Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1985 17 Hann var fyrsti tankbíll í eigu Olíufélagsins hf. en komst í eigu þungaflutningafyrirtækis Gunn- ars Guðmundssonar um 1960 sem breytti honum í dráttarbíl en síð- an um 1970 hefur hann verið „sparibíll" hjá fyrirtaekinu og er nú geymdur vel og vandlega, full- komlega uppgerður. Eigandinn, Gunnar Guðmundsson, stendur við bílinn. Mynd 3. White, árgerð 1947. Þessi bíll var með 6 strokka bensínvél en er nú með Trader-dieselvél. Þessi bíll var keyptur af Sölu- nefnd varnarliðseigna um 1950 og mun hlassþyngd hafa verið talin 5 tonn, billinn var lengdur og styrktur og skráður með hlass- þyngd 7,5 tonn og heildarþyngd 12,7 tonn. White-vörubíla flutti Garðar Gíslason til landsins þegar árið 1918 og enn sést nýlegur White-vörubíll í malarflutningum á Reykjavíkursvæðinu. Sennilega hafa White-vörubílarnir verið flestir hér á landi upp úr 1947 en þá voru nokkrir strætisvagnar af þeirri gerð og Steypustöðin var með nokkra slíka bíla í notkun. Þessi vinnuþjarkur er enn ekki kominn í sparifötin. Hann er í fullri notkun hjá eigandanum, Sandblástur — rás hf., í Njarðvík og verður vonandi gefið líf er hann hættir störfum eftir langa og dygga þjónustu. Mynd 4. Chevrolet, árgerð 1947. Vél 6 strokka bensínvél 123 hest- öfl, hlassþyngd 3,4 tonn, heildar- þyngd 7,5 tonn. Einn fyrsti eig- andi var Einar ísfeldsson á Kálfa- stöðum í Mývatnssveit en hann eignaðist bílinn á fyrsta ári hans hér. Kjartan Friðgeirsson í Kópa- vogi keypti bílinn árið 1978 en þá hafði hann legið ónotaður í tvö ár. Kjartan hefur síðan gert bílinn svo vel upp að hann er nú einn allra fallegasti fornbíllinn meðal vörubílanna og ber með stolti númerið Y-301. Mynd 5. Euclid, árgerð 1947. Þess- um tröllabílum kynntust íslend- ingar fyrst um 1952 á Keflavíkur- flugvelli, þá í eigu erlends verk- taka. Þessir bílar hafa einnig bor- ist hingað frá Skotlandi og Græn- landi en eru bandarískir að upp- runa, þó t.d. þessir frá Skotlandi hafi komið hingað með Rolls Royce-vélum. Sögusagnir hafa verið um að þeir elstu hafi verið jafnvel af árgerðunum 1936 til ’38. Það mun vera rangt. Traustar heimildir eru fyrir því að þeir elstu séu af árgerð 1944. Átta slík- ir bílar eru enn í notkun hjá Hlaðbæ hf. og þeir eru allir með GM-dieselvélum, 190 hestöfl, 6 strokka. Hlassþyngd er 18 tonn. Myndin er af Y-6766, sem er ár- gerð 1947, og tekin sl. haust er Euclid-arnir voru í notkun við breytingu á Nýbýlaveginum i Kópavogi. Mynd 6. Kockums, árgerð 1966. Vél 265 hestöfl, diesel, 6 strokka, hlassþyngd 18 tonn, heildarþyngd 33 tonn. Þessi bíll er í eigu Istaks hf., sm flutti nokkra slíka inn vegna framkvæmda við Búrfells- virkjun. Tröllabílarnir eiga það reyndar sameiginlegt að vera ein- göngu notaðir i sérverkefni svo sem virkjanir, hafnargerðir og stórátök i vegagerð. Vegna þyngd- ar og breiddar má ekki aka þeim um vegi landsins nema á undan- þágu en hins vegar er frjálst að aka um vinnusvæði. Mynd 7. Volvo, árgerð 1966. Vél 270 hestöfl, diesel, 6 strokka, hlassþyngd 14 tonn, heildarþyngd 21 tonn. Istak hf. á þennan bíl og keypti hann einnig upphaflega til notkunar við Búrfellsvirkjun og þá sem dráttarbíl. Nú hefur hon- um verið ekið yfir tvær milljónir kílómetra og breytt í vðrubíl. Þessi bíll er enn í fullu fjöri og á það til að bregða fyrir sig betri fætinum og stinga nýrri bílana af. Þessi bíll eins og Kockums-inn er að komast á fornbílaaldurinn og vonandi verða einhverjir til þess að geyma og varðveita eintök slíkra bíla. Vinnuhópar á vegum Æskulýðsráös Reykjavíkur VINNUHÓPUR Tónabæjar mun nú á næstunni hefja starfsemi sína á vegum Æskulýðsráðs annað sumarið f röð. Ákveðið hefur verið að í sumar verði einnig starfræktur vinnuhópur í Fella- helli með sama sniði, þar sem svo vel þótti takast ti) f fyrra, eins og segir í fréttatilkynningu frá Æskulýðsráði Reykjavíkur. Unglingar á aldrinum 15—17 ára munu starfa í vinnuhópunum, 10—22 í hvorum undir stjórn tveggja verkstjóra. Verða þessir vinnuhópar til þjónustu fyrir borgarbúa og verk- efna aflað með tilboðum í ýmis verk, s.s. garðhreinsun, gluggaþvott, hreingerningu, snyrtingu og um- hirðu ýmiskonar, t.d. kringum fyrir- tæki og stofnanir. (ílr frétutilkynninfu.) Vorhappdrætti Sjálfstæðisflokksins Dregið 15. júní 22 glæsilegir ferdavinningar að verðmæti kr. 940.000.- Vinsamlega geriö skil á heimsendum miðum í Reykjavík er afgreiösla happdrættisins í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Sími 82900, opiö í dag kl. 10 til 17 og á morgun kl. 13 til 17. Sækjum — Sendum Sjálfstæöisflokkurinn. laugardag ffrá kl. 13 til 17 Viö kynnum Qóra OPEL bíla á bílasýning- unni í BÍLVANGSSALNUM á laugar- daginn: OPEL KAPETT, sem valinn hefur veriö sem bíll ársins 1985, OPEL ASCONA, sem fullnægir flestum kröfum bílaáhugamannsins, OPEL REKORO bílinn sem sker sig hvarvetna úr. og OPEL CORSA, smábílinn sem allir falla (yrir. OPEL bílarnir eru samnefnari þess besta í þýskri hönnun. Traustir og liþrir í akstri og einstaklega þægilegir fyrír ökumann og farþega. Þú kynnist þessum bílum á Oþelsýning- unni aö Höföabakka 9. Ef þú átt góöan notaöan bíl erum viö vísir til aö vijja kipþa honum upp í einn nýjan og spegilgljáandi OPEL til aö auövelda þér viöskiptin. Greiösluskilmálarnir hjá okkur eru líka sveigjanlegri en gengur og gerist. BiLVANGUR SF HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.