Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 12
12 MQRGUNBLAÐIÐ, LAPGARDAfíUR 8. JÚNÍ 1985 Sólrún Bragadóttir Bergþór Pálsson Ungir söngvarar á tónleikaferðalagi TVEIR ungir söngvarar, Sólrún Bragadóttir og Bergþór Pálsson, munu halda tónleika á næstunni í BorgarPiröi og á Norðurlandi. Undirleikari verður Jónas Ingimundarson. Fyrstu tónleikarnir verða í Logalandi í Reykholtsdal þriðju- dagskvöldið 11. júní kl. 9, síðan 12. júní kl. 9 i Miðgarði í Skagafirði, þann 13. júní kl. 9 í Húsavíkur- kirkju, 14. júní kl. 9 í Skúlagarði i Kelduhverfi, þá 15. júní kl. 4 í Skjólbrekku í Mývatnssveit og loks þann 16. júní kl. 4 á sal Menntaskólans á Akureyri. Á söngskrá eru íslensk og er- lend einsöngs- og tvísöngslög. Þau Sólrun og Bergþór hafa stundað söngnám og tónlistarnám i tón- listardeild háskólans í Blooming- ton, Indiana-fylki i þrjú ár. Aðal- kennari þeirra, próf. Roy Samuel- sen, norskættaður óperusöngvari er væntanlegur hingað til lands i júní til að leiðbeina á söngnám- skeiði i Reykjavík. Eftir að tón- leikahaldi Sólrunar og Bergþórs lýkur halda þau aftur til Banda- ríkjanna. Þar hyggjast þau Ijúka framhaldsnámi. Meöeigandi aö gistiheimili óskast Óskaö er eftir traustum samstarfsaöila til þess aö reka nýtt, mjög vel útbúiö gistiheimili (lítiö hótel) í hjarta borgarinnar. Veröhugmynd 9,5 milljónir. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni (ekki í síma). Kauptún fasteignasala, Hverfisgötu 82, Hlynur Þór Magnússon, Friórik Sigurbjörnsson hdl. Húseign í Hafnarfirði Til sölu nýtt timburhús á rúmlega 800 fm endalóö viö Hrauntungu. Alls 170 fm á tveim hæöum. Neöri hæöin er aö mestu fullgerö. Efri hæöin er einangruö meö öllum lögnum en óinnréttuð aö ööru leyti. Fullfrágengiö aö utan. Bílskúrsplata. Skipti á minna húsi eöa íbúö koma til greina. Einkasala. Árni Gunnlaugsson, hrl., Austurgötu 10, sími 50764. Opióídagfrákl. 13.-16. Vesturbær — Hagar — sjávarsýn Hús í byggingu viö Dunhaga, 205 fm á 2 hæðum, 50 fm bílskúr aö auki. Selst á kostnaðarverði. Áhugasamir leggi nöfn og síma inn á augl.deild Mbl. fyrir 15.6. merkt: „Sannvirði — 2955“. Monte Bedford og Frances Bedford Norræna húsið: Tónleikar Bedford Duo í dag BEDFORD DUO, óbóleikarinn Monte Bedfod og píanóleikarinn Franc- es Bedford, halda tónleika f Norræna húsinu í dag, iaugardaginn 8. júní, kl. 15.00. Þau eru á leið heim úr þriðju tónleikaferð sinni um Evrópu þar sem þau héldu tólf tónleika í fimm löndum. Bedford Duo hafa ferðast víða um Bandaríkin og leikið á mörg- um þekktum tónlistarhátíðum þar. Áuk þess hafa þau gefið út margar hljómplötur. Þau Monte og Frances Bedford kenna bæði við bandaríska há- skóla, Monte við Alabama- háskóla og Frances við Wis- consin-Park Side-háskóla. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Hándel, Bach, Gordon Jacob, Ivar Lunde jr., Ole Bull og George Gershwin. (ÍJr rréttatilkynningu) Sumarhátíð Dómkórsins á morgun DÓMKÓRINN í Reykjavík efnir til skemmtunar á morgun, sunnudaginn 9. júní, og hefst hún kl. 14.00 í Oddfellowhúsinu vid Tjörnina með sérstakri barnadagskrá. Dagskrá fyrir fullorðna hefst kl. 16.00. Á skemmtuninni leikur Skóla- hljómsveit Kópavogs undir stjórn Björns Guðjónssonar kl. 13.00—14.00 við Tjörnina. Á barna- skemmtuninni verða m.a. Ragn- hildur Gísladóttir og Leifur Hauksson og brúðuleikhús undir stjórn meðlima Dómkórsins. Þá segir Þorsteinn Gunnarsson sögu og nemendur úr Dansskóla Sigurð- ar Hákonarsonar sýna dans. Brugðið verður á leik með börnun- um og efnt verður til leikfanga- happdrættis. Hornaflokkur Kópavogs leikur á Austurvelli kl. 15.30 undir stjórn Björns Guðjónssonar. Síðan dansa félagar úr Þjóðdansafélagi