Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1985 Minning: Björn Bergmann frá Marðarnúpi Fæddur 24. maí 1910 Dáinn 30. maí 1985 Við sviplegt fráfall Björns Bergmanns frá Marðarnúpi hygg ég að Húnvetningar hafi misst einn af sínum bestu mönnum í þess orðs fyllstu merkingu. Björn var fæddur á Marðarnúpi í Vatnsdal 24. mai 1910 og var því nýlega orðinn 75 ára gamall. f mínum huga var hann þó fjarri því að vera gamall maður svo frjór í hugsun sem hann var og barns- lega opinn fyrir undrum tilver- unnar. Hann lifði sín æskuár á Marðarnúpi og kenndi sig æ síðan við þann stað og hann unni heima- byggð sinni, Vatnsdalnum, af heil- um hug. Björn var af sterkum húnvetnskum stofni og stóð að honum fjöldi merkra gáfumanna, bæði meðal bænda og embætt- ismanna. Foreldrar hans voru Jónas Bergmann bóndi og smiður á Marðarnúpi og kona hans, Krist- ín Guðmundsdóttir. Þótt sveitin og náttúran stæði hjarta Björns næst stefndi hugur hans ekki til búskapar. Hann lauk prófi frá Kennaraskóla íslands 1936 og kenndi á ýmsum stöðum uns hann réðst árið 1942 sem barnakennari á Blönduós og stundaði þar kennslu þar til hann lét af störf- um fyrir aldurs sakir. Það var mikill skaði að Birni skyldi ekki gefast kostur á að njóta meiri menntunar, einkum á helsta áhugasviði sínu, náttúru- fræði, og er líklegt að landið hafi farið á mis við ágætan vísinda- mann á því sviði. Þótt menntunina skorti kom það ekki í veg fyrir að hann helgaði sig vísindunum fyrir sjálfan sig og sökkti sér niður í hugðarefni sín af þeim ákafa sem oft einkennir áhugamenn umfram próflærða. Skortur á fræðilegri skólun var bæði styrkur hans og veikleiki. Hann var ekki eins bundinn af viðurkenndri þekkingu og fyrir bragðið var hann líklega opnari fyrir frumlegum hugmynd- um og sjálfstæðum ályktunum. Hins vegar varnaði það honum þess að koma hugmyndum sínum og athugunum á framfæri sem skyldi, enda var honum eðlislæg sú vísindlega afstaða að sann- reyna allar tilgátur sem best, en fannst oft að hann skorti þær fræðilegu forsendur, sem þyrfti til að setja fram athuganir sínar opinberlega. Þó var hann víðlesinn og vel að sér og sótti mikið til þeirra fræðimanna, sem honum þótti mestur slægur í, og sat við þá á tali hvenær sem færi gafst. Ég kynntist Birni ekki fyrr en á efri árum hans og okkur féll strax vel saman. Við áttum nokkrar ferðir saman fram á Grímstungu- heiði og suður á Arnarvatnsheiði, oftast ríðandi. í þessum ferðum kynntist ég Iandinu frá nýjum sjónarhóli auk þess að njóta sam- fylgdar góðs ferðafélaga. Björn kunni svo sannarlega að meta feg- urð landsins, en hann skoðaði með það öðrum og næmari augum en flestir. Hann var góður ljósmynd- ari og tók mikið af myndum, en myndefnin sem vöktu áhuga hans voru ekki ávallt þau sömu og venjulegra ferðalanga. Heimildargildi þeirra skipti hann mestu: snjóalög í fjöllum, grónar götur, haglega hlaðnar vörður, uppblásnir melar. Um allt þetta hafði hann sínar hugmyndir og kenningar, sem voru settar fram af skynsamlegu viti og rök- festu. Ferðir þessar voru líkari vísindaleiðöngrum en skemmti- ferðum, þótt skemmtunin hafi ekki orðið minni fyrir það. Eina ferð þræddum við Grímstungu- heiðarveginn gamla suður að Arn- arvatni, en hann var fyrst ruddur 1835 fyrir forgöngu Fjallavegafé- lagsins, en síðan endurbættur og lagður 1880—81. Hann var um áratugi þjóðleið á milli lands- hluta, en er nú mörgum gleymdur. Björn hafði þá um skeið verið með hugann allan við þennan veg og ritað um hann grein í Húnavöku. Kafla af eldri hluta vegarins hafði hann þó enn ekki fundið og ferðin m.a. gerð til að leita að honum. Mér