Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 8. JtJNl 1985 Rússar fá fót- festu á eyju á Kyrrahafi BANDARIKIN, Astralía og Nýja-Sjáland hafa vaxandi áhyggjur af „veið- um“ sovézkra togara á Mið-Kyrrahafi og tengslum þeirra við stöðugt vaxandi fjölda sovézkra herskipa á þessum slóðum. Búizt er við að fyrir árslok verði togararnir búnir rafeindatækjum til þess að þeir geti stundað njósnastarfsemi. Talið er að þetta sé árangur samnings, sem Rússar hafa nýlega gert við yfirvöld eyríkisins Kiri- bati á Mið-Kyrrahafi. Yfirvöld á Kiribati sneru sér til Rússa þegar vestræn ríki höfnuðu beiðni þeirra um fjárhagsaðstoð. Veður víða um heim Laagst Haast Akureyrí 9 aiskýjaö Amsterdam 14 20 rigning Aþena 10 31 heiðskírt Barcelona vantar Bertin 12 20 alskýjaó BrUssel 7 20 skýjaö Chicago 4 20 heióskírt Dublin 7 16 heióskírt Feneyjar 27 heióskirt Frankfurt 16 26 rigning Qanf 17 26 rigning Helsinki • 13 skýjaó Hong Kong 26 29 rigning Jerúsalem 15 24 heióskírt Kaupmannah. 13 18 rigning Lat Palmas 24 Mttsk. Lissabon 16 22 heióskírt London 7 16 heióskírt Los Angeles 20 35 heiðskírt Lúxemborg 15 skúrir Miriaga vantar Mallorca vantar Miami 26 30 heióskírt Montreal 8 22 heióskirt Moskva 9 17 rigníng Nesr Yorfc 13 25 skýjaó Osló 7 9 rigning París 14 24 skýjað Pekmg 16 30 skýjað Reykjavík 7 túld Ríó de Janeiro 13 26 heióskírt Rómaborg 16 32 •kýjsó Stokkhólmur 7 14 skýjaó Sydney 10 17 skýjað Tókýó 20 30 skýjaó Vinarborg 16 28 skýjað bórshófn 6 skýjaó Talið er að Kiribati hefði ekki leit- að til Rússa, ef vestræn ríki hefðu veitt þeim aðstoð að upphæð þrjár milljónir punda. Samkvæmt formlegum fisk- veiðisamningi, sem hefur verið undirritaður í Moskvu, fá átta til níu sovézkir togarar að stunda túnfiskveiðar við Kiribati. Yfirvöld á Kiribati segja að Rússar fái ekki bækistöð í landi og neita því að rússneskir starfs- menn verði þar til frambúðar. Hins vegar veldur það vestræn- um hermálasérfræðingum áhyggj- um að yfirvöld á Kiribati hafi ekki tök á því að hafa eftirlit með því hvað Rússar aðhafast á hafinu umhverfis. Því er spáð að Rússar muni beita eins miklum þrýstingi og þeir geta á næstu mánuðum til þess að treysta enn betur fótfestu sína á Kiribati. Karólínueyjar • • . KYRRAHAF NÝJA-GÍNEA Twftlu %% Salómons- j •Veyjar *•% Vttu^ht v riJt Nýj> * i Kaledónía W 0 Mílur 1Mð .. ASTRALÍA Yfirvöld í Brazilíu telja að þetta séu bein og hauskúpa stríðsglæpamannsins Josefs Mengele. Þau voru grafin upp í fyrradag í bænum Embu skammt frá Sao Paulo. AP/Simamynd Frakki kveðst hafa hitt dr. Mengele 1982 París, 7. júnl. AP. FRANSKUR blaðamaður, Hubert Lassie, sagði í dag í viðtali við út- varpsstöðina France Inter að hann hefði rætt við stríðsglæpamanninn Josef Mengele í þrjá daga langt inni í frumskógum Brazilíu í apríl 1982. Hann vísaði þar með á bug fréttum um að Mengele hefði drukknað 1979. 