Reykja- víkur og Elín Sigurvinsdóttir, Sig- rún V. Gestsdóttir og Skólakór Kársness undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur syngja auk Dómkórs- ins. Aðgangseyrir er kr. 50. Einnig verður selt kaffi o.fl. við vægu Verði. (ír fiélUIilkjODÍngu.) Borgarstjóm: 30 km hámarkshraði í Þing- holtunum og á Skólavörðuhæð Á FUNDI borgarstjórnar Reykjavíkur sl. fimmtudagskvöld var samþykkt til- laga þess efnis að hámarksökuhraði skuli vera 30 km á klukkustund í Þingholtunum og á Skólavörðuhæð, nánar til tekið á svæði, sem afmark- ast af þessum götum: Snorrabraut, Laugavegi, Lækjargötu, Fríkirkjuvegi, Sóleyjargötu og Hringbraut. Há- markshraði á nefndum götum breytist þó ekki. Flutningsmaður tillögunnar var Katrín Fjeldsted borgarfulltrúi og var hún samþykkt með 15 sam- hljóða atkvæðum. Fram kom hjá flutningsmanni að slys á gangandi vegfarendum, einkum börnum, hafi verið mjög tíð í þessum hverfum, enda séu götur þar margar þröngar en umferð hinsvegar mikil, því margir ökumenn stytti sér leið að og frá miðbænum, með þvf að aka um þessi hverfi. Stangaveiði hefst í þremur af þekktustu laxveiðiám þessa lands mánudaginn 10. júní, Elliðaánum, Laxá í Kjós og Laxá í Aðaldal. Það er mikið fylgst með þeim öllum, mikil hefð svífur yfir vötnunum í Elliðaánum með viðurvist borgar- stjóra og fleiri góðra manna. Laxá í Kjós er sú á sem hæst hefur borið höfuðið ef svo mætti að orði kom- ast hin síðari mögru aflaár og nafna hennar fyrir norðan er af mörgum talin fegursti og verðmæt- asti gimsteinninn af þeim öllum, auk þcss spá fiskifræðingar veiði- bata í ám á norðurlandi í sumar og þann flokk skipar Laxá í Aðaldal ásamt mörgum öðrum. Horfur bara góðar Um horfurnar á veiði í opnun þessara áa verður að segjast eins og er að þær eru góðar þó aldrei verði spáð um hve margir liggi í valnum í dagslok. Lax hefur ver- ið að streyma upp Elliðaárnar síðustu daga og tugir farið í telj- arakistuna. Lax má sjá I öllum helstu veiðistöðum þar fyrir neð- an, í Teljarastreng, Móhyljun- um, Fossinum, Breiðunni, við Steininn og í Holunni. Er þetta að sjá lax af mörgum stærðum og örfáir eru í þungavigt, þ.e.a.s. að því er virðist fiskar vel yfir 10 pund. Svo eru þarna tittir i bland. Laxá í Kjós býður sína veiði- menn velkomna á bakka sína með von um veiði. Menn hafa séð talsverða fiskiför upp ána, séð laxahópa af brúnni, í Kvíslafossi og Laxfossi. Oft í góðæri er fisk- ur einnig snemma kominn í Pokafoss, langt frami í dal. Um Laxá í Þingeyjarsýslu fer litlum fréttum, þær ár sem byrjaðar eru nyrðra, Laxá á Ásum og Blanda, hafa ekki gefið að neinu ráði, en hvað segir það um Laxá í Þing.? Auk þess getur allt gerst fram til mánudags. Glæðist í netin „Þetta hefur bara verið sæmi- lega gott síðustu daga, laxinn gengur betur og meira f dumb- ungsveðrinu sem verið hefur, sérstaklega vegna þess að Hvítá- in er vatnslítil og tær. Þannig fengum við rúma 20 laxa í morg- un,“ sagði Sigurður Fjeldsted í Ferjukoti samtali við Mbl. í gærdag. •Sigurður sagði ennfremur, að veiðin nú væri nokkuð minni svona í byrjun heldur en síðustu 2—3 árin, en þá hefði á hinn bóg- inn botninn dottið úr veiði- skapnum strax í júnílok. „Við vonum að veiðin verði jafnari og jafnframt betri í ár,“ sagði Sig- urður. Laxinn sem nú veiðist er stór og fallegur, ekki smælki eins og kom á land fyrstu dag- ana, „þetta er þessi venjulegi vorlax sem veiðist núna, þetta 8—13 punda, fallegustu fiskar," sagði Sigurður 1 Ferjukoti að lokum. MorgunblsAið/H. Ben. Stjórnarmenn úr SVFR freista gæfunnar í Norðurá 2. júní síðastliðinn. Veiðin þar hefur glæðst nokkuð eftir slappa byrjun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.