. Hann var yfirleitt ævinlega nærstaddur, þar sem góðir drengir hófu upp raust sina á vinafundi. Áratugum sam- an söng hann í samkórnum „Bjarma", sem þeir komu á fót, faðir minn, Ottó og fjölmargir jafnaldrar þeirra aðrir. Ég ætla ekki að fara að skrifa tónlistar- sögu lítils kaupstaðar á Austur- landi um og fyrir miðja öldina, — ekki hér og nú. Vonandi verður einhver annar til þess. En sá, sem skráir þá sögu um síðir, mun ekki hlaupa yfir nafn Ottós Magnús- sonar, fremur en mörg nöfn önn- ur, sem vel eru geymd og brugðið skal á loft á hentugum tíma. Ég lýk þessu rabbi í annarri tóntegund og beini máli mínu til afmælisbarnsins sjálfs: Bezt man ég þig, kæri vinur, veturinn 1957—’58, þegr við lékum „Alt Heidelberg" austur á Seyðisfirði* og Ragnhildur Steingrímsdóttir gerði garðinn frægan. Þá var kveðið saman, eins og löngum endranær. Á útmánuðum sama vetur varð kvintettinn okkar til og við sungum „Rock around the clock“, svo að Seyðfirðingar ætl- uðu af göflunum að ganga af hrifningu! Við vorum ungir, ég og Björn Sigtryggsson. Þið voruð rosknir, þú og Pétur Blöndal og Halldór heitinn Lárusson. En eng- inn sá þann aldursmun, sízt af öllu við strákarnir. Að ógleymdum Baldri Böðvarssyni, sem fór á kostum á harmonikkunni, svo að heimsfrægir rokkarar hefu orðið grænir af öfund, ef þeir hefðu' heyrt til hans. Þar var ekkert kynslóðabil. Og ekkert unglingavandamál. En það var einkar gaman að lifa. Og þannig var það ævinlega í þinni viðurvist. Kætin og fjörið leyndu sér aldrei, né heldur hlýjan, sem streymdi inn að hjartarótum. Þú ert ekki að heimili þínu vest- ur á Melabraut í dag, það veit ég. Og heldur ekki hjá skyldmennum. Þú ert á ferðalagi. Og áður en þeirri ferð lýkur, ætlar þú að koma við á Seyðisfirði, undir tind- unum himingnæfandi, hjá vinunv' um gömlu. Ég óska þér góðrar ferðar og heillar endurkomu. Ég bið þér og þínum blessunar Guðs á afmæl- isdegi, — og margra og ánægju- legra daga enn um sinn undir bjartri sól á grænni jörðu. Með kveðju frá Dóru, Heimir Steinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.