1 Bonn var tilkynnt að fyrir- hugaðri ferð Alfredo Stroessn- ers, forseta Paraguays, til Vestur-Þýzkalands í næsta mán- uði hefði verið frestað að hans ósk. Stroessner hefur verið sakað- ur um að skjóta skjólshúsi yfir Mengele og sósíaldemókratar og græningjar hafa harðlega gagn- rýnt fyrirhugaða heimsókn hans. Ríkisstjórn Paraguays lét þess ekki getið þegar hún fór fram á að heimsókninni yrði frestað að beiðnin stæði í sambandi við til- kynningu yfirvalda í Sao Paulo um að grafið hefði verið upp lík manns, sem grunur léki á að hefði verið Mengele. í Frankfurt sagði Hans Eber- hard Klein saksóknari, sem stjórnar leit Vestur-Þjóðverja að Mengele, að það væri „með öllu óvíst" hvort líkið í Brazilíu væri lík Mengele. Hann varaði við því að mjög erfitt væri að bera kennsl á líkið með vissu og sagði að leitinni að Mengele yrði haldið áfram, ef ekki kæmi ótvírætt í ljós hvað orðið hefði um Mengele. Klein sagði að frekari upplýs- inga væri ekki að vænta fyrr en nánari rannsókn hefði farið fram og þrír vestur-þýzkir sér- fræðingar, sem væru í Braziiíu að kynna sér málið, kæmu heim. „Ég er sannfærðúr um að þetta var Mengele," sagði Lassie í viðtalinu við frönsku út- varpsstöðina. „Ég á ljósmyndir og rithandarsýnishorn og sér- fræðingar staðfesta að ég fer með rétt mál.“ Lassie kvaðst hafa farið frá Buenois Aires til Foz do Iguaca, þar sem Argentína, Brazilía og Paraguay mætast, og sagði að þaðan hefði verið flogið með hann í tvo til þrjá tíma í lítilli flugvél til býlis langt inni í frumskógum Brazilíu. Þegar Lassie hafði beðið þar í fimm daga kom önnur lítil flug- vél með gamlan mann, sem var í fylgd með tveimur ungum mönn- um. „Við ræddumst við í þrjá daga,“ sagði Lassie um gamla manninn, sem hann taldi að væri Mengele. „Hann virtist mjög þreyttur og mér var sagt að hann væri að ná sér eftir æðasjúkdóm, en hann var mjög skýr .:. Hann skýrði sjónarmið sín að sjálf- sögðu, en talaði mjög rólega og æsingarlaust." Útvarpsstöðin kvaðst kynna sögu Lassies „með venjulegum fyrirvara", en ekki hafa ástæðu til að rengja hana. Öldungadeild Bandaríkjaþings: Skæruliðar í Nicaragua fái 1570 millj. í mannúðarstuðning Waahinxton, 7. júní. AP. ÖLDUNGADEILD Bandaríkjaþings samþykkti í gær með 55 atkvæðum gegn 42 aó veita skæruliðum, sem berjast gegn vinstri stjórninni í Nic- aragua, 38 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 1570 milljóna íslenskra króna, ■ mannúðaraðstoð. Reagan forseti hefur fagnað samþykktinni og segir hana til marks um, að í báðum þingflokk- unura sé mönnum umhugað um þjóðir Mið-Ameríku og þjóðarör- yggi Bandaríkjanna. Tillagan um mannúðaraðstoð- ina var borin fram af Richard Þingkosningar í Ungverjalandi í dag: Andófsmenn skora á fólk að neyta ekki kosningaréttar síns Bédapest, l nrverjaUndi. 