Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 55
MQRGUHBGADIQtLAUGARDAGUR 8-JÚNÍ 198& Þrjú lið af sex tilkynntu þátttöku í úrvalsdeildinni næsta vetur: „Allt er óvíst um framkvæmd mótsins“ segir Björn Björgvinsson, formaður KKÍ „ÞAD er allt óvíst um fram- kvæmd íslandsmótsins í körfu- knattleik á næsta keppnistíma- bili,“ sagói Björn Björgvinsson, nýkjörinn formaöur KKÍ, í samtali viö Morgunblaðiö í gær. körfuknattleik, þaö eru Valur, Haukar og Keflavík. Hin liöin sem hafa þátttökurétt eru Njarövík, KR og ÍR, frestur til aö skila þátt- tökutilkynnlngum til KKl rann út 1. júní. Það eru aðeíns þrjú lið sem hafa Fjögur liö hafa tilkynnt þátttöku tilkynnt þátttöku í úrvalsdeildinni í í 1. deild og aöeins tvö i 2. deild. „Það er kominn tími til aö þaö veröi tekiö hart á þessu og fólög- unum refsaö á einhvern hátt, t.d. meö sektum, eöa aö láta þessi liö sem þegar hafa tilkynnt þátttöku leika saman í einni deild. Þetta hef- ur komið fyrir ár eftir ár og senni- lega hefur þetta aldrei veriö eins slæmt og núna,“ sagöi Björn. Opna franska meistaramótiö í tennis: McEnroe og Connors töpuðu — Wilander og Lendl leika til úrslita JIMMY Connors og John McEn- roe töpuöu báöir í undanúrslitum á opna franska meistaramótinu í tennis. Connors tapaöi fyrir Ivan Lendl frá Tékkóslóvakíu og McEnroe tapaöi fyrir Svíanum Mats Wilander. Lendl sigraöi Connors 6:2, 6:3 og 6:1. Wilander sigraöi McEnroe 6:1, 7:5 og 7:5. Það veröa því Lendl og Wilander sem keppa til úrsiita í einliöaleik karla á opna meistaramótinu í París um helgina. „Ég náöi mór mjög vel á strik í þessum leik. Ég hitti mjög vel og geröi færri mistök en Connors,“ sagöi Lendl eftir aö hann haföi unnið öruggan sigur á Connors. „Veöriö hér hefur veriö heitt síð- ustu 12 daga en þaö er mun sval- ara hór í dag, en óg ætla ekki aö fara aö kenna því einu um. Lendl var einfaldlega betri en ég í dag,“ sagöi Connors, dapur í bragöi eftir leikinn og sagöi aö þetta væri sennilega síöasti leikur sinn í bili. „Þetta er besti leikur sem óg hef leikiö gegn McEnroe, siöan á Opna ástralska meistaramótinu. Ég var i mjög góöu jafnvægi og ef ég leik eins og ég er vanur, ekki undir neinni pressu, get óg unniö hvaöa tennisleikara sem er. Ég hef ekki trú á því aö mór takist aö vinna Lendl, hann er í mjög góöri æfingu um þessar mundir, en óg geri mitt besta," sagöi Mats Wilander eftlr sigurinn á McEnroe. „Ég kom mjög seint í leikinn, aö- eins 20 mínútum áöur en hann átti að hefjast, ég hólt óg heföi rýmri tíma. En þaö er engin afsökun fyrir tapinu, þegar maður nær ekki aö sýna sinn besta leik, þá er ekki von á góöu,“ sagöi McEnroe. Morgunblaölö/Skaptl Hallgrimsson • Landsliöið í knattspyrnu sigraöi Þór á Akureyri 5:1 i fyrrakvöld í afmælisleik I tilefni af 70 ára afmæli iþróttafélagsins Þórs sem var þann dag. Hér skorar Bjarni Sveinbjörnsson eina mark „afmælis- bamsins“ meö skalla — Friörik Friöriksson markvöróur liggur á vellinum eftir aö hafa varió þrumuskot Kristjáns Kristjánssonar. • Jimmy Connors varó af sæti í úrslitaleiknum og hefur varla ver- ið ánægöur eftir. Kannski miöaö spaðanum aö dómaranum eins og í þessu tilfellil 2. deild kvenna: Helena geröi tvö ÞRlR fyrstu leikirnir ( 2. deild kvenna í knattspyrnu fóru fram á fimmtudagskvöld. ( 2. deild er leikiö í A- og B-riöli. Knattspyrnuskóli ÍK ÍÞRÓTTAFÉLAG Kópavogs gengst fyrir knattspyrnuskóla í sumar. Haldin veröa tvö námskeiö og veröur kennari á þeim Þorvaldur Þóröarson. Fyrra námskeiöiö veröur viö Snælandsskóla og hefst 12. júní og stendur til 1. júlí. Síöara námskeiöiö hefst þann 1. júlí og stendur til 16. júlí og veröur þaö haldiö á Heiöarvelli. Kennt veröur frá 10—12 á fyrra námskeiöinu en frá 13—15 á því síöara. Þátttöku- gjald er kr. 500 á hvort námskeiö og þátttaka tilkynnist í sima 40467 alla daga frá 13 til 16. (Fréttatilkynnhtg) Haukar unnu Selfoss 3:0 í B-riðli á Selfossi. Mörk Hauka geröu Hel- ena Önnudóttir tvö og Hrafnhildur Gunnarsdóttir eitt. Haukar áttu sigurinn fyllilega skilinn, voru mun betri aöilinn allan leikinn. í A-riöli voru tveir leikir, Víkingur sigraöi FH 2:0, í Hafnarfiröi. Bæöi mörk Víkings gerði Hjördís Jóns- dóttir í fyrri hálfleik. Fram vann |R 2:0 á Framvellin- um, Kristín Þorleifsdóttir geröi fyrra markiö en Hafdís Guöjóns- dóttir þaö siöara. Fram haföi mikla yfirburöi og heföu mörkin getaö oröið enn fleiri. AðaKundur FH AOALFUNDUR FH veröur haldinn þriöjudaginn 11. júni kl. 20 í Víói- staóaskóla. Venjuleg aóalfund- arstörf. Sýning á vatnsnuddpottum Sýnum laugardag og sunnudag frá kl. 1 pottana í fullum gangi aö Grensásvegi 8. til 5 vinsælu akríl-nudd- Fimm stærðir og margir litir potta á lager. Fáanlegir fylgihlutir: hreinsitæki, dælur, neðanvatns-ljóskastarar og margs konar annar búnaður. Henta vel í garðinn, kjallarann eða baðherbergið. Gerið gæða- og verðsamanburð. Verið velkomin laugardag eða sunnudag milli kl. 13 og 17. K. Auöunsson Grensásvegi8 Sími 686088. A. Oskarsson hf. Sími 666600.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.