Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1985 15 Byggðastofnun- óþörf stofnun eftir Júlíus Sólnes Á Alþingi, á síðustu dögum þess þings, sem nú er að ljúka, er verið að berja í gegn stjórnarfrumvarp um Byggðastofnun íslands. Þess- ari stofnun er ætlað að taka við hlutverki Byggðadeildar Fram- kvæmdastofnunar ríkisins. Marg- efld af starfsliði og með auknum tilkostnaði á hún að halda áfram þeirri skýrslu- og áætlunargerð, sem sumir halda að ein sér komi í veg fyrir að byggðir landsins, utan höfuðborgarsvæðisins, leggist í eyði. Á sama tíma og verið er að tala um að draga úr miðstýringu og stofnanaveldi höfuðborgarinnar og efla sjálfsstjórn landsbyggðar- innar, er stofnun eins og Byggða- stofnun alger tímaskekkja. Skiptir það litlu máli hvort henni yrði val- inn staður á Akureyri eða ekki. Miðstýringin er ekkert betri þótt hún komi þaðan. Fyrir 15—20 árum var ef til vill þörf fyrir stofnun, sem gat aðstoð- að landsbyggðina við að gera áætl- anir um atvinnuþróun og eflingu byggðar. Hagfræðilegar upplýs- ingar, menntað og hæft starfsfólk til þess að vinna úr þeim var vart að finna nema á höfuðborgar- svæðinu. Nú á tölvuöld er ástandið allt annað. Hægt er að sækja allar upplýsingar hvert sem er með tengingum við tölvu- og upplýs- ingabanka, og út um allt land er nú hægt að finna vel menntað starfsfólk, sem getur tekið að sér hvers kyns þróunar- og áætlunar- verkefni. Sveitarfélögin í hinum ýmsu landshlutum hafa myndað með sér landshlutasamtök, sem einmitt er ætlað að vinna að slíkum þróunar- og skipulagsverkefnum, sem Byggðastofnun eru ætluð. Lands- hlutasamtök sveitarfélaga eru nú sjö talsins, þ.e. Samtök sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu, sem eru þeirra yngst, Samtök sveitar- félaga í Vesturlandskjördæmi, Fjórðungssamband Vestfirðinga, Fjórðungssamband Norðlendinga, Samband sveitarfélaga í Austur- landskjördæmi, Samtök sunn- Ungir drengir í boltaleik fyrir framan skólahúsið á Flúðum sem á sumrin breytist í hótel. Stytta Einars Jónssonar frá Galtafelli „Alda aldanna" á miðri mynd. Fjölgar á ferða- mannaslóðum Nyðra-Langholti, 5. júní. ÞÓ AÐ fremur kalt hafi verið hér að undanförnu viljum við meina að sumarið sé komið. Ferðamönn- um hefur fjölgað að undanförnu. Þeir fyrstu fóru að sjást í byrjun maí en nú koma stórir hópar að Flúðum á hverjum degi. Það eru hinir svokölluðu áningafarþegar sem stoppa stutt hér á landi en skjótast einn dag austur fyrir fjall m.a. til að líta á Gullfoss og Geysi. Þessir ferðamenn borða yfirleitt á Flúðum. Sumarhótelið opnaði 1. júní og að sögn Jóhannesar Sig- mundssonar hótelstjóra hefur mikið verð bókað í sumar. Hægt er að hýsa þar 55—60 manns bæði í skólanum og Skjólborg sem er einskonar mótel sem opið er allt árið. Einhverjar skemmdir munu hafa orðið hjá garðyrkjubændum í kuldakastinu um og fyrir hvíta- sunnuna en búið var að planta út óvenjumiklu af káli. Ennig fauk ofan af kartöflum sem búið var að setja niður, en þá fraus á hverri nóttu. Sauðburði er lokið og gekk hann vel og frjósemi ánna er góð. Bændur eru í vorönnum s.s. sá í akra sína og bera á áburð. Svo er að sjá og bíða hvort við fáum þriðja óþurrkasumarið í röð um heyskapartímann. Sig. Sigm. Skjólborg, vinsæll gististaður á Flúðum árið um kring. Ljóam. Sig. Sigm. Júlíus Sólnes lenskra sveitarfélaga og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum. Landshlutasamtökin halda uppi svæðisskrifstofum með starfsliði, sem sveitarfélögin kosta sjálf að mestu leyti. Þótt þær hafi skilað misjöfnum árangri, allt eftir vilja og samstöðu sveitarfélganna, sem að þeim standa, hefur í flestum tilvikum orðið mikill og góður „Á sama tíma og veriö er að tala um aö draga úr miðstýringu og stofn- anaveldi höfuöborgar- innar og efla sjálfs- stjórn landsbyggöarinn- ar, er stofnun eins og Byggöastofnun alger tímaskekkja. Skiptir þaö litlu máli hvort henni yröi valinn staöur á Akureyri eða ekki.“ árangur af starfi þeirra. Þannig hafa landshlutasamtökin til dæm- is víða komið á fót iðnþróunarfé- lögum og iðnþróunarsjóðum og beitt sér fyrir margs konar nýj- ungum í atvinnulífi landshlut- anna. Landshlutasamtök sveitar- félaga hafa þannig í reynd orðið vísir að hinu svokallaða þriðja stjórnstigi, sem nú er mikið rætt um. Hugmyndir manna um þriðja stjórnstigið byggjast á erlendri fyrirmynd. Landinu yrði þá skipt niður í fylki, og fulltrúar á fylkis- þingi kosnir beinni kosningu. Fylkisþing og fylkisstjórn myndu þá koma til með að annast mál sem heilbrigðismál, fræðslumál og samgöngumál fyrir fylkið. Alþingi setti fjárlög og skipti fjármagni því sem ætlað er til hinna ýmsu málaflokka milli fylkjanna. Þar með lyki afskiptum Álþingis og ráðuneytanna í Reykjavík, en fylkisstjórnin tæki við. Viðbúið er að bruðlið og óráðsíðan sem ein- kennir núverandi stjórnarfyrir- komulag, myndi snarminnka. Að minnsta kosti er víst, að undir stjórn heimamanna í landshlutun- um myndi það ekki sjást að full- komnar heilsugæslustöðvar væru nánast byggðar hlið við hlið, nokkrir kílómetrar séu milli full- kominna íþróttahúsa af stærstu gerð í fámennum sveitum-og ann- að í þessum dúr. Kjördæmapot einstakra sveitarstjórna og at- kvæðaveiðar þingmannanna hafa sannarlega kostað þjóðina mikið. Byggðastofnun ríkisstjórnar- innar er með öllu óþörf. Þeim pen- ingum sem henni eru ætlaðir væri miklu betur varið til þess að efla starf landshlutasamtakanna. Væri nær að setja þeim einhvern lagalegan starfsmanna, sem gerði þeim betur kleift að sinna verk- efnum sínum, m.a. verkefnum fyrirhugaðrar Byggðastofnunar. Höíundur er formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæó- inu. löntur i qaröinn ýmsar! aróöurskala Blóm um vidavcröki interfkjra fXburöur. Þurrkaöur ^k^^Hotebu.nu. raröáhokJ allskonar. líSur.Garökönnur. Úhker, svalaker. Veggpottar í úrvaii. Gróðurhúsinu viö Sígfún: Síivar 36770-686340 Metsölublad á hverjum degi! 85 4?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.