er minnisstæð gleði hans þeg- ar hann rakst á minjar hans vest- ur undan Fossabrekkunum, 18—20 samhliða uppgrónar götur, sem óvönum augum voru gersamlega huldar við fyrstu sýn. Þær enduðu síðan í uppblásnum mel, sem sýndi okkur hver eyðing hafði orð- ið á þessu landi á þeirri öld sem liðin var. Til baka riðum við Stórasand, sem um langt skeið var Birni ákaflega hugleikið rann- sóknarefni, þessi gróðurlausa og tilbreytingarlitla auðn, þar sem jafnvel Lárus í Grímstungu hafði eitt sinn villst af réttri leið. En ótrúlega margt reyndist forvitni- legt á Sandi séð með augum Björns Bergmanns. { annað skipti fylgdi ég honum í rannsóknarleiðangur fram á Grímstunguheiði, þar sem hann var að athuga breytingar á frost- rústum, en köldu árin 1965—70 höfðu leitt til þess að eldri rústir tóku breytingum og nýjar mynd- uðust. Fylgdist hann með þessu um árabil og skrifaði um athugan- ir sínar grein, sem birtist í Nátt- úrufræðingnum. Má af því marka, að þekking hans á þessu efni og rannsóknaraðferðir hafa verið mikils metnar af þeim sem best höfðu vit á. Fjölmörg önnur fyrir- brigði náttúrunnar urðu honum að rannsóknarefni, alltaf með sömu innlifun og hrifningu. Áhugamál Björns voru þó ekki einskorðuð við náttúrufræðina. Hann var ákaflega fjölfróður og lesinn um fornsöguleg efni og hafði velt fyrir sér uppruna ým- issa örnefna í sínu héraði. Hann færði t.d. gild rök fyrir því á grundvelli staðháttalýsinga í Vatnsdælu og landgæða, að Guð- brandstaðir hinir fornu muni hafa verið þar sem nú er Marðarnúpur, en ekki Guðrúnarstaðir eins og flestir telja. Stundum sökkti hann sér niður í heimspeki og þaulkann- aði rit sem hann hafði komist yfir, las aftur og aftur það sem honum þótti einhvers virði, en lagði lítið upp úr því að komast yfir sem mest. Hann hafði myndað sér skýra heimsmynd, þar sem þunga- miðjan var maðurinn í sátt við náttúruna. Björn var ágætlega ritfær, og liggja eftir hann nokkrar greinar og viðtöl, aðallega í Húnavöku, en það er þó fátt eitt miðað við þann hafsjó af fróðleik sem hann bjó yfir. Réði þar hógværð hans og hlédrægni og ekki hvað síst það að honum fannst sjaldan verk full- unnið. Hann var prýðilega að sér í íslensku máli og hlustaði vel eftir orðum og orðtökum hjá eldra fólki, sem var ómengað af bók- námi. Munnleg geymd tungunnar þótti honum að jafnaði ábyggi- legri en ritmálið. Orðabók Menn- ingarsjóðs var ekki hilluprýði hjá honum fremur en aðrar bækur, sem hann mat mikils, heldur var hún velkt af mikilli notkun og í henni mátti sjá skrifaðar fjölda athugasemda og orða, sem hann vildi halda til haga. Hér eins og í öðru var vísindamennska í fyrir- rúmi. Eiginleikar Björns nutu sín vel i ágætu samstarfi, sem við áttum með okkur um æviminningar Lár- usar í Grímstungu. Þar var hann öllum hnútum þaulkunnugur, fólkinu, sem um var fjallað og sögusviðinu, en auk þess hafði hann sérstakan áhuga á að málfar sögumannsins kæmist sem best til skila. Enginn hefði orðið betri ráðgjafi um gerð þessarar bókar. Vísast hefði hann sjálfur vandað betur til verksins, ef hann hefði einn um ráðið, en honum féll betur að vinna fyrir aðra og hafa sig lítt í frammi. Björn Bergmann var um margt sérstæður maður og fór sínar eig- in leiðir. Hann var sáttur við til- veruna og sjálfum sér nógur. Hon- um féll vel að vera einn með sjálf- um sér, t.d. á ferðalögum, og geta sökkt sér niður í hugðarefni sín óbundinn af ferðaáætlun annarra. Tíminn virtist þá skipta hann litlu. Þess á milli hafði hann þörf fyrir félagsskap og naut sam- skipta við fólk. Það stafaði frá honum hlýja og honum lá ekki illt orð til nokkurs