Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JtJNl 1985 25 Hver tekur við starfi Poul Hartlings í Genf? Litlar líkur eru á að Norður- landamaður taki við starfi flótta- mannafulltrúa Sameinuðu þjóðanna i Genf, þegar Paul Hartling fyrrum forsæt- isráðherra Danmerkur, lætur af því starfi síðar á þessu ári. Að sögn diplómatískra heim- ilda í New York er á þessari stundu hvorki reiknað með að Tom Vraalsen, sendiherra Noregs hjá SÞ, né Anders Thunborg, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, hreppi hnossið. Bæði Norðmenn og Svíar hafa róið að því öllum árum að undan- förnu að þeirra kandídatar verði valdir eftirmenn Hartlings. Menn, sem hnútum eru kunnugir, telja hættu á því að meðan ýms Norðurlönd keppist við að koma sínum manni að, minnki mögu- leikar þeirra. Finnar reyna á bak við tjöldin að koma sínum fulltrúa að, þótt framboð hans sé ekki opinbert ennþá. Með þessu eru þrír Norð- urlandamenn að keppa um stöðu Hartlings og líkurnar eru því minni en ef Norðurlöndin stæðu saman að framboði eins fulltrúa þeirra. Á þessari stundu er hins vegar talið líklegast að sendiherra Hollands hjá SÞ, Max von der Stoel, eða Svisslendingurinn Jean-Pierre Hocke, sem er í stjórn Rauða krossins, verði fyrir valinu. Efnahagsbandalagið stendur á bak við framboð von der Stoel, sem er fyrrverandi utanríkis- ráðherra Hollands. Bandaríkja- menn styðja hins vegar Hocke. Þá styðja mörg Afríkuríki til- raunir aðstoðarutanríkisráð- KVIKMYNDIN Gullsandur eftir Ágúst Guómundsson var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes á dögunum. Meóal þeirra sem sáu hana þar var gagnrýnandi breska vikuritsins Economist, sem komst þannig aó orði í ritinu hinn 1. júní: „Á hátíðinni eru um 1200 myndir sem sýndar eru um allan bæ, gagnrýnandinn verður því oft að láta kylfu ráða kasti þegar hann fer á milli tveggja helstu hátíðarsvæðanna og Rue Antibes þar sem eru nokkur lítil kvik- myndahús er bjóða ýmsan varn- ing á kvikmyndamarkaðnum. Eins og venjulega mátti finna þar sumt af því sérkennilegasta sem boðið var fram á hátíðinni, eins herra Egyptalands, Butros Ghali, til að verða valinn eftirmaður Hartlings. Javier Perez de Cuellar, fram- kvæmdastjóri SÞ, leggur til við Allsherjarþingið í haust hvern hann kýs í starf flóttamanna- fulltrúans. Atkvæðagreiðsla verður leynileg. og íslensku gamanmyndma Gull- sand eftir Ágúst Guðmundsson, þar sem leitað er skýringa á því að skyndilega birtist hópur Bandaríkjamanna á víðáttu- miklum íslenskum sandi. Gull- sandur líkist Ealing-gaman- myndunum, en er þó dregin dekkri litum, áhorfendur velta því fyrir sér hvort hinir óbóðnu gestir séu að bauka með kjarn- orkuvopn, á ósköp venjulegu ferðalagi eða í leit að gulli." Ealing er í hópi frægustu kvikmyndavera Breta. I gam- anmyndunum þaðan léku menn eins og Peter Sellers og Alec Guinness og eru þær alkunnar fyrir hefbundna breska gaman- semi og nutu mikilla vinsælda. Breska vikuritið Economist: Gullsandi líkt við gamanmynd frá Ealing jr Italskur knattspymuunnandi: Minnistap eftir knatt- spyrnuleikinn í Brussel Tórínó, 7. júní. AP. LÆKNAR segja, aó Marco Man- fredi, ítalski knattspyrnuaódáand- GENGI GJALDMIÐLA Dollarinn aðeins brattari London, 7. júní. AP. inn, sem reikaói um í minnisleysi í viku í kjölfar blóóugra óláta í Bruss- el á dögunum, hafi orðió fyrir alvar- legu andlegu áfalli er olli minnistapi. Vinnufélagi Manfredi fann hann ráfandi og ruglandi þrjá kílómetra frá heimili hans í Montecalieri, nærri Tórínó, í gær. Gat hann með engu móti útskýrt hvað drifið hefði á daga sína frá útslitaleik Juventus og Liverpool í Brussel, þar sem 38 manns týndu lífi vegna ofbeldis á áhorfendapalli. „Alvarlegt andlegt áfall er lík- legasta skýringin á því að hann hefur gleymt bæði stað og stund," sagði læknir, sem skoðaði Manfredi í dag. Hann virðist ekki hafa orðið fyrir barðinu á uppivöðsluseggjum, þar sem hann bar engin merki barsmíða. Manfredi, sem er fertugur, kveðst ekki muna þá stund er hann fór frá Tórínó til Brussel ásamt öðrum stuðningsmönnum Juvent- us. Hann man heldur ekki eftir leiknum