7. jtání. AP. ALMENNAR þingkosningar verða í Ungverjalandi á morgun, laugardag, og eru nærri átta milljónir manna á kjörskrá. í málgögnum kommúnistaflokks- ins eru þær sagðar vera til vitnis um lýðræðið í landinu en andófsmenn segja, að kosningarnar séu skrfpaleikur og hafa skorað á kjósendur að sitja heima. Þingkosningarnar eru þær fyrstu eftir lögum frá 1983, sem kveða á um, að frambjóðendur í hvert sæti verði að vera tveir eða fleiri. Alls eru þingsætin 387 en 35 þeirra eru frátekin fyrir „landsfeð- urnar“, háttsetta menn í flokki og stjórn. „Enn einu sinni hefur það verið sýnt og sannað í landi okkar, að stjórnmálin eru ekki forréttindi fyrir fáa,“ sagði í Nepszabadsag, málgangi flokksins. „öll þjóðin getur tekið þátt í þeim og gerir það.“ Ungverskir andófsmenn eru á öðru máli. í yfirlýsingu frá nokkrum þeirra 1. júní sl. sagði, að fundirnir þar sem frambjóðendur hefðu verið ákveðnir hefðu ein- kennst af „baktjaldamakki, laga- brotum og beinum svikum“ og var skorað á fólk að sitja heima eða skila auðu. Á fjórum þessara funda urðu mjög líflegar umræður þegar and- ófsmenn reyndu að komast á fram- boðslistann og munaði aðeins 67 atkvæðum á einum þeirra, að það tækist. Ungverska þingið situr raunar ekki nema í tæpar tvær vikur til að samþykkja ákvarðanir stjórnarinnar en andófsmenn telja hins vegar, að þingið eigi að vera vettvangur ólíkra skoðana. í mál- gögnum stjórnarinnar sagði að ósigur andófsmannanna á fundun- um sýndi hve óvinsælir þeir væru meðal almennings og á hinn bóg- inn hve mikils trausts flokkurinn nyti. Andófsmenn svara því til, að um flesta fundina hafi verið þagað þunnu hljóði fyrirfram, um suma hafi verið lögregluvörður og á þá alla hafi verið smalað stuðn- ingsmönnum kommúnista- flokksins. 1 yfirlýsingu frá and- ófsmönnunum kváðust þeir samt hrósa sigri að sínu leyti. „I nokkrar vikur gátu þúsundir Ungverja tekið þátt í stjórnmála- starfi í þeim skilningi, sem Evropumenn leggja í það orð,“ sagði í yfirlýsingunni. „Á fundin- um fengu margir tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljós og þá kom í ljós, að stjórnarandstæðingar, umbótasinnaðir hagfræðingar og umhverfisverndarmenn voru á einu máli um margt. Sú samstaða mun lifa þessar kosningar af.“ Lugar úr flokki repúblikana og Sam Nunn úr flokki demókrata. Samþykkt hennar felur í sér, að á þessu ári fái skæruliðar 14 millj- ónir dala og á næsta ári 24 millj- ónir. Féð má eingöngu nota til að kaupa matvæli, fatnað og lyf, en ekki til að kaupa vopn eða sprengiefni. 1 tillögunni er hvatt til þess að samið verði á friðsamlegan hátt um ágreiningsefni í Mið-Ameríku. Þar segir, að viðskiptabanni á Nic- aragua verði aflétt ef stjórnvöld í landinu fallist á vopnahlé og við- ræður við skæruliða. Búist er við því, að í næstu viku verði greidd atkvæði um tillöguna í fulltrúadeildinni, þar sem demó- kratar eru í meirihluta. Daniel Ortega, leiðtogi vinstri stjórnarinnar í Nicaragua, sagði í gærkvöldi að samþykkt öldunga- deildarinnar fæli í sér stuðning við hryðjuverk og beindist gegn friðsamlegri lausn deilumála í Mið-Ameríku. „Þetta er eins og kinnhestur framan í íbúa Nicar- agua og þá Ameríkubúa, sem and- vígir eru árásarstefnu Ronalds Reagan,“ sagði Ortega á útifundi í höfuðborginni Managua.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.