manns. Það er sjónarsviptir að Birni Bergmann. Hans mun lengi verða minnst fyrir mannkosti sína, fjölhæfar gáfur, skarpskyggni og dreng- lyndi. Gylfi Ásmundsson Á annan tug ára, og raunar miklu lengur í ígripum, hafði Björn Bergmann stundað sil- ungsveiði í Húnavatni fyrir heim- ilið á Akri. Veiðitíminn stóð ár- lega frá því ísa leysti á vorin og til 10. júní. Þann tíma var hann jafn- an heimilismaður hjá okkur hjón- um og aufúsugestur hverju sinni endranær. Hann réði háttum sín- um við þetta starf, sem hann vann nánast í sjálfboðavinnu og sinnti að vild á ýmsum tímum sólar- hringsins. Áðfaranótt 30. maí sl. fór hann út að vatni upp úr mið- nætti, svo sem oft áður. Sú veiði- ferð varð hin síðasta, skyndilega lagði hann upp í lengri ferð, ferð- ina miklu, sem býður okkar allra. Vornóttin er stundum kyrrlát við Húnavatn. Skarkali heimsins virðist víðs fjarri. Ekkert rýfur kyrrðina annað en lágværar radd- ir náttúrunnar sem jafnframt eru framlag til þeirrar friðsældar sem ríkir. Þarna hafði Björn Bergm- ann unað löngum stundum, þarna þekkti hann hvern stein, hverja hreyfingu og þarna varð hann bráðkvaddur. Spyrja má, þótt ekki verði svarað, hvort slíkur dánar- beður hafi ekki einmitt verið Birni að skapi. Björn Bergmann var fæddur á Marðarnúpi í Vatnsdal 24. maí 1910, og var því liðlega 75 ára er hann lést. Hann var sonur hjón- anna Jónasar Bergmanns Björns- sonar, smiðs og bónda á Marðar- núpi og konu hans, Kristínar Guð- mundsdóttur frá Síðu í Víðidal. Þau hjónin voru bræðrabörn og voru ættir þeirra rótgrónar hún- vetnskar bændaættir, svo að ekki fannst í ættartölunni utanhéraðs- maður fyrr en aftur i 10. eða 12. lið. Er margt kunnra manna innan héraðs og utan í þeim frændgarði. Björn stundaði nám um tveggja vetra skeið í Héraðsskólanum á Laugum í Reykjadal, og lauk síðan kennaraprófi frá Kennaraskóla ís- lands. Hann var kennari í Mý- vatnssveit í þrjá vetur og minntist iðulega veru sinnar þar með hlý- hug. Þá var hann einn vetur kenn- ari í Svínavatnshreppi, en kenndi síðan í fjölda ára við barnaskól- ann á Blönduósi. Heimili sitt átti hann lengi á Blönduósi, en í Öxl og á Leysingjastöðum í Þingi eftir að hann hætti kennslu. Hann var kennari að ævistarfi og mun hann hafa rækt það starf sitt af áhuga og kostgæfni. Björn var samvisku- samur maður, sem ekki mátti vamm sitt vita og sjaldan mun hann hafa mætt of seint í kennslu- stund. Á hinn bóginn var það tæplega samgróið eðli hans að miða lífsháttu sína við fastmótað- ar tímasetningar. Hann var nátt- úruunnandi og honum lét vel að hafa tíma og frelsi til að sinna margvíslegum hugðarefnum sín- um á þeim vettvangi. Þessa naut hann í vaxandi mæli eftir því, sem á ævina leið. Björn kvæntist ekki og eignaðist ekki afkomendur. Hann var hófsamur maður og gerði ekki miklar kröfur fyrir sjálfan sig. Brauðstritið varð því aldrei að neinu aðalatriði í lífi hans. Hann stundaði að vísu ýmsa sumarvinnu á fyrri árum, svo sem smíðar og kaupavinnu, en hætti að ráða sig til slíkra verka er á leið, þótt hann væri ævinlega reiðubú- inn að grípa í verk til hjálpar, ef með þurfti. Áhugamál Björns voru mörg og viðamikil. Á nokkrum þeirra hafði hann aflað sér yfirgripsmikillar þekkingar, svo var t.d. um ýmsar greinar náttúrufræði. Hann hafði frábæra athyglisgáfu og gaf sér tóm til eigin athugana. Slík við- fangsefni nálgaðist hann með vís- indalegri nákvæmni, ekki til að fá staðfestingu á fyrirfram ákveð- inni skoðun, heldur til að leita sannleikans, staðreynda. Hann fór fjölmargar ferðir um húnvetnsku heiðarnar sumar eftir sumar til þess að kynna sér ástand gróðurs, áhrif veðurfars á gróður, áhrif búsmala á gróður og gróðurfar, samspil jarðklaka og jarðvegs, jarðvegsbreytingar, jarðvatns- stöðu o.fl. o.fl. Einnig var hann fróður um jarðsögu, þ.