eða átökunum, eða hvað dreif á daga hans eftir leikslok. Hann vissi ekki hver úrslit leiksins urðu fyrr en honum var sagt það í dag, en hans menn, Juventus, unnu leikinn 1—0. Manfredi man mjög óljóslega ferðalag sitt með lest frá Belgíu til Ítalíu um Frakkland. Hann var tvisvar sektaður á leiðinni fyrir að stíga um borð í lest án farmiða. Hann varð peningalaus á heimleið- inni en fékk m.a. ókeypis máltíð er hann ráfaði inn í sjúkrahús í borg- inni Saint Nazaire í Frakklandi. Manfredi er vörubílstjóri. AP/Símamynd Stacy Keach gaf merki meó þumalfingrinum þegar hann gekk út úr fangelsinu í Keading, en þaó er stundum gefið til að sýna, aó allt leiki í lyndi. Hann er nú aftur frjáls maður og vonandi líka laus við ofurvald eiturlyfjanna. Stacy Keach er frelsinu feginn Reodiog, Englandi, 7. júni. AP. BANDARÍSKI kvikmyndaleikarinn Stacy Keach var látinn laus úr fangelsi á Englandi í dag og hafði hann þá afplánað sex mánuði af níu, sem hann fékk fyrir að reyna að smygla kókaíni til landsins. Hélt hann samstundis til síns heima í New York. „Það er dásamlegt að vera aft- ur frjáls maður. Mér varð á í messunni og varð að gjalda fyrir það,“ sagði Keach við blaðamenn þegar hann gekk út í rigningar- suddann í Reading, bæ fyrir vestan London. „Þetta er mesti gleðidagur í lífi mínu og ég þakka guði fyrir að vera nú staddur hérna megin múrveggj- arins. Síðustu sex mánuðir hafa verið erfiður en lærdómsríkur tími fyrir mig.“ Stacy Keach var tekinn á Heathrow-flugvelli í apríl í fyrra og fundust þá í farangri hans, m.a. í rakkremsbrúsa, 36,7 grömm af kókaíni. Einkaritari haiis var einnig með eiturlyfið í fórum sér og var hún dæmd í þriggja mánaða fangelsi. Keach sver nú og sárt við leggur, að hann muni aldrei framar nota eiturlyf en við réttarhöldin við- urkenndi hann, að hann hefði neytt kókaíns um skeið. Sovétmenn og Búlg- arar gera samning Zhivkov fékk Lenínorðuna MoHkvu, 7. júní. AP. MIKHAIL S. Gorbachev flokksleið- togi og búlgarski þjóðarleiðtoginn Todor Zhivkov undirrituðu í dag viðskiptasamkomulag, er gilda á til aldamóta. að sögn Tass-fréttastof- unnar. Ekki var greint frá efnisatrið- um samkomulagsins, aðeins sagt, að það tæki til samvinnu þjóðanna á sviði viðskipta, vísinda og tækni. Ennfremur sagði frá því, að Gorbachev hefði sæmt Zhivkov Lenin-orðunni, æðsta heiðurs- merki Sovétríkjanna, við hátíð- lega athöfn í Kreml. Fyrr í þessum mánuði sótti ann- ar Austur-Evrópuleiðtogi Sov- étmenn heim. Það var Gustav Husak frá Tékkóslóvakíu, en hann átti viðræður við Gorbachev í síð- ustu viku. Tass sagði, að Zhivkov hefði snúið aftur til Búlgaríu síðla í dag. Andrei Gromyko fylgdi honum á flugvöllinn, að sögn fréttastofunn- ar. HELDUR hækkaði risið á dollaran- um í dag og þurfti ekki meira til en fréttir um að atvinnuleysi í Banda- ríkjunum hefði hvorki aukist né minnkað, stæði óbreytt í 7,3%, Búist hafði verið við, að at- vinnuleysi í Bandaríkjunum hefði aukist nokkuð vegna aðeins minni hagvaxtar að undanförnu en svo reyndist þó ekki vera samkvæmt upplýsingum frá bandaríska at- vinnumálaráðuneytinu. Gengi dollarans er þó heldur lægra nú en fyrir viku gagnvart öðrum gjald- miðlum en v-þýska markinu og breska pundinu. Fengust í kvöld 1,2680 dollarar fyrir pundið en 1,2722 í gær. Fyrir dollarann feng- ust nú: 3,0770 v-þýsk mörk (3,0562), 2,5900 svissneskir frankar (2,5672), 9,3800 franskir frankar (9,3200), 3,4675 hollensk gyllini (3,4440), 1,958,50 ítalskar lírur (1,950,75), 1,3710 kanadískir dollarar (1,3700). Gullverð lækkaði nokkuð og silfrið einnig. Afgreiðslutímar i XVI í sumar 1 Ármúla 1a: Mánud. kl. 9.00—18.00 . Þriöjud. kl. 9.00—18.00 Miðvikud. ki. 9.00—18.00 Fimmtud. kl. 9.00—19.00 Föstud. kl. 9.00—21.00 Laugard. Lokað Eiðistorgi 11: Yorumarkaðurinn hl. Armu;a 1a, S 686111. VGrumarkaðurinn hl. tiöistorgi 11, s. 622200. Mánud. kl. 9.00—19.00 Þriðjud. kl. 9.00—19.00 Miðvikud. kl. 9,00-19.00 Fimmtud. kl. 9.00—20.00 Föstud. kl. 9.00—21.00 Laugard. Lokaö Ath. Bakarfíð er opiö iaugardag kl. 10.00—16.00. Lokaö sunnudaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.