á m. um gjóskulög og áhrif þeirra, breyti- legar jarðmyndanir, framhlaup úr fjöllum o.fl. Hann fór ár eftir ár á sömu staðina bæði í byggð og á heiðum uppi til að kynna sér hvort og hvaða breytingar komu fram við mismunandi aðstæður veður- fars og beitarálags. Hann tók mik- ið af ljósmyndum athugunum sín- um til staðfestingar, enda var hann áhugamaður um ljósmynda- töku og tók ógrynni mynda um dagana. Björn ritaði nokkuð um þau efni sem hann hafði kynnt sér í ýmsum greinum náttúrufræði, þótt of fátt af því hafi komið fyrir almenningssjónir. Kunnust er rit- gerð hans „Um rústir á hún- vetnsku heiðunum", sem birtist í Náttúrufræðingnum, en hún þótti það merk, að hún var einnig gefin út í sérprentuðum bæklingi og prentuð í erlendum vísindaritum. Mun fágætt, ef ekki einsdæmi á þessari tíð sérfræðilærdóms og sérfræðinga, að vísindaritgerð leikmanns skuli vekja slíka at- hygli. Margt stórfróðlegt átti Björn í sjóði um náttúrufræðileg efni, sem honum vannst ekki tími til að ganga frá, sumpart vegna þess, að hann vildi enn halda áfram rannsóknum sínum til þess að treysta niðurstöður, sem í raun voru fengnar. Væri fengur að ef einhver næði að taka saman rit- smíð um þennan þátt í störfum Björns Bergmanns, þótt hann sé sjálfur allur. Björn talaði og ritað kjarngott og fjölbreytt íslenskt mál. Var honum slíkt málfar eiginlegt og sjálfsagt. Er mér ekki í minni að ég heyrði nokkru sinni málvillu í hans munni. Hann var í mörg ár fréttaritari Morgunblaðsins og sendi oft ljósmyndir með greinum sínum. Hann sat á Náttúruvernd- arþingum og gaf því mjög gaum, sem rætt var og ritað um náttúru landsins. Björn Bergmann var mann- blendinn maður, ræðinn og fróður en prúður í framgöngu. Hann var glaðlegur jafnan og það fylgdi honum hlýja og góðvild. Að leiðarlokum flyt ég Birni þakkir fyrir órofa vináttu við mig og mína fjölskyldu, handarvikin mörg og greiðasemi. Ég þakka honum einnig fróðleik og góðar stundir, þar sem margt var rætt en þó ævinlega fleira órætt þegar upp var staðið. Fráfall hans kom okkur á óvart. Hann var unglegur. Elli kerling hafði ekki að marki fest á honum hendur og hann virt- ist heilsuhraustur að því er vitað var. Við höfum saknað hans af heimilinu þessa daga, en ég minn- ist orða hans þegar einn af vinum hans féll frá skyndilega fáum dög- um áður: Hann þarf ekki að lifa langa elli. Kveðjur okkar Helgu og þakkir fylgja honum til æðri heima. Pálmi Jónsson + HELGA SIGURDARDÓTTIR, Kleppsvegi 10, áftur Fjölnisvegi 18, er látin. Jarðarförin hefur fariö fram. Fyrir hönd vina og ættingja. Emilía Bergsteinsdóttir. Jóhanna Þórarinsdóttir, Magnús Gíslason. + Hugheilar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför eiginmanns míns, fööur okkar og afa, GUNNARSPÉTURSSONAR, loftskeytamanns, Eikjuvogi 3, Kristbjörg Jónsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Hjördis Gunnarsdóttir, Sigríöur Gunnarsdóttir og barnabörn. t Alúöarþakkir til allra þeirra sem vottuöu okkur samúö vegna frá- falls dóttur okkar og systur, SIGRÚNAR BJARNADÓTTUR. Sérstakar þakkir til allra björgunaraöiia. Svala Pálsdóttir, Bjarni Matthíasson, Kristinn Bjarnason. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, MARINÓS ÓLAFSSONAR, Hagamel 26, Raykjavík. Guörún Jónsdóttir, Lovísa Margrét Marinósdóttir, Njáll Þorsteinsson, Sigrún Ólöf Marinósdóttir, Jón örn Marinósson, Sigrtöur D